Rafmyntagröftur er ofurtölvuþjónusta

Ein af stjórnendum gagna­vers­fyr­ir­tæk­is­ins atN­orth segir í viðtengdri frétt að námugröftur eftir raf­mynt­um í ís­lensk­um gagna­ver­um sé á und­an­haldi.

Svo er haft eftir henni: „Inn­an nokk­urra mánaða verðum við hjá atN­orth al­veg far­in úr námugreftri. Þá mun­um við fyrst og fremst vera í of­ur­tölvuþjón­ustu. Vissu­lega er ork­an takmark­andi þátt­ur á Íslandi en við trú­um að með tíð og tíma geri fleiri sér grein fyr­ir vægi þessa iðnaðar og viður­kenni hann sem mik­il­væg­an út­flutn­ings­at­vinnu­veg.“

Þetta eru frekar undarleg ummæli í ljósi þess að rafmyntagröftur er einfaldlega ein tegund ofurtölvuþjónustu. Rétt eins og hver önnur ofurtölvuþjónusta byggist rafmyntagröftur á sem mestum afköstum við nýtingu reikniafls í tölvum.

Til að keyra tölvurnar þarf raforku og orkunotkunin er í beinu hlutfalli við reikniaflið sem notað er hverju sinni. Séu tölvurnar keyrðar á hámarksafköstum til að fullnýta reikniafl þeirra er raforkunotkunin sú sama hvort sem reikniaflið er notað til að grafa eftir rafmynt, í aðrar tegundir dulkóðunar, keyrslu reiknilíkana fyrir veðurspár, til að finna lausnir á eðlisfræðiverkefnum eða hvaðeina sem ofurtölvur eru almennt notaðar í.

Það hefur því engin áhrif á raforkunotkun gagnavera hvort þau eru notuð í rafmyntagröft eða aðrar tegundir ofurtölvuþjónustu. Þess vegna er undarlegt að í fréttinni sé breyting úr einni tegund ofutölvuþjónustu yfir í aðrar sett í samhengi við raforkunotkun, þegar slík breyting er ekki til þess falin að hafa nein áhrif á raforkunotkun.


mbl.is Hætta brátt námugreftri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er enn undarlegri frétt þar sem hefur verið rætt við forstjóra sama fyrirtækis.

Telur að rafmyntagröftur sé að leggjast af á Íslandi - RÚV.is

Síðasta sumar áætlaði forstjóri Landsvirkjunar að gagnaver á Íslandi hefðu notað allt að 120 megavött í rafmyntagröft.

„Ég býst við að þessi tala verði mjög nálægt núll á næsta ári.“

Hvaða fj#%&ans máli skiptir það þegar sama rafmagnið verður bara notað í aðrar tegundir tölvuvinnslu?

Hefur forstjórinn ekki vit á þeirri starfsemi hann er sagður stýra eða talar hann gegn betri vitund?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2024 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband