Refsivert á Íslandi líka
16.6.2014 | 14:54
Talsverð umræða hefur sprottið að undanförnu um svokölluð "þvinguð hjónabönd" og sumir hafa velt því fyrir sér hvort setja þurfi sérstök lög til að koma í veg fyrir slíkt hér á landi. Til þess að svara slíkum spurningum er kannski rétt að byrja á því að skoða hvað gildandi lög hér á landi hafa að segja um þessi málefni.
Samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 28. gr. hjúskaparlaga, getur annað hjóna krafist ógildingar hjúskapar, hafi það verið neytt til vígslunnar. Þetta ákvæði virðist eiga fullan rétt á sér, hinsvegar er helsti gallinn við það að virkni þess getur aðeins komið til sögunnar eftir að einhver hefur verið neyddur til vígslu í hjúskap, en getur ekki beinlínis hindrað slíkt athæfi, ef einbeittur vilji stendur til þess að fremja það.
Almenn hegningarlög hafa hinsvegar að geyma ýmis ákvæði sem geta komið til álita. Samkvæmt 225. og 226. gr. almennra hegningarlaga er frelsissvipting refsiverð með allt að 4 ára fangelsi og alveg upp í 16 ár eða ævilangt ef brotið er langvarandi eða í ágóðaskyni.
Ef tilgangurinn með verknaðinum er að misnota manneskju kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða líffæranáms úr henni, flokkast brotið undir mansal skv. a- lið 227. gr. sömu laga. Refsing við slíkum brotum er allt að 12 ára fangelsi.
Af þessu er alveg ljóst að "þvinguð hjónabönd" eru harðbönnuð á Íslandi og við því liggja þungar refsingar að þvinga einhvern til slíks. Þar sem flestir eru líklega sammála því að athæfi sem þetta skuli vera bannað og refsivert, þá geta vonandi allir verið sammála því að jarða frekari umræðu um hvort slíkar reglur verði einhverntíma nauðsynlegar á Íslandi.
Við höfum haft slíkar reglur í áratugi nú þegar.
![]() |
Bann lagt við þvinguðum hjónaböndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Kunna fjármálafyrirtæki ekki að reikna?
8.6.2014 | 01:30
Í helgarblaði Morgunblaðsins í dag er heilsíðuumfjöllun um neytendalán og ákveðin vandkvæði við að framfylgja þeim lögum og reglum sem um þau gilda. Meðal þess sem kemur fram í fréttinni í blaðinu er að raftækjaverslunin ELKO getur lögum samkvæmt ekki lengur gert raðgreiðslusamninga við korthafa hjá Borgun hf. þar sem fyrirtækið reiknar árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) vitlaust.
Einnig er í blaðinu haft eftir lögfræðingi hjá Neytendastofu að þar sé nú unnið að aðferð til að yfirfara útreikninga árlegrar hlutfallstölu kostnaðar hjá lánveitendum. Það kemur þó nokkuð á óvart, þar sem um slíkan útreikning gilda lög um neytendalán 33/2013 en fulltrúi Neytendastofu átti einmitt sæti í starfshópi sem samdi frumvarpið til þeirra laga.
Á grundvelli laganna hefur innanríkisráðherra jafnframt sett reglugerð nr. 965/2013 um útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar en í 2. gr. er útlistuð eftirfarandi formúla:
Þar sem:
- X er árleg hlutfallstala kostnaðar,
- m er númer síðustu notkunar á láni neytanda,
- k er númer notkunar á láni neytanda, þannig að 1≤k≤m,
- Ck er fjárhæð sem hefur verið notuð af láni k,
- tk er tímabilið, í árum og hlutum úr ári, milli dagsetningar þegar lánið er notað í fyrsta sinn og dagsetningar þegar lánið er næst notað þar á eftir, þannig að t1 = 0,
- m' er númer síðustu endurgreiðslu eða kostnaðargreiðslu til lánveitanda,
- l er númer endurgreiðslu eða kostnaðargreiðslu,
- D1 er fjárhæð endurgreiðslu eða kostnaðargreiðslu,
- sl er tímabilið, í árum og hlutum úr ári, milli dagsetningar þegar lán er fyrst notað og dagsetningar eða kostnaðargreiðslu.
Þetta er reyndar nákvæmlega sama reikniaðferð og bundin var í eldri lög nr. 121/1994 um neytendalán sbr. reglugerð nr. 377/1993 með síðari breytingum. Þessi reikniaðferð hefur því verið lagaskylda hér á landi í meira en tvo áratugi, og er þar af leiðandi áhyggjuefni ef fjármálafyrirtæki eru enn ekki öll búin að tileinka sér hana.
Þetta virðist vissulega vera nokkuð flókin formúla en hún felur í sér reikniaðgerð sem þarf að framkvæma á hvern einasta gjalddaga lánsins og taka saman niðurstöðurnar á tiltekinn hátt. Vegna umfangsins er þetta nánast undantekningarlaust reiknað í tölvum, og eru innbyggðar aðgerðir til þess fyrir hendi í flestum algengasta skrifstofuhugbúnaði og eflaust í fjárhagslegum hugbúnaðarkerfum bankanna líka.
Engu að síður hefur hérlendum fjármálafyrirtækjum einhverra hluta vegna reynst afar erfitt að gera útreikninga sína rétt úr garði, sem vekur þá upp áleitnar spurningar um hvort hugbúnaðarkerfin sem þau eru að notast við séu hugsanlega gölluð? Slík kerfi eru sennilega frekar dýr, meðal annars vegna þess að þau þurfa að standast strangar kröfur um að reikna alltaf rétt, svipað og mælitæki á borð við vogir og bensíndælur sem þurfa að mæla rétt.
Hafi einhver selt frá sér hugbúnaðarkerfi með slíka eiginleika, sem svo reiknar ekki rétt, þá hlýtur að vera um svikna vöru að ræða. Skaðsemi slíkrar vöru nær miklu lengra en til kaupanda hennar og notenda, til að mynda ef um er að ræða kerfi sem hefur þann tilgang að reikna út lánskostnað og greiðsluáætlanir sem eru svo prentuð á lánssamninga og tilboð sem neytendum er boðið að undirgangast.
Til eru fjölmörg dæmi þess að lánveitendur hafa verið staðnir að því að vanrækja upplýsingaskyldu um lánskostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar eða að veita beinlínis rangar upplýsingar. Meðal annars hafa fallið dómar á grundvelli laganna þar sem talið hefur verið óheimilt að innheimta lánskostnað ef ekki hefur verið gætt að því að veita réttar upplýsingar um hann með skýrum hætti.
Af þessu tilefni er rétt að benda á að þau dómsmál sem nú eru rekin fyrir dómstólum bæði innan lands og utan vegna verðtryggðra neytendalána, byggjast að mestu leyti á einmitt því að ekki hafi verið veittar þær upplýsingar sem skylt er að komi fram um kostnað og sem eru beinlínis forsenda þess að heimilt sé að innheimta þann kostnað. Verði komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki þarf jafnframt að endurgreiða oftekinn kostnað eða leiðrétta eftirstöðvar lána sem því nemur, sem hefði umtalsverð áhrif á stöðu heimilanna.
Það ætti því raunverulega ekki að koma mikið á óvart þó að niðurstaðan yrði á endanum sú sama, varðandi verðtryggðu lánin, þar á meðal fasteignaveðlán einstaklinga. Afleiðingin af því yrði væntanlega sú að leiðrétta þurfi slík lán sem nemur öllum ofteknum kostnaði, en slík leiðrétting væri einmitt til þess fallin að standast lög um neytendalán.
![]() |
Óljósir lánakostir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Leiðrétting á bókhaldsbrellum
7.6.2014 | 13:24
Samkvæmt meðfylgjandi frétt þar sem vitnað er í greiningu IFS eru kostnaðarhlutföll íslensku bankanna sögð of há vegna endurútreikninga og endurskipulagningar lána. Aftur á móti hafi virðisbreyting útlána þó hækkað tekjurnar og þar með lækkað kostnaðarhlutföllin.
Með öðrum orðum þegar bankar veiti ólögleg lán sem stökkbreytast þá sé það "kostnaður" þegar þeir geri eins og þeim er skylt og leiðrétti hina ólöglegu stökkbreytingu, en þau lán sem þeir fengu á hálfvirði en komist upp með að leiðrétta ekki geti þeir uppfært í bókum sínum og það teljist þá í það skiptið vera hagnaður.
Ef við leiðréttum nú aðeins öfugsnúninginn og fjarlægjum hina augljósu þversögn úr þessu skringilega orðalagi, þá er það raunverulega hagnaður bankanna sem er allt of hár, þar sem við útreikning hans hefur verið litið framhjá því að um illa fenginn gróða er að ræða á grundvelli ólöglegra lána sem í flestum tilvikum hefur ekki verið búið að leiðrétta.
Þannig var aldrei um raunverulegan hagnað að ræða, heldur bara tilbúna froðu sem er eins og hver önnur bókhaldsbrella. Eða hvernig gætu þeir annars verið að skila methagnaði í bullandi kreppu? Eins og sagan um það þegar þrír stærstu bændurnir í sveitinni skiluðu allir metuppskeru í brakandi þurrkatíð, sem er augljóslega lygasaga.
Hvað svo sem IFS greining heldur að þá gilda lögmál skammtafræðinnar ekki um skipulagða glæpastarfsemi bankanna, þannig að þýfið getur ekki verið bæði hagnaður og kostnaður eftir því hvernig litið er á það heldur er það alltaf bara þýfi. Að stela þýfinu er ekki hagnaður og að skila því er þar af leiðandi ekki kostnaður heldur leiðrétting.
Þeirri leiðréttingu er hér með komið á framfæri.
![]() |
Of mikill kostnaður bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.6.2014 kl. 04:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki aftur...
5.6.2014 | 19:59
Bankarnir treysta Fjármálaeftirlitinu
30.5.2014 | 14:27
Fyrirsögn þessarar fréttar á mbl.is er frekar villandi því af henni mætti draga þá ályktun að Fjármálaeftirlitið hefði mælst með umtalsvert traust í einhverri könnun meðal almennings. Svo er þó alls ekki, því um er að ræða viðhorfskönnun sem FME efndi sjálft til meðal eftirlitsskyldra aðila og svarendur voru stjórnendur og starfsmenn fjármálafyrirtækja.
Það ætti í raun ekki að koma á óvart að margir þeirra treysti FME því stofnunin hefur staðið sig vel í því að "tryggja fjármálastöðugleika" sem er svosem bara dulmál yfir að passa vel upp á bankana og hlúa að velferð þeirra. Varla verður um það deilt að á því sviði hefur náðst talsverður árangur, en svo er annað mál með viðskiptavinina.
Samkvæmt þjóðarpúlsi Capacent í mars síðastliðnum mældist traust til Fjármálaeftirlitsins meðal almennings nefninlega ekki nema 18% og hefur þó vaxið nokkuð frá lægstu stöðu á undanförnum misserum. Hér má sjá samanburð við aðrar stofnanir og geira, en undanfarin misseri hefur verið marktæk fylgni milli lítils trausts á bankakerfinu almennt og Fjármálaeftirlitinu sérstaklega meðal almennings. Hvort að má túlka það þannig að fólk telji mikla fylgni vera milli FME og bankakerfisins skal hinsvegar ósagt látið...
Mynd frá: http://www.capacent.is/rannsoknir/thjodarpulsinn/nr/1806
![]() |
42% bera mikið traust til FME |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Óánægður viðskiptavinur?
30.5.2014 | 14:04
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vælubílinn á Kirkjusand
29.5.2014 | 13:10
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað með skuldavæðingu?
24.5.2014 | 21:14
Hvað tekur við eftir 1. september?
17.5.2014 | 18:52
Hér sést forsendurbresturinn
14.5.2014 | 18:36
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ólöglegir gjörningar eru riftanlegir
12.5.2014 | 10:08
Icesave IV
8.5.2014 | 20:31
IceSave | Breytt 9.5.2014 kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Hvernig er rétt að skilgreina hugtakið: heimili ?
7.5.2014 | 17:17
Matsfyrirtæki virðist ekkert hafa lært
30.4.2014 | 19:51
Viðskipti og fjármál | Breytt 1.5.2014 kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Aukning peningamagns veldur verðbólgu
4.4.2014 | 22:12