Fyrningarreglur eftir gjaldþrot
1.6.2022 | 21:57
Í viðtengdum pistli af Smartlandi svarar lögmaður nokkur spurningu frá lesanda sem er ábyrgðarmaður á námsláni, án þess þó að svara raunverulega spurningunni.
Hér verða því birt raunveruleg og haldbær svör við spurningunni.
Í fyrsta lagi. Hvar er réttlætið í þessu?
Svar: Það var aldrei neitt réttlæti í ábyrgðarmannakerfinu, þess vegna var það lagt niður (að mestu leyti).
Í öðru lagi. Getur skuldari bara sagt bless og borgaðu þetta bara fyrir mig?
Svar: Það er einmitt þýðing þess að gangast í ábyrgð fyrir skuld, að ef skuldarinn sjálfur getur ekki borgað fellur skuldin á ábyrgðarmanninn. Ekki er þó öll nótt úti enn a.m.k. ekki í þessu tilviki. Ábyrgðarmaðurinn getur nefninlega líka bara sleppt því að greiða skuldina og beðið þangað til tvö ár verða liðin frá því að gjaldþrotaskiptum skuldarans var lokið því þá fyrnist skuldin.
Þá kann að vakna önnur spurning: Hefur það ekki neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir ábyrgðarmanninn að greiða ekki kröfuna?
Svar: Jú vissulega, hann getur verið skráður á vanskilaskrá hjá Creditinfo og hægt er að gera fjárnám í fasteign eða skráðu ökutæki hans og láta selja þá eign upp í skuldina. Hér er aftur á móti lykilatriði að af fyrirspurninni má ráða að viðkomandi ábyrgðarmaður sé nú þegar skráður á vanskilaskrá hvort sem er og eigi engar aðfararhæfar eignir. Þá er það versta sem gæti komið fyrir, að gert verði árangurslaust fjárnám hjá honum, en samkvæmt dómafordæmum framlengir það ekki fyrningartímann. Vanskilaskráningin er auðvitað vesen, en hún ætti að hverfa eða vera hægt að fá hana fjarlægða þegar skuldin fyrnist, því það er óheimilt að hafa ólögvarðar fyrndar kröfur skráðar á vanskilaskrá og samkvæmt dómafordæmum telst fyrning kröfu meira að segja jafngilda efndum hennar.
Smá viðbót: Mikilvægt er að ábyrgðarmenn geri sér grein fyrir því að fyrir hverja einustu krónu sem þeir greiða vegna ábyrgðarskuldbindingar, eignast þeir jafn háa endurkröfu á upphaflega skuldarann. Þar sem sú krafa stofnast eftir gjaldþrotaskiptin fyrnist hún ekki eftir tvö ár eins og eldri kröfur á hendur þrotamanninum, heldur er fyrningartíminn sá sami og gilti um upphaflegu skuldina. Þessi réttur er því miður sjaldan eða aldrei kynntur fyrir ábyrgðarmönnum sem lenda í slíkum aðstæðum.
Hagsmunasamtök heimilanna bjóða félagsmönnum ókeypis ráðgjöf um mál sem þessi en félagsgjöld eru 4.900 kr. á ári. Sú ráðgjöf hefur hagsmuni neytenda alltaf í fyrirrúmi.
![]() |
Situr í súpunni eftir að hafa skrifað upp á námslán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Arsmlengdarlögleysa
9.4.2022 | 21:10
"...ég er ekki að úthluta í þessu útboði, það er búið að útfæra þetta í lögum þannig að þessar ákvarðanir eru allar teknar í armslengd frá mér.
Segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra um sölu hluta í Íslandsbanka.
En hvað ætli lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum nr. 155/2012 hafi um þetta að segja? Því er svarað í 2. mgr. 4. gr.:
"Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins."
Engin heimild er í þeim lögum til að framselja þetta ákvörðunarvald ráðherra, hvorki til bankasýslunnar, hvað þá verðbréfafyrirtækja né nokkurs annars aðila.
Með þessum ummælum sínum hefur ráðherra því viðurkennt lögbrot. Það var staðfest með tilkynningu á vef ráðuneytisins síðdegis í gær þar sem segir m.a.:
"Árétta skal að upplýsingar um tilboð eða tilboðsgjafa voru aldrei bornar undir fjármála- og efnahagsráðuneytið."
Vegna valdþurrðar Bankasýslunnar er því greiðasta leiðin út úr þeirri vondu stöðu sem komin er upp að rifta einfaldlega kaupunum og láta þau ganga til baka.
Nema ráðherra sé að segja ósatt til að leyna því að hann hafi sjálfur ákveðið að leyfa ættingjum, samherjum, innherjum og hrunverjum að kaupa í stórum stíl.
Annað af þessu tvennu hlýtur það að vera.
![]() |
Óskadreifing á eignarhaldi bankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bráðum 49 lönd
30.3.2022 | 21:48
Í tilvitnaðri frétt segir:
"48 lönd, þar með talin Danmörk og Finnland, hafa gerst aðilar að viðbótarbókun Sameinuðu þjóðanna sem segir að börn eigi rétt á að kvarta til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna."
Á næsta ári fjölgar þeim um a.m.k. eitt þegar Ísland bætist (vonandi) við:
Þingsályktun um barnvænt Ísland framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
6.2. Fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmálann.
6.2.1. Markmið:
Börn geti leitað til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna með mál sín.
6.2.2. Aðgerð:
Íslensk stjórnvöld fullgildi þriðju valfrjálsu bókunina og tryggi aðgengi barna að kvörtunarferli barnaréttarnefndarinnar.
6.2.3. Ábyrgð:
Dómsmálaráðuneyti.
6.2.4. Framkvæmd:
Dómsmálaráðuneyti.
6.2.5. Tímasetning:
Fullgildingu verði lokið fyrir árslok 2023.
![]() |
Tillaga um kvörtunarrétt barna kolfelld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2022 kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig styðja bankar við heimili?
16.3.2022 | 14:16
Fjármálastöðugleikanefnd segir að bankarnir hafi nægt svigrúm til að styðja við fyrirtæki og heimili. Ekki fylgir skýring á því í hverju sá stuðningur gæti verið fólginn.
Staðreyndin er nefninlega sú að bankar gefa heimilum ekkert.
Þvert á móti leggja þeir á þau gjöld og innheimta þau, jafnvel með aðför.
Notkun hugtaksins "stuðningur" í þessu sambandi er því gróf afbökun.
Nýlenska (e. newspeak) líkt og í ritverki Orwells, 1984.
![]() |
Bankarnir hafi svigrúm til að styðja við heimili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimilin eiga inni hjá bönkunum
26.8.2021 | 13:40
Tilefni þessara skrifa er hækkun seðlabankans á meginvöxtum sínum um fjórðung úr 1% í 1,25% í gær. Með fréttum af þessu fylgdu aðvaranir um að þetta gæti leitt til hækkunar á vöxtum húsnæðislána með breytilegum vöxtum.
Fjallað var um þetta hér í pistlum 2. september síðastliðinn og 8. apríl síðastliðinn, sem er hér endurbirt með uppfærslum á þeim tölulegu forsendum sem kunna að hafa breyst síðan þá. Efni pistilsins stendur að öðru leyti enn fyrir sínu.
--- Uppfært 26. ágúst 2021
Þegar Seðlabanki Íslands hóf vaxtalækkunarferli sitt í maí 2019 voru stýrivextir 4,5%. Síðan þá hafa þeir í skrefum verið lækkaðir niður í 0,75%, en hafa nú nýlega hækkað upp í 1,25%. Stýrivextirnir eru því núna 72% lægri en í byrjun vaxtalækkunarferlisins.
Þegar vaxtalækkunarferlið hófst voru lægstu óverðtryggðir vextir íbúðalána hjá bönkunum 6,00% en hafa síðan þá lækkað niður í 3,45%, eða um einungis 42,5%.
Ef óverðtryggðir bankavextir hefðu hins vegar þróast á sama hátt og stýrivextir og lækkað um 72% ættu þeir núna að vera hér um bil 1,7%.
Verðbólga er nú 4,3% þannig að ef verðtryggðir vextir endurspegluðu sama raunvaxtastig og þeir óverðtryggðu ættu vextir verðtryggðra íbúðalána að vera orðnir neikvæðir -0,85%, en eru nú lægstir 1,9% hjá bönkunum.
Samkvæmt þessum forsendum eiga heimilin inni hjá bönkunum enn frekari vaxtalækkanir upp á allt að 1,75 prósentustig. Neytendur hljóta að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau sjái til þess að sú lækkun nái strax fram að ganga til þeirra. Enda er ólíðandi að bankarnir stingi mismuninum í eigin vasa, ekki síst í núverandi árferði.
Heimilin hljóta að eiga réttmæta kröfu um að bankarnir skili þessu svigrúmi sem þeir hafa skapað sér til heimilanna með því að hækka ekki vexti húsnæðislána þrátt fyrir nýjustu vaxtaákvörðun seðlabankans. Þeir hafa feikinóg svigrúm til þess eins og hagnaðartölur þeirra á undanförnum misserum sýna.
Nú reynir á fögur fyrirheit um að sýna "samfélagslega ábyrgð".
![]() |
Hafa áhyggjur af áhrifum á skuldsetningu heimila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þingnefndir taka ekki fyrir einstaklingsbundin mál
14.9.2020 | 23:24
Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér að fullu!
2.9.2020 | 16:13
Viðskipti og fjármál | Breytt 3.9.2020 kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða
24.7.2020 | 14:17
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Vaxtalækkanir skila sér seint og illa
8.4.2020 | 11:56
Bjarni fer með kolrangt mál - er hann með óráði?
23.3.2020 | 17:35
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.3.2020 kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Ekki minnst einu orði á heimilin
11.3.2020 | 17:57
Ríkisábyrgð á bönkum má aldrei í lög leiða
20.1.2020 | 00:21
IceSave | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bretland ekki fyrst til að ganga úr ESB
18.1.2020 | 21:20
Geimveðurfar
15.12.2019 | 17:39
Vísindi og fræði | Breytt 16.12.2019 kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Opnar alls ekki fyrir Uber
29.11.2019 | 16:13
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)