Ekki Bitcoin heldur eftirlíking
6.2.2014 | 22:33
Rafmyntir eru ekki allar eins. Reyndar er til umtalsverður fjöldi þeirra.
https://en.bitcoin.it/wiki/List_of_alternative_cryptocurrencies
Þær falla hinsvegar allar í skuggann af Bitcoin, af ýmsum ástæðum. Meðal þeirra ástæðna er að margar þeirra eru lélegar eftirlíkingar, sem hafa það sameiginlegt að vera búnar einhverjum ókostum sem Bitcoin hefur ekki. Slíkt er augljóslega algjörlega óþarfi, á meðan betri valkostur stendur til boða, það er að segja ekta Bitcoin. Ekki síst í ljósi þess að það er enginn ávinningur af því að nota eftirlíkingarnar, hvorki fjárhagslegur né annar.
Svo eru sumar þessara eftirlíkinga, beinlínis svikamyllur, hannaðar til þess að selja fólki helling af mynteiningum í myntkerfi sem reynist svo á sandi byggt. Það vandamál er reyndar alls ekki bundið við rafmyntir neitt sérstaklega. Svikamyllur hafa þróast í öllum helstu fjármála- og peningakerfum sem við lýði hafa verið á tíma vestrænnar siðmenningar. Sú stærsta eru auðvitað seðlabankarnir sjálfir en það er önnur saga.
Mikilvægt er að hafa í huga, að enn hefur ekki komið neitt fram um (ekta) Bitcoin sem bendir til annars en að það kerfi sé mjög traust. Með trausti er átt við að mynteiningar í kerfinu eru vel verndaðar fyrir þjófnaði eða misbeitingu, en það hefur ekkert með verðgildi þeirra að gera því það stjórnast einfaldlega af framboði og eftirspurn (eins og flotgengi krónunnar gerði einmitt á tímabili).
Með öðrum orðum:
Bitcoin virðist vera traust. En rétt er að varast eftirlíkingar.
Ath. Snögg leit að "auroracoin blockchain" skilar engum niðurstöðum sem segir þeim sem vilja vita allt sem þarf að segja. Og svo auðvitað að heimasíðan sé skráð í Panama og engin raunveruleg nöfn eða upplýsingar um aðstandendur komi fram þar. Hefur annars einhver gefið sér tíma til að lesa kóðann fyrir clientinn? Eða kompælað hann og borið tékksummuna saman við binary executable sem er í dreifingu? Enginn???
Merkilegustu fréttirnar eru hinsvegar þær sem vitnað er til í meðfylgjandi frétt með vísan til eldri fréttar um sama efni, þar sem segir:
Óheimilt er að eiga gjaldeyrisviðskipti með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin samkvæmt íslenskum lögum um gjaldeyrismál. Í skriflegu svari frá Seðlabanka Íslands til Morgunblaðsins kemur fram að í lögum um gjaldeyrismál sé kveðið á um almennar takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum milli landa. Ekki verður séð að ákvæði laganna sem undanþiggja vöru- og þjónustuviðskipti frá áðurnefndum takmörkunum eigi við um viðskipti með Bitcoin eða að aðrar undanþágur frá takmörkunum laganna eigi við um slík viðskipti, segir í svari Seðlabankans.
Með öðrum orðum:
Seðlabankinn telur að Bitcoin falli undir lög um gjaldeyrismál.
Þar með er Bitcoin löglegur gjaldeyrir í viðskiptum á Íslandi.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenska Bitcoin notendur !
Nú er bara spurning hvernig seðló ætlar að framfylgja gjaldeyrishöftum gagnvart Bitcoin, þar sem allar einingar og færslur í kerfinu eru dulkóðaðar, nafnlausar, og órekjanlegar. Það væri kannski efni í næstu fyrirspurn mbl til bankans?
![]() |
Gefa Íslendingum nýja rafmynt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Staðfesting á alríki ESB
4.2.2014 | 19:45
Best þekkta ríkjasambandið í okkar heimshluta eru líklega Bandaríkin. Þau eru reyndar fleiri, sambandsríkin, til dæmis Ástralía, Kanada, Brasilía, og gömlu Sovétríkin voru líka dæmi um ríkjasamband þó svo að það hafi átt fátt annað sameiginlegt með öðrum sambandsríkjum sem hér eru nefnd til sögunnar.
Lengi hefur menn greint á um það keisarans skegg hvort Evrópusambandið skuli teljast vera sambandsríki, eða ríkjasamband, þó að öllum sem kæra sig um það megi vera ljóst hverskonar fyrirbæri sé þar á ferðinni. Er nægilegt að vísa til að það voru öðrum fremur amerískir sambandssinnar sem studdu við framgang myndunar sambands evrópskra ríkja í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, og stuðluðu þannig beint og óbeint að myndun Evrópusambandsins, með stuðningi áhrifamanna á meginlandi Evrópu sem áttu það flestir sameiginlegt að ríki þeirra hefðu farið illa út úr stríðinu og vildu þeir því setja hömlur á möguleika annara ríkja til að ná yfirráðum á meginlandinu (lesist: Þýzkaland).
Ekki verður um það deilt að myndun sambandsríkis sé ein af mögulegum leiðum til að tryggja frið á stóru samliggjandi landssvæði, enda hefur ríkt friður á meginlandi Evrópu að miklu leyti frá 1945 og meginland Norður Ameríku hefur ekki verið undirlagt stríðsátökum frá árinu 1865 þegar borgarastyrjöldinni um þrælahald lauk þar um slóðir.
Nú berast þau skilaboð frá umboðsmanni kjósenda í Evrópusambandinu, að auk þess að gerðar séu rannsóknir á spillingu innan þjóðríkjanna sjálfra, verði spilling rannsökuð sérstaklega í stjórnkerfi sjálfs Evrópusambandsins. Þannig er ESB og stjórnkerfi þess í raun skipaður sambærilegur sess við einingu sem nýtur þjóðréttarlegrar stöðu. Alríkið, er hér skilgreint með nákvæmlega sama hætti og í Bandaríkjunum, eða Sovétríkjunum sálugu, burtséð frá því hvaða hugtök eða heiti séu notuð yfir það.
Með því að umboðsmaður kjósenda í Evrópusambandinu hafi skilgreint "alríki" sambandsins með þessum hætti, verður vart lengur framhjá því litið að um sambandsríki sé að ræða, eða í það minnsta vísi að slíku fyrirkomulagi. Þetta er um leið áfellisdómur á málflutning þeirra sem hafa reynt að halda því fram að með inngöngu í ESB yrði Ísland ekki innlimað í sambandsríki eða ígildi þess. Sú kenning hefur nú verið opinberuð sem hreinræktaður Orwellismi (það er að segja endurskilgreining með því að breyta tungutaki en engu öðru í raun og veru).
Með öðrum orðum er það lygi að ESB sé eitthvað annað en sambandsríki.
![]() |
Rannsaki spillingu hjá ESB líka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 5.2.2014 kl. 03:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Icesave IV: Riftun Landsbankabréfanna
28.1.2014 | 18:26
Til þess að bræða snjóhengjuna þarf að byrja á því að taka ólöglegu Lansbankabréfin og rífa þau í tætlur. Því næst að kveikja í tætlunum. Sturta svo öskunni niður úr klósettinu. Loks að senda út fréttatilkynningu um að lögmæti annara hluta í snjóhengjunni verði rannsakað líka og þá flýja hrægammar líkt og gerlar flýja sótthreinsiefni.
Sjá fyrri umfjöllun um sama mál:
- Icesave IV : skuldabréf Landsbankans
- Icesave IV: Afturköllun meintra skulda
- NEI því var hafnað
- Lausn snjóhengjuvandans hér
- 1. apríl hjá Bankasýslunni?
![]() |
Á ég að staðfesta að Víglundur og Vigdís séu snillingar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Frumvarpið löngu tilbúið
27.1.2014 | 19:17
Katrín Jakobsdóttir (VG) spurði forsætisráðherra á Alþingi í dag um afnám verðtryggingar, meðal annars "hvernig nákvæmlega hann sjái það fyrir sér að það fari fram".
Þó svo að forsætisráðherra hafi ekki svarað því hreint út þá er svarið í raun sáraeinfalt: með lagafrumvarpi sem fellir neytendasamninga undan þeim heimildum sem annars er að finna í lögum til þess að verðtryggja og vísitölutengja. Reyndar var slíkt frumvarp einmitt lagt fram á Alþingi fyrir hartnær ári síðan: http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html
Frumvarpið hefur síðan verið uppfært svo það taki mið af nýjum lögum um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn, og felli ákvæði um verðtryggingu brott úr þeim líka. Nýtt frumvarp með þessum breytingum var afhent sérfræðingahópnum sem átti að hafa það verkefni með höndum að útfæra þessa aðgerð.
Þetta gæti því varla verið einfaldara, þar sem útfærslan hefur legið fyrir frá upphafi. Í ljósi þess er jafnframt óskiljanlegt að hópi sérfræðinga sem var falið þetta verkefni á grundvelli þingsályktunar, skuli ekki hafa tekist að setja fram fullnaðarútfærslu afnámsins.
Ekki svo að skilja að starf hópsins sé til einskis, þvert á móti, til að mynda setur hann fram góð rök fyrir afnámi verðtryggingar, sem eiga jafn vel við um fullt afnám hennar hvort sem það náist fram fyrr eða seinna. Einnig hefur hópurinn að því er virðist kortlagt landslagið nokkuð vel og í raun gert það frekar auðvelt að klára verkið.
Þrátt fyrir allt á þó eftir að setja saman frumvarpstexta til að leggja fram og allir kjörnir fulltrúar hafa heimild til þess að leggja fram breytingartillögur og fá atkvæðagreiðslu um þær. Eitt sinn var meira að segja lagt fram heilt frumvarp að nýrri stjórnarskrá í formi breytingartillögu. Örfáar setningar til þess að afnema verðtryggingu eru minniháttar í samanburði og eru jafnframt mörg fordæmi fyrir slíku, til dæmis þegar ákvæði um hámarksvexti neytendalána voru lögfest samkvæmt breytingartillögu.
Nú þarf bara að þora að ganga alla leið og standa við stóru orðin.
![]() |
Hægt að afnema verðtrygginguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Villandi fréttaflutningur
21.1.2014 | 18:50
Því er haldið fram í meðfylgjandi frétt að heimilum í vanskilum við Íbúðalánasjóð hafi fækkað. Þetta er eflaust ekki rangt í sjálfu sér, en með því að setja þetta svona fram er samt gefin villandi mynd af raunveruleikanum. Sjónhverfingin liggur í því að í tölum um "vanskil" eru aldrei tekin með þau heimili sem eru þegar komin á höfuðið eða á götunni, en þau eru augljóslega ekki lengur viðskiptavinir hjá Íbúðalánsjóði og teljast því ekki með.
Þannig gefa upplýsingar um "vanskil" í raun afar villandi mynd af stöðu heimilanna. Til dæmis ef þau væru öll gjaldþrota væru engin þeirra beinlíns í "vanskilum ". Allavega ekki eins og það er skilgreint í þessari tölfræði.
Áður hefur verið fjallað um þetta hér á þessu bloggi og er áhugasömum bent á að kynna sér þá umfjöllun: Ekki fækkun heldur fjölgun - bofs.blog.is
![]() |
Heimilum í vanskilum fækkar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikið fár út af litlu
19.1.2014 | 21:17
Fjölmiðlar | Breytt 20.1.2014 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ástæðan er vel þekkt
11.1.2014 | 15:50
Tær snilld
6.1.2014 | 13:18
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkissjóður skaðlaus af Dróma
31.12.2013 | 02:30
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki fækkun heldur fjölgun
28.12.2013 | 14:05
Verðtrygging eykur verðbólgu
16.12.2013 | 18:00
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað sagði forsætisráðherra um skuldaleiðréttinguna?
24.11.2013 | 21:43
Drómi ?
23.11.2013 | 20:20
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað sagði seðlabankastjóri um skuldaleiðréttinguna?
19.11.2013 | 01:48
Viðskipti og fjármál | Breytt 23.11.2013 kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er Pizza67 ennþá til?
19.11.2013 | 00:04