Frakkland betra en samt óréttlát úrslit
25.3.2019 | 23:55
Íslenska fótboltaliðið þarf ekki að skammast sín fyrir að hafa tapað fyrir heimsmeisturum Frakklands. Þvert á móti stóð liðið sig ágætlega.
Þó alltaf megi hafa vonir, er ekki hægt að gera kröfu til þess að íslenska landsliðið vinni öll önnur lið alltaf. Það væri einfaldlega óraunhæft.
Leikurinn var í sjálfu sér ágætur, en þó verður að segjast að 1-2 af mörkum sigurvegaranna voru í besta falli vafasöm.
Frakkland átti verðskuldaðan sigur, en markatalan endurspeglar ekki endilega getu liðanna.
Áfram Ísland!
Héngum inni þar til hann skoraði með maganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fær Bretland aukaaðild að EES?
18.3.2019 | 21:34
Breski þingmaðurinn Liam Fox tilkynnti rétt í þessu að samningamenn Bretlands hefðu náð samningi við Ísland og Noreg um viðskipti milli landanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sá samningur kemur í kjölfar samskonar samnings við Lichtenstein sem var nýlega undirritaður.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra staðfesti í viðtali við mbl.is að samningurinn muni tryggja óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, þrátt fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem verður eftir 11 daga.
Gott og vel, kryfjum nú aðeins þessar fregnir:
Bretland hefur náð samningum við:
- Ísland, Noreg, og Lichtenstein
- (þ.e. öll EES-ríkin utan ESB)
Um:
- að fyrirkomulag viðskipta milli ríkjanna fjögurra
- (sem fram að þessu hefur byggst á EES samningnum)
- muni verða óbreytt eftir útgöngu Bretlands úr ESB.
Með öðrum orðum: Samningar hafa náðst um aukaaðild Bretlands að EES !
Ísland nær samningi við Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 23.3.2019 kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrndar kröfur á vanskilaskrá
19.2.2019 | 14:16
Miðlun upplýsinga um fyrndar kröfur - mál nr. 2014/753 | Úrlausnir | Persónuvernd
"Landsbankanum hf. var óheimilt að miðla upplýsingum um fyrndar kröfur á hendur [A] í skuldastöðukerfi Creditinfo Lánstrausts hf."
"Lánasjóði íslenskra námsmanna var óheimilt að miðla upplýsingum um fyrndar kröfur á hendur kvartanda í skuldastöðukerfi Creditinfo Lánstrausts hf. Lánasjóðurinn skal, eigi síðar en 15. desember 2017, senda Persónuvernd skriflega staðfestingu á því að komið hafi verið í veg fyrir frekari miðlun upplýsinganna í kerfið."
Við þetta má svo bæta að eftir því sem næst verður komist falla kröfur sem skráðar hafa verið á vanskilaskrá ekki sjálfkrafa út af henni að fyrningartíma liðnum. Þetta hefur til að mynda komið í ljós í tilvikum þar sem skuldari hefur orðið gjaldþrota og að tveggja ára fyrningartíma frá skiptalokum hafi gamlar kröfur enn verið skráðar í vanskilum.
Það er með öllu ólíðandi að kröfuhafar geti skráð kröfur á vanskilaskrá einstaklinga eins auðveldlega og raun ber vitni, en vanræki svo að afskrá þær eftir að þær eru fallnar niður, svo sem vegna fyrningar. Miðlun úreltra og rangra fjárhagsupplýsinga brýtur í bága við persónuverndarlög.
Einföld lausn á þessu gæti verið sú að skylda kröfuhafa til að tilgreina fyrningartíma við skráningu kröfu í vanskilaskrá og skylda Creditinfo til að útfæra hugbúnað sinn þannig að þeim tíma liðnum eyðist skráningin sjálfkrafa.
Fyrndar kröfur ekki á vanskilaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skondin fyrirsögn
11.1.2019 | 15:16
"Kona þarfnast endurforritunar."
"Ástæða innköllunar er forritunargalli í loftpúðaheila. Viðgerð felst í því að endurforrita loftpúðaheilann."
Hér um að ræða bíltegund sem heitir "Kona" og það þýðir eflaust eitthvað allt annað en íslenska orðið "kona". Vonandi hefur enginn séð fyrirsögnina og án þess að lesa fréttina dregið þá ályktun að um sé að ræða konu sem þarfnist endurforritunar á loftpúðaheila. Á hinn bóginn hlýtur þó að mega brosa að þessu án þess að neinn móðgist. :)
Kona þarfnast endurforritunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaða sérfræðingar?
24.11.2018 | 22:09
Forsætisráðherra segist nú ætla að skipa hóp sérfræðinga í að leysa húsnæðisvanda.
Dásamlegt framtak.
En hverjir eru þessir sérfræðingar, hvar hafa þeir haldið sig og eftir hverju hafa þeir eiginlega verið að bíða allan þennan tíma?
Sérfræðingahópurinn greiðir leið lausna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Hænsnakofar" á 18 milljónir stykkið
21.9.2018 | 17:17
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Svarið er einfalt: NEI
18.9.2018 | 19:06
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.9.2018 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Ekki fyrsta íslenska rapplagið
11.4.2018 | 15:08
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bitcoin kerfið var ekki hakkað
2.3.2018 | 09:13
Peningamál | Breytt s.d. kl. 04:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leppstríð stórvelda þarfnast loftflutninga
28.2.2018 | 00:02
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Einföld lausn er til sem stjórnvöld hafa ekki notað
26.2.2018 | 20:01
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lögbann til verndar heildarhagsmunum neytenda
15.2.2018 | 15:48
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afnám kynbundinnar mismununar
3.2.2018 | 13:48
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fróðleikskorn um kjörgengisskilyrði #2
10.1.2018 | 16:34
Eldsvoðar í háhýsum...
8.1.2018 | 18:20