Rafmyntagröftur er ofurtölvuþjónusta

Ein af stjórnendum gagna­vers­fyr­ir­tæk­is­ins atN­orth segir í viðtengdri frétt að námugröftur eftir raf­mynt­um í ís­lensk­um gagna­ver­um sé á und­an­haldi.

Svo er haft eftir henni: „Inn­an nokk­urra mánaða verðum við hjá atN­orth al­veg far­in úr námugreftri. Þá mun­um við fyrst og fremst vera í of­ur­tölvuþjón­ustu. Vissu­lega er ork­an takmark­andi þátt­ur á Íslandi en við trú­um að með tíð og tíma geri fleiri sér grein fyr­ir vægi þessa iðnaðar og viður­kenni hann sem mik­il­væg­an út­flutn­ings­at­vinnu­veg.“

Þetta eru frekar undarleg ummæli í ljósi þess að rafmyntagröftur er einfaldlega ein tegund ofurtölvuþjónustu. Rétt eins og hver önnur ofurtölvuþjónusta byggist rafmyntagröftur á sem mestum afköstum við nýtingu reikniafls í tölvum.

Til að keyra tölvurnar þarf raforku og orkunotkunin er í beinu hlutfalli við reikniaflið sem notað er hverju sinni. Séu tölvurnar keyrðar á hámarksafköstum til að fullnýta reikniafl þeirra er raforkunotkunin sú sama hvort sem reikniaflið er notað til að grafa eftir rafmynt, í aðrar tegundir dulkóðunar, keyrslu reiknilíkana fyrir veðurspár, til að finna lausnir á eðlisfræðiverkefnum eða hvaðeina sem ofurtölvur eru almennt notaðar í.

Það hefur því engin áhrif á raforkunotkun gagnavera hvort þau eru notuð í rafmyntagröft eða aðrar tegundir ofurtölvuþjónustu. Þess vegna er undarlegt að í fréttinni sé breyting úr einni tegund ofutölvuþjónustu yfir í aðrar sett í samhengi við raforkunotkun, þegar slík breyting er ekki til þess falin að hafa nein áhrif á raforkunotkun.


mbl.is Hætta brátt námugreftri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri réttindi eru í stjórnarskrá en eignarréttur

Húseigendafélagið leggur í umsögn sinni um frumvarp um breytingar á húsleigulögum sem liggur fyrir á Alþingi, aðaláherslu á eignarrétt fasteignaeigenda sem eru leigusalar. Það er í sjálfu sér allt í lagi því sá réttur er bundinn í stjórnarskránna. Slík samtök njóta tjáningarfrelsis og mega ráða því hvernig þau haga hagsmunabaráttu sinni.

Á hinn bóginn verður einnig að taka með í reikninginn að ýmis önnur réttindi eru bundin í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála sem íslenska ríkið hefur samþykkt. Þar á meðal rétturinn til viðunandi húsnæðis á viðráðanlegum kjörum, enda hangir lífsvirðurværi margra í samfélaginu á því, ekki síst þeirra sem minnst mega sín.

Eignarréttur eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá er ekki án takmarkana. Hann má til að mynda takmarka í þágu almannahagsmuna. Enginn verður þó sviptur eign sinni án þess að fá bætur fyrir og það er viðurkennt. Sem sæmi um þetta má nefna að eigendur fasteigna mega yfirleitt ekki stunda þar starfsemi sem veldur tjóni á umhverfinu eða rýrir réttindi annarra. Þessi sjónarmið hafa einnig verið staðfest í réttarframkvæmd.

Frumvarpið sem um ræðir felur ekki í sér sviptingu eignarréttar heldur aðeins skilyrði fyrir því hvernig honum sé ráðstafað. Burtséð frá því hvort frumvarpið verði samþykkt eða ekki verður eigendum íbúða áfram heimilt að eiga þær og selja eða kaupa slíkar eignir eins og þeim lystir. Lagaskilyrðin sem eru lögð til í frumvarpinu kveða eingöngu á um hvernig megi ráðstafa slíkum eignum til útleigu og fénýta þær þannig.

Þegar ein tegund réttinda vegst á við aðra tegund réttinda er alltaf skynsamlegt að leita jafnvægis þar á milli. Þess vegna er það ekki endilega stjórnarskrárbrot þó að löggjafinn reyni að stuðla að því að slíkt jafnvægi náist.

Rétturinn til húsnæðis er ekkert síður mikilvægur en eignarrétturinn. Ef sá sem þetta skrifar þyrfti að velja á milli þess að einhver verði heimlislaus og leyfa fasteignareiganda að gera hann heimilislausan, yrði sá fyrir valinu sem er í veikari stöðu. Lesendur mega svo draga sínar ályktanir um hvor það sé í þessu ímyndaða tilviki.

Það þjónar engum samfélagslegum hagsmunum að gera fólki ókleift að hafa viðunandi húsnæði. Það þjónar ekki heldur hagsmunum fasteignaeigenda að hemilislaust fólk ráfi göturnar umhverfis fasteignir þeirra og grípi jafnvel til ólöglegra örþrifaráða eins og innbrota og þjófnaða til að reyna að draga fram líf sitt. Þvert á móti er það til þess fallið að rýra hagsmuni eigenda fasteigna þegar svo er ástatt.

Eignarrétturinn er til staðar og óneitanlega mikilvægur, en kannski ekki eins einhliða og kann að virðast við fyrstu sýn. Ákveðin mannúð er ekki aðeins nauðsynleg til að byggja réttlátt og gott samfélag heldur er hún líka beinlínis stjórnarskrárbundin. Fyrir því eru góðar ástæður sem stefna að því jafnvægi sem er forsenda fyrir góðum árangri.


mbl.is Húsaleigufrumvarp í trássi við stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimildir lífeyrissjóða til að fjármagna leiguíbúðir

Nokkuð lengi hefur verið kallað eftir því að lífeyrissjóðir komi af krafti að fjármögnun á uppbyggingu leiguíbúða til að auka framboð á húsnæðismarkaði. Lífeyrissjóðirnir hafa kvartað yfir því að þeir geti það ekki vegna of þröngra takmarkana sem ríkisvaldið hefur sett á fjárfestingarheimildir þeirra með ákvæðum VII. kafla laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Þetta hefur meðal annars verið rætt í tengslum við kjarasamninga. Í yfirlýsingu stjórnvalda frá 12. desember 2022 vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði kom fram að stjórnvöld myndu á samningstímabilinu finna leiðir til að auðvelda lífeyrissjóðum að koma að fjármögnun á íbúðarhúsnæði til útleigu til einstaklinga með því að rýmka heimildir sjóðanna til fjárfestinga í leigufélögum.

Afraksturinn af þessu eru drög að frumvarpi sem hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lagt til að lífeyrissjóðum verði "heimilt að binda allt að 5% heildareigna í hlutabréfum og skuldabréfum, sem ekki eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað, útgefin af félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga", sem og í fjárfestingasjóðum sem fjárfesta eingöngu í slíkum bréfum.

Í árslok 2023 námu heildareignir lífeyrissjóða um 7.287 milljörðum króna en fasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu öllu samtals 10.596 milljörðum króna. Miðað við þær stærðir gætu lífeyrissjóðir í mesta lagi fjármagnað um 3,4% íbúðarhúsnæðis á landinu, verði frumvarpið óbreytt að lögum með þessari takmörkun.

Eins og svo margt sem stjórnvöld lofa í tengslum við kjarasamninga er þetta óþolandi seint fram komið og þar að auki í mýflugumynd. Það er harla ólíklegt að svona lágt hlutfall geti haft eins mikil áhrif til að auka framboð á húsnæði og raunverulega er þörf fyrir. Þess vegna væri full ástæða til að rýmka þetta hlutfall verulega og vonandi verður hugað að slíkri breytingu við meðferð frumvarpins á Alþingi.


mbl.is Vill auka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hunsa þunga fjárhagsstöðu (allra hinna) heimilanna

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma á fót starfshópi til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu bænda vegna verðbólgu og vaxtahækkana.

Sjá tilkynningu: Ráðuneytisstjórahópur skipaður vegna fjárhagsstöðu bænda

Enginn slíkur starfshópur hefur verið skipaður til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu allra hinna heimilanna, sem er til komin af nákvæmlega sömu ástæðum. Tekið skal fram að sá sem þetta skrifar hefur fulla samúð með stöðu bænda, en þætti jafnframt betra ef ríkisstjórnin sýndi jafn mikla samúð með stöðu allra hinna heimilanna.

Til að gefa ákveðna hugmynd af því hvernig tilkynningin gæti litið út ef ríkisstjórninni væri jafnt umhugað um stöðu allra heimila, kom upp sú hugmynd að endurskrifa hana með þeirri einu breytingu að skipta sérstökum tilvísunum til bænda og landbúnaðar út fyrir almennar tilvísanir til heimilanna í landinu:

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun að koma á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvæla menningar- og viðskiptaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Hópurinn mun leggja mat á þá stöðu sem upp er komin í landbúnaði hjá heimilunum í kjölfar endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkana á aðföngum.

Höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað hratt síðustu misseri og þannig rýrt eiginfjárstöðu bænda heimilanna eins og víðar í samfélaginu. Staða landbúnaðar heimilanna er þó sérlega erfið að því leyti að rekstur búa húsnæðis er nátengdur heimilum bænda mannréttindavörðum lífsskilyrðum þeirra og hækkanir við fjármagnskostnað og aðfangaverð hafa haft íþyngjandi áhrif. Rekstur í landbúnaði heimila er því orðinn þungur hjá mörgum framleiðendum einstaklingum og fjölskyldum.

Starfshópurinn mun draga saman nýjustu gögn um stöðuna og þróun síðustu missera.
Í framhaldinu verða lagðar fram tillögur með hliðsjón af þessum gögnum og jafnframt leiða leitað til að auðvelda kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði einstaklingum og fjölskyldum að halda viðunandi heimili. Hópurinn mun verða í samráði við Byggðastofnun opinberar stofnanir og önnur fjármálafyrirtæki auk hagsmunaaðila í landbúnaði heimilanna.

Nú hlýtur það að vera réttmæt krafa allra heimila í landinu að jafnræðis verði gætt og samskonar starfshópur skipaður til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu þeirra.


mbl.is Fjalla um þunga fjárhagsstöðu bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólguhvetjandi vaxtahækkanir

Geta vaxtahækkanir aukið verðbólgu? Skoðum málið.

„Það sem maður er orðinn mjög hugsi yfir er það hvernig reiknaða húsa­leig­an hef­ur áhrif á verðbólg­una eins og hún mæl­ist í dag. En okk­ur sýn­ist að rúmt pró­sent af þess­ari átta pró­senta verðbólgu­mæl­ingu leiði af reiknaðri húsa­leigu sem að aft­ur end­ur­spegl­ar vaxtahækk­an­ir,“ seg­ir Bjarni [Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra] við mbl.is eftir rík­is­stjórn­ar­fund í dag.

Spurður nán­ar um þetta seg­ir hann að vinna við að end­ur­skoða hús­næðisliðinn hafi staðið yfir. „Það er að mínu áliti orðið mjög brýnt að við ljúk­um þeirri end­ur­skoðun. Þar sem mér sýn­ist sú aðferð sem notuð er í dag til að kom­ast að niður­stöðu um hina reiknuðu húsa­leigu sé að valda ákveðinni bjög­un í verðbólgu­mæl­ingu.“

Með öðrum orðum er hækkun á einum af undirliðum vísitölu neysluverðs að endurspegla vaxtahækkanir og valda ákveðinni bjögun í verðbólgumælingum. Þessi undirliður heitir "reiknuð húsaleiga" en hann samanstendur af annars vegar húsnæðisverði og hins vegar svokölluðum vaxtaþætti sem tekur mið af því hversu háa vexti heimilin þurfa að greiða af húsnæðislánum sínum.

Þessu ummæli eru athyglisverð í ljósi þess að ýmsir talsmenn hagsmuna almennings og heimilanna hafa í langan tíma verið að benda á að miklar vaxtahækkanir séu beinlínis til þess fallnar að kynda undir verðbólgubálinu. Fyrirtæki sem standa frammi fyrir auknum vaxtakostnaði eru jú líkleg til að velta þeim aukna kostnaði út í vöruverð sem veldur því að verðbólga mælist hærri en ella.

Þessu hafa talsmenn peningastefnunnar og varðhundar fjármagnsaflanna hafnað og vísað því á bug að vaxtahækkanir geti verið verðbólguhvetjandi.

Nýlega fóru svo sjónir málsmetandi aðila að beinast í auknum mæli að þessum umrædda lið í verðbólgumælingum sem kallast "vaxtaþáttur reiknaðrar húsaleigu". Á mannamáli er hægt að útskýra þetta þannig að húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs er samansettur af annars vegar greiddri húsaleigu (leiguverði) og hins vegar fyrrnefndri reiknaðri húsaleigu sem inniheldur umræddan vaxtaþátt. Það þýðir að þegar vextir hækka hafa þeir beinlínis áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverð sem í daglegu tali er kallað verðbólga.

Tilvitnuð ummæli fjármála- og efnahagsráðherra eru ekki eina staðfestingin sem hefur komið fram nýlega á því að miklar vaxtahækkanir séu beinlínis að ýta undir verðbólguna. Grípum niður í Korn Íslandsbanka frá því í gær 28. september 2023:

"Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,35% í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. ..."

"Það helsta sem vegur til hækkunar í septembermánuði er húsnæðisliðurinn. Liðurinn í heild hækkar um 0,7% (0,21% áhrif á VNV) þar sem greidd húsaleiga hækkar um 0,9% (0,03% áhrif á VNV) og reiknuð um 0,9% (0,16% áhrif á VNV). Innan reiknuðu húsaleigunnar er það markaðsverð íbúðarhúsnæðis sem hækkar um 0,3% og vaxtaþátturinn um 0,6%."

Með öðrum orðum voru 45,7% af hækkun vísitölunnar (0,16% af 0,35%) vegna reiknaðrar húsaleigu og tveir þriðju hlutar af því (0,6% af 0,9%) beinlínis vegna vaxtaþáttarins, eða um 30,5% af þeirri hækkun sem varð á vísitölunni.

Þessi áhrif mátti reyndar sjá nokkuð vel í Hagsjá Landsbankans 28. júní síðastliðinn, en þar kom fram myndrit sem sýnir glögglega að framlag vaxtabreytinga hefur beinlínis valdið auknum hækkunum á vísitölu neysluverðs í hverjum mánuði frá því í september í fyrra.

Til að taka þetta saman þá hafa vaxtahækkanir undanfarið ár beinlínis verið að valda aukinni verðbólgu, þvert gegn þeim yfirlýstu markmiðum þeirra að þær eigi að vera til að draga úr verðbólgu!

Alveg sama hvað sértrúarsöfnuðurinn í seðlabankanum reynir að afneita þessari staðreynd liggur þetta ljóst fyrir í opinberri tölfræði.

Ef við gefum okkur að 30% af mældri ársverðbólgu megi rekja til vaxtahækkana (sem er vissulega gróft mat því þetta sveiflast milli mánaða) þá ætti mæld verðbólga að vera mun lægri eða jafnvel ekki nema 5,6% í stað 8% ef leiðrétt væri fyrir vaxtaþættinum

Það er þó ánægjulegt að fjármála- og efnahagsráðherra virðist vera núna fyrst að átta sig á þessu. Spurningin er bara hvað mun hann gera í því? Ætlar hann að beina þeim tilmælum til seðlabankans að láta af vaxtabrjálæðinu og lækka vexti til að lækka vaxtaþáttinn í vísitölu neysluverðs og slá þannig á verðbólguna? Ætlar hann að bæta heimilunum þann skaða sem þau hafa hlotið af þessum hagstjórnarmistökum með einhverjum hætti?

Svör óskast.


mbl.is Sér ekki fram á vaxtalækkun strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meintar "vinsældir" verðtryggðra lána

Á forsíðu Viðskiptamoggans í dag kemur fram eftirfarandi fullyrðing: "Vinsældir verðtryggðra lána hafa farið vaxandi frá því í byrjun síðasta árs." Sambærilegar fullyrðingar um meintar "vinsældir" verðtryggðra lána komu fram á málþingi á vegum...

Lækkið þá vextina!

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur frá kynningu nýjustu vaxtahækkunar í morgun tönnlast á því í viðtölum við fjölmiðla að hann hefði viljað sjá meiri sparnað hjá almenningi. Því miður datt engum fjölmiðlamanni að fylgja því eftir og spyrja hann...

Til hamingju með daginn!

Í dag eru liðin tíu ár frá glæstum sigri Íslands í Icesave málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Enn eru að koma fram nýjar upplýsingar um málið, en þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson sem þá var Forseti Íslands í viðtali við RÚV í tilefni dagsins: "En ég vil...

Gleðilega hátíð ljóss og friðar!

Heillaóskir til lesenda og annarra bloggara. Gleðileg jól og aðrar hátíðar eftir því sem við á. Megi komandi ár verða farsælt og gæfuríkt.

Eru bankar eins og hraðfrystihús?

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, lét merkileg ummæli falla á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands í gær: "...bankar eru ekki eins og hraðfrystihús, svo það sé alveg á hreinu. Bankar eru mjög sérstakar...

Hér er leiðin

Lækkið vextina!

Fasteignagjöld hækka um 21,7% í Reykjavík

Fyrirsögn viðtengdrar fréttar er vægast sagt villandi ef ekki röng, en af henni mætti ráða að fasteignagjöld í Reykjavík verði óbreytt á næsta ári frá því sem nú er. Hið rétta kemur ekki í ljós nema lesið sé lengra inn í fréttina, að vegna mikillar...

Viðurkenning á skattsvikum?

Haft er eftir lögmanni veitingastaðar sem er sakaður um launaþjófnað: "Einnig hafi starfs­fólkið, að henn­ar sögn, búið frítt í íbúð á veg­um vinnu­veit­and­ans, þar sem innifalið var in­ter­net, raf­magn og hiti. Þetta séu hlunn­indi sem ekki hafi verið...

Hvenær er óheimilt að skrá vanskil?

Viðtengd frétt fjallar um óréttmæta innheimtu ferðaskrifstofu á eldsneytisgjaldi vegna útskriftarferðar, sem búið var að úrskurða ólöglegt. Haft er eftir föður eins viðkomandi útskriftarnemenda að hann hafi áhyggjur af afleiðingum þess fyrir svo ungt...

Fyrningarreglur eftir gjaldþrot

Í viðtengdum pistli af Smartlandi svarar lögmaður nokkur spurningu frá lesanda sem er ábyrgðarmaður á námsláni, án þess þó að svara raunverulega spurningunni. Hér verða því birt raunveruleg og haldbær svör við spurningunni. Í fyrsta lagi. Hvar er...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband