Mikið fár út af litlu

Samkvæmt lögum nr. 155/2010 um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki nemur skatthlutfall 0,041% af heildarskuldum fjármálafyrirtækja.

Heildarskuldir MP banka eru samkvæmt nýjasta árshlutauppgjöri tæpir 57,1 milljarðar króna, og hefði hann því að óbreyttu átt að greiða um 23,4 milljónir króna í skattinn á ári.

Samkvæmt lögum um tekjuaðgerðir vegna fjárlaga 2014 sem samþykkt voru á Alþingi þann 20. desember síðastliðinn var skatthlutfall þetta hækkað í 0,376%, auk þess sem sett voru skattleysismörk við 50 milljarða heildarskuldir.

Eftir breytinguna er skattstofn MP banka því tæpir 7,1 milljarðar, en samkvæmt hinu nýja skatthlutfalli ætti hann þá að greiða tæpar 26,7 milljónir króna á ári í skatt eða 3,3 milljónum meira en áður, sem er þó ekki nema brot úr prómill af heildarskattekjum ríkissjóðs.

Nú má vissulega deila um það hvort þessi skattlagning sé réttmæt, eða hvar eigi að draga mörkin og við hvaða prósentur skuli miða. Það breytir því hinsvegar ekki að MP banki er með þessari breytingu ekki að fá neina eftirgjöf sem neinu máli skiptir í hinu stærra samhengi hlutanna.

Engu að síður hefur ekkifréttastofa Stöðvar 2 farið hamförum að undanförnu við útbreiðslu þeirrar samsæriskenningar að skattleysismörkin nýju séu sérsniðin að óskum MP banka og hafi verið jólagjöf ríkisstjórnarinnar til þessa meinta óskabarns Framsóknarflokksins.

Þess má geta að Sigurður Hannesson er aðeins millistjórnandi hjá MP banka. Stjórnarformaður bankans, sem hefur miklu meiri hagsmuna að gæta, er hinsvegar Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Þar fauk Framsóknarsamsæriskenningin, og trúverðugleiki sumra með.

Þetta er ekki stormur í vatnsglasi, heldur í fingurbjörg.


mbl.is Fundað um bankaskatt á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Rangt reiknað hjá þér sýnist mér.

0,00376 x 7.100.000.000 = 26,6 milljónir

Ef engin væru skattleysismörkin ætti bankinn að greiða skv. nýju prósentunni um 214 milljónir.

Munurinn er 187 milljónir, eða 88% lækkun.

Skeggi Skaftason, 20.1.2014 kl. 10:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heyrðu það er rétt hjá þér. Ég hef í ógáti slegið inn einu núlli of mikið á reiknivélina þegar ég varpaði prósentunni yfir í tugabrot.

Þá eru þetta 26,7 milljónir sem MP banki greiðir eftir breytinguna.

Sem er 3,3 milljónum hærra en hann hefði borgað að óbreyttu.

Hvað eru menn eiginlega að væla?

Skeggi, þú getur ekki haldið því fram að um lækkun sé að ræða, þar sem það hefur aldrei staðið til eða legið fyrir neitt frumvarp um að fara í margfalt hærra skatthlutfall án þess að setja þessi skattleysismörk líka. Hefði það hinsvegar verið gert þá hefði það gengið af sparisjóðunum dauðum, síðustu leifunum sem eftir eru af eðlilegri fjármálastarfsemi hér á landi. MP banki yrði sennilega síðastur uppistandandi af þessum smærri aðilum, ásamt hinum þremur stóru viðskiptabönkum. Það er ekki veruleiki sem við myndum vilja lifa við.

Breytingin sem raunverulega varð á lögunum felur það í sér (miðað við leiðréttan útreikning) að MP banki þarf að greiða meira en samkvæmt því sem gilti fyrir breytinguna. Ímyndaðar sviðsmyndir breyta ekki þessum veruleika.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.1.2014 kl. 12:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meira um Lýsingu hér: http://www.scribd.com/collections/4357351/Lýsing

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða hér að um skiplagða glæpastarfsemi sé að ræða hjá þessu fyrirtæki, og skora jafnframt á það að lögsækja mig fyrir þessi ummæli ef það telur þau vera óréttmæt.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2014 kl. 19:08

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Loksins kom yfirlýsing frá MP banka vegna málsins:

http://www.mp.is/um-mp-banka/frettir/nr/1807

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2014 kl. 16:02

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tíhí. Kjarninn er búinn að vera að gubba upp á hnakka út af þessu.

http://kjarninn.is/af-hverju-ad-ljuga

"Talan virtist því sérsniðin til að lækka kostnað þess banka af þessum mjög svo sérstaka skatti. Nánar tiltekið mun hún lækka kostnaðinn um hátt í tvö hundruð milljónir króna."

Réttast væri að Þórður Snær ritstjóri og höfundur þessara orða svari sjálfur.

"Af hverju að ljúga?"

- MP banki borgar þremur milljónum hærri bankaskatt en fyrir breytinguna. Ekki lægri eins og Samfylkingin keppist við að reyna að ljúga að fólki.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2014 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband