Til hamingju með daginn!
28.1.2023 | 20:05
Í dag eru liðin tíu ár frá glæstum sigri Íslands í Icesave málinu fyrir EFTA-dómstólnum.
Enn eru að koma fram nýjar upplýsingar um málið, en þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson sem þá var Forseti Íslands í viðtali við RÚV í tilefni dagsins:
"En ég vil líka geta þess, sem ég hef aldrei sagt frá opinberlega áður, að ég átti svo nokkrum mánuðum seinna ágætis samræður við forseta EFTA-dómstólsins, þar sem hann tjáði mér að bæði hann og aðrir dómarar hefðu verið undir miklum þrýstingi, óeðlilegum þrýstingi, frá Evrópusambandinu og þessum tveimur löndum til þess að fella annan úrskurð."
Með öðrum orðum reyndi ESB að beita dómara við alþjóðadómstól miklum og óeðlilegum þrýstingi til að halla réttu máli og dæma eftir ólögmætum vilja sambandsins.
Þetta er ekki síst merkilegt í ljósi þess að ESB hefur aldrei viðurkennt niðurstöðu dómsins og hefur jafnvel allt fram til þessa dags haldið því fram opinberlega að ríkisábyrgð sé á innstæðutryggingum, í algjöru trássi við þveröfuga niðurstöðu málsins.
Það eru til hugtök yfir samtök sem reyna að beita dómara þrýstingi til að fella rangláta dóma þeim í hag og virða svo að vettugi niðurstöður dómstóla ef þær eru þeim í óhag.
Ótrúlegt en satt fyrirfinnst enn fólk hér á landi sem vill að Ísland gangi í þessi samtök.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðilega hátíð ljóss og friðar!
24.12.2022 | 17:15
Heillaóskir til lesenda og annarra bloggara.
Gleðileg jól og aðrar hátíðar eftir því sem við á.
Megi komandi ár verða farsælt og gæfuríkt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru bankar eins og hraðfrystihús?
8.12.2022 | 17:17
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, lét merkileg ummæli falla á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands í gær:
"...bankar eru ekki eins og hraðfrystihús, svo það sé alveg á hreinu. Bankar eru mjög sérstakar stofnanir og það kemur inn á fjármögnunina. ... Ástæðan fyrir því að við höfum mikið regluverk í kringum banka er það að bankar eru einir fyrirtækja sem geta búið til pening. Þeir geta lánað og þar af leiðandi aukið peningamagn í umferð með því að búa til útlán og innlán á sama tíma."
Þar höfum við það rækilega staðfest.
Bankar miðla ekki innlánum í útlán.
Bankar lána engum annarra manna sparifé.
Fé sem þeir lána út er búið til þar og þá.
Tilbúningur, sem þeir innheimta vexti af.
Bankar hafa aldrei leitað leyfis til þess.
Kjósendur hafa aldrei verið spurðir álits á því.
![]() |
Áhætta tengd fjármálastöðugleika vaxið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hér er leiðin
28.11.2022 | 13:26
Fasteignagjöld hækka um 21,7% í Reykjavík
1.11.2022 | 15:54
Fyrirsögn viðtengdrar fréttar er vægast sagt villandi ef ekki röng, en af henni mætti ráða að fasteignagjöld í Reykjavík verði óbreytt á næsta ári frá því sem nú er.
Hið rétta kemur ekki í ljós nema lesið sé lengra inn í fréttina, að vegna mikillar hækkunar á fasteignamati um næstu áramót, sem álagning fasteignagjalda tekur mið af, munu fasteignagjöld hækka um hér um bil 20%. Nánar til tekið 21,6% að meðaltali, en hærra eða lægra eftir svæðum. Sem dæmi má nefna matssvæði 20 sem nær yfir stærstan hluta póstnúmers 101 frá Reykjavíkurtjörn að Snorrabraut, en þar mun fasteignamat og þar með fasteignagjöld íbúða í fjölbýli hækka um 29% um næstu áramót.
Mörg sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa brugðist við hinum gríðarlegu hækkunum fasteignamats með því að lækka álagningarhlutfallið á móti svo hækkun gjalda verði ekki eins mikil í krónum talið og ef hlutfallið héldist óbreytt, en ekki Reykjavíkurborg.
Margir hafa kallað eftir því að brugðist verði við með sama móti í Reykjavík. Borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, lagði því fram eftirfarandi tillögu í borgarstjórn.
Tillaga Flokks fólksins um álagningu fasteignaskatta fyrir árið 2023
Mikil hækkun fasteignaskatta kemur verst við fólkið sem hefur minnst milli handanna, hvort sem það eru láglaunafólk eða leigjendur. Það á meðal annars rætur sínar að rekja til þess að launatekjur láglaunafólks hafa ekki hækkað samhliða. Leita ætti fyrst leiða til aukins svigrúms með því að fara betur með núverandi tekjur borgarinnar áður en farið er að auka skattheimtu. Þess vegna leggur fulltrúi Flokks fólksins til að á árinu 2023 verði álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði 0,15% af fasteignamati húss og lóðar en lóðarleiga íbúðarhúsnæðis 0,165% af lóðarmati. Með því móti myndi meðalfjárhæð fasteignaskatts aðeins hækka næstu áramót um 1,4% og meðalfjárhæð lóðarleigu um 0,4%.
Greinargerð
Samkvæmt nýbirtu fasteignamati 2023 mun fasteignamat íbúðarhúsnæðis í Reykjavík hækka að meðaltali um 21,7% milli áranna 2022 og 2023. Að óbreyttu álagningarhlutfalli fasteignaskatts myndi þessi hækkun fasteignamats valda hlutfallslega jafn mikilli hækkun fasteignaskatta og lóðarleigu íbúðarhúsnæðis. Til að mæta þeirri hækkun og tryggja að umrædd gjöld hækki sem minnst að krónutölu hafa mörg nágrannasveitarfélög lýst því yfir að álagningarhlutfall fasteignaskatts verði lækkað til móts við hækkun gjaldstofnsins. Því til samræmis er lagt til að um næstu áramót lækki álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í Reykjavík (A-flokkur) úr 0,18% í 0,15% og lóðarleiga íbúðarhúsnæðis lækki úr 0,20% í 0,165%. Með því móti myndi meðalfjárhæð fasteignaskatts aðeins hækka næstu áramót um 1,4% og meðalfjárhæð lóðarleigu um 0,4%.
Skemmst er frá því að segja að tillagan var felld.
Var ekki bara best að kjósa Framsókn? - Svar: Ekki ef þú átt húsnæði í Reykjavík!
Við þetta má bæta að þingflokkur Flokks fólksins hefur einnig lagt fram frumvarp þar sem er lagt til að gjaldstofni fasteignaskatts verði breytt þannig að hætt verði að miða við fasteignamat heldur verði framvegis miðað við fastan og fyrirsjáanlegan mælikvarða, þ.e. fermetrafjölda húsnæðis. Skattar eiga nefnilega aldrei að hækka sjálfkrafa heldur á það alltaf að þarfnast sérstakrar ákvörðunar, svo að kjörnir fulltrúar verði að axla á því pólitíska ábyrgð gagnvart kjósendum ef þeir ákveða að hækka skatta.
63/153 frumvarp: tekjustofnar sveitarfélaga | Þingtíðindi | Alþingi
Frumvarpið bíður þess nú að komast til umræðu í þinginu.
![]() |
Óbreytt álagning fasteignagjalda í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Viðurkenning á skattsvikum?
1.9.2022 | 21:36
Hvenær er óheimilt að skrá vanskil?
13.8.2022 | 19:17
Viðskipti og fjármál | Breytt 14.8.2022 kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrningarreglur eftir gjaldþrot
1.6.2022 | 21:57
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arsmlengdarlögleysa
9.4.2022 | 21:10
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bráðum 49 lönd
30.3.2022 | 21:48
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2022 kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig styðja bankar við heimili?
16.3.2022 | 14:16
Heimilin eiga inni hjá bönkunum
26.8.2021 | 13:40
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þingnefndir taka ekki fyrir einstaklingsbundin mál
14.9.2020 | 23:24
Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér að fullu!
2.9.2020 | 16:13
Viðskipti og fjármál | Breytt 3.9.2020 kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða
24.7.2020 | 14:17
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)