Ekki kapítalismi að níðast á launþegum
21.5.2019 | 15:17
Að níðast á launafólki með því að hlunnfara það um laun og brjóta gildandi samninga, hefur ekkert að gera með "verstu sort kapítalista" eins og formaður Eflingar heldur nú fram með úreltri orðræðu úr fortíðinni, byggðri á stimplun og skautun ("pólariseringu").
Þvert á móti byggist kapítalismi beinlínis á þeirri forsendu að leikreglur markaðarins skuli vera þær sömu fyrir alla og að eftir þeim sé farið. Þannig má færa rök fyrir því að sá sem einsetur sér að brjóta þær reglur sé alls enginn kapítalisti.
Mikilvægt er að nota rétt hugtök í opinberri umræðu. Níðingar eru níðingar, alveg sama hvort þeir eru eða þykjast vera kapítalistar, kommúnistar, anarkistar, zíonistar eða einhverjir aðrir -istar. Ef úthrópa á níðinga væri a.m.k. betra að kalla þá réttum nöfnum.
Það er annars öflugri baráttu fyrir réttmætum málstað verkalýðsins, ekki til framdráttar að byggja hana á sleggjudómum og fordómum í garð allra þeirra fjölmörgu sem aðhyllast þá grunnforsendu kapítalisma að fylgja beri leikreglum markaða, þar með talið þess markaðar sem hér um ræðir þ.e. vinnumarkaðarins.
![]() |
Segja vanefndir á nýundirrituðum kjarasamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Taka Frónkex út úr vísitölunni?
20.4.2019 | 16:21
Íslensk ameríska hefur boðað verðhækkanir á Myllubrauði, Orabaunum, Frón kexi og fleiru sem framleitt er á vegum samsteypunnar. Þessi atvinnurekandi tekur þannig af skarið um að raska þeim stöðugleika sem stefnt var að með nýundirrituðum kjarasamningum.
Með þessu er enn og aftur staðfest að það eru ekki launþegar sem geta valdið óstöðugleika og verðbólgu, heldur atvinnurekendur, enda eru það þeir sjálfir sem ákveða verð á vörum og þjónustu en ekki starfsfólk þeirra.
Meðal tillagna ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir kjarasamningum var að taka markviss skref í átt til afnáms verðtryggingar. Eitt þeirra átti að vera afnám húsnæðisliðar úr vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, að því er virðist vegna þess að húsnæðisverð hefur hækkað talsvert á síðustu árum.
Reyndar sér nú fyrir endann á þeirri hækkunarhrinu svo afnám húsnæðisliðar um næstu áramót mun varla geta haft nein áhrif nema til hins verra á greiðslubyrði nýrra verðtryggðra lána. Ekki nema hugmyndin sé að gera þau enn verri valkost og fæla neytendur þannig frá því að taka fleiri slík lán?
Vegna breyttra forsendna hlýtur því nú að þurfa að breyta fyrirætlunum stjórnvalda um skref til afnáms verðtryggingar, þannig að í stað þess að taka húsnæði út úr vísitölunni verði Myllubrauð, Orabaunir, Frónkex og aðrar vörur frá ÍSAM, teknar út úr vísitölunni.
Í framhaldi mætti svo taka upp þá reglu að hver sú vara eða þjónusta sem framvegis hækkar í verði, falli við það sjálfkrafa út úr vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Með tímanum myndu þá fleiri vöru- og þjónustuflokkar falla út úr vísitölunni þangað til á endanum yrði enginn eftir og þá yrði markmiðinu um fullnaðarafnám verðtryggingar náð.
Grínlaust, er það þó í besta falli undarlegt að halda því fram að breyting á samsetningu vísitölunnar feli í sér skref í átt til afnáms verðtryggingar. Þvert á móti er það ný tegund verðtryggingar og mun því fjölga þeim tegundum sem eru í umferð.
Afnám verðtryggingar er sáraeinföld aðgerð og útfærsla hennar hefur legið fyrir lengi. Hún er reyndar svo einföld að henni má lýsa í einni setningu, svohljóðandi:
3. mgr. 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 orðast svo: Neytendalán og fasteignalán til neytenda falla ekki undir ákvæði þessa kafla.
![]() |
Framsetning verðhækkana ósmekkleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Afhverju ekki fyrr?
31.3.2019 | 20:06
Í fyrsta sinn er hægt að bregðast við samdrætti með vaxtalækkun." Segir Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Við þessi tíðindi vaknar óhjákvæmilega sú spurning, hvers vegna nú sé allt í einu í fyrsta skipti (frá upphafi vega að því er virðist) hægt að bregðast við samdrætti með vaxtalækkun, eins og hefur reyndar verið gert í flestum löndunum í kringum okkur á undanförnum kreppuárum? Gylfi getur vonandi útskýrt það fyrir okkur.
Hann útskýrir vonandi í leiðinni þá forsendu þessarar hugsanlegu vaxtalækkunar að "semjist um hóflegar launahækkanir". Einkum í ljósi þess að hann sjálfur og hin sem taka ákvarðanir um vaxtastig, fá í fyrsta lagi ekki greidd laun samkvæmt kjarasamningum og í öðru lagi hafa hækkanir á þeim launum að undanförnu verið allt annað en hóflegar.
Og vonandi útskýrir hann Gylfi líka betur í hverju þetta meinta samband á milli launa og vaxta felst, þar sem vextir koma hvergi fram í kjarasamningum, ráðningarsamningum eða launaseðlum, heldur eingöngu í lánasamningum og gjaldskrám banka?
Eru óhóflegar launahækkanir Gylfa og fólks af hans kaliberi kannski einmitt ástæðan fyrir því að hingað til hefur ekki verið hægt að bregðast við samdrætti með vaxtalækkun? Það smellpassar allavega við þær forsendur sem hann gefur sér sjálfur um þetta meinta samband milli launaákvarðana og vaxtaákvarðana.
![]() |
Geti brugðist við með lækkun vaxta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Frakkland betra en samt óréttlát úrslit
25.3.2019 | 23:55
Íslenska fótboltaliðið þarf ekki að skammast sín fyrir að hafa tapað fyrir heimsmeisturum Frakklands. Þvert á móti stóð liðið sig ágætlega.
Þó alltaf megi hafa vonir, er ekki hægt að gera kröfu til þess að íslenska landsliðið vinni öll önnur lið alltaf. Það væri einfaldlega óraunhæft.
Leikurinn var í sjálfu sér ágætur, en þó verður að segjast að 1-2 af mörkum sigurvegaranna voru í besta falli vafasöm.
Frakkland átti verðskuldaðan sigur, en markatalan endurspeglar ekki endilega getu liðanna.
Áfram Ísland!
![]() |
Héngum inni þar til hann skoraði með maganum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fær Bretland aukaaðild að EES?
18.3.2019 | 21:34
Breski þingmaðurinn Liam Fox tilkynnti rétt í þessu að samningamenn Bretlands hefðu náð samningi við Ísland og Noreg um viðskipti milli landanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sá samningur kemur í kjölfar samskonar samnings við Lichtenstein sem var nýlega undirritaður.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra staðfesti í viðtali við mbl.is að samningurinn muni tryggja óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, þrátt fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem verður eftir 11 daga.
Gott og vel, kryfjum nú aðeins þessar fregnir:
Bretland hefur náð samningum við:
- Ísland, Noreg, og Lichtenstein
- (þ.e. öll EES-ríkin utan ESB)
Um:
- að fyrirkomulag viðskipta milli ríkjanna fjögurra
- (sem fram að þessu hefur byggst á EES samningnum)
- muni verða óbreytt eftir útgöngu Bretlands úr ESB.
Með öðrum orðum: Samningar hafa náðst um aukaaðild Bretlands að EES !
![]() |
Ísland nær samningi við Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 23.3.2019 kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrndar kröfur á vanskilaskrá
19.2.2019 | 14:16
Skondin fyrirsögn
11.1.2019 | 15:16
Hvaða sérfræðingar?
24.11.2018 | 22:09
"Hænsnakofar" á 18 milljónir stykkið
21.9.2018 | 17:17
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Svarið er einfalt: NEI
18.9.2018 | 19:06
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.9.2018 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Ekki fyrsta íslenska rapplagið
11.4.2018 | 15:08
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bitcoin kerfið var ekki hakkað
2.3.2018 | 09:13
Peningamál | Breytt s.d. kl. 04:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leppstríð stórvelda þarfnast loftflutninga
28.2.2018 | 00:02
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Einföld lausn er til sem stjórnvöld hafa ekki notað
26.2.2018 | 20:01
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lögbann til verndar heildarhagsmunum neytenda
15.2.2018 | 15:48
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)