Hafa efni á að leiðrétta lánin
5.3.2014 | 13:02
Nú liggja fyrir ársuppgjör stóru bankanna þriggja vegna síðasta árs. Samkvæmt þeim var samanlagður hagnaður þeirra 64 milljarðar króna, og er þá samanlagður hagnaður frá stofnun þeirra haustið 2008 orðinn alls tæpir 299 milljarðar króna.
Meðal þess sem kemur fram í greinargerð fjármálaráðuneytisins frá júní 2011 um skýrslu ráðherra um endurreisn viðskiptabankanna, er eftirfarandi:
5. Viðskiptabankar munu veita einstaklingum meiri afslátt af lánum þeirra en samið var um við yfirfærsluna en aukin verðmæti fyrirtækjalána munu bera það uppi.
Þeir afskriftarsjóðir sem nýju bankarnir fengu til sín með samningunum munu í meginatriðum ganga til viðskiptavina bankanna. Staðan mun vera þannig nú að viðskiptabankarnir munu veita einstaklingum meiri afslátt af lánum þeirra en samið var um við yfirfærsluna, en að aukin verðmæti fyrirtækjalána muni bera það uppi. ... ... ...
Því hefur verið haldið fram að þar sem erlendir kröfuhafar séu eigendur tveggja banka muni þeir ganga hart að viðskiptamönnum sínum og helst setja þá í þrot. Staðreyndin er að gömlu bankarnir munu ætla að selja hluti sína í nýju bönkunum innan fárra ára. Þeim er því nauðsynlegt að byggja upp traustan banka með traustum viðskiptavinahópi. Það er eina leiðin til að tryggja og auka verðmæti þeirra hlutabréfa í nýju bönkunum sem þeir hyggjast selja. Að ganga of hart að viðskiptavinum og hrekja þá frá sér er ekki leiðin til að auka verðmæti eignarhlutarins.
Nú hlýtur þeim að vera í lófa lagið að efna það sem þarna stendur skrifað. Meirihluti þessa ofsagróða er einmitt til kominn vegna virðisbreytinga á lánasöfnum. Eins og hér má sjá myndi hagnaðurinn duga langleiðina til að þurrka út verðbótaþátt lána til heimilanna:
Reikna má með að það sem upp á vantar til þess liggi nú þegar í afskriftasjóðum.
![]() |
Hagnaður stóru bankanna 64 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
(Þ)röng túlkun ákvörðunarorða
28.2.2014 | 23:11
Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka vegna ákvörðunar Neytendastofu nr. 8/2014 segir að bankinn sé efnislega ósammála Neytendastofu hvað varðar þá niðurstöðu að það verklag sem viðhaft var, þar sem gert var ráð fyrir óbreyttu verðlagi við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar í greiðsluáætlun, brjóti í bága við 12. grein laga um neytendalán frá 1994 og sömuleiðis 6. grein sömu laga auk 5. greinar laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
Þá segir þar að fyrir gildistöku nýrra laga um Neytendalán árið 2013 hafi Íslandsbanki byggt framkvæmd sína við veitingu verðtryggðra lána á þeirri túlkun orðanna óbreytt verðlag í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verðbólgu og var þann mánuð sem lánið var veitt. Þeirri túlkun er bankinn ósammála. Tvennt vekur strax athygli við þessa tilkynningu bankans:
1) Bankinn viðurkennir að það hafi verið viðtekin framkvæmd hjá sér allt fram til síðasta árs að undanskilja verðbætur frá útreikningi árlegrar hlutfallstölu kostnaðar. Það er ágætt, þá þarf þetta ekki að lenda í sama grautnum og gengislánin sem bankinn heldur því fram að séu sum lögleg og önnur ekki. Í þessu tilviki hér virðist strax liggja fyrir að samskonar brotalamir séu á öllum samningum bankans um verðtryggð neytendalán.
2) Bankinn setur fram þá túlkun í tilkynningu sinni að orðalagið "óbreytt verðlag" í 12. gr. laga um neytendalán megi skilja þannig að ganga skuli útfrá því að verðbólga verði engin eða 0%. Þetta er bersýnilega óraunhæf forsenda og er slík túlkun því hæpin í besta falli. Reyndar er þessi túlkun í beinu ósamræmi við lögfræðilegt álit frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á því hvort reikna skuli með verðbótum þegar gefin er upp kostnaður við verðtryggð lán, sem tekur af skarið með að það skuli einmitt gera. Einnig má vísa til umsagnar bankaeftirlits Seðlabanka Íslands við upphaflega frumvarpið til laganna, þar sem kemur skýrt fram sú tillaga bankans sem tekin var upp í lögin, að gera skuli ráð fyrir verðbótum í upplýsingum um lánskostnað.
Loks er þriðja atriðið sem skautað er framhjá í tilkynningu Íslandsbanka, sem er að ákvörðun Neytendastofu er þríþætt. Ásamt því að brotið hafi verið gegn 12. gr. eins og bankinn vísar helst til að hann sé ósammála, er auk þess litið svo á með ákvörðuninni að brotið hafi verið gegn bæði 4. og 7. töluliðum 1. mgr. 6. laganna um neytendalán. Þeir kveða annars vegar á um að reikna skuli greiðsluáætun, og hinsvegar heildarlántökukostnað samkvæmt 7. gr. þar sem segir að heildarlántökukostnaður feli í sér allan kostnað af láninu, þar með talda vexti og önnur gjöld sem neytandi skuli greiða af því.
Varla er hægt að líta á orðalagið "allan kostnað..., þar með talda vexti og önnur gjöld" öðruvísi en að það hljóti að innifela kostnað vegna verðbóta, burtséð frá því hvort þær teljist vera ígildi vaxta, eða önnur gjöld. Í þessum ákvæðum er hvergi að finna neitt um það hvaða verðlagsþróun skuli miða við, heldur einfaldlega að gera skuli grein fyrir öllum kostnaði með tæmandi hætti. Þar sem slík gjöld hljóta að innifela verðbætur, hlýtur árleg hlutfallstala kostnaðar skv. 12. gr. að eiga að gera það líka, enda væri önnur túlkun órökrétt og í ósamræmi við hin ákvæðin. Þar sem algengasti mælikvarði verðbólgu er tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs er eðlileg að miða við það, enda er það í samræmi við vexti sem er einnig venja fyrir því að gefa upp sem ársvexti.
Í nýjum lögum um neytendalán nr. 33/2013 sem tóku gildi í fyrra tók löggjafinn af skarið með þetta og bætti þeirri skýringu við sambærilegt ákvæði þeirra laga, að miða skyldi útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar við ársverðbólgu á þeim tíma sem útreikningurinn er gerður. Að öðru leyti er orðalag þess ákvæðis hinsvegar það sama og í eldri lögunum. Þannig er alveg skýrt hvað það þýðir, þ.e. að taka skuli kostnaðinn við verðtrygginguna með í útreikninginn.
En nú fer þetta mál væntanlega til frekari úrlausnar hjá áfrýjunarnefnd neytendamála, og verður vafalaust áhugavert að fylgjast nánar með framgangi þess og útkomu.
![]() |
Segist engin lög hafa brotið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Útfærsla verðtryggðra neytendalána ólögmæt
28.2.2014 | 17:39
Fréttatilkynning frá Hagsmunasamtökum heimilanna:
Neytendastofa hefur birt ákvörðun nr. 8/2014 vegna kvörtunar yfir verðtryggðu húsnæðisláni Íslandsbanka. Með ákvörðuninni eru staðfest alvarleg brot bankans á ákvæðum laga nr. 121/1994 um neytendalán og laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofa hefur hér með staðfest að lánveitendum verðtryggðra neytendalána hafi verið með öllu óheimilt að taka mið af 0% verðbólgu við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, heildarlántökukostnaðar og framsetningu á greiðsluáætlun.
Rannsóknir Hagsmunasamtaka heimilanna á lánasamningum neytenda hafa leitt í ljós að þeir eru í flestum tilvikum sama marki brenndir og má því ætla að flest ef ekki öll verðtryggð neytendalán hér á landi, þar með talin húsnæðislán, brjóti í bága við umrædd lagaákvæði. Ekki er vitað um nein tilfelli þess að lánveitendur verðtryggðra neytendalána hafi á undangengnu tímabili tekið mið af raunverulegri verðbólgu við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaði.
Samkvæmt niðurstöðu Neytendastofu og með hliðsjón af 14. gr. laga um neytendalán frá 1994 hefur lánveitendum því verið óheimilt að innheimta verðbætur af verðtryggðum neytendalánum frá þeim tíma og af fasteignaveðlánum einstaklinga frá ársbyrjun 2001 þegar lögin voru útvíkkuð. Að áliti Hagsmunasamtaka heimilana þýðir þessi niðurstaða að lánveitendur þurfi að endurgreiða allar verðbætur sem innheimtar hafa verið á grundvelli verðtryggðra neytendalánasamninga sem haldnir eru sambærilegum ágöllum.
Þessi niðurstaða staðfestir það sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa um langa hríð vakið athygli á, að framkvæmd verðtryggingar á neytendalánum hér á landi hefur verið ólögleg allt frá gildistöku laga nr. 121/1994 um neytendalán (að meðtöldum fasteignaveðlánum frá og með 2001). Jafnframt má nefna að ágallar á útfærslu verðtryggðra lána eins og þeir sem Neytendastofa hefur nú staðfest eru meðal veigamestu atriða málatilbúnaðar í dómsmáli á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna sem verður tekið fyrir hinn 14. mars næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
![]() |
Íslandsbanki braut gegn lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtryggðar skammtímaeignir
27.2.2014 | 03:20
Ef vel er að gáð sést að skilagjald gosdrykkjaumbúða þróast alltaf í samræmi við hækkun vísitölu neysluverð yfir lengri tímabil. Þessi tímabil koma vissulega í skrefum, vegna þess að hækkunin er alltaf króna í senn. Þessi fylgni kemur ekki í ljós nema þetta sé skoðað yfir lengri tímabil en eitt ár í senn.
Athyglisvert að dósasafnarar séu eina stéttin með verðtryggðar tekjur.
![]() |
Endurvinnslan hækkar skilagjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Höldum þá þjóðaratkvæðagreiðslu
25.2.2014 | 00:28
...um hvort það skuli yfir höfuð sækja um aðild að Evrópusambandinu, fyrst það er svoleiðis sem fólk hafa þetta. Ekki get ég færst undan því, hafandi staðið fyrir a.m.k. einni undirskriftasöfnun sem leiddi til þjóðaratkvæðagreiðslu og stutt aðra slíka sem fram fór.
En kjósum þá gjarnan um hvort sækja eigi um aðilda að Evrópusambandinu.
Var það gert í fyrra sinnið?
Nei það var ekki gert og þess vegna ber að afturkalla það óhæfuverk.
P.S. Fyrir þá sem myndu vilja "kíkja í pakkann" þá er hann hérna: http://www.evropustofa.is/fileadmin/Content/Publications/PDFs/Lissabon-heildarskjal.pdf
Endilega kíkið þá í hann ef þið hafið mikinn áhuga á því.
![]() |
19 þúsund vilja þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Rannsóknarskýrsla um Dróma löngu komin fram
24.2.2014 | 23:44
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.2.2014 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vindbelgir allan hringinn
24.2.2014 | 23:24
Evrópumál | Breytt 25.2.2014 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aumlegar mótmælaaðgerðir
24.2.2014 | 22:55
Evrópumál | Breytt 25.2.2014 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ömurlegur tvískinnungur
23.2.2014 | 19:41
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Stórfelldur skilmissingur
21.2.2014 | 23:14
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Meginorsökin: verðtrygging
19.2.2014 | 16:00
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Villandi fyrirsögn
19.2.2014 | 10:52
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Efnahagsrök fyrir aðild eru innantóm
19.2.2014 | 10:03
Greiningarskortur leiðir til misskilnings
17.2.2014 | 20:56
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.2.2014 kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vonandi skilja þetta allir núna
17.2.2014 | 11:41
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)