Ömurlegur tvískinnungur

Tvískinnungur íslenskrar umræðuhefðar hefur náð nýjum áður óþekktum hæðum.

Efnt hefur verið til undirskriftasöfnunar gegn því að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem lögð var fram á fölskum forsendum án viðhlítandi lýðræðislegs umboðs frá íslensku þjóðinni, verði nú afturkölluð.

Að því slepptu hversu mikla afturhaldssemi slíkar hugmyndir fela í sér, þá er ein spurning sem stendur brennandi upp úr þessu öllu saman:

Hvar var allt þetta annars ágæta fólk þegar sótt var um aðildina án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þjóðin vildi yfir höfuð gerast aðili að ESB?

P.S. Fyrir þá sem myndu vilja "kíkja í pakkann" þá er hann hérna: http://www.evropustofa.is/fileadmin/Content/Publications/PDFs/Lissabon-heildarskjal.pdf

Endilega kíkið þá í hann ef þið hafið svona mikinn áhuga á því.


mbl.is Undirskriftum safnað gegn afturköllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2014 kl. 20:31

2 identicon

Ég náði engan veginn í fréttunum í dag að átta mig á því hvað það hefði að gera með losun gjaldeyrishafta að halda áfram viðræðum um inngöngu.  Talsmenn áframhaldandi viðræðna tönnluðust á því hve gjaldeyrishöftin væru slæm og virtust tengja lausn þess vandamás við inngöngu eða jafnvel viðræður um inngöngu.  

   Gjaldeyrishöftin eru vissulega slæm en eru líka afleiðing ástands, sumsé þess að erlendar skuldir eru svo miklu meiri en gjaldeyrir er til fyrir.  Skuldir sem eru í mörgum tilfellum óraunhæfar væntingar erlendra aðila um endurkröfu frá innlendum aðilum.  

Með ótímabærri inngöngu (jafn vel þó menn teldu inngöngu í ESB málið) þá yrðu miklar líkur á að þessar óraunhæfu væntingar yrðu raungerðar með stóru láni frá ESB í nafni íslenska ríkisins. Þjóðin þar með skuldsett til langrar framtíðar. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 22:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samfylkingin hefur tekið fram úr Bjartri framtíð í óskiljanleika.

Bara það að þetta skuli vera kallað gjaldeyrishöft endurómar þann óskiljanleika. Það eru engin gjaldeyrishöft á Íslandi heldur fjármagnshöft. Ég er til dæmis ekki nokkrum vandræðum með að taka móti greiðslu í hvaða gjaldmiðli sem er og skora á hvern sem trúir því ekki að prófa að senda mér til dæmis evrur eða dollara, þó helst ekki pund (af persónulegum ástæðum).

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2014 kl. 01:40

4 Smámynd: Einar Karl

Árið 2009 var staðan svona:

Samfylkingin studdi ESB-umsókn heils hugar.

Sjálfstæðisflokkur studdi umsókn hálfs hugar, en margir þingmenn og flokksmenn vildu í það minnsta sækja um aðild.

Framsóknarflokkurinn var opinn fyrir hugmyndinni og á árunum áður hafði ESB-málið verið eitt hans helsta baráttumál.

Þannig að ÞRÍR af "stóru" stjórnmálaflokkum Íslands annað hvort studdu heils hugar umsókn eða voru í það minnsta mjög opnir fyrir því að sækja um aðild og láta reyna á hvernig samning mætti ná fram.

Síðan eru liðin 5 ár, ýmislegt hefur breyst, bæði hér og í ESB. Sambandið hefur og mun áfram þróast.

Það er mín skoðun að hvað sem líður stefnu núverandi stjórnar þá sé lang heppilegast að loka ekki þessum möguleika til langs tíma, heldur halda honum opnum, þannig að við getum, ef okkur sýnist svo, tekið up viðræður aftur eftir 2-4 ár.

Það er einfaldlega ÓÞARFI að draga formlega tilbaka umsóknina, það vinnst EKKERT með því, en við lokum fyrir ákveðna möguleika þjóðarinnar í náinni framtíð.

Einar Karl, 24.2.2014 kl. 11:32

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem vilja kynna sér þennan möguleika hafa haft núna fjögur og hálft ár til að kynna sér hann frá því að sótt var um aðild.

Hversu margir ætli hafi lesið skjalið á öllum þeim tíma?

http://www.evropustofa.is/fileadmin/Content/Publications/PDFs/Lissabon-heildarskjal.pdf

388 blaðsíður eru vissulega slatti, en ætti samt ekki að vera venjulegu fólki óyfirstíganlegt, jafnvel ekki aðildar- og viðræðusinnum. Til dæmis byrjaði sonur minn 10 ára nýlega að lesa skáldsögu og er kominn á blaðsíðu 332 í henni.

Eftir reynsluna úr Icesave málinu eru vonandi allir búnir að læra mikilvægi þess að lesa sér almennilega til um svona hluti áður en maður tjáir sig um þá.

Eða hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2014 kl. 12:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef það á að fara að ræða málin á þessum nótum Einar Karl, þá sýna skoðanakannanir að næstum 60% fólks vill ekki fara inn í ESB. Þetta er frekar klén afsökun, auðvitað átti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og fá leyfi frá þjóðinni til að sækja um aðild. Framhjá því verður ekki komist, og þess vegna er málið í hnút í dag m.a.

Þetta upphlaup núna með RUV, DV og 365 miðla alla á úopnu með áróðurinn hefur ekki áunnið meira en þetta, er það ekki líka umhugsunarefni?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 13:23

7 Smámynd: Einar Karl

14.300 manns hafa tekið undir áskorunina, á rétt rúmum sólarhring!

Það segir sitt. Sjáum hver fjöldinn verður þegar líður á vikuna.

Af hverju má ekki halda þessum möguleika opnum? Af hverju þarf þessi ríkisstjórn að taka fram fyrir hendur næstu ríkisstjórnar og þarnæstu??

VIÐ, ÞJÓÐIN munum alltaf eiga lokaorðið.

Einar Karl, 24.2.2014 kl. 14:03

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sjálfsögðu á þjóðin að eiga lokaorðið.

Ekki síst um hvort sækja eigi um aðild eða ekki.

Fátt réttlætir hinsvegar að það hafi verið gert án þess.

Varðandi að "halda möguleikanum opnum" þá er hann eins og áður sagði búinn að vera opinn í fjögur og hálft ár nú þegar.

Vonandi hafa allir áhugamenn um aðild (eða viðræður eða hvað sem fólk kýs að kalla það) nýtt þann tíma vel og lesið samþykktirnar, því annars væru þeir að berjast fyrir því að fá að kjósa um eitthvað sem þeir vita ekki hvað er.

Það væri reyndar ekki í fyrsta skipti sem hópur með svipaða samansetningu hefði stokkið á einhverja afstöðu án þess að kynna sér málið (Icesave).

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2014 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband