Ríkissjóður skaðlaus af Dróma

Samningar hafa náðst um úrlausn þeirra lánasafna sem Drómi hf. hefur vélað með allt frá falli SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans í mars 2009. Þar sem marga fyrrum "viðskiptavini" Dróma hf. hefur lengt eftir þess háttar úrlausn er þetta auðvitað fagnaðarefni að því leyti. Þetta er ekki síður fagnaðarefni ef rétt reynist það sem fyrstu fregnir bera með sér, að ríkissjóður muni verða skaðlaus af málum sem tengjast Dróma hf., því þá fellur ekki kostnaður á skattgreiðendur.

Eftir stendur samt ósvarað þeirri spurningu hvort eðlilega hafi verið staðið að stofnun þessa fyrirtækis og rekstri þess, einkum og sér í lagi af hálfu Fjármálaeftirlitsins, en þess verður óhjákvæmilega að geta að fyrrum sviðsstjóri verðbréfasviðs stofnunarinnar gegnir nú stjórnarformennsku í Dróma hf. Án fordóma um þann einstakling ætti þessi staðreynd samt ein og sér að duga til þess að réttlæta slíka rannsókn.

Sjá nánar Rannsóknarskýrlsu Hagsmunasamtaka heimilanna um starfsemi Dróma hf.: http://www.heimilin.is/varnarthing/frettirhagsmunasamtokin/item/1680


mbl.is Samningar náðust um Dróma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fækkun heldur fjölgun

Árið 2013 voru 445 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík en þær höfðu verið 505 talsins árið áður. Sérstaka athygli vekja tölurnar í desember, en þá gaf innanríkisráðherra sig undan látlausum þrýstingi sem Hagsmunasamtök heimilanna höfðu beitt frá upphafi kjörtímabils hennar, og frestaði nauðungarsölum. Fyrir vikið voru þær aðeins níu talsins í desember á þessu ári samanborið við 80 í desember 2012.

Til þess að samanburður við fyrra ár verði raunhæfur þarf að leiðrétta fyrir þesssum mismun, sem nemur 71 sölu. Að teknu tillit til þess voru nauðungarsölur 505-71= 434 talsins á sama tíma í fyrra og þær voru í gangi á þessu ári. Á því tímabili hefur nauðungarsölum því raunverulega fjölgað um 11 frá síðasta ári eða um 2,5%. Þannig er í raun villandi að tala um fækkun, ekki síst í ljósi þess að þær nauðungarsölur sem hefðu að óbreyttu farið fram nú í desember, hafa ekki verið felldar niður heldur aðeins frestað.

Niðurstöður:

Mælda fækkun má alfarið rekja til frestunar á nauðungarsölum.

Fram að því hafði þeim í raun fjölgað um 2,5% frá síðasta ári.


mbl.is Nauðungarsölum fækkar á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtrygging eykur verðbólgu

Verðtrygging er ein helsta ógn við fjármálastöðugleika á Íslandi.

Sjá nánar hér: Indexation considered harmful - bofs.blog.is 

Hér má sjá áhrif verðtryggingarinnar á skuldir heimilanna:

Áhrif verðtryggingar á skuldir heimila

Og hér má sjá aukningu peningamagns í umferð undanfarin ár:

Unnið úr talnagögnum frá Seðlabanka Íslands

Þetta er að sjálfsögðu ein af meginorsökum gengisfalls og óðaverðbólgu sem verið hefur að dynja á íslensku efnahagslífi undanfarin ár: offramleiðsla á froðupeningum.

Lykilatriðin er að finna hér, í reglum Seðlabankans um verðtryggingu nr. 492/2001:

http://www.sedlabanki.is/library/Skráarsafn/Reglur/Reglur um verðtryggingu sparifjár.pdf

Þar er í 4. gr. á fjallað um lán með ákvæðum þess efnis að höfuðstóll þeirra skuli hækka samkvæmt vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að slíkt eigi sér enga lagastoð, en 13. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu heimilar eingöngu að samið sé um að greiðslur skuli vera verðtryggðar, ekki höfuðstóll.

Svo er glæpurinn fulkomnaður með reglum Fjármálaeftirlitsins um reikningsskil lánastofnana 834/2003:

http://www.fme.is/log-og-tilmaeli/reglugerdir-og-reglur/nr/871

Með 34. gr. þeirra er lánastofnunum veitt heimild til að bókfæra áfallnar verðbætur sem hagnað. Þann hagnað er svo hægt að innleysa í lok reikningsárs, enda búið að veita nýtt lán fyrir ógreiddum verðbótum með því að bæta þeim við höfuðstólinn, og þær teljast því "greiddar" jafnvel þó að bankinn hafi bara greitt þær sjálfum sér.

Sjá nánar: http://arxiv.org/abs/1302.4112

Þessi svikamylla gekk svo "vel" að hún var gerð útflutningsvara, með því að verðtryggja útlán bankakerfisins miðað við gengi erlendra gjaldmiðla sem kallað er gengistrygging. Það er í raun aðeins samskonar froðumyndun, en í stað þess að vera í íslenskum froðukrónum var froðan að þessu sinni látin líta út fyrir að vera í erlendum gjaldmiðlum.

Sjá reglur Seðlabankans um gjaldeyrisjöfnuð:

http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3311
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3811
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6115
http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8352
http://www.sedlabanki.is/library/Skráarsafn/Reglur/Reglur nr 1171 21 desember 2012.pdf

Þar má glögglega sjá í 2. gr. reglnanna hvernig "liðir í íslenskum krónum sem taka mið af gengi erlendra gjaldmiðla" (semsagt gengistryggðir liðir) hafa beinlínis verið endurskilgreindir sem "eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum". Rétt eins og með verðtrygginguna, er hinsvegar aðeins um útsmogna bókhaldsbrellu að ræða.

Hér má svo sjá hvernig stærstur hluti froðunnar hvarf þegar svikamyllan stöðvaðist:

Ætli erlendir kaupendur eða veðhafar þessara "eigna gömlu bankanna" hafi einhverntíma verið látnir vita af þessari endurskilgreiningu, og að þeir hafi keypt "erlenda gjaldmiðla" sem Seðlabanki Ísland hafi í raun leyft bönkunum að prenta? En slíkt er alvarlegur glæpur, að falsa gjaldmiðla erlendra ríkja, og gæti ógnað þjóðaröryggi Íslands ef upp kæmist, eins og það hefur reyndar þegar gert að talsverðu leyti.

Nú hefur gengistryggingarsvikamyllan sem betur fer verið dæmd ólögleg af íslenskum dómstólum. Það getur því varla verið nema tímaspursmál hvenær á sama veg fer fyrir verðtryggingarsvindlinu.

 


mbl.is Bann við verðtryggingu minnkar val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði forsætisráðherra um skuldaleiðréttinguna?

RÚV: Boðar upprisu millistéttarinnar

Fréttamaður: Sigmundur Davíð fullyrti í ræðu sinni að ríkisstjórnarflokkarnir myndu uppfylla öll þau fyrirheit sem gefin voru í skuldamálum.

SDG: "Við munum blanda þessum leiðum saman, en ekki til að draga úr hvorri leið heldur til að hámarka virkni þeirra beggja."

Fréttamaður: Þú sagðir einmitt þetta, að það yrði staðið við öll fyrirheit, hvað þýðir þetta að standa við öll fyrirheit?

SDG: "Ja það er náttúrulega útlistað í kosningastefnu flokkana og svo í stjórnarsáttmála og sérstaklega í þingsályktunartillögu sem var samþykkt á Alþingi, og gengur út á það að leiðrétta fyrir þessum sérstöku áhrifum af starfsemi bankanna sem leiddi til gríðarlegrar ófyriséðrar þenslu, verðbólgu, og hafði þar af leiðandi í för með sér áhrif sem menn hafa kallað forsendubrest. Nú, með þessu er verið að koma til móts við ákveðinn hóp sem hefur orðið útundan á undanförnum árum, hefur borið allan kostnaðinn en ekkert verið komið til móts við til þessa."

Fréttamaður: Sigmundur segir að þingið taki væntanlega við tillögunum, ræði þær, og vinni úr þeim frumvörp til að hrinda í framkvæmd.

SDG: "En aðalatriðið er að um leið og tillögurnar eru kynntar getur fólk í raun reiknað með verulegri vissu áhrifin, fyrir sig."

- Þar höfum við það.


mbl.is Skuldalækkun með skattabreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drómi ?

Var fyrsta hugmyndin sem kviknaði við lestur fréttarinnar...

http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/1901

http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/gagnsaeistilkynningar/nr/1979


mbl.is Handrukkarar bönkuðu hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði seðlabankastjóri um skuldaleiðréttinguna?

Hér að neðan má sjá svör seðlabankastjóra við spurningu Helga Hjörvar á opnum nefndarfundi í morgun um möguleg áhrif hugsanlegs skuldaleiðréttingarsjóðs. Ég hef leyft mér að undirsrtika markverðustu punktana sem þar komu fram....

Er Pizza67 ennþá til?

Já svo virðist vera, nánar tiltekið í Vestmannaeyjum. Loksins er fundin ástæða til að heimsækja nágrannaþjóðina! Þ.e. önnur en að leita hugsanlegra skýringa á Árna Johnsen. :)

Hér er mitt innlegg

Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar í fjárlaganefnd sendu forseta Alþingis bréf í dag með kröfu um að hann beiti sér fyrir að fjárlaganefnd fái aðgang að gögnum sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur hefur stuðst við í...

Umfjöllun um neytendalán á villigötum

Umræða um ný lög um neytendalán er því miður á villigötum og erfitt að gera sér í hugarlund hvaða hagsmunir ýmsir aðilar sem um þau fjalla virðast hafa af því að afvegaleiða umræðuna með þeim hætti sem þeir gera. Aðalatriðið er auðvitað að það er einkum...

"Fréttin" er skáldskapur

http://en.wikipedia.org/wiki/Mermaid#Animal_Planet_broadcasts "... in May 2013, Animal Planet aired another docu-fiction titled Mermaids: The New Evidence featuring "previously unreleased video evidence", including what a former Iceland GeoSurvey...

Neyðarlögin héldu fyrir Evrópudómstólnum

Evrópudómstólinn kvað í morgun upp dóm sinn í máli nr. C-85/12 er varðar vernd slitabúa fjármálafyrirtækja fyrir kröfuhöfum. Meðal þess sem reyndi á var hvort heimilt væri að ganga að eignum slitabúa í öðrum aðildarríkjum EES, hafi þau verið tekin í...

Stöðugasta mynt í heimi

Undanfarin þrjú ár hefur íslenska krónan verið ein stöðugasta mynt í heimi, samanborið við helstu viðskiptamyntir. Þetta er sagt vera gjaldeyrishöftum að þakka. Hvern hefði grunað það fyrirfram? Er ekki uppskriftin að "stöðugleika" þá fundin? Reyndar er...

Gjaldþrot af völdum verðtryggingar

Íbúðalánasjóður er gjaldþrota, það hefur loksins verið viðurkennt. Þessi staðar er uppi þrátt fyrir viðskiptamódel byggt alfarið og eingöngu á verðtryggingu, sem að mati sumra íslenskra hagfræðinga er ein besta uppfinningin síðan niðursneitt brauð varð...

Hæst bylur í götóttri tunnu

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar heldur því fram að orð forsætisráðherra verði sífellt illskiljanlegri. Nú veit ég ekki alveg hvað veldur, nema kannski ef ske kynni að það stafi af því að forsætisráðherrann nýbakaði talar ekki mikla evrópsku,...

Hækka stimpilgjald kaupsamninga

Samkvæmt framlögðu frumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að stimpilgjald á lánsskjölum leggist af. Það eru vissulega ánægjulegt tíðindi, reyndar eru þessi að skjöl að nokkru leyti undanþegin samkvæmt núgildandi lögum þegar um fasteignaverðbréf...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband