Aumlegar mótmælaaðgerðir

Samkvæmt talningu lögreglu voru um 3.500 manns á mótmælum sem boðað hafði verið til í dag vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að draga til baka ólýðræðislega og ólöglega umsókn fyrri ríkisstjórnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem var lögð fram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sem betur fer eru andstæðingar lýðræðis í Evrópumálum ekki fleiri en raun ber vitni.

En til samanburðar þá voru tífalt fleiri á mótmælum í október 2010 þegar krafist var tafarlausra aðgerða til þess að taka á skuldavanda heimilanna af myndugleik. Hvers vegna er þessi sami fjöldi ekki mættur núna til þess að mótmæla því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við loforð þess efnis?

Íslenskt samfélag hefur tekið fram úr sér í óskiljanleika.

Góðar stundir.


mbl.is Enn er mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegur tvískinnungur

Tvískinnungur íslenskrar umræðuhefðar hefur náð nýjum áður óþekktum hæðum.

Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunar gegn því að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem lögð var fram á fölskum forsendum án viðhlítandi lýðræðislegs umboðs frá íslensku þjóðinni, verði nú afturkölluð.

Að því slepptu hversu mikla afturhaldssemi slíkar hugmyndir fela í sér, þá er ein spurning sem stendur brennandi upp úr þessu öllu saman:

Hvar var allt þetta annars ágæta fólk þegar sótt var um aðildina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þjóðin vildi yfir höfuð gerast aðili að ESB?

P.S. Fyrir þá sem myndu vilja "kíkja í pakkann" þá er hann hérna: http://www.evropustofa.is/fileadmin/Content/Publications/PDFs/Lissabon-heildarskjal.pdf

Endilega kíkið þá í hann ef þið hafið svona mikinn áhuga á því.


mbl.is Undirskriftum safnað gegn afturköllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfelldur skilmissingur

http://www.xd.is/stefnumalin/evropumal/

"Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram."

http://www.xd.is/um-sjalfstaedisflokkinn/alyktanir/utanrikismalanefnd/

"Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

Einhverjir virðast hafa misskilið þetta og halda að verið sé að svíkja eitthvað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar í dag um að standa við þetta.

Það er svo til marks um á hve undarlegar slóðir stjórnmálaumræða er komin vinstramegin, að það skuli vera Samfylkingarmenn sem eru hvað súrastir yfir hinum meintu svikum Sjálfstæðisflokksins. Sárari verða þá vonbrigðin þegar þeir reyna að segja sig úr svikaflokknum, og mistekst það líka.


mbl.is „Það var búið að gefa loforð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meginorsökin: verðtrygging

„Það er mikil fylgni milli peningamagns í umferð og verðbólgu – engin dæmi um að gjaldmiðill hafi fallið nema peningaleg þensla hafi átt sér stað,“ segir Hafsteinn Hauksson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.

Eins og nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á er verðtrygging útlána bankakerfisins ein af meginorsökum óhóflegrar þenslu peningamagns á Íslandi. Ástæðan er séríslensk bókhaldsaðferð sem fyrirfinnst hvergi annarsstaðar í heiminum, og virkar eins og peningaprentvél. Þarna er um leið búið að bera kennsl á eina meginástæðu óstöðugleika krónunnar. Lausnin er sem betur fer einföld og felst í því að afnema verðtryggingu.

Sjá nánar eldri færslur um þetta efni:

Indexation considered harmful - bofs.blog.is 

Verðtryggingin ER hinn undirliggjandi vandi - bofs.blog.is

Verðtrygging eykur verðbólgu - bofs.blog.is 

Hér má sjá peningaþensluna (einkavæðingartímabilið rauðmerkt):

Unnið úr talnagögnum frá Seðlabanka Íslands
Og hér má sjá áhrifin af henni á skuldir heimilanna:

Áhrif verðtryggingar á skuldir heimila

mbl.is Peningamagn í umferð of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fyrirsögn

Samkvæmt fyrirsögn tengdrar fréttar hefur heimilum í "vanskilum" við Íbúðalánasjóð fækkað, og er vitnað um það í mánaðarskýrslu sjóðsins.

En það er auðvitað ekkert skrýtið þar sem þrátt fyrir boðaða frestun á nauðungarsölum, er ekkert lát á þeim. Hjá sýslumanninum í Reykjavík eru til að mynda auglýstar fyrirtökur á 11 nauðungarsölum í dag, og þar af er Íbúðalánsjóður gerðarbeiðandi í þremur þeirra.

Þessi heimili verða auðvitað ekki lengur í "vanskilum" eftir að búið verður að selja ofan af þeim. Þær verða ekki einu sinni lengur "viðskiptavinir" Íbúðalánasjóðs eftir það, og koma þess vegna ekki fram í neinni svona tölfræði.

Það hefur verið fjallað áður um þetta hér á þessu bloggi, og bent á það hversu mikil samsvörun er milli fjölda íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín, og "fækkunar" heimila sem eru skráð í "vanskilum" hjá sjóðnum. Að teknu tilliti til þess er ekki um neina fækkun að ræða, heldur hefur ástandið þvert á móti versnað og virðist halda því áfram.

Sjá fyrri umfjöllun um sama efni:

... en fleiri heimili í óskilum - bofs.blog.is 

Ekki fækkun heldur fjölgun - bofs.blog.is 

Villandi fréttaflutningur - bofs.blog.is 


mbl.is Heimilum í vanskilum fækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagsrök fyrir aðild eru innantóm

Í skýrslunni er einnig fjallað um vaxtakjör innan sambandsins en í niðurstöðunum kemur meðal annars fram að þrátt fyrir sameiginlega mynt sé talsverður munur á vöxtum milli landa á evrusvæðinu . Gildi það bæði hvað varðar fólk og fyrirtæki, innláns- og...

Greiningarskortur leiðir til misskilnings

„Of mikil óvissa er þó um fyriráætlanir stjórnvalda til að meta hvort að draga muni í raun úr sjálfstæði Seðlabankans,“ segir IFS greining. Hitt sé hins vegar ljóst að verði dregið úr sjálfstæði Seðlabankans munu verðbólguhorfur versna. Það...

Vonandi skilja þetta allir núna

Jafnvel Moody's virðist núna hafa lesið dóm EFTA dómstólsins um innstæðutryggingar, og hefur sent frá sér tilkynningu þar sem niðurstöður hans eru áréttaðar, sem eru þær helstar að engin greiðsluskylda hvílir á íslenska ríkinu. Eini misskilningurinn sem...

Ítalir setja upp fjármagnshöft

Samkvæmt fréttum sem voru að berast verða allar millifærslur inn í landið héðan í frá álitnar skattskyldar tekjur, og þarlendum bönkum gert skylt að halda eftir 20% af fjármagnsfærslum eða sem svarar til skattsins. Til þess að fá undanþágu frá þessu...

Falskar forsendur

Hagfræðingur Landsbankans heldur því fram að óverðtryggð lán séu dýrari en verðtryggð. Þetta er hinsvegar ekki allskostar rétt. Í Morgunblaðinu í dag eru tekin dæmi um kostnað við 20 milljón króna lán miðað við mismunandi forsendur. Tekin eru dæmi um...

Afglæpavæðing að verða opinber stefna?

"Menn verða að horfa á raunveruleikann eins og hann er." Þessi orð höfð eftir heilbrigðisráðherra gætu varla verið sannari. Og þar sem umræðan tengist fíkniefnum, hvað með öll löglegu fíkniefnin? Þeir sem þurfa að nota amfetamín af heilsufarsástæðum geta...

Búið að reyna á ábyrgð ríkisins

Nú er liðið rúmt ár síðan EFTA-dómstólinn kvað upp dóm sinn um að íslenska ríkinu bæri ekki að gangast í ábyrgð fyrir skuldbindingar Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), sem er reyndar meira að segja óleyfilegt samkvæmt tilskipun 94/19/EB....

Frábærar fréttir

Hollenski seðlabankinn DNB og breski innstæðusjóðurinn FSCS hafa stefnt Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF, fyrir héraðsdóm, og krefjast þar greiðslu tæplega 556 milljarða króna. Þetta eru frábærar fréttir því svo virðist sem...

Afnám verðtryggingar forsenda lágrar verðbólgu

Greiningardeild Arion banka segir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sé í dauðafæri að halda verðbólgu skaplegri til lengri tíma en örfárra mánaða í senn. Þetta er svo sannarlega rétt hjá greiningardeildinni, ekki síst vegna þess að nú liggur fyrir...

Um réttláta málsmeðferð

Hvað þykist stjórn lögmannafélags Íslands allt í einu vita um réttláta málsmeðferð? Ekki hefur það sýnt sig á starfsháttum félagsmanna, nema lítils minnihluta þeirra.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband