Eina þingræða dagsins sem skiptir máli
2.4.2014 | 23:30
Eina þingræða dagsins sem skipti máli var rúmlega tíu mínútna löng ræða 10. þingmanns Reykjavíkur-Suður, Jóns Þórs Ólafssonar:
http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20140402T175145
Afhverju er þetta eina þingræða dagsins sem skiptir máli? Jú í dag voru til umræðu frumvörp um skuldaleiðréttingu sem fela ekki í sér að það sé gert samkvæmt þegar gildandi lögum, heldur einhvernveginn allt öðruvísi og með miklum takmörkunum. Þessi ræðumaður var hinsvegar sá eini sem vakti athygli á mikilvægi þess að leiðréttingin yrði að verða samkvæmt lögum um neytendalán.
Til samanburðar sagði fjármálaráðherra í Kastljósi síðastliðið fimmtudagskvöld aðspurður um réttmæti aðgerðanna sem ríkisstjórnin hefur kynnt, að hann væri þess ekki umkominn að útdeila réttlæti. Engu að síður virðist hann ekki hika við að setja takmarkanir á það réttlæti, og deila því út til landsmanna í smærri skömmtum heldur en lög kveða á um.
Það er stórkostlega undarlegt og áhyggjuefni að í 4 klukkustunda langri umræðu um skuldalækkun, skuli aðeins einn þingmaður hafa bent á að rétt væri að gera það með því að framfylgja gildandi lögum í stað þess að setja óþörf ný lög sem ganga mun skemur.
![]() |
Frumvörpin taki ekki á vandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndu lækka um 50% samkvæmt lögum
26.3.2014 | 20:02
Ríkisstjórnin segist ætla að lækka skuldir heimila um allt að 20%.
Ef ríkisstjórnin hefði hinsvegar í hyggju að fara að lögum (um neytendalán og óréttmæta viðskiptahætti) myndu þær (meintu) "skuldir" lækka um allt að 50%.
Þannig virðist ríkisstjórnin ætla að leggja mismuninn (hér um bil 30%) á heimili landsmanna, í trássi við þau lög sem gilda í landinu og sett hafa verið af Alþingi.
Það er ekki góðs viti fyrir neinn, að stjórnvöld virðist ekki hafa nokkurn áhuga á því að framfylgja þeim lögum sem gildt hafa í landinu um langt árabil.
![]() |
Dæmigert lán lækkar um 20% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ofbeldi í nánum samböndum?
26.3.2014 | 19:38
Í því tilviki sem hér um ræðir virðist þolandinn hafa verið karlmaður.
Þögn femínistasamfélagsins yfir slíku heimilisofbeldi er æpandi.
En jafnréttismálum er svo sem ábótavant hér á landi.
Umhugsunarvert...
![]() |
Svipti sambýlismann sinn frelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rök fyrir afnámi verðtryggingar
26.3.2014 | 19:31
Seðlabankinn hefur náð verðbólgu markmiði sínu og stjórnvalda annan mánuðinn í röð. Nú vantar aðeins tvo mánuði upp á að jafna Íslandsmetið sem var sett í ársbyrjun 2011 þegar verðbólga var innan markmiðs fjóra mánuði í röð.
Þetta eru kjöraðstæður fyrir afnám verðtryggingar. Virtustu hagfræðingar hafa margoft lýst því yfir að verðtrygging væri óþörf ef ekki væri viðvarandi há verðbólga. Af því má ráða að svo lengi sem tekst að halda verðbólgu í skefjum séu engin rök fyrir verðtryggingu.
Þannig fæst ekki séð að neitt standi nú í vegi fyrir afnámi verðtryggingar, strax!
![]() |
Verðbólgumarkmiðið í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Yfirtakan fjármögnuð af neytendum?
24.3.2014 | 19:16
"Í Fréttablaðinu ... laugardaginn 8. mars birtist auglýsing frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna starfshátta Lýsingar hf."
Sjá: http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1691
Meðal þess sem kom fram í umræddri auglýsingu var einmitt ábending um að Lýsing hefði yfirtekið fjármögnunarstarfsemi Lykils. Í samantekt sem birtist samdægurs á heimasíðu samtakanna var velt upp spurningum um hvaðan það fé hafi komið sem Lýsing hlýti að hafa notað til þessara kaupa og stækkunar á starfsemi sinni. Ekki síst í ljósi þess að á sama tíma virðist fyrirtækið eiga mjög erfitt með að endurgreiða fé sem það hefur oftekið af viðskiptavinum og að leiðrétta eftirstöðvar lána þeirra með sómasamlegum hætti.
Með öðrum orðum: Keypti Lýsing Lykil fyrir peninga sem ætti réttilega að vera búið að endurgreiða lántakendum vegna gengistryggðra bílasamninga og annara ólögmætra viðskiptahátta? Getur verið að yfirtakan sé kannski fjármögnuð af brotaþolum?
![]() |
Lýsing kaupir Lykil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjá frumvörpin hér
17.3.2014 | 14:49
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Stórundarlegt mál
7.3.2014 | 14:49
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Villandi fyrirsögn - viðskipti eru skattskyld
7.3.2014 | 09:55
Hafa efni á að leiðrétta lánin
5.3.2014 | 13:02
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
(Þ)röng túlkun ákvörðunarorða
28.2.2014 | 23:11
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Útfærsla verðtryggðra neytendalána ólögmæt
28.2.2014 | 17:39
Verðtryggðar skammtímaeignir
27.2.2014 | 03:20
Höldum þá þjóðaratkvæðagreiðslu
25.2.2014 | 00:28
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Rannsóknarskýrsla um Dróma löngu komin fram
24.2.2014 | 23:44
Viðskipti og fjármál | Breytt 25.2.2014 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vindbelgir allan hringinn
24.2.2014 | 23:24
Evrópumál | Breytt 25.2.2014 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)