Hvað sagði forsætisráðherra um skuldaleiðréttinguna?

RÚV: Boðar upprisu millistéttarinnar

Fréttamaður: Sigmundur Davíð fullyrti í ræðu sinni að ríkisstjórnarflokkarnir myndu uppfylla öll þau fyrirheit sem gefin voru í skuldamálum.

SDG: "Við munum blanda þessum leiðum saman, en ekki til að draga úr hvorri leið heldur til að hámarka virkni þeirra beggja."

Fréttamaður: Þú sagðir einmitt þetta, að það yrði staðið við öll fyrirheit, hvað þýðir þetta að standa við öll fyrirheit?

SDG: "Ja það er náttúrulega útlistað í kosningastefnu flokkana og svo í stjórnarsáttmála og sérstaklega í þingsályktunartillögu sem var samþykkt á Alþingi, og gengur út á það að leiðrétta fyrir þessum sérstöku áhrifum af starfsemi bankanna sem leiddi til gríðarlegrar ófyriséðrar þenslu, verðbólgu, og hafði þar af leiðandi í för með sér áhrif sem menn hafa kallað forsendubrest. Nú, með þessu er verið að koma til móts við ákveðinn hóp sem hefur orðið útundan á undanförnum árum, hefur borið allan kostnaðinn en ekkert verið komið til móts við til þessa."

Fréttamaður: Sigmundur segir að þingið taki væntanlega við tillögunum, ræði þær, og vinni úr þeim frumvörp til að hrinda í framkvæmd.

SDG: "En aðalatriðið er að um leið og tillögurnar eru kynntar getur fólk í raun reiknað með verulegri vissu áhrifin, fyrir sig."

- Þar höfum við það.


mbl.is Skuldalækkun með skattabreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Þetta átti að koma í tillögu formi en nú á þingið að búa til tillöguna og SDG er stykkfrí

Guðmundur Ingólfsson, 25.11.2013 kl. 00:48

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi athugasemd þín er óskiljanleg nafni.

Tillögurnar koma í formi frumvarpsdraga frá þeim starfshópum ráðuneytisins sem eru að vinna að þessu. Þær tillögur að lagasetningu verða að sjálfsögðu lagðar fyrir Alþingi, annað væri óeðlilegt. Það kemur svo í hlut Alþingis, sem fer með löggjafarvald í landinu, að fjalla um þau og gera þær breytingar sem þarf áður en hægt er að samþykkja endanlegt form þeirrar lagasetningar. Annað væri óeðlilegt heldur en að löggjafin geri það.

Eða hvað? Bjóstu við að SDG myndi setja lögin einn síns liðs?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2013 kl. 07:27

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er augljóst að þetta verða einhverjar afar lausreyfaðar hugmyndir sem koma frá snillingahópinum. Snillingaforsætisráðherrann sagði nú sjálfur, eða haft var eftir honum, að þingið þyrfti svo að vinna með hugmyndirnar og semja frumvarp o.s.frv.

Hvað sem gerist, þá er alveg ljóst að það er allavega ekki að fara að gerast strax. Ekki á þessu árri og sennilega ekki á því næsta heldur - og hugsanlega aldrei.

Aðalfókusinn virðist vera núna á ,,skattleið" Sjallaflokks sem mikið var hlegið að fyrir kosningar og bjánalegt myndband má finna á youtube um þær spekitillögur þeirra sjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.11.2013 kl. 10:09

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Margir hafa sjálfsagt búist við að hann gerði þetta sem lofað var.

Sigurður Þórðarson, 25.11.2013 kl. 10:37

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Um það getum við verið sammála Ómar Bjarki, að þetta er kostulegt myndband frá Sjálfstæðismönnum:

https://www.youtube.com/watch?v=5lrdMYVEVYM

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að nota skattkerfið til að gera fólki auðveldara að borga lánin sín. Það á samt ekkert að leiðrétta þau heldur er gert ráð fyrir að fólk borgi þau niður sjálft um 20% á 5 árum. Sjálfur Barón Munchhausen myndi rifna úr stolti yfir þessari hugmynd, svo tær er snilldin.

Verst að ekkert kemur fram í tillgunni um hvernig hún verði fjármögnuð eða hvar eigi að skera niður til að veita þann afslátt sem samkvæmt þessu ættti að koma í gegnum skattkerfið. Þannig er verulega hætta á því að gríðarlegur kostnaður lendi á ríkissjóði, komi hugmyndir Sjálfstæðisflokksins til framkvæmda eins og þær liggja fyrir.

En bíðum nú við.... er þetta ekki alt saman nákvæmlega það sama og reynt hefur verið að saka Framsóknarflokkinn um? Getur verið að menn séu kannski að fara svona vandræðalega illa flokkavillt í opinberri umræðu?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2013 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband