Heimilin eiga inni hjá bönkunum

Tilefni þessara skrifa er hækkun seðlabankans á meginvöxtum sínum um fjórðung úr 1% í 1,25% í gær. Með fréttum af þessu fylgdu aðvaranir um að þetta gæti leitt til hækkunar á vöxtum húsnæðislána með breytilegum vöxtum.

Fjallað var um þetta hér í pistlum 2. september síðastliðinn og 8. apríl síðastliðinn, sem er hér endurbirt með uppfærslum á þeim tölulegu forsendum sem kunna að hafa breyst síðan þá. Efni pistilsins stendur að öðru leyti enn fyrir sínu.

--- Uppfært 26. ágúst 2021

Þegar Seðlabanki Íslands hóf vaxtalækkunarferli sitt í maí 2019 voru stýrivextir 4,5%. Síðan þá hafa þeir í skrefum verið lækkaðir niður í 0,75%, en hafa nú nýlega hækkað upp í 1,25%. Stýrivextirnir eru því núna 72% lægri en í byrjun vaxtalækkunarferlisins.

Þegar vaxtalækkunarferlið hófst voru lægstu óverðtryggðir vextir íbúðalána hjá bönkunum 6,00% en hafa síðan þá lækkað niður í 3,45%, eða um einungis 42,5%.

Ef óverðtryggðir bankavextir hefðu hins vegar þróast á sama hátt og stýrivextir og lækkað um 72% ættu þeir núna að vera hér um bil 1,7%.

Verðbólga er nú 4,3% þannig að ef verðtryggðir vextir endurspegluðu sama raunvaxtastig og þeir óverðtryggðu ættu vextir verðtryggðra íbúðalána að vera orðnir neikvæðir -0,85%, en eru nú lægstir 1,9% hjá bönkunum.

Samkvæmt þessum forsendum eiga heimilin inni hjá bönkunum enn frekari vaxtalækkanir upp á allt að 1,75 prósentustig. Neytendur hljóta að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau sjái til þess að sú lækkun nái strax fram að ganga til þeirra. Enda er ólíðandi að bankarnir stingi mismuninum í eigin vasa, ekki síst í núverandi árferði.

Heimilin hljóta að eiga réttmæta kröfu um að bankarnir skili þessu svigrúmi sem þeir hafa skapað sér til heimilanna með því að hækka ekki vexti húsnæðislána þrátt fyrir nýjustu vaxtaákvörðun seðlabankans. Þeir hafa feikinóg svigrúm til þess eins og hagnaðartölur þeirra á undanförnum misserum sýna.

Nú reynir á fögur fyrirheit um að sýna "samfélagslega ábyrgð".


mbl.is Hafa áhyggjur af áhrifum á skuldsetningu heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hafa bankar einhvern tímann sýnt

"samfélagslega ábyrgð"..??

Það styttist í annað hrun og ólöglegar eignaupptökur

með siðblinda sýslumenn í fararbroddi og handónýta

dómsstóla sem eru í vösum fjármagnsins.

Því miður.

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.8.2021 kl. 18:51

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ágætis ábending Guðmundur, en láttu þig dreyma "Ísland er land þitt".

Mig grunar að Sigurður, hér að ofan, sé með puttann á púlsinum.

Magnús Sigurðsson, 26.8.2021 kl. 18:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hafa bankar einhvern tímann sýnt "samfélagslega ábyrgð"..??

Nei, eða í besta falli í mjög takmörkuðum mæli, sem ég var einmitt að vísa til með því að hafa þetta innan gæsalappa.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2021 kl. 19:13

4 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Nai, bankar á Íslandi hafa ekki sýnt samfélagslega ábyrgð og munu ekki gera. Stýrivaxtabreytingar ávalt notaðar til að auka vaxtamun inn og útlána. Fjármálafyrirtækin eru með lögvarin samráðssamtök og forystumaddaman þar var nú á þingi fyrir Samspillinguna áður. Sumt fólk er býsna fljótt að snúa snældunni við, sérstaklega ef góð kjör eru í boði.

Örn Gunnlaugsson, 27.8.2021 kl. 11:44

5 identicon

Var það ekki þannig í síðasta hruni að almenningur viðurkenndi sína samfélagslegu ábyrgð og viðurkenndi þá í leiðinni hversu bankar væru þjóðhagsmuna nauðsynlegir?

Ölgerðin Egill Skallagrímsson á í vandræðum að skaffa sér áldósir undir sína afurðir!

Kreppa?

Jú, aðalega í hausnum á okkur.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 28.8.2021 kl. 00:02

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heiðar Þór Leifsson.

Hvaða "samfélagslegu ábyrgð" bar "almenningur" á hruninu?

Það voru bankarnir sem urðu gjaldþrota upp á eigin spýtur!

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2021 kl. 00:10

7 identicon

Ég hef þá kannski verið að misskilja þetta allt saman?

Það var þá ekki almenningur sem bar byrðar gjaldþrota einkavæddra banka?

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 28.8.2021 kl. 23:31

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú, en algjörlega að ósekju!

Þess vegna á almenningur réttmætt tilkall til bóta.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2021 kl. 23:33

9 identicon

Algjörlega að ósekju segir þú.

En hvernig gat það gerst?

Hvernig er hægt að yfirsjá svo hræðilegt óréttlæti að hálfu alþingis? ( sem er skilt að gæta hagsmuna almennings )

Ef almenningur á skýlaust réttmætt tilkall til bóta en alþingi er sá aðili sem stendur í vegi til úrbóta.

Hver er þá staða alþingis?

Hvar er lýðræðið í hinni yfirþjóðlegu valdaráni?

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 03:25

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góð spurning Heiðar.

Lýðræðið á víða undir högg að sækja.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2021 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband