Eina þingræða dagsins sem skiptir máli

Eina þingræða dagsins sem skipti máli var rúmlega tíu mínútna löng ræða 10. þingmanns Reykjavíkur-Suður, Jóns Þórs Ólafssonar:

http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140402T175145

Afhverju er þetta eina þingræða dagsins sem skiptir máli? Jú í dag voru til umræðu frumvörp um skuldaleiðréttingu sem fela ekki í sér að það sé gert samkvæmt þegar gildandi lögum, heldur einhvernveginn allt öðruvísi og með miklum takmörkunum. Þessi ræðumaður var hinsvegar sá eini sem vakti athygli á mikilvægi þess að leiðréttingin yrði að verða samkvæmt lögum um neytendalán.

Til samanburðar sagði fjármálaráðherra í Kastljósi síðastliðið fimmtudagskvöld aðspurður um réttmæti aðgerðanna sem ríkisstjórnin hefur kynnt, að hann væri þess ekki umkominn að útdeila réttlæti. Engu að síður virðist hann ekki hika við að setja takmarkanir á það réttlæti, og deila því út til landsmanna í smærri skömmtum heldur en lög kveða á um.

Það er stórkostlega undarlegt og áhyggjuefni að í 4 klukkustunda langri umræðu um skuldalækkun, skuli aðeins einn þingmaður hafa bent á að rétt væri að gera það með því að framfylgja gildandi lögum í stað þess að setja óþörf ný lög sem ganga mun skemur.

Þess vegna hlýtur Jón Þór útnefninguna hér að ofan fyrir að vera ljósviti skynseminnar í þeirri þoku sem umkringir þessi mál eins og þau er fram reidd af hálfu stjórnarflokkanna.

mbl.is Frumvörpin taki ekki á vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndu lækka um 50% samkvæmt lögum

Ríkisstjórnin segist ætla að lækka skuldir heimila um allt að 20%.

Ef ríkisstjórnin hefði hinsvegar í hyggju að fara að lögum (um neytendalán og óréttmæta viðskiptahætti) myndu þær (meintu) "skuldir" lækka um allt að 50%.

Þannig virðist ríkisstjórnin ætla að leggja mismuninn (hér um bil 30%) á heimili landsmanna, í trássi við þau lög sem gilda í landinu og sett hafa verið af Alþingi.

Það er ekki góðs viti fyrir neinn, að stjórnvöld virðist ekki hafa nokkurn áhuga á því að framfylgja þeim lögum sem gildt hafa í landinu um langt árabil.


mbl.is Dæmigert lán lækkar um 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi í nánum samböndum?

Í því tilviki sem hér um ræðir virðist þolandinn hafa verið karlmaður.

Þögn femínistasamfélagsins yfir slíku heimilisofbeldi er æpandi.

En jafnréttismálum er svo sem ábótavant hér á landi.

Umhugsunarvert...


mbl.is Svipti sambýlismann sinn frelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rök fyrir afnámi verðtryggingar

Seðlabankinn hefur náð verðbólgu markmiði sínu og stjórnvalda annan mánuðinn í röð. Nú vantar aðeins tvo mánuði upp á að jafna Íslandsmetið sem var sett í ársbyrjun 2011 þegar verðbólga var innan markmiðs fjóra mánuði í röð.

Þetta eru kjöraðstæður fyrir afnám verðtryggingar. Virtustu hagfræðingar hafa margoft lýst því yfir að verðtrygging væri óþörf ef ekki væri viðvarandi há verðbólga. Af því má ráða að svo lengi sem tekst að halda verðbólgu í skefjum séu engin rök fyrir verðtryggingu.

Þannig fæst ekki séð að neitt standi nú í vegi fyrir afnámi verðtryggingar, strax!


mbl.is Verðbólgumarkmiðið í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirtakan fjármögnuð af neytendum?

"Í Fréttablaðinu ... laugardaginn 8. mars birtist auglýsing frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna starfshátta Lýsingar hf."

Sjá: http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1691

Meðal þess sem kom fram í umræddri auglýsingu var einmitt ábending um að Lýsing hefði yfirtekið fjármögnunarstarfsemi Lykils. Í samantekt sem birtist samdægurs á heimasíðu samtakanna var velt upp spurningum um hvaðan það fé hafi komið sem Lýsing hlýti að hafa notað til þessara kaupa og stækkunar á starfsemi sinni. Ekki síst í ljósi þess að á sama tíma virðist fyrirtækið eiga mjög erfitt með að endurgreiða fé sem það hefur oftekið af viðskiptavinum og að leiðrétta eftirstöðvar lána þeirra með sómasamlegum hætti.

Með öðrum orðum: Keypti Lýsing Lykil fyrir peninga sem ætti réttilega að vera búið að endurgreiða lántakendum vegna gengistryggðra bílasamninga og annara ólögmætra viðskiptahátta? Getur verið að yfirtakan sé kannski fjármögnuð af brotaþolum?


mbl.is Lýsing kaupir Lykil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjá frumvörpin hér

Haft er eftir verkefnisstjóra um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána að frumvörp um skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar séu nánast tilbúin. Ekki fylgir hinsvegar fréttinni sú staðreynd að frumvörp um skuldaleiðréttingu heimilanna sjálfra eru löngu...

Stórundarlegt mál

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag er haft eftir heimildum blaðsins að Seðlabankinn hafi greitt málskostnað Más Guðmundssonar seðlabankastjóra vegna dómsmáls hans gegn bankanum vegna ágreinings um launakjör. Þar er einnig greint frá því líkt og fram...

Villandi fyrirsögn - viðskipti eru skattskyld

Með fyrirsögn tengdrar fréttar er vísað til rafmyntarinnar Bitcoin og skattskyldu. Fyrirsögnin er hinsvegar villandi fyrir þær sakir að gefið er í skyn að Bitcoin hafi eitthvað með skatta að gera. Það er álíka fáránlegt og að halda því fram að krónur séu...

Hafa efni á að leiðrétta lánin

Nú liggja fyrir ársuppgjör stóru bankanna þriggja vegna síðasta árs. Samkvæmt þeim var samanlagður hagnaður þeirra 64 milljarðar króna, og er þá samanlagður hagnaður frá stofnun þeirra haustið 2008 orðinn alls tæpir 299 milljarðar króna. Meðal þess sem...

(Þ)röng túlkun ákvörðunarorða

Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka vegna ákvörðunar Neytendastofu nr. 8/2014 segir að bankinn sé efnislega ósammála Neytendastofu hvað varðar þá niðurstöðu að það verklag sem viðhaft var, þar sem gert var ráð fyrir óbreyttu verðlagi við útreikning á...

Útfærsla verðtryggðra neytendalána ólögmæt

Fréttatilkynning frá Hagsmunasamtökum heimilanna: Neytendastofa hefur birt ákvörðun nr. 8/2014 vegna kvörtunar yfir verðtryggðu húsnæðisláni Íslandsbanka. Með ákvörðuninni eru staðfest alvarleg brot bankans á ákvæðum laga nr. 121/1994 um neytendalán og...

Verðtryggðar skammtímaeignir

Ef vel er að gáð sést að skilagjald gosdrykkjaumbúða þróast alltaf í samræmi við hækkun vísitölu neysluverð yfir lengri tímabil. Þessi tímabil koma vissulega í skrefum, vegna þess að hækkunin er alltaf króna í senn. Þessi fylgni kemur ekki í ljós nema...

Höldum þá þjóðaratkvæðagreiðslu

...um hvort það skuli yfir höfuð sækja um aðild að Evrópusambandinu, fyrst það er svoleiðis sem fólk hafa þetta. Ekki get ég færst undan því, hafandi staðið fyrir a.m.k. einni undirskriftasöfnun sem leiddi til þjóðaratkvæðagreiðslu og stutt aðra slíka...

Rannsóknarskýrsla um Dróma löngu komin fram

Hér má finna rannsóknarskýrslu Hagsmunasamtaka heimilanna um afdrif SPRON og stofnun og starfsemi Dróma hf. í kjölfarið, sem var gefin út fyrir löngu. http://www.scribd.com/doc/187827002/2013-HH-Rannsoknarskýrsla-Dromi Þessi skýrsla, sem hefur verið send...

Vindbelgir allan hringinn

„Það er ekki hægt að kalla háttsemi hans annað en pólitísk umboðssvik,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, um loforð Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband