Hvað tekur við eftir 1. september?
17.5.2014 | 18:52
Rétt er að vekja athygli á þessu:
Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna fimmtudagskvöldið 15. maí 2014 skorar á Alþingi að grípa til ráðstafana áður en þing fer í sumarfrí og framlengja án tafar frestun á nauðungarsölum og framlengdum samþykkisfresti sem samþykkt var með bráðabirgðarákvæði við lög um nauðungarsölu (nr. 90/1991) þann 19. desember síðastliðinn. Mikilvægt er að fresturinn verði framlengdur, einkum þar sem enn er óljóst hvenær heimilin fái þær leiðréttingar sem þau vænta. Ef ekkert verður að gert er hætta á því að nauðungarsölur hefjist að nýju með fullum þunga þann 1. september áður en Alþingi kemur saman að nýju á haustþingi, sem líkur eru á að muni leiða til aukins húsnæðisvanda og félagslegar upplausnar.
Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra verði búin að veita sýslumönnum sínum fyrirskipanir um að virða neytendarétt við fullnustugerðir þegar frestun þeirra lýkur í september, eða hvort að hún ætlast til að þeir hefji að nýju ólögmæta eignaupptöku og geri enn fleiri fjölskyldur heimilislausar í þágu bankakerfisins.
![]() |
8.694 fasteignir boðnar upp frá 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hér sést forsendurbresturinn
14.5.2014 | 18:36
Auglýst hefur verið eftir forsendubresti og er því rétt að benda á hvar hann má finna.
Helstu forsendurnar sem brostnar eru koma fram í greinargerð um skýrslu (þáverandi) fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna frá 2011:
http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/2011/06/01/nr/14330
"5. Viðskiptabankar munu veita einstaklingum meiri afslátt af lánum þeirra en samið var um við yfirfærsluna en aukin verðmæti fyrirtækjalána munu bera það uppi.
...Því hefur verið haldið fram að þar sem erlendir kröfuhafar séu eigendur tveggja banka muni þeir ganga hart að viðskiptamönnum sínum og helst setja þá í þrot. Staðreyndin er að gömlu bankarnir munu ætla að selja hluti sína í nýju bönkunum innan fárra ára. Þeim er því nauðsynlegt að byggja upp traustan banka með traustum viðskiptavinahópi. Það er eina leiðin til að tryggja og auka verðmæti þeirra hlutabréfa í nýju bönkunum sem þeir hyggjast selja. Að ganga of hart að viðskiptavinum og hrekja þá frá sér er ekki leiðin til að auka verðmæti eignarhlutarins."
Núna þremur árum síðar hefur (núverandi) fjármálaráðherra svarað fyrirspurn þar sem kemur fram hvernig þessar forsendur brustu:
http://www.althingi.is/altext/143/s/1132.html
"Uppsafnaðar afskriftir bankanna þriggja frá október 2008 til 30. september 2012 voru um 1.587 milljarðar kr., þar af 178,6 milljarðar kr. vegna lána til heimila og 1.408,6 milljarðar kr. vegna lána til fyrirtækja."
Þar höfum við það:
1.408,6 milljarðar til fyrirtækja en aðeins 178,6 milljarðar til heimila.
Hér má semsagt sjá greinilega hvernig forsendurnar eru algjörlega brostnar, og má þá blása leitina að forsendubrestinum af, því hann er fundinn ljóslifandi.
Þessar tölur eru ekki síst merkilegar fyrir þær sakir að niðurfærslur neytendalána vegna Hæstaréttardóma nema hærri fjárhæð heldur en tilgreindar afskriftir. Það þýðir að ekki ein einasta króna hefur ennþá verið afskrifuð í nýju bönkunum vegna verðtryggðu útlánanna heldur hafa þau beinlínis verið færð upp frá því kaupverði sem þau fengust á.
![]() |
Uppsafnaðar afskriftir 1587 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ólöglegir gjörningar eru riftanlegir
12.5.2014 | 10:08
Hér eru drög að því sem ætti að verða fyrsti áfangi afnáms gjaldeyrishafta:
- Rífa Landsbankabréfin í tætlur.
- Væta snifsin vel upp úr í bensíni.
- Bera eld að og bíða meðan þau brenna.
- Póstsenda öskuna til Breta og Hollendinga.
Næsti áfangi:
- Senda út fréttatilkynningu um að gjaldeyrishöftum verði ekki slakað fyrr en lögmæti allra hluta snjóhengjunnar hafi verið kannað til hlítar.
- Bjóða kröfuhöfum útgöngu á hálfvirði.
Meira um þessa áætlun hér:
Icesave IV: Riftun Landsbankabréfanna - bofs.blog.is
Lausn snjóhengjuvandans hér - bofs.blog.is
O.s.frv.: Færsluflokkur: IceSave - bofs.blog.is
![]() |
Lengingin flýtir ekki afnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Icesave IV
8.5.2014 | 20:31
Landsbankinn hf. og slitastjórn LBI hf. hafa komist að samkomulagi um breytingar á uppgjörsskuldabréfum sem samið var um í desember 2009, af hálfu íslenskra stjórnvalda fyrir hönd Landsbankans.
Hvorugur þessara aðila virðist skeyta um dóm EFTA dómstólsins í máli nr. E-16/11 þann 28. janúar 2013 sem kvað meðal annars á um að óheimilt væri að leggja ríkisábyrgð á innstæðutryggingar.
Það gerði þáverandi fjármálaráðherra hinsvegar í raun og veru þegar hann skrifaði undir þennan samning um að láta nýstofnaða ríkisbankann taka að sér að borga Icesave.
Margoft hefur verið bent á þá ógn sem efnahagslegum stöðugleika Íslands stafi af þessum gjörningi, sem hér er rætt um að framlengja.
Sú framlenging er ekki síst fáránleg í ljósi þess að þetta er með öllu óþarft því komið hefur á daginn að nægar eignir eru í þrotabúi Landsbankans (þess gamla einkarekna) til að standa undir fullum endurheimtum vegna Icesave innstæðna.
Þar sem um ólöglegan gjörning er að ræða er því eina rétta ráðið að rifta honum. Til þess þarf þó hugrekki sem nú reynir á, því samkvæmt fréttinni fylgir böggull skammrifi.
Sett er skilyrði um undanþágur frá gjaldeyrishöftum, sem þýðir að kröfuhafar ætlast til að fá gengistryggingu skuldabréfsins efnda, en eins og alkunna er orðin eftir margítrekaða dóma Hæstaréttar er gengistrygging bönnuð.
Auk banns við ríkisábyrgð og gengistryggingu þá brýtur þessi 300 milljarða skuldbinding gegn öllum reglum um hámarkshlutfall áhættuskuldbindinga fjármálafyrirtækja við einn og sama aðila, hvað þá við tengda aðila en um það gilda enn strangari reglur.
Þess vegna má alls ekki fallast á slíkt samkomulag sem felur í sér undanþágur til að koma þessu herfangi Breta og Hollendinga úr landi framhjá gjaldeyrishöftum.
Jafnframt er það stórhættulegt að yfir höfuð skuli standa yfir viðræður um að lengja í þessum bréfum, og vekur það upp spurningar um hvað sé eiginlega á seyði hjá þeim sem dettur eiginlega í hug að taka þátt í slíku glæfraspili gegn sinni þjóð?
Það eina sem á auðvitað að gera í stað þess að semja um einhverja lengingu þessara bréfa er að gefa út tilkynningu um riftun þeirra.
Hér eru drög að því sem ætti að verða fyrsti áfangi afnáms gjaldeyrishafta:
- Rífa Landsbankabréfin í tætlur.
- Væta snifsin vel upp úr í bensíni.
- Bera eld að og bíða meðan þau brenna.
- Póstsenda öskuna til Breta og Hollendinga.
- Áfram Ísland.
![]() |
Mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Breytt 9.5.2014 kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Hvernig er rétt að skilgreina hugtakið: heimili ?
7.5.2014 | 17:17
Ríkisskattstjóri gerir þá athugasemd við frumvarp um aðgerðir vegna skuldastöðu heimila, að málið sé vandmeðfarið þar sem ekki sé til lagaleg skilgreining á hugtakinu "heimili".
Undarlegt, þar sem í skipulagslögum er kveðið á um flokkun byggingarsvæða eftir notkun, til dæmis íbúðarhúsnæði. Þannig er skilgreint í lögum hvaða húsnæði kemur til greina sem íbúðarhúsnæði. Þá er í lögum um lögheimili kveðið á um að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. Loks er í lögum um fjöleignarhús kveðið á um skiptingu húsnæðis þar sem eru margar íbúðir í sama húsinu.
Samkvæmt öllu virðist lagaleg skilgreining á heimili alveg liggja fyrir nú þegar. Það hlýtur að vera íbúð eða eignarhluti í íbúðarhúsnæði þar sem einn eða fleiri einstaklingar hafa skráð lögheimili. Svo má deila um það hvort þetta sé sú skilgreining sem rétt sé að hafa, en þetta er allavega sú skilgreining sem hægt er að lesa út úr þegar gildandi reglum.
Það skal tekið fram að hér er ég ekki að lýsa minni persónulegu afstöðu til þess hvað skuli teljast vera "heimili" eða hvernig rétt sé að skilgreina það, heldur aðeins að benda á hvernig það er skilgreint samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi. Allar athugasemdir og sjónarmið um hvað eigi að teljast vera "heimili" eru velkomin í athugsemdakerfinu hér að neðan.
![]() |
Skuldaleiðrétting þarfnast endurskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matsfyrirtæki virðist ekkert hafa lært
30.4.2014 | 19:51
Viðskipti og fjármál | Breytt 1.5.2014 kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Aukning peningamagns veldur verðbólgu
4.4.2014 | 22:12
Eina þingræða dagsins sem skiptir máli
2.4.2014 | 23:30
Myndu lækka um 50% samkvæmt lögum
26.3.2014 | 20:02
Ofbeldi í nánum samböndum?
26.3.2014 | 19:38
Rök fyrir afnámi verðtryggingar
26.3.2014 | 19:31
Yfirtakan fjármögnuð af neytendum?
24.3.2014 | 19:16
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjá frumvörpin hér
17.3.2014 | 14:49
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Stórundarlegt mál
7.3.2014 | 14:49
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Villandi fyrirsögn - viðskipti eru skattskyld
7.3.2014 | 09:55