Frakkland betra en samt óréttlát úrslit

Íslenska fótboltaliðið þarf ekki að skammast sín fyrir að hafa tapað fyrir heimsmeisturum Frakklands. Þvert á móti stóð liðið sig ágætlega.

Þó alltaf megi hafa vonir, er ekki hægt að gera kröfu til þess að íslenska landsliðið vinni öll önnur lið alltaf. Það væri einfaldlega óraunhæft.

Leikurinn var í sjálfu sér ágætur, en þó verður að segjast að 1-2 af mörkum sigurvegaranna voru í besta falli vafasöm.

Frakkland átti verðskuldaðan sigur, en markatalan endurspeglar ekki endilega getu liðanna.

Áfram Ísland!


mbl.is Héngum inni þar til hann skoraði með maganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Markatalan er það eina sem gildir í fótbolta. Sá sem akorar fleiri mörk binnur. Sanngjörn úrslit, en ekki þar með sagt að strákarnir hafi ekki staðið sig vel. Það var einfaldlega við ofurefli að etja. 

 Áfram Ísland!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.3.2019 kl. 04:14

2 identicon

Áðan horfði ég á frábæran leik Dortmund og Herta Berlin þar voru engir þulir!

Þetta málæði í sumum lýsendum er ótrúlega hvimleitt það er í lagi að koma með útskýringar en þa það þarf ekki að lýsa hverjum einasta hlut sem sést á skjánum og hvað máli skiptir það hvort leikmaður hafi haft líkþorn líkt og amma hans á Kópaskeri?

Grímur (IP-tala skráð) 26.3.2019 kl. 20:23

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef úrslitin eru óréttlát, Guðmundur, þá ættum við kannski að kæra þau til mannréttindadómstólsins embarassed

Ég missti reyndar til allrar hamingju af fjórða markinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.3.2019 kl. 16:08

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sá dómstóll er einmitt í Frakklandi! wink

Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2019 kl. 16:09

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Mannréttindadómstóllin kæmist eflaust að því að við ofurefli hafi verið að etja og leikurinn því dæmdur ólöglegur. Það má einfaldlega ekki fara svona með lítilmagnann, sem aldrei gefst upp. "C'est la vive" 

 Strákarnir okkar standa sig vel og ég hlakka til næstu leikja þeirra.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2019 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband