Verðtrygging eykur verðbólgu

Verðtrygging er ein helsta ógn við fjármálastöðugleika á Íslandi.

Sjá nánar hér: Indexation considered harmful - bofs.blog.is 

Hér má sjá áhrif verðtryggingarinnar á skuldir heimilanna:

Áhrif verðtryggingar á skuldir heimila

Og hér má sjá aukningu peningamagns í umferð undanfarin ár:

Unnið úr talnagögnum frá Seðlabanka Íslands

Þetta er að sjálfsögðu ein af meginorsökum gengisfalls og óðaverðbólgu sem verið hefur að dynja á íslensku efnahagslífi undanfarin ár: offramleiðsla á froðupeningum.

Lykilatriðin er að finna hér, í reglum Seðlabankans um verðtryggingu nr. 492/2001:

http://www.sedlabanki.is/library/Skráarsafn/Reglur/Reglur um verðtryggingu sparifjár.pdf

Þar er í 4. gr. á fjallað um lán með ákvæðum þess efnis að höfuðstóll þeirra skuli hækka samkvæmt vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að slíkt eigi sér enga lagastoð, en 13. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu heimilar eingöngu að samið sé um að greiðslur skuli vera verðtryggðar, ekki höfuðstóll.

Svo er glæpurinn fulkomnaður með reglum Fjármálaeftirlitsins um reikningsskil lánastofnana 834/2003:

http://www.fme.is/log-og-tilmaeli/reglugerdir-og-reglur/nr/871

Með 34. gr. þeirra er lánastofnunum veitt heimild til að bókfæra áfallnar verðbætur sem hagnað. Þann hagnað er svo hægt að innleysa í lok reikningsárs, enda búið að veita nýtt lán fyrir ógreiddum verðbótum með því að bæta þeim við höfuðstólinn, og þær teljast því "greiddar" jafnvel þó að bankinn hafi bara greitt þær sjálfum sér.

Sjá nánar: http://arxiv.org/abs/1302.4112

Þessi svikamylla gekk svo "vel" að hún var gerð útflutningsvara, með því að verðtryggja útlán bankakerfisins miðað við gengi erlendra gjaldmiðla sem kallað er gengistrygging. Það er í raun aðeins samskonar froðumyndun, en í stað þess að vera í íslenskum froðukrónum var froðan að þessu sinni látin líta út fyrir að vera í erlendum gjaldmiðlum.

Sjá reglur Seðlabankans um gjaldeyrisjöfnuð:

http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3311
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3811
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6115
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8352
http://www.sedlabanki.is/library/Skráarsafn/Reglur/Reglur nr 1171 21 desember 2012.pdf

Þar má glögglega sjá í 2. gr. reglnanna hvernig "liðir í íslenskum krónum sem taka mið af gengi erlendra gjaldmiðla" (semsagt gengistryggðir liðir) hafa beinlínis verið endurskilgreindir sem "eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum". Rétt eins og með verðtrygginguna, er hinsvegar aðeins um útsmogna bókhaldsbrellu að ræða.

Hér má svo sjá hvernig stærstur hluti froðunnar hvarf þegar svikamyllan stöðvaðist:

Ætli erlendir kaupendur eða veðhafar þessara "eigna gömlu bankanna" hafi einhverntíma verið látnir vita af þessari endurskilgreiningu, og að þeir hafi keypt "erlenda gjaldmiðla" sem Seðlabanki Ísland hafi í raun leyft bönkunum að prenta? En slíkt er alvarlegur glæpur, að falsa gjaldmiðla erlendra ríkja, og gæti ógnað þjóðaröryggi Íslands ef upp kæmist, eins og það hefur reyndar þegar gert að talsverðu leyti.

Nú hefur gengistryggingarsvikamyllan sem betur fer verið dæmd ólögleg af íslenskum dómstólum. Það getur því varla verið nema tímaspursmál hvenær á sama veg fer fyrir verðtryggingarsvindlinu.

 


mbl.is Bann við verðtryggingu minnkar val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Næg var verðbólgan fyrir verðtryggingu.

Argument invalid.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 16.12.2013 kl. 18:15

2 identicon

Rök Hauks Haukssonar (sleggja/hvellur) eru þessi: það var óðaverðbólga á tímabili fyrir nærri fjörtíu árum og þess vegna er verðtrygging nauðsynleg í dag. Þú ert með lausari skrúfu en áður var talið.

Toni (IP-tala skráð) 16.12.2013 kl. 18:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessar röksemdir sleggjunnar standast ekki nánari skoðun.

Verðbólgan fyrir árið 1979 var af sömu orsökum: óhóflegri útþenslu peningamagns, sem skýrðist þá af því að hér voru afglapar við stjórn efnahagsmála sem settu ríkissjóð hvað eftir annað á hausinn og létu svo prenta ríkishallann skv. símtali niður í seðlabanka. Séu hagskýrslur frá þessum tíma lesnar (sem ég væri ekki að fullyrða nema hafa lesið þær) blasir við að þessir vesalings menn "vissu ekki hvað þeir gjörðu" eða hversu mikilli efnahagslegri gereyðingu þeir voru í raun að valda með þessu. Nema þeim hafi verið það fulljóst,  og það að kalla það "gengisfellingu" hafi bara verið illkvittin lygi hönnuð til þess að geta kennt "útlöndum" um gengisfallið og hina óhjákvæmilegu óðaverðbólgu sem fylgdi alltaf í kjölfarið.

Slíkar smjörklípur eiga sér hliðstæður enn þann dag í dag, til dæmis þegar menn halda því fram að hrunið á Íslandi hafi bara alls ekkert verið á Íslandi heldur í útlöndum, og þykjast ekki skilja hvers vegna verið er að dæma íslenska bankamenn sem svindluðu bara jafn mikið og útlendingar.

Það eina sem í raun breyttist varðandi peningaprentun með innleiðingu verðtryggingar var að í stað þess að offramleiðsla á nýju peningamagni eigi sér stað í gusum með misvitrum ákvörðun stjórnenda, þá gerist það núna sjákrafa í hverjum mánuði þegar bankarnir uppfæra hjá sér verðtryggðu útlánin miðað við nýjustu hækkun á vísitölu neysluverðs. Þannig á ofþenslan sér stað jafnt og án þess að neinn geti stjórnað því lengur.

Ástandið fór semsagt frá vondu, í verra, við innleiðingu verðtryggingar.

Argument still valid. (And even more so now, thank you very much.)

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2013 kl. 19:21

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Mjög góð grein hjá þér Guðmundur - flott svar.

Ómar Gíslason, 17.12.2013 kl. 10:19

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þeir sem nenna að skoða söguna, nú eða eru á þeim aldri að þeir upplifðu þá skelfingu sem hér ríkti á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar, vita að verðtryggingin varð til bölvunar.

Það er hárrétt hjá þér Guðmundur, að á áttunda áratugnum og reyndar lengra aftur, voru hér misvitrir menn við stjórnvölinn, sem vissu ekki hvernig hagkerfi virka. Því var hér oft á tíðum stunduð peningaprentun til hjálpar ákveðnum hópum. Þetta gerði almenningi erfitt fyrir og laun brunnu upp á augabragði. Dæmi voru um að samið var um tugi prósenta í launahækkun, en þegar hún kom til framkvæmda var búið að éta þá hækkun upp og vel það.

Þetta ástand var skelfilegt og í lok áttunda áratugarins var tekin sú ákvörðun á Alþingi að setja á verðtryggingu, bæði launa og lána.

Við þetta urðu alger straumhvörf. Í stað verðbólgu sem hafði sveiflast frá 20 upp í 40%, æddi hún stjórnlaust upp og þegar verðtrygging náði þriggja ára afmæli sínu var verðbólgan komin yfir 100% og stefndi þráðbeint upp.

Þá var ákveðið að taka verðtryggingu launa úr sambandi og láta launafólkið taka skellinn, eins og áður hafði tíðkast og er svo vinsælt nú um stundir. Við það lækkaði verðbólgan aftur niður á svipað plan og áður, sveiflaðist þetta á milli 20 og 40%.

Það var ekki fyrr en í byrjun tíunda áratugarins, þegar þjóðarsáttin var gerð, sem árangur náðist. Þá loks fór verðbólgan að láta undan og um miðjann þann áratug var hún komin niður í einnar stafa tölu og lækkaði. Allt fram undir hrun héllst verðbólgan vel undir fimm prósentum.

Það var því ekki verðtryggingin sem vann á verðbólgunni, þvert á móti. Hins vegar gerði þjóðarsáttin það.

Og um hvað fjallaði svo þjóðarsáttin?

Jú hún byggði á því að laun skildu hækka lítið og jafnvel sumir hópar sem þá þegar höfðu samið um sín kjör þurftu að gangast að lækkun launa. Hún fjallaði um að fyrirtæki færu sér varlega í öllum verðhækkunum á vörum og þjónustu. En síðast en ekki síst fjallaði hún um að stjórnvöld sýndu smá þroska og hættu þessari gengdarlausu peningaprentun og slægju af í verðhækkunum og skattheimtu.

Þegar svo bankarnir voru einkavæddir, sem var ein af afleiðingum EES samningsins, gilltu önnur rök við rekstur þeirra. Þá var ekki spurningin um að reka þá án halla, heldur var krafan um gróða orðin allsráðandi. Þar sem bankar hafa getu til peningaprentunnar, eða ígildi hennar, var þetta verkefni auðvelt. Afleiðingar þessa tóku hins vegar nokkur á að skila sér út í samfélagið, en gerðu það með eftirminnilegum hætti haustið 2008.

Sumir segja að stjórnvöld hafi verið sofandi og það má vissulega færa rök fyrir því. En það var kannski ekki svo margt sem þau gátu gert. Hækkun raunvaxta juku einungis vandann.

Og í þjóðfélagi þar sem flest lán til húsnæðiskaupa eru verðtryggð, var verðbólgan og skelfingin ekki stöðvuð.

Það er staðreynd að eitt hellsta eldsneyti verðbólgunnar er verðtryggingin. Þetta sannaðist á upphafsárum verðtryggingarinnar og þetta sannaðist síðustu misseri fyrir hrun og fyrstu árin eftir það. Og það er að sanna sig í dag.

Gunnar Heiðarsson, 17.12.2013 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband