Rangtúlkun áhrifa Hćstaréttardóms

Nýlega féll dómur Hćstaréttar Íslands sem felldi úr gildi ákvörđun um endurupptöku á skattamáli Jóns Ásgeirs Jóhanessonar og Tryggva Jóhannessonar. Síđan ţá hefur ítrekađ veriđ fjallađ um máliđ á síđum mbl.is og niđurstađa hans rangtúlkuđ. Einkum hefur veriđ reynt ađ blanda ţeirri umfjöllun saman viđ máliđ er lýtur ađ skipun dómara Landsréttar ţó ţau eigi nánast ekkert sameiginlegt.

Ţar sem ég hef ekki ađra reynslu af mbl.is en ađ sá miđill vilji segja rétt frá eins og kostur er, liggur beint viđ ađ koma hér á framfrćmi leiđréttingum.

Byrjum á stađhćfingum í umfjöllun mbl.is:

"Í niđur­stöđu dóms­ Hćsta­rétt­ar í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva frá ţví á mánu­dag seg­ir ađ í ís­lensk­um lög­um sé ekki ađ finna heim­ild til end­urupp­töku máls í kjöl­far ţess ađ Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi kom­ist ađ ţeirri niđur­stöđu ađ brotiđ hafi veriđ gegn mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu viđ međferđ máls fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um, viđ ţćr ađstćđur sem uppi voru í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva."

Ţetta er nánast ađ öllu leyti rangt, skođum ţađ nú liđ fyrir liđ.

Ýmsar heimildir er ađ finna í íslenskum lögum til endurupptöku máls af ýmsum ástćđum og ekkert sem útilokar ađ niđurstađa Mannréttindadómstóls geti veriđ ţar á međal. Ţađ veltur samt á atvikum í hverju máli fyrir sig hvort ţćr eigi viđ. Ţó Hćstiréttur hafi taliđ ađ ţćr ćttu ekki viđ í einu máli útilokar ţađ ekki ađ ţćr geti átt viđ í öđru ólíku máli.

Ţar sem umrćtt mál var sakamál var hćgt ađ byggja endurupptöku á skilyrđum 1. mgr. 228. gr. laga um međferđ sakamála nr. 88/2008, sem eru ţar tilgreind í fjórum stafliđum. Af einhverjum ástćđum virđast dómfelldu eingöngu hafa byggt á d-liđ sem felur í sér ţađ skilyrđi ađ "verulegir gallar hafa veriđ á međferđ máls ţannig ađ áhrif hafi haft á niđurstöđu ţess". Samkvćmt orđanna hljóđan nćgir ekki ađ einhver ágalli hafi veriđ á málsmeđferđ, heldur verđur ađ sýna fram á ađ hann hafi haft áhrif á niđurstöđuna.

Hćstiréttur afgreiddi ţetta ţannig ađ í fyrri dómi hefđi veriđ gćtt ađ ţeim ákvćđum Mannréttindasáttmálans sem um rćddi og ţađ hefđi ekki haft áhrif á niđurstöđuna samkvćmt íslenskum lögum ţó Mannréttindadómstóll Evrópu hefđi veriđ ósammála um áhrif ţeirra ákvćđa sáttmálans sem reyndi á í málinu. Ţá vćri ţađ hlutverk löggjafans ađ lagfćra ágalla á íslenskum lögum, en ekki dómstóla.

Einhverra hluta vegna byggđu dómfelldu hins vegar ekki á öđrum stafliđum 1. mgr. 228. gr. fyrrnefndra laga, svo sem a-liđ sem felur í sér ţađ skilyrđi ađ "fram eru komin ný gögn sem ćtla má ađ hefđu verulega miklu skipt fyrir niđurstöđu málsins ef ţau hefđu komiđ fram áđur en dómur gekk". Augljóst er ađ dómur Mannréttindadómstóls Evrópu fellur undir skilgreininguna "ný gögn" og hér ţarf ekki ađ sýna fram ađ ţau gögn hefđu haft áhrif á niđurstöđuna heldur er nóg ađ leiđa líkur ađ ţví ađ ţau hefđu getađ skipt máli. Ţar sem ţessi skilyrđi virđast hafa veriđ uppfyllt í málinu er óskiljanlegt ađ dómfelldu hafi ekki byggt á a-liđnum, en á ţví ber enginn ábyrgđ nema ţeir sjálfir og lögmenn ţeirra.

Af einhverjum enn undarlegri ástćđum hefur mbl.is svo reynt ađ draga upp einhverjar ímyndađar hliđstćđur međ framangreindu máli viđ ţađ mál er lýtur ađ ólöglegri skipun dómara Landsréttar. Miđillinn hefur jafnvel gengiđ svo langt ađ beina fyrirspurnum ţar ađ lútandi til skrifstofustjóra Landsréttar og nú síđast dómsmálaráđherra, sem hafa bćđi svarađ ţví réttilega ađ frávísun Hćstaréttar á máli Jóns Ásgeirs og Tryggva, hafi engin áhrif á stöđuna í hinu svokallađa Landsréttarmáli.

Niđurstađan er sú ađ ekki er hćgt ađ draga neinar efnislegar ályktanir af ţví ađ Hćstiréttur hafi vísađ frá endurupptökumáli Jóns Ásgeirs og Tryggva, enda eru frávísunardómar almennt ekki fordćmisgefandi nema um frávísunarástćđur. Sá dómur útilokar alls ekki ađ eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu geti veriđ hćgt ađ byggja beiđni um endurupptöku máls fyrir íslenskum dómstólum á einhverjum af stafliđum 1. mgr. 228. gr. laga um međferđ sakamála, sérstaklega ekki liđum a-c sem reyndi ekkert á í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva, og enn síđur 1. mgr. 191. gr. laga um međferđ einkamála nr. 91/1991 sem eđli máls samkvćmt reyndi ekkert á í umrćddu sakamáli.

Ekki verđur hér reynt ađ ráđa neitt frekar um hvađa ástćđur kunni ađ búa baki ţeirri vegferđ sem mbl.is virđast vera í til ađ reyna ađ finna einhver áhrif af frávísunardómi Hćstaréttar í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva, á hiđ svokallađa Landsréttarmál. Ađ minnsta kosti er ţó ljóst ađ sú vegferđ er á algjörum villigötum.

Mál Jóns Ásgeirs og Tryggva hefur nefninlega aldrei veriđ til međferđar í Landsrétti.


mbl.is Stađa dómaranna fjögurra óbreytt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband