Arsmlengdarlögleysa

"...ég er ekki að út­hluta í þessu útboði, það er búið að út­færa þetta í lög­um þannig að þess­ar ákv­arðanir eru all­ar tekn­ar í arms­lengd frá mér.“

Segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra um sölu hluta í Íslandsbanka.

En hvað ætli lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum nr. 155/2012 hafi um þetta að segja? Því er svarað í 2. mgr. 4. gr.:

"Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins."

Engin heimild er í þeim lögum til að framselja þetta ákvörðunarvald ráðherra, hvorki til bankasýslunnar, hvað þá verðbréfafyrirtækja né nokkurs annars aðila.

Með þessum ummælum sínum hefur ráðherra því viðurkennt lögbrot. Það var staðfest með tilkynningu á vef ráðuneytisins síðdegis í gær þar sem segir m.a.:

"Árétta skal að upplýsingar um tilboð eða tilboðsgjafa voru aldrei bornar undir fjármála- og efnahagsráðuneytið."

Vegna valdþurrðar Bankasýslunnar er því greiðasta leiðin út úr þeirri vondu stöðu sem komin er upp að rifta einfaldlega kaupunum og láta þau ganga til baka.

Nema ráðherra sé að segja ósatt til að leyna því að hann hafi sjálfur ákveðið að leyfa ættingjum, samherjum, innherjum og hrunverjum að kaupa í stórum stíl.

Annað af þessu tvennu hlýtur það að vera.


mbl.is Óskadreifing á eignarhaldi bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Larfurinn með langan arm,
laug með rassagati,
pabba færði gömlum garm,
gull á silfurfati.

Þorsteinn Briem, 9.4.2022 kl. 22:39

2 identicon

Sæll 

Þetta er allrar athygli vert og kemur til skoðunar Ríkisiendurskoðunar, sem sætir engum takmörkunum, gagnstætt því sem sagt hefur verið.

Vonbrigðin eru að sá þingmaður sem er sérfræðingur í bankalögfræði(Kristrún) skyldi ekki benda á það sem betur mætti fara í meðförum þingsins. Ekki er hún einungis bankalögfræðingur, heldur hefur hún stundað brask með hlutabréf í Kvikubanka með tugmilljóna hagnaði, ekki satt?

Einar .S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 10.4.2022 kl. 23:31

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Einar.

Ríkisendurskoðun hefur ekki nærri því eins víðtækar rannsóknarheimildir og rannsóknarnefnd skipuð af Alþingi.

Ríkisendurskoðun reiðir sig fyrst og fremst á gögn og upplýsingar frá þeirri stofnun sem er verið að rannsaka. Rannsóknarnefnd getur ráðist í sjálfstæða gagnaöflun eins og í lögreglurannsókn.

Það er stór munur á þessu tvennu.

Talandi um þingmenn sem ekki bentu á það sem betur mætti fara, þá var aðeins einn flokkur sem lagðist alfarið gegn sölunni.

Þú getur flett því upp ef þú hefur áhuga:

238/152 breytingartillaga: fjárlög 2022 | Þingtíðindi | Alþingi

Atkvæðagreiðsla | Þingmálalistar | Alþingi

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2022 kl. 23:44

4 identicon

Mjög góður punktur Einar að benda á hræsni Kristrúnar Frostadóttur. Fnæsandi af vandlætingu núna nýbúin að réttlæta sitt eigið Kvikulottó.

SIigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2022 kl. 20:38

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristrún Frostadóttir er hagfræðingur, ekki lögfræðingur.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2022 kl. 20:41

6 identicon

Bankahagfræðingur, einmitt. Þess heldur hefði Kvikulottó-verðlaunahafinn átt að fnæsa fyrr.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2022 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband