Stórfelldur skilmissingur

http://www.xd.is/stefnumalin/evropumal/

"Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram."

http://www.xd.is/um-sjalfstaedisflokkinn/alyktanir/utanrikismalanefnd/

"Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

Einhverjir virðast hafa misskilið þetta og halda að verið sé að svíkja eitthvað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar í dag um að standa við þetta.

Það er svo til marks um á hve undarlegar slóðir stjórnmálaumræða er komin vinstramegin, að það skuli vera Samfylkingarmenn sem eru hvað súrastir yfir hinum meintu svikum Sjálfstæðisflokksins. Sárari verða þá vonbrigðin þegar þeir reyna að segja sig úr svikaflokknum, og mistekst það líka.


mbl.is „Það var búið að gefa loforð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Misskilningur....tæpast þá með það sem formaður þinn lofaði kvöldi fyrir kosningar sl,vor. "Fyrrihluta kjörtímabilsins". Veit ekki með þig en kannski eu FLokksmenn bara vanir því að formaður þeirra lofi og svíkji svo, þannig að þeir, og þá þú um leið lepja bullið upp..... Hver veit

Sigfús (IP-tala skráð) 22.2.2014 kl. 01:23

2 identicon

Það er búið að breyta heimsaíðunni!

Þetta stóð 12. apríl 2013:

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20130412102348/http://www.xd.is/malefnin/utanrikismal/

"Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram"

Sjálfstæðisflokkurinn er klárlega að brjóta kosnsingarloforð með því að leyfa þjóðinni ekki að kjósa um framhald aðildaviðræðna á þessu kjörtímabili.

Guðni (IP-tala skráð) 22.2.2014 kl. 07:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigfús þú virðist hafa greint það vitlaust hvaða flokki ég er í. Það eru mörg ár síðan ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum. Ég er einn af stofnendum Samtaka fullveldissinna sem voru fyrstu nýstofnuðu stjórnmálasamtökin eftir byltinguna 2009. Í þeim flokki er enginn formaður, og flokknum hafa enn ekki áskotnast þingmenn þú að sumir sitjandi þingmenn annara flokka hafi á köflum lýst yfir stuðningi við sum okkar stefnumála. Þrátt fyrir engan þingstyrk hafa samtökin frá því að þau voru stofnuð náð fram tveimur aðalstefnumálum sínum og öðru þeirra meira að segja tvisvar, og það þriðja er innan seilingar. Þetta er líklega heimsmet í pólitískum árangri miðað við höfðatölu (þingmanna flokksins).

Ef einhver hefur verið að lepja eitthvað upp undanfarin misseri eru það stjórnarflokkarnir sem hafa gert ofangreind stefnumál að sínum og í krafti þeirra digru kosningasjóða sem þeir ráða yfir (ólíkt þeim flokki sem ég tilheyri) hefur þeim tekist að vinna kosningasigra á þessum stefnumálum. Það dregur hinsvegar ekki úr gleði okkar fullveldissinna yfir þessum glæsta árangri.

Guðni, tveimur mánuðum áður en þetta afrit sem þú vísar á var vistað í vefsafninu, samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktunina sem ég vísa á í færslunni. Það má sjálfsagt hártogast um orðalag, en í textanum sem þú vitnar í stendur "kjósendur ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram". Nú spyr ég, kannski eins og einfeldningur, hvernig á að vera hægt að uppfylla þetta án þess að hætta aðildarviðræðunum fyrst með því að afturkalla umsóknina? Það myndi ekki þjóna neinum tilgangi að kjósa um hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram, ef stjórnvöld ætluðu hvort sem er að gera það. Ef stjórnvöld ætla hinsvegar ekki að halda því áfram, eins og þau hafa nú ákveðið að leggja tillögu um fyrir Alþingi, þá fyrst einhver tilgangur með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að hefja aðildarviðræður að nýju. Fari svo að meirihluti Alþingis samþykki þingsályktunatillöguna um að hætta aðildarviðræðum eins og útlit er fyrir, þá fæst ekki betur séð en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá það sem eftir lifir kjörtímabils eða rúm þrjú ár til þess að uppfylla það stefnumál sitt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aftur skuli hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Á því tímabili munu verða einar sveitarstjórnarkosningar og einar forsetakosningar þar sem í báðum tilvikum væri hægt að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða án teljandi aukakostnaðar. Þannig fæst ekki séð að neitt hafi verið svikið, heldur mun það ekki koma í ljós fyrr en að þessum tíma liðnum. Aðildarsinnar verða því bara að bíða eftir þessu, alveg eins og heimilin hafa þurft að bíða nú þegar í hartnær ár eftir að staðið verði við loforð til þeirra sem voru ofar á stefnuskrá beggja stjórnarflokka en ESB.

Athugið svo að það sem eftir lifir kjörtímabils mun Framsóknarflokkurinn ekki þurfa að rembast við að þurfa að uppfylla nein slík loforð handa sínum kjósendum. Sjá kosningastefnu flokksins:

http://www.framsokn.is/wp-content/uploads/2013/03/stefnuskraL.pdf

"...að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. "

Samanber það sem segir í stjórnarsáttmálanum:

"Gert verður hlé á aðildarviðræð um Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

Þarna kemur ekki fram neitt loforð um að slík þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin, heldur fyrst og fremst að halda ekki aðildarviðræðum áfram, og að útiloka að þær verði hafnar að nýju síðar nema fyrst hafi farið fram slík atkvæðagreiðsla. Standi hinsvegar ekki til að hefja þær að nýju er óþarfi að halda slíka atkvæagreiðslu. Þannig hafa öll þessi skilyrði verið uppfyllt, ef þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir verður samþykkt. Það myndi hugnast Framsóknarflokknum vel því þá hefur hann uppfyllt þessi markmið sín.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2014 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband