Sjá frumvörpin hér

Haft er eftir verkefnisstjóra um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána að frumvörp um skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar séu nánast tilbúin. Ekki fylgir hinsvegar fréttinni sú staðreynd að frumvörp um skuldaleiðréttingu heimilanna sjálfra eru löngu tilbúin, og meira að segja eru flest þeirra orðin að lögum fyrir löngu síðan.

1: Frumvarp til laga um neytendalán var fyrst samþykkt og varð að lögum 1. október 1993.

2: Frumvarp til laga um óréttmæta skilmála í neytendasamningum var samþykkt og varð að lögum þann 9. mars 1995.

3: Frumvarp sem útvíkkaði gildissvið laganna um neytendalán svo þau næðu einnig til húsnæðislána var samþykkt og tók gildi 11. janúar 2001.

4: Frumvarp til laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum var samþykkt og varð að lögum þann 1. júlí 2005...

5: ...ásamt frumvarpi til laga um Neytendastofu einnig þann 1. júlí 2005.

Með hliðsjón af framangreindum lögum komst Neytendastofa með ákvörðun sinni nr. 8/2014 þann 27. febrúar 2014, að þeirri niðurstöðu að með því að taka ekki tillit til verðbóta og setja inn 0% sem verðbóta forsendu við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar, heildarlántökukostnaði og við framsetningu greiðsluáætlunar, hefði tiltekinn lánveitandinn brotið gegn lögunum um neytendalán og óréttmæta viðskiptahætti.

Samkvæmt því sem komið hefur í ljós fyrir tilstilli rannsókna og úttekta sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa gert á lánasamningum frá fyrri árum var hið brotlega verklag gegnumgangandi á tímabilinu fram að bankahruninu, og voru neytendur blekktir með því að þeim voru veittar villandi og ófullnægjandi upplýsingar um lánskostnað.

Það eina sem þarf til að keyra leiðréttinguna í gegn er að framfylgja þessum lögum. Til að mynda er samkvæmt 14. gr. laga um neytendalán óheimilt að innheimta lánskostnað sem ekki hefur verið getið um í upplýsingum um lánskostnað. Í þessu tilviki á það við um verðbæturnar, en einnig eru fjölmörg dæmi þar sem alls engar upplýsingar hafa verið veittar um lánskostnað, og þar sem þær eru engar er því lánskostnaður enginn.

Mörgum fannst það hljóma fáránlega þegar fyrst var reynt að útskýra hugmyndina um vaxtalaus óverðtryggð lán, en sem betur fer er það ekki lengur eitthvað sem ætti að þurfa að virðast vera fjarlægur veruleiki, eftir að þrjú starfandi lánafyrirtæki hér á landi hafa einmitt nýverið byrjað að bjóða viðskiptavinum kostnaðarlaus lán og það í íslenskum krónum!

6: Afnám verðtryggingar (til frambúðar).

Þegar leiðréttingin verður komin í gegn er mjög auðvelt verk að afnema verðtryggingu neytendasamninga, en frumvarp þar að lútandi var lagt fram á Alþingi þann 7. mars 2013 eða fyrir rúmu ári síðan. Frumvarpið hlaut því miður ekki brautargengi á síðasta kjörtímabili, en ekkert er því til fyrirstöðu að það verði lagt fram aftur núna.

Það er jafnvel líka búið að safna 37.000 undirskriftum... 

Eftir hverju ætli sé eiginlega verið að bíða núna?

Kannski þjóðaratkvæðagreiðslu eins og síðast?


mbl.is Frumvörpin sama og tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

voðalega gengur sumum illa að skilja að meðan við notum hávaxtamynt í landinu þá er hvorki hægt að lækka vexti varanlega né afnema verðtryggingu.  Hefur einhver bent þér á að taka eins og einn hagfræðikúrs Guðmundur ?

Þessi lán sem bílaumboðin bjóða eru að sjálfsögðu ekki vaxtalaus því þú borgar vextina með afslættinum sem þú hefðir annars fengið! - Enda tekur nánast enginn þessi lán því þeir sem kunna að leggja saman 2+2, eða bara 1+1 jafnvel eru fljótir að átta sig á þessu.

Einn daginn muntu sjá ljósið, krónan er ónothæft drasl!

Óskar, 17.3.2014 kl. 15:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér þarf enga hagfræðingakúrsa þar sem ég fæst við það í þeim rannsóknum sem ég starfa sjálfur við að afsanna þær flatjarðarkenningar sem allt of mörgum hafa því miður verið kenndar allt of lengi hér á landi undir því yfirskyni að um sé að ræða fræðigrein sem hafi eitthvað með raunveruleikann að gera. Þeir sem eru illna haldir af slíkum flatjarðarfræðum eru velkomnir í endurhæfingu hvenær sem er, ef þeir vilja þá þiggja hana.

Og þegar ég segi afsanna þá er ég ekki að meina "að halda einhverju öðru fram heldur en næsti maður" heldur að sýna fram á það og sanna með vísindalegum hætti hvað sé rétt og hvað ekki. Þannig unnum við Icesave málið og þannig við munum við sigrast á verðtryggingunni líka.

Ef þú heldur því fram að ekki sé hægt að afnema verðtrygginu þrátt fyrir að við notum krónu sem gjaldmiðil, þá væri það lágmarkskurteisi Óskar, ef þú myndir segja okkur frá því í leiðinni hvað það er við krónuna nákvæmlega sem hindrar afnám verðtryggingar. Ef þú heldur að verðtrygging myndi hverfa með upptöku evru máttu líka gjarnan útskýra það fyrir sendinefnd ESB á Íslandi sem er alls ekki sammála þér um það (já ég spurði þau að því sjálfur hvað með þig?).

Ég er hér búinn að benda á frumvarp sem afnemur verðtryggingu, og það eina sem vantar er að það verði endurflutt og 32 eða fleiri þingmenn ýti á á JÁ við atkvæðagreiðslu. Endilega útskýrðu hvað það er við krónuna sem hindrar það? Hún hindraði mig allavega ekki neitt í að skrifa frumvarpið, ertu kannski að halda því fram að krónanmuni leggjast á hendur þingmannanna og beina þeim í staðinn á NEI-takkann? Ef svo væri þá ertu sennilega að ætla krónunni umtalsvert meiri áhrif en hún er raunverulega fær um að hafa.

Endilega útskýrðu líka hvernig þú færð það út að vextir (sem lögum samkvæmt eru lánskostnaður) geti verið það sama og afsláttur. Að kostnaður sé afsláttur er einhver hagfræði sem ég veit ekki til þess að sé kennd í neinum skóla hérna megin við undraland. Svo veit ég ekki heldur til þess að þeir sem kaupi listaverk með vaxtlausum lánum frá MP banka fái neinn afslátt af þeim frekar en aðrir listunnendur sem staðgreiða kaupin með eigin fé.

Ef þú ert að meina bílalánin, endilega útskýrðu þá fyrir okkur að jafnvel þó að "vextirnir séu hvort sem er innifaldir í verðinu", afhverju það gæti þá ekki allt eins verið þannig fyrir húsnæði líka, þannig að við borgum bara eitt verð en ekki seljandanum eitt verð og svo bankanum annað miklu hærra og setjum enn annað á skattframtalið? Ef það er hægt að gera verðlagningu á bílum svo gegnsæa að vextir séu einfaldlega felldir inn í hana hlýtur með nákvæmlega sama hætti að vera hægt að gera það sama við húsnæðisverð. Endilega segðu okkur svo líka hvað það er við krónuna sem kemur í veg fyrir það? Kemur hún og handtekur okkur ef við skyldum nú framkvæma þetta þannig???

Persónulega, hef ég aldrei vitað pappírsmiða og málmskífur eða aðra dauða hluti hreyfa sig af sjálfsdáðum eða taka ákvarðanir um neitt, hvað þá að koma í veg fyrir mannlegar athafnir og ákvarðanir. Ég efast líka um að ég myndi þora að prófa lyfin sem þeir hafa tekið sem segjast sjá slíkar sýnir.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2014 kl. 16:26

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ef tekið er tillit til allra þeirra laga sem þú hefur talið hér réttilega upp,þá verður loforð Ríkisstjórnar leikur einn.  Ríkisstjórnin þarf ekki að leggja út krónu, einungis fyrirmæli til fjármálastofnanna.

Þeir verða að sjá til þess  að fjármálastofnanir fari eftir þessum lögum og krefjast leiðréttingar og endurgreiðslu á rukkuðum og greiddum verðbótum og vöxtum þeirra aftur til 2001, eða jafnvel lengra aftur.

Það verður að þrýsta á Ríkisstjórn að fara  þessa leið og  spara bankaskattinn í einhverja velferð sem nauðsynleg er. Leggja til 2-4 milljarða til þess að mæta með gengi lögmanna í réttarsal ef fjármálastofnanir andmæla fyrirmælum hennar.

Eggert Guðmundsson, 17.3.2014 kl. 20:45

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ef það er hægt að ákveða að taka lottómiða og nota hann sem hlut inn í vísitölugrunn, þá hlýtur að vera hægt að taka hann þaðan út einnig. Fyrir mér er þetta barnaleikur, börn finna sniðuga hluti til að leika sér með, líkt og hagfræðingur leikur sér að tölum. Börnin aftur á móti þroskast en það gerir hagfræðingurinn ekki. Í það minnsta ekki á Íslandi.

Sindri Karl Sigurðsson, 17.3.2014 kl. 21:32

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eggert: Bankaskattur verður eftir sem áður nauðsynlegur, til að standa undir högginu sem hugsanlega mun lenda á ríkissjóði vegna Íbúðalánasjóðs þegar viðurkennt verður að lán sjóðsins til almennings séu ólögmæt.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa m.a. lagt til að sú leið verði farin til að fjármagna leiðréttingu að lánasöfnin sem bönkunum voru færð á hálfvirði verði tekin eignarnámi af þeim (á sanngjörnu verði = hálfvirði) og færð inn í Íbúðalánsjóð. Þá yrði eiginfjárstaða sjóðsins svo góð að hann færi létt með að lækka lánin án kostnaðar fyrir ríkið og það myndi um leið leysa vandamál sjóðsins og gera hann rekstrarhæfan að nýju. Hér má lesa grein sem ég skrifaði í nóvember 2010 þar sem eignarnámsleiðinni var lýst, en ég þróaði hana þá um haustið á grundvelli hugmynda sem upprunar eru hjá Talsmanni Neytenda: http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1115037/

Þessi leið var síðar tekin upp sem ein af þeim leiðum sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt til að yrði farin:

http://bofs.blog.is/users/10/bofs/files/undirskriftasofnun_heimilanna_1_oktober_2011_-_fylgig_gn.pdf

http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=140&dbnr=1823

Sindri: Vísitölubreyting er líka ein af þeim leiðum sem HH hafa lagt til sem hægt væri að fara (sjá ofanvíuð gögn) Kosturinn við hana er að hún byggir á traustum fordæmum. Þeim vísitölum sem notaðar hafa verið til verðtryggingar hér á landi hefur margoft verið breytt en hagsmunaaðilar hafa stundum verið óánægðir með það og látið reyna á rétt sinn. Án undantekninga hafa slíkar breytingar gerðar með lögum staðist fyrir dómstólum. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi breytir Hagstofan grunni vísitölu neysluverðs í mars á hverju ári, og hefur hún ekki þurft að breyta neinum lögum til þess.

Það er líka merkilegtað fyrsta löggjöfin sem vitað er til þess að hafi kveðið á um verðtryggingu fjárskuldbindinga var í Massachusetts ríki árið 1742. Það sem er þó enn meira í frásögur færandi er reynslan sem fékkst af henni á tiltölulega stuttum tíma, en aðeins fimm árum eftir lagasetninguna hafði vísitalan sem miðað var við hækkað upp úr öllu valdi svo skuldarar gátu ómögulega staðið í skilum lengur. Árið 1747 var því brugðið á það ráð að breyta lögunum og skipta um vísitöluviðmið (til lækkunar). Þannig leystu landnemar Bandaríkjanna sinn skuldavanda í árdaga verðtryggingar.

Hér má lesa þessa fróðlegu frásögn: http://richmondfed.org/publications/research/economic_review/1974/pdf/er600601.pdf

Hér er myndband sem leitast við að útskýra lækkun verðtryggðra skulda með vísitölubreytingu: https://www.youtube.com/watch?v=1ySuv639cDQ

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2014 kl. 21:00

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

Þetta er ein leið en hún er alger óþarfi. Það þarf einungis að breyta vísitölugrunninum, t.d. miða við verð á vatni til notkunar við heimilisstörf og þurrka allt hitt út. Síðan setur Alþingi lög um vatnsveitur og hvernig þetta á að virka. Tekur eina klukkustund. Ein leiðin væri t.d. að miða við verð á að draga andann. Það er bara vilji sem þarf.

kv.

Sindri

Sindri Karl Sigurðsson, 19.3.2014 kl. 21:28

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er nákvæmlega kjarni málsins: vilji er allt sem þarf.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2014 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband