Búið að reyna á ábyrgð ríkisins

Nú er liðið rúmt ár síðan EFTA-dómstólinn kvað upp dóm sinn um að íslenska ríkinu bæri ekki að gangast í ábyrgð fyrir skuldbindingar Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), sem er reyndar meira að segja óleyfilegt samkvæmt tilskipun 94/19/EB.

Með þeirri niðurstöðu var staðfest það sem fjöldi aðila, flestir úr röðum almennings frekar en elítunnar, reyndu ítrekað af mikilli þrautsegju að koma þáverandi stjórnvöldum hér á landi í skilning um, og mikilvægi þess að taka til fullra varna gegn ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga. Það tók fjögur ár, og sigur hafðist að lokum.

Núna hafa Bretar og Hollendingar loksins viðurkennt það rétta í verki, það er að segja með því að stefna hinum réttmæta greiðanda innstæðutrygginga (TIF) fyrir þann dómstól sem hefur lögsögu í varnarþingi hans (Héraðsdóm Reykjavíkur) og gera þar kröfu um greiðslu þess sem þeir telja sig vanta upp á vegna innstæðna sem þeir hafi átt hér á landi.

Tryggingasjóðurinn er sjálfseignarstofnun, og sem slíkur nýtur hann ekki ríkisbyrgðar, heldur þvert á móti, hann er til að mynda fjármagnaður af bönkunum sjálfum, og eins og áður segir er beinlínis óheimilt að fjármagna hann með ríkisábyrgð. Hefði slík ríkisábyrgð verið veitt þá hefði Ísland gerst brotlegt við skyldur sínar samkvæmt EES-samningnum.

Það athyglisverðasta við þetta er sú staðreynd að hvorugur stefnenda átti neinar innstæður í íslenskum bönkum, og eiga því enga kröfu á hendur TIF, svo málinu sem þeir hafa höfðað hlýtur að verða að vísa frá Héraðsdómi Reykjavíkur sökum aðildarskorts.

Komist dómurinn engu að síður að þeirri niðurstöðu að stefnendur hafi með einhverjum hætti getað eignast kröfu(r) á hendur TIF,  hljóta þeir að þurfa að framvísa gögnum sem staðfesta það, máli sínu til stuðnings. Geti þeir það ekki, hlýtur málinu að lykta með sýknu TIF, en geti þeir það þá hafa þeir að öllum líkindum gert það með veitingu ríkisábyrgðar á innstæðutryggingum, og þar með gerst brotlegir við EES-samninginn.

Við úrlausn málsins hlýtur að hafa sitt að segja, að búið sé að sökkva nýja Landsbankanum (sem er í eigu ríkisins) í 300 milljarða króna skuldir við þrotabú þess gamla til þess að hann geti greitt kröfur á hendur sér vegna innstæðna. Þar af er hann nú þegar búinn að greiða tugi milljarða fyrirfram og það í erlendum gjaldeyri. Þessum greiðslum hlýtur því að þurfa að skila til baka, eða í það minnsta skuldajafna þeim á móti dómkröfunum.

Ekki er hinsvegar víst að þeir innstæðueigendur sem hafa eygt von endurheimtur úr búinu, verði sáttir ef þær skerðast vegna málshöfðunar Breta og Hollendinga, en kröfur þeirra gæti TIF ekki efnt öðruvísi en að nota eignir úr búi Landsbankans til þess. En þar sem það eru aðallega breskir og hollenskir ríkisborgarar þá eru góðu fréttirnar þær að þeir þyrftu þá í framhaldinu aðeins að glíma við sín eigin stjórnvöld til að fá því skilað.

Þá hlýtur það jafnframt að liggja beint við fyrst Bretar og Hollendingar virðast núna telja að Landsbankinn eigi bara alls ekkert að borga þeim þetta heldur eigi TIF að gera það, að þá verði hinum svokölluðu "Landsbankabréfum" rift hið snarasta, og ekki bara rift heldur þau rifin í tætlur og kveikt í tætlunum og öskunni svo sturtað niður úr klósettinu.

Því næst gæti sá banki snúið sér að því að leiðrétta uppsprengdar skuldir viðskiptavina eins og hann hefði átt að verja síðustu fjórum árum í að gera, í stað þess að rembast við að senda Bretum og Hollendingum gjafir úr skuldsettum gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Hann hefði þá í það minnsta þeim mun meira svigrúm til þess að leiðrétta lánin hjá heimilunum, þó ekki nema bara þannig að þau samræmist lögum. Vonandi á samt ekki eftir að taka önnur fjögur ár að fá þá sem ekkert þykjast skilja til þess að fatta þau lög.

Og svo er það rúsínan í pylsuendanum, sem er sú að jafnvel þó að Bretum og Hollendingum tækist að vinna þetta dómsmál, þá yrði sá dómur ekki aðfararhæfur í neinu öðru en íslenskum krónum: TADA! Það gæti svo reynst þeim afar erfitt ef ekki ógerlegt að selja svo stórar fjárhæðir fyrir erlendan gjaldeyri. Nema kannski með miklum afföllum, og langri bið eftir afléttingu gjaldeyrishafta til að flytja þann gjaldeyri úr landi.

Jæja, þá eru tveir stærstu keppendurnir dottnir úr leik í störukeppninni.

Næsti?


mbl.is Ekki mun reyna á ábyrgð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærar fréttir

Hollenski seðlabankinn DNB og breski innstæðusjóðurinn FSCS hafa stefnt Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF, fyrir héraðsdóm, og krefjast þar greiðslu tæplega 556 milljarða króna.

Þetta eru frábærar fréttir því svo virðist sem báðir þessir erlendu aðilar séu núna loksins, fimm árum eftir að þetta leiðindamál kom upp, búnir að lesa lögin og reglurnar sem um þetta gilda, og ársgamlan dóm EFTA-dómstólsins  á grundvelli þeirra.

Fyrir vikið beina þeir loksins kröfum sínum í málinu að réttum aðila: Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta, sjálfseignarstofnun sem nýtur ekki ríkisábyrgðar. Það hefðu þeir átt að gera allan tímann en hafa ekki gert fyrr en nú þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að benda þeim á það.

Það sem verður mest spennandi að fylgjast með verður hvort Samfylkingin stormar ekki í heild sinni niður í héraðsdóm strax í fyrramálið, til þess að bjóða fram greiðslu eins og þau eru margbúin að lofa stefnendum í málinu. (*kjánahrollur*)


mbl.is Krefjast 556 milljarða vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám verðtryggingar forsenda lágrar verðbólgu

Greiningardeild Arion banka segir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sé í dauðafæri að halda verðbólgu skaplegri til lengri tíma en örfárra mánaða í senn.

Þetta er svo sannarlega rétt hjá greiningardeildinni, ekki síst vegna þess að nú liggur fyrir sú fyrirætlan stjórnvalda að afnema verðtryggingu. Reyndar gera fyrirliggjandi tillögur ráð fyrir að það eigi sér stað á nokkurra ára tímabili, á meðan aðrir hafa bent á að hægt sé að gera það strax með pennastriki (eða atkvæðagreiðslu) og er sá er þetta ritar í þeim hópi enda höfundur frumvarps þar að lútandi.

Ástæða þess að þetta er satt hjá greiningardeildinni er sú að verðtryggingin er helsti orsakavaldur óhóflegrar peningalegrar þenslu sem er jafnframt meginorsök mikillar verðbólgu á Íslandi. Um þetta verður vart deilt lengur þar sem sjálfur forsætisráðherra hefur tekið undir þess afstöðu sem byggir á vísindalegum sönnunum fyrir því að þetta sé reyndin.

Jafnframt er skorað á þá sem kunna að vera ósammála þessu að hrekja niðurstöður vísindalegrar rannsóknar Dr. Jacky Mallet við Háskólann í Reykjavík, þar að lútandi: http://arxiv.org/abs/1302.4112

Aldrei þessu vant eru athugasemdir ekki velkomnar nema þær feli í sér efnisleg rök sem hrekja framangreindar niðurstöður.

P.S. Þess má geta að ný útlán eru núna aðeins 25% verðtryggð en restin er óverðtryggð, og má því segja sem svo að meirihluti lántakenda hafi nú þegar kosið með fótunum þannig að þeir séu fylgjandi afnámi verðtryggingar lánsfjár. A.m.k. á sínum eigin lánum.


mbl.is Peningastefnunefndin í dauðafæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um réttláta málsmeðferð

Hvað þykist stjórn lögmannafélags Íslands allt í einu vita um réttláta málsmeðferð?

Ekki hefur það sýnt sig á starfsháttum félagsmanna, nema lítils minnihluta þeirra.


mbl.is Hæpið að túlkun dómara standist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki Bitcoin heldur eftirlíking

Rafmyntir eru ekki allar eins. Reyndar er til umtalsverður fjöldi þeirra.

https://en.bitcoin.it/wiki/List_of_alternative_cryptocurrencies

Þær falla hinsvegar allar í skuggann af Bitcoin, af ýmsum ástæðum. Meðal þeirra ástæðna er að margar þeirra eru lélegar eftirlíkingar, sem hafa það sameiginlegt að vera búnar einhverjum ókostum sem Bitcoin hefur ekki. Slíkt er augljóslega algjörlega óþarfi, á meðan betri valkostur stendur til boða, það er að segja ekta Bitcoin. Ekki síst í ljósi þess að það er enginn ávinningur af því að nota eftirlíkingarnar, hvorki fjárhagslegur né annar.

Svo eru sumar þessara eftirlíkinga, beinlínis svikamyllur, hannaðar til þess að selja fólki helling af mynteiningum í myntkerfi sem reynist svo á sandi byggt. Það vandamál er reyndar alls ekki bundið við rafmyntir neitt sérstaklega. Svikamyllur hafa þróast í öllum helstu fjármála- og peningakerfum sem við lýði hafa verið á tíma vestrænnar siðmenningar. Sú stærsta eru auðvitað seðlabankarnir sjálfir en það er önnur saga.

Mikilvægt er að hafa í huga, að enn hefur ekki komið neitt fram um (ekta) Bitcoin sem bendir til annars en að það kerfi sé mjög traust. Með trausti er átt við að mynteiningar í kerfinu eru vel verndaðar fyrir þjófnaði eða misbeitingu, en það hefur ekkert með verðgildi þeirra að gera því það stjórnast einfaldlega af framboði og eftirspurn (eins og flotgengi krónunnar gerði einmitt á tímabili).

Með öðrum orðum:

Bitcoin virðist vera traust. En rétt er að varast eftirlíkingar.

Ath. Snögg leit að "auroracoin blockchain" skilar engum niðurstöðum sem segir þeim sem vilja vita allt sem þarf að segja. Og svo auðvitað að heimasíðan sé skráð í Panama og engin raunveruleg nöfn eða upplýsingar um aðstandendur komi fram þar. Hefur annars einhver gefið sér tíma til að lesa kóðann fyrir clientinn? Eða kompælað hann og borið tékksummuna saman við binary executable sem er í dreifingu? Enginn???

Merkilegustu fréttirnar eru hinsvegar þær sem vitnað er til í meðfylgjandi frétt með vísan til eldri fréttar um sama efni, þar sem segir:

Óheimilt er að eiga gjaldeyrisviðskipti með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin samkvæmt íslenskum lögum um gjaldeyrismál. Í skriflegu svari frá Seðlabanka Íslands til Morgunblaðsins kemur fram að í lögum um gjaldeyrismál sé kveðið á um almennar takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum milli landa. „Ekki verður séð að ákvæði laganna sem undanþiggja vöru- og þjónustuviðskipti frá áðurnefndum takmörkunum eigi við um viðskipti með Bitcoin eða að aðrar undanþágur frá takmörkunum laganna eigi við um slík viðskipti,“ segir í svari Seðlabankans.

Með öðrum orðum:

Seðlabankinn telur að Bitcoin falli undir lög um gjaldeyrismál.

Þar með er Bitcoin löglegur gjaldeyrir í viðskiptum á Íslandi.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenska Bitcoin notendur !

Nú er bara spurning hvernig seðló ætlar að framfylgja gjaldeyrishöftum gagnvart Bitcoin, þar sem allar einingar og færslur í kerfinu eru dulkóðaðar, nafnlausar, og órekjanlegar. Það væri kannski efni í næstu fyrirspurn mbl til bankans?


mbl.is Gefa Íslendingum nýja rafmynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfesting á alríki ESB

Best þekkta ríkjasambandið í okkar heimshluta eru líklega Bandaríkin. Þau eru reyndar fleiri, sambandsríkin, til dæmis Ástralía, Kanada, Brasilía, og gömlu Sovétríkin voru líka dæmi um ríkjasamband þó svo að það hafi átt fátt annað sameiginlegt með öðrum...

Icesave IV: Riftun Landsbankabréfanna

Til þess að bræða snjóhengjuna þarf að byrja á því að taka ólöglegu Lansbankabréfin og rífa þau í tætlur. Því næst að kveikja í tætlunum. Sturta svo öskunni niður úr klósettinu. Loks að senda út fréttatilkynningu um að lögmæti annara hluta í...

Frumvarpið löngu tilbúið

Katrín Jakobsdóttir (VG) spurði forsætisráðherra á Alþingi í dag um afnám verðtryggingar, meðal annars "hvernig nákvæmlega hann sjái það fyrir sér að það fari fram". Þó svo að forsætisráðherra hafi ekki svarað því hreint út þá er svarið í raun...

Villandi fréttaflutningur

Því er haldið fram í meðfylgjandi frétt að heimilum í vanskilum við Íbúðalánasjóð hafi fækkað. Þetta er eflaust ekki rangt í sjálfu sér, en með því að setja þetta svona fram er samt gefin villandi mynd af raunveruleikanum. Sjónhverfingin liggur í því að...

Mikið fár út af litlu

Samkvæmt lögum nr. 155/2010 um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki nemur skatthlutfall 0,041% af heildarskuldum fjármálafyrirtækja. Heildarskuldir MP banka eru samkvæmt nýjasta árshlutauppgjöri tæpir 57,1 milljarðar króna, og hefði hann því að óbreyttu...

Ástæðan er vel þekkt

Námslánin eru verðtryggð og hækka í staðinn fyrir að lækka. Jafnvel þó reynt sé að standa í skilum með þau.

Tær snilld

Íslendingum mun gefast kostur á að sjá og heyra Portishead á sviði í júlí næstkomandi. Það er viðburður sem engir alvöru tónlistaráhugamenn ættu að láta fram hjá sér fara.

Ríkissjóður skaðlaus af Dróma

Samningar hafa náðst um úrlausn þeirra lánasafna sem Drómi hf. hefur vélað með allt frá falli SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans í mars 2009. Þar sem marga fyrrum "viðskiptavini" Dróma hf. hefur lengt eftir þess háttar úrlausn er þetta auðvitað...

Ekki fækkun heldur fjölgun

Árið 2013 voru 445 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík en þær höfðu verið 505 talsins árið áður. Sérstaka athygli vekja tölurnar í desember, en þá gaf innanríkisráðherra sig undan látlausum þrýstingi sem Hagsmunasamtök...

Verðtrygging eykur verðbólgu

Verðtrygging er ein helsta ógn við fjármálastöðugleika á Íslandi. Sjá nánar hér: Indexation considered harmful - bofs.blog.is Hér má sjá áhrif verðtryggingarinnar á skuldir heimilanna: Og hér má sjá aukningu peningamagns í umferð undanfarin ár: Þetta er...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband