Bráðum 49 lönd

Í tilvitnaðri frétt segir:

"48 lönd, þar með tal­in Dan­mörk og Finn­land, hafa gerst aðilar að viðbót­ar­bók­un Sameinuðu þjóðanna sem seg­ir að börn eigi rétt á að kvarta til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sameinuðu þjóðanna."

Á næsta ári fjölgar þeim um a.m.k. eitt þegar Ísland bætist (vonandi) við:

Þingsályktun um barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

6.2. Fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmálann.
6.2.1. Markmið:
    Börn geti leitað til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna með mál sín.
6.2.2. Aðgerð:
    Íslensk stjórnvöld fullgildi þriðju valfrjálsu bókunina og tryggi aðgengi barna að kvörtunarferli barnaréttarnefndarinnar.
6.2.3. Ábyrgð:
    Dómsmálaráðuneyti.
6.2.4. Framkvæmd:
    Dómsmálaráðuneyti.
6.2.5. Tímasetning:
    Fullgildingu verði lokið fyrir árslok 2023.


mbl.is Tillaga um kvörtunarrétt barna kolfelld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki þetta valdsvið.

Guðjón E. Hreinberg, 9.4.2022 kl. 15:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einmitt þess vegna þarf Ísland að fullgilda valfrjálsu bókunina, til að veita barnaréttarnefndinni heimild til að taka við kvörtunum barna á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2022 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband