Icesave IV: Riftun Landsbankabréfanna

Til þess að bræða snjóhengjuna þarf að byrja á því að taka ólöglegu Lansbankabréfin og rífa þau í tætlur. Því næst að kveikja í tætlunum. Sturta svo öskunni niður úr klósettinu. Loks að senda út fréttatilkynningu um að lögmæti annara hluta í snjóhengjunni verði rannsakað líka og þá flýja hrægammar líkt og gerlar flýja sótthreinsiefni.

Sjá fyrri umfjöllun um sama mál:


mbl.is „Á ég að staðfesta að Víglundur og Vigdís séu snillingar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

já endilega stela meira frá "vondu útlendingunum" hrægömmunum.- Sem reyndar eru fjárfestar.   Það sem þið lýðskrumarar og hræsnarar skiljið ekki er að ef við komum svona fram við fjárfesta þá kemur engin erlend fjárfesting inn í landið í framtíðinni.  Sennilega ert þú of heimskur til að skilja afleiðingarnar.

Óskar, 28.1.2014 kl. 19:02

2 Smámynd: Már Elíson

Óskar, leggðu þig aftur...Þetta líður hjá. Líttu svo í spegil og skammastu þín.

Már Elíson, 28.1.2014 kl. 19:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Erlend fjárfesting = íslensk skuldsetning?

Nei takk.

Og talandi um þjófnað.. hver stal eiginlega hverju frá hverjum. Það voru einmitt "alþjóðlegir fjárfestar" sem rændu Ísland. Fæstir þeirra búa á Íslandi þó að sumir þeirra hafi kannski gert það einverhntíma fyrir löngu síðan. Sumir þeirra líka aldrei verið á Íslandi nema í heimsókn, þó að þeir hafi kannski jafnvel nöfn sem hljóma íslensk og tali tungumálið. Það er einkenni "alþjóðlegar fjárfesta" að þeira gera sig heimakomna hvar sem er, enda líta þeir á sig sem heimsborgara.

Óskar, að endurheimta ránsfeng er ekki rán í sjálfu sér heldur réttlæti.

Þessi einföldu sannindi eiga sumir erfitt með að skilja.

Ég er með spurningu fyrir þig. Einhver stelur bílnum þínum og felur hann í fjögur ár (fyrningartíma kröfuréttinda). Þú ert svo að labba niður Laugaveginn fimm árum seinna og sérð allt í einu bílinn þinn, og þann sem stal honum stíga út úr bílnum og labba inn á kaffihús. Fyrir tilviljun eru gömlu bíllyklarnir þínir enn þá á lyklakippunni sem þú ert með í vasanum. Spurningin er: læturðu "fyrningu kröfuréttinda" eða einhverjar aðrar ímyndaðar uppfinningar stoppa þig, eða sestu undir stýri og keyrir heim til þín á bílnum þínum?

Ef þú lætur sem ekkert sé og heldur áfram að labba, þá eru mjög sterkar líkur á því að þú sért hræddur við hrægamma og munir alltar leyfa þeim að traðka á þér svo lengi sem þú lifir. Hvernig tilfinning er það annars?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2014 kl. 00:48

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Önnur spurning fyrir þig Óskar:

Hvaða fyrirætlanir hafa "breski innstæðutryggingatryggingasjóðurinn" og "innstæðutryggingadeild hollenska seðlabankans"  um fjárfestingar á Íslandi í framtíðinni? (Þeir eru nefninlega stærstu kröfuhafar í Landsbankabréfin.)

Endilega deildu með okkur þeirri gríðarlegu visku sem þú hlýtur að búa yfir um hvernig þessir "fjárfestar" hafa séð fyrir sér framtíðaruppbyggingu blómlegra atvinnuvega og þjóðlífs á Íslandi í framtíðinni.

Við bíðum í ofvæni...

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2014 kl. 00:53

5 Smámynd: Óskar

já einmitt Guðmundur, rændu þesssir fjárfestar Ísland.  ?  Þu ert vitlausari en ég hélt.  Þeir KOMU með peninga inn í landið í gegnum bankana.  Útlendingar,(erlendir fjárfestar) t0puðu 8000 milljörðum á Íslenska hruninu, ég endurtek, 8000 milljörðum!.. og Icesave er ekki inni í því.  Ætlar þú að segja mér að Íslendingar hafi átt þessa peninga?  Nei Guðmundur, þeir voru fengnir að láni.  Ég veit ekki hvernig þú hugsar en allavega ef einhver lánar mér pening þá finnst mér sjálfgefið að borga hann til baka.  Ísland átti varla krónu af þessu fe sem streymdi inní landið á góðærisárunum, góðærið var falskt eins og margir vöruðu við.  Þjóðin baðaði sig í vellistingum en lifði í raun og veru á þýfi.

Óskar, 29.1.2014 kl. 03:27

6 Smámynd: Óskar

Reyndar virðast fleiri opna augun nú en áður varðandi afneitun Íslendinga á hvað raunverulega gerðist í hruninu.  Þú hefðir gott af því að lesa þetta.  http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/01/28/thad-voru-ekki-bretar-sem-toku-nidur-islenska-bankakerfid/

Óskar, 29.1.2014 kl. 03:49

7 identicon

Ætli einhver millilending sé ekki svarið þannig að báðir geti við unað.

GB (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 08:51

8 identicon

Það er algengt, sérstaklega hjá samfylkingar og vg fólki, að geta ekki skilið á milli þjóðarinnar annarsvegar og einstakra aðila hinsvegar. Skuldir bankanna eru skuldir þjóðarinnar. Þjóðin öll er í ábyrgð fyrir viðskiptabrölti Björgólfsfeðga, Jóns Ásgeirs og Ólafs Ólafsonar og annarra slíkra.

Toni (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 09:39

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta eru ekkert skuldir banka og það er barnalegt, í besta falli en versta falli óhugnalegt, að sjá hve búið er að innrækta hatur á einhverri samfylkingu af öfga-hægri elítuliðinu og framsóknarmönnum og þeirra própagandamaskínum.

Þar fyrir utan er ekkert verið að tala um ,,skuldir banka". Það er verið að tala um eignir viðkomandi aðila sem í þessu tilfelli eru mest erlendir. Ef um væri að ræða innlenda menn - þá myndu menn ekki tala svona. En bara af því um erlenda aðila er að ræða - þá virðast sumir íslendingar bókstaflega missa alveg stjórn á sér. Og það hlýtur að skýrast með einhverju útlendingahatri hreinlega og er þá afleiðing af isma sem má ekki nefna.

Nú nú. Þar fyrir utan eru svona mál, skuldir erlendra aðila, ekkert hægt að afmarka í tómarúmi. Vegna þess að það mun hafa áhrif á allar eða mestallar erlendar fjárfestingar og lánveitingar.

Fólk verður að taka sig á og kippa sjálfum sér soldið inní raunveruleikann.

Eitthvað svona mun stórauka vaxta og lántökukostað ALLRA á Íslandi.

Þjóðrembingar: Þið hafið unnið þessu landi nógu mikið tjón. Þjóðin situr uppi með huge skaðakostnað vegna ykkar nú þegar sem þið tróðuð á bak hennar. Gríðarlega þungar hlyfjar sem landið og líðurinn ber vegna ykkar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2014 kl. 09:49

10 identicon

Hver hefði trúað því hér fyrir örfáum árum að samfylking og Vg yrðu hér heitustu og háværustu talsmenn þess að ríkið tæki á sig að ábyrgjast viðskipti fjáfesta í einkaviðskiptum.

Að ríkið taki á sig að bæta fjárfestum sitt tap, með því að fara í vasa skattgreiðenda til þess að bæta þeim tapið af eigin viðskiptum sem ríkinu kemur ekkert við.

Að Samfylkingin yrði leiðandi í þeirri aðferðafræði frjálsra viðskipta að þegar það er gróði, þá kemur ríkinu það ekkert við og fjársetir á að njóta arðs af eigin fjárfestingum, en þegar það er tap að þá er það ríkinu að kenna og ríkið á að sjá til þess að fjárfestirinn græði bara samt.

Og þessi óskapnaður kallar sig vinstri flokk?

Sigurður (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 10:07

11 Smámynd: Benedikt Helgason

Rangt Ómar.

Þið voruð einfaldlega nappaðir við að reyna að nota ríkissjóð til þess að borga ykkur leið inn í ESB og núna þegar búið er að fletta ofan af ykkur þá er lausn ykkar að bendla þá sem stóðu ykkur að verki við þjóðernisöfgar og útlendingahatur. Það breytir hins vegar ekki staðreyndum málsins sem eru þær að velferðarflokkarnir stóðu að því að skipuleggja og útfæra ígildi efnahagslegrar árásar á landið á erfiðustu tímum þjóðarinnar.

Benedikt Helgason, 29.1.2014 kl. 11:53

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Þjóðrembingar: Þið hafið unnið þessu landi nógu mikið tjón. Þjóðin situr uppi með huge skaðakostnað vegna ykkar nú þegar sem þið tróðuð á bak hennar. Gríðarlega þungar klyfjar sem landið og lýðurinn ber vegna ykkar."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2014 kl. 12:25

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar.

Peningar sem bankarnir fengu að láni frá útlendingum, og töpuðu vissulega, eru peningar sem bankarnir skulda útlendingum.

Það eru ekki peningar sem ég eða þú skuldum, og svo annarlega ekki íslenska ríkið, og er nú samt nóg komið af ríkisvæðingu einkaskulda.

Það er gjörsamlega óskiljanlegur málflutningur ykkar, sem látið eins og skuldir einkafyrirtækja séu eitthvað sem ríkið eigi að taka að sér að borga.

Og talandi um afneitun, þá er í því sambandi vísað til Guðrúnar Johnsen. Ég hef ekki lesið bók hennar en sá Viðtalið þar sem Egill Helgason ræddi við hana. Þú segir að ég hefði gott af því að kynna mér það sem hún var að segja. Nú hef ég gert það og komst að þeirri niðurstöðu að þvert á móti hefði enginn gott af því að hlusta á það sem hún hafði um beitingu hryðjuverkalaga að segja. Þar fór hún beint í að tala um það þegar bresk stjórnvöld gripu inn í starfsemi einkareknu aflandsbankanna þar í landi, en hún skautaði algjörlega framhjá því að hryðjuverkalögunum var ekki aðeins beitt gegn bönkunum (einkaaðilum) heldur íslenska ríkinu og seðlabankanum (stofnanir almennings). Meðal þess sem var gert upptækt var bróðurparturinn af gullforða Íslendinga sem af óskiljanlæegum ástæðum er geymdur í London. Þetta er stríðsaðgerð,en í eina skipti í mannkynssögunni sem þjóð hefur verið rænd gullforða sínum án blóðsúthellingu. Þetta var það sem fór fyrir brjóstið á mér og fleirum, sem menn landráðasinnar dirfast eftir á að hyggja að kalla mann öfgasinna eða þjóðrembing fyrir að hafa misboðið og gripið til varna fyrir land og þjóð. Þetta snerist ekki um eninar einkaskuldir, enda börðumst við einmitt gegn ríkisvæðingu þeirra líka. Ég vísa á bug öllum tilraunum til þess að reyna að ljúga einhverju öðru upp á mig og aðra sem eru sama sinnis.

Það eru Evrópuinnlimunarsinnarnir sem eru hinir raunverulegu öfgamenn. Here's why. Rökin sem þeir notuðu fyrir inngögnu í ESB voru að vegna þess hvað Ísland væri frábært ("ESB gæti lært mikið af okkur") þá hlytum við að fá hreinlega bara afhent valdakeflin strax við inngöngu, á meðan aðrir bentu á að við yrðum heppin að fá 2-3 Evrópuþingmenn af 766. Sé betur að gáð er þessi stefna, að ætla nánast að innlima Evrópsambandið í Ísland, raunverulega mjög útþenslusinnuð þjóðernisyfirburðastefna. Þar sem hún hefur verið boðuð af yfirlýstum sósíalistum væru þeir réttnefndir þjóðernissósíalistar. Það fór ekki vel fyrir Evrópu, síðast þegar útþenslusinnaðir þjóðernissósílistar náðu þar yfirráðum um tíma. Þess vegna er hagsmunum ESB líklega best borgið utan Íslands.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2014 kl. 12:25

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar vill ekki að "klyfjar" leggist á landsmenn, sem er ágætt.

Þær klyfjar sem ekki hvíla á íslenskum heimilum, vegna þess að þau eru ekki að taka að sér greiðslu vaxta af skuldum Landsbankans, er að minnsta kosti ein milljón króna á hvert heimili í landinu.

Steingrímur J Sigfússon tók það hinsvegar að sér að leggja þessar klyfjar á herðar Landsbankans í staðinn, og þar með viðskiptavina hans. ÞEssu þarf að rifta, enda ólöglegur gjörningur samkvæmt fyrirliggjandi dómi.

Við hljótum að vilja virða dóma sem kveðnir hafa verið upp af þar til bærum dómstólum sem starfa á grundvelli alþjóðlegra þjóðréttarsamninga sem Ísland hefur undirgengist. Ekki satt?

Talandi um dómfordæmi frá Evrópu, hvenær ætlið þið Evrópelskendur að átta ykkur á því að það er einmitt samkvæmt dómafordæmum þaðan sem verðtryggðu lánin eru líka ólögleg. Samt haldið þið dauðahaldi í þann afdalahugsunarhátt að Ísland sé eitthvað sértilfelli sem þurfi ekki að virða þær reglur sem á þessum vettvangi gilda. Það er sönn einangrunarhyggja!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2014 kl. 18:52

15 identicon

Óskar á hér heimsmet í rökhyggju.

Óskar:

(OK....lið fyrir lið......)

1 Útlendingar,(erlendir fjárfestar) t0puðu 8000 milljörðum á Íslenska hruninu, ég endurtek, 8000 milljörðum!.. og Icesave er ekki inni í því.

Aldrei hef ég séð svona tölu um okkar dæmi og vildi gjarnan sjá heimild fyrir þessu, því að þetta er skverleg summa á hvert mannsbarn hérna á klakanum

2   Ætlar þú að segja mér að Íslendingar hafi átt þessa peninga?  Nei Guðmundur, þeir voru fengnir að láni.  Ég veit ekki hvernig þú hugsar en allavega ef einhver lánar mér pening þá finnst mér sjálfgefið að borga hann til baka

OK....hver fékk aurinn? Skýring þín:

3 "Nei Guðmundur, þeir voru fengnir að láni.  Ég veit ekki hvernig þú hugsar en allavega ef einhver lánar mér pening þá finnst mér sjálfgefið að borga hann til baka.  Ísland átti varla krónu af þessu fe sem streymdi inní landið á góðærisárunum, góðærið var falskt eins og margir vöruðu við.  Þjóðin baðaði sig í vellistingum en lifði í raun og veru á þýfi."

Þú hlýtur að hatast annað hvort við þjóðina eða þig sjálfan, því að 8.000 MILLJARÐAR eru langt í það að vera 30 MILLJÓNIR á hvert einasta lifandi mannsbarn á landinu.
Það hefur kannski eitthvað eitthvað af þessum peningum skafið inná þig, en ekki á mig. Ekki flesta, þótt sumir hafi farið offari í sukki með fjárfestingar.
Allavega, - þetta voru áhættu-fjárfestingar hjá einkafyrirtækjum og ENGIN þjóðarábyrgð að baki.
Seldar með skrumi með m.a. verðtrygginguna sem auglýsingu, svo og hávexti þar oná, veltan fer inn í kerfi sem tekst svo að láta aurinn hverfa með fléttum sem eru afar flóknar, - "átgrísir og hýenur" sleppa af krók á meðan svona snillingar eins og þú vilja klína þessu á Íslenskan almenning!
Ég held alltaf að þegar maður spilar í spilavíti í Vegas, þá geri maðurþað á eigin ábyrgð, og lögsæki ekki borgina eða almenning ef maður tapar, - enda spilavítið í einkaeigu og ekki með ríkisábyrgð.
Þvílíkur sauðsháttur að fatta þetta ekki.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 20:54

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er meginmálið.

Skuldir bankanna voru skuldir einkaaðila, alþjóðlegra fjárfesta.

Þó að fyrirtæki þeirra hafi haft móðurstöðvar á Íslandi þá gerir það ekki íslensku þjóðina ábyrga. Þeir sem eru ábyrgir eru alþjóðlegu fjárfestarnir sem fengu þessa peninga að láni og sólunduðu þeim í áhættufjárfestingar, að miklu leyti í fjarlægum löndum.

Það þarf að gæta þess að greina vel á milli einkaskulda og ríkisskulda.

Annars er voðinn vís.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.2.2014 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband