Ekki Bitcoin heldur eftirlíking

Rafmyntir eru ekki allar eins. Reyndar er til umtalsverður fjöldi þeirra.

https://en.bitcoin.it/wiki/List_of_alternative_cryptocurrencies

Þær falla hinsvegar allar í skuggann af Bitcoin, af ýmsum ástæðum. Meðal þeirra ástæðna er að margar þeirra eru lélegar eftirlíkingar, sem hafa það sameiginlegt að vera búnar einhverjum ókostum sem Bitcoin hefur ekki. Slíkt er augljóslega algjörlega óþarfi, á meðan betri valkostur stendur til boða, það er að segja ekta Bitcoin. Ekki síst í ljósi þess að það er enginn ávinningur af því að nota eftirlíkingarnar, hvorki fjárhagslegur né annar.

Svo eru sumar þessara eftirlíkinga, beinlínis svikamyllur, hannaðar til þess að selja fólki helling af mynteiningum í myntkerfi sem reynist svo á sandi byggt. Það vandamál er reyndar alls ekki bundið við rafmyntir neitt sérstaklega. Svikamyllur hafa þróast í öllum helstu fjármála- og peningakerfum sem við lýði hafa verið á tíma vestrænnar siðmenningar. Sú stærsta eru auðvitað seðlabankarnir sjálfir en það er önnur saga.

Mikilvægt er að hafa í huga, að enn hefur ekki komið neitt fram um (ekta) Bitcoin sem bendir til annars en að það kerfi sé mjög traust. Með trausti er átt við að mynteiningar í kerfinu eru vel verndaðar fyrir þjófnaði eða misbeitingu, en það hefur ekkert með verðgildi þeirra að gera því það stjórnast einfaldlega af framboði og eftirspurn (eins og flotgengi krónunnar gerði einmitt á tímabili).

Með öðrum orðum:

Bitcoin virðist vera traust. En rétt er að varast eftirlíkingar.

Ath. Snögg leit að "auroracoin blockchain" skilar engum niðurstöðum sem segir þeim sem vilja vita allt sem þarf að segja. Og svo auðvitað að heimasíðan sé skráð í Panama og engin raunveruleg nöfn eða upplýsingar um aðstandendur komi fram þar. Hefur annars einhver gefið sér tíma til að lesa kóðann fyrir clientinn? Eða kompælað hann og borið tékksummuna saman við binary executable sem er í dreifingu? Enginn???

Merkilegustu fréttirnar eru hinsvegar þær sem vitnað er til í meðfylgjandi frétt með vísan til eldri fréttar um sama efni, þar sem segir:

Óheimilt er að eiga gjaldeyrisviðskipti með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin samkvæmt íslenskum lögum um gjaldeyrismál. Í skriflegu svari frá Seðlabanka Íslands til Morgunblaðsins kemur fram að í lögum um gjaldeyrismál sé kveðið á um almennar takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum milli landa. „Ekki verður séð að ákvæði laganna sem undanþiggja vöru- og þjónustuviðskipti frá áðurnefndum takmörkunum eigi við um viðskipti með Bitcoin eða að aðrar undanþágur frá takmörkunum laganna eigi við um slík viðskipti,“ segir í svari Seðlabankans.

Með öðrum orðum:

Seðlabankinn telur að Bitcoin falli undir lög um gjaldeyrismál.

Þar með er Bitcoin löglegur gjaldeyrir í viðskiptum á Íslandi.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenska Bitcoin notendur !

Nú er bara spurning hvernig seðló ætlar að framfylgja gjaldeyrishöftum gagnvart Bitcoin, þar sem allar einingar og færslur í kerfinu eru dulkóðaðar, nafnlausar, og órekjanlegar. Það væri kannski efni í næstu fyrirspurn mbl til bankans?


mbl.is Gefa Íslendingum nýja rafmynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Seðlabankinn vill nú varla samkeppni? Er ekki allt svo vel gert sem Seðló er látinn gera, að ekkert jafnast á við þá Darling-stýrðu prentverksmiðju?

Hvers vegna ekki bitamyntina? Hún getur ekki orðið verri en skrípa-pappírinn sem Seðlabankaflóran falsar og fúskar með, þvert á landamæri, eftir Darling-pöntunum? Það verður líklega enginn þvingaður til að undirrita neitt í lokuðum bakherbergum Bretaveldis, sem er með Bitamynt. Þvílíkt kærkomið frelsi væri það.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2014 kl. 00:14

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er einmitt ekki hægt að falsa Bitcoin.

Hinsvegar er hægt að gera eftirlíkingar af henni.

Slíkar eftirlíkingar er rétt að varast, því þær gætu verið falsanlegar.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2014 kl. 12:09

3 identicon

Frábært blogg hjá þér.

En svo ég og fólkið heima skilji þetta rétt. Að ef allir íslendingar fá Auroracoin myntina gefint borgar þá sig ekki fyrir okkur Íslendinga(sem fáum gefins innistæðu) að fara tala þennan gjaldmiðil upp á heimsvísu til að það verði hægt að nota hann sem víðast í framtíðinni og til hann hækki í verði fyrir okkur á sama tíma? Ég veit það gæti tekið tugi ára en þegar rafgjaldmiðlar verða daglegt brauð eftir 100 ár eða svo þá verðum við í betri málum en við erum núna stödd bara með krónuna(sem er feik hvort sem er þar sem hún er ekki bundin við gull eða annað, nema útflutningsverðmæti okkar íslendinga, en er hægt að tengja þau útflutningsverðmæti líka við hvaða mynt sem er, þ.e. ef auroracoin verður vinsælt þá gætum við þessvegna skipt yfir í hana-eða einhvern annan.) Ég man nú að stjórnmálaflokkurinn hægri grænir vildu taka aftur upp ríkisdollar og tengja hann við bandaríkjadollar, aðallega til að skilja jöklabréfseigindurnar eftir í krónunum og taka upp ríkisdollar og bjóða þeim síðan að flytja yfir krónueignir sínar á miklum afföllum Svipað og ríkið ætlar væntanlega að bjóða þeim núna á 75% afföllum.

En núna erum við hinsvegar að fara taka upp Auroracoin og ég held að íslendingar muni taka vel í þessa hugmynd því það er ákveðið frelsi. Ég man bara eftir því að einhver heimspekingur sagði einusinni að fólk sem býr í kaldari löndum berst frekar fyrir frelsi heldur en fólk í heitari löndum. Man bara ekki hver sagði það. En það skiptir ekki öllu líkt og sá sem gefur út þennan gjaldmiðil. Og varðandi Panama þá held ég að þetta sé eitthver hugsjón að vilja að skapari gjaldmiðilsins sé óþekktur.

Sigurður Baldursson (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 13:08

4 identicon

Datt líka í hug að ef þessi gjaldmiðill verður svo tekinn upp til skiptingar á síðum einsog coinbase þá gæti maður skipt honum fyrir viðurkenndari gjaldmiðla en krónuna einsog t.d. Evru og Dollar. Á Íslandi getur almúginn ekki einusinni skipt yfir í aðra mynnt án þess að hafa útprent af farseðli.

Sigurður Baldursson (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 14:29

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég mæli ekki með því að förum að tala upp myntir sem eru ógegnsæar myndlíkingar fyrir eitthvað sem ekki er vitað hvað er. Við höfum nú þegar mjög slæma reynslu af því að gera það við krónuna, og meðal þess sem sú reynsla leiddi í ljós er að slíkt háttalag þjónar ekki hagsmunum lands og þjóðar.

Bitcoin er hinsvegar alveg gegnsæ, það getur hver sem er lesið kóðann og sannfært sig um að hann sé traustur, allavega nógu traustur til þess að þrátt fyrir kóðarýni milljóna tortrygginna netnörda hefur enginn fundið galla á kóðanum ennþá. Engin önnur rafmynt hefur hlotið jafn mikla og vandaða kóðarýni eins og Bitcoin, sem nýtur afgerandi forskots í þeim efnum.

Á Íslandi getur fólk skipt krónum yfir í Bitcoin með einfaldri millifærslu til aðila sem starfrækir skiptimarkað fyrir rafmyntir.

Skiptimarkaðir þar sem hægt er að versla með Bitcoin fyrir hina ýmsu alþjóðlegu gjaldmiðla (EUR, USD, CHF, JPY o.fl) eru nú þegar fjölmargir, og eru einfaldlega vefsíður (ekki ósvipað og netbankinn/heimabankinn). Sú stærsta þeirra heitir MtGox og byrjaði sem skiptimarkaður fyrir safnkortaspil en þróaðist síðar út í rafmyntaviðskipti.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2014 kl. 16:58

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sú leiða þróun hefur orðið að stærsti skiptimarkaðurinn með Bitcoin, MtGox, hefur orðið fórnarlams einhverskonar netárásar og svo virðist sem miklum fjölda mynta hafi verið stolið þaðan. Það sem þetta sýnir fyrst og fremst er að það er afar mikilvægt fyrir öll fyrirtæki sem sýsla með fjárhagslega hagsmuni á netinu, að gæta vel að öryggismálum sínum. Nýleg dæmi fra íslenskum fyrirtækjum sýna að enginn er óhultur fyrir netárásum og því full ástæða til að passa upp á öryggið. Eini ljósi punkturinn í þessu atviki er að það leiddi ekki í ljós neina hnökra í öryggismálum rafmyntarinnar sjálfrar, þ.e. Bitcoin. Það sem gerðist var að peningum var stolið (þ.e. Bitcoin mynteiningum) og er þetta því eins og hvert annað bankarán. Aftur á móti var öryggismálum myntkerfisins sjálfs ekki hnikað og engin fölsun hefur átt sér stað heldur þjófnaður. Allar mynteiningar Bitcoin eru óbreyttar, að öðru leyti en því að þjófum tókst að komast yfir ákveðinn hluta þeirra. Það sem er mikilvægt að átta sig á er að eina ástæða þess að þjófar gátu stolið þessum mynteiningum er að þær voru geymdar hjá vefþjónustu sem eftir á að hyggja kemur svo í ljós að var ekki með öryggismálin í nógu góðu lagi og varð því fyrir árás og þjófnaði. Þeir sem geyma hinsvegar Bitcoin einingar í sínu eigin rafveski hafa ekki orðið fyrir neinum slíkum þjófnaði, og ekkert bendir til annars en að slík rafveski séu traust ef notendur þeirra gæta sjálfir vel að sínum eigin öryggismálum. Þannig er Bitcoin fyrirbærið sjálft fullkomlega traust þrátt fyrir að einn netbanki hafi orðið fyrir ráni. Svo tekið sé hliðstætt (ímyndað) dæmi þá er þetta svipað og ef framið yrði bankarán í útibúi Verslunarbankans í Breiðholti þá myndi það ekki þýða að krónurnar sem var stolið væru neitt "ótraustar" heldur einfaldlega að Verslunarbankinn væri annað hvort ótraustur eða mjög óheppinn (eða bæði).

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2014 kl. 04:08

7 identicon

Nú veit ég um mann sem ætlar sér að breyta þessu yfir í íslenskar krónur. Hvað segir þú um það? Hann er núna að bjóða fólki pening fyrir að nýta sínar aurora coins og ætlar að breyta þeirra coins yfir í krónur og græða þar með fullt af pening.

Hvað segir þú um þetta og finnst þér raunhæft að hann geti það?

Jónas Arnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 22:59

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jónar Arnarsson: Ég tel að um þetta gildi eins og aðra spákaupmennsku að þó einhverjir kunni að græða muni alltaf verða fleiri sem á endanum tapa.

Á móti myndi ég spyrja: Hvers virði eru "ókeypis" peningar eiginlega?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2014 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband