Frábærar fréttir

Hollenski seðlabankinn DNB og breski innstæðusjóðurinn FSCS hafa stefnt Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF, fyrir héraðsdóm, og krefjast þar greiðslu tæplega 556 milljarða króna.

Þetta eru frábærar fréttir því svo virðist sem báðir þessir erlendu aðilar séu núna loksins, fimm árum eftir að þetta leiðindamál kom upp, búnir að lesa lögin og reglurnar sem um þetta gilda, og ársgamlan dóm EFTA-dómstólsins  á grundvelli þeirra.

Fyrir vikið beina þeir loksins kröfum sínum í málinu að réttum aðila: Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta, sjálfseignarstofnun sem nýtur ekki ríkisábyrgðar. Það hefðu þeir átt að gera allan tímann en hafa ekki gert fyrr en nú þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að benda þeim á það.

Það sem verður mest spennandi að fylgjast með verður hvort Samfylkingin stormar ekki í heild sinni niður í héraðsdóm strax í fyrramálið, til þess að bjóða fram greiðslu eins og þau eru margbúin að lofa stefnendum í málinu. (*kjánahrollur*)


mbl.is Krefjast 556 milljarða vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Málið er ekki úr sögunni eins og margtuggið var þegar kjósendur voru lokkaðir á kjörstað til að segja nei.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2014 kl. 16:54

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málið ER úr sögunni fyrir íslenska ríkið.

Það virðist hafa framhjá þér aðí þetta sinn er loksins réttum aðila stefnt til greiðslu, sjálfseignarstofnuninni TIF sem nýtur engrar ríkisábyrgðar.

Nákvæmlega eins og stendur í þeim lögum, tilskipunum, og dómum sem um það gilda og hafa alltaf gilt.

Hvenær ætlarðu annars að fatta þetta?

Eða færðu borgað fyrir að vera sauðþrár?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2014 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband