... en fleiri heimili í óskilum
19.9.2013 | 18:34
meðfylgjandi frétt mætti að grunlausu ef til vill skilja þannig að:
Heimilum sem eru í vanskilum við Íbúðalánasjóð hefur fækkað um 10% það sem af er ári eða um 420 heimili.
Við fyrstu sýn mætti jafnvel halda sem svo að þetta væri merki um "bætt ástand"?
Sé hinsvegar nánar að gáð kemur í ljós að svo er alls ekki:
Viðskiptablaðið - 500 fasteignir til sölu
Íbúðalánasjóður leysti til sín 436 íbúðir til fullnustukrafna á fyrri hluta árs 2013 og seldi 114 íbúðir.
Þannig kemur í raun ekkert á óvart að fjölskyldum í vanskilum hafi fækkað um 420 þar sem þær hafa misst heimili sín á nauðungarsölu og eru þær fjölskyldur því heimilislausar og búnar að láta heimilið af hendi upp í skuldirnar sem voru í vanskilum. Það sem er í raun afthyglisverðast við tölfræðina er að þrátt fyrir þetta hafa a.m.k. 16 heimili til viðbótar bæst við á vanskilalista, umfram þær fjölskyldur sem hafa misst heimili sín á nauðungarsölum.
Fyrirsögnin á fréttinni sem er þessi: "Færri heimili í vanskilum"
Væri því réttari ef þar stæði frekar: "Fleiri heimili í óskilum"
![]() |
Færri heimili í vanskilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 20.9.2013 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Neytendur krefjist endurgreiðslu
19.9.2013 | 13:09
Neytendur sem telja á sér brotið með framkvæmd lánssamninga eru hvattir til þess að senda lánveitendum kröfubréf þar sem farið er fram á endurgreiðslu lögum samkvæmt, ásamt dráttarvöxtum frá dagsetningu bréfsins:
Endurkröfubréf vegna neytendalána - Hagsmunasamtök heimilanna
![]() |
Tekjuháir myndu fá mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikill missir fyrir Ísland
17.9.2013 | 01:42
Húgó Þórissson sálfræðingur er látinn.
Tilgangur þessarar færslu er ekki sá að rekja allt það góða sem Húgó hefur gert íslensku samfélagi til hagsbóta, heldur að votta honum þá virðingu sem hann á skilið að fá.
Þeirrar virðingar á hann fyllilega skilið að njóta, ef einhver hefur átt eitthvað gott skilið.
Hvíl í friði, Húgó Þórissson. Þú lagðir mikið af mörkum til að vekja fólk til umhugsunar um hvernig mætti gera íslenskt samfélag betra en það er. Þín verður saknað.
![]() |
Andlát: Hugo Þórisson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hofsvallagötumálið breiðist til útlanda!
6.9.2013 | 17:36
Reykvíkingum er líklega í fersku minni umræða um skræpóttar merkingar og skringilegan frágang hjólreiðastíga við Hofsvallagötu og nánasta umhverfis þeirra.
Málið tók svo algjörlega óvænta stefnu þegar framtakssamir borgarstarfsmenn hófu að háþrýstiþvo veggjakrotið af Hofsvallagötunni, en fengu við því blendnar viðtökur. Á meðan sumir fögnuðu ákaft brugðust yfirvöld í borginni við með því að stöðva hreinsunarátakið.
Skýringar á þessu öllu hafa svo sem verið gefnar, og hljóma þær misjafnlega skynsamlega, sem ýmsir gárungar hafa gengið á lagið og gantast með. Ein tillagan var til dæmis sú að beitt yrði sömu aðferðafræði við Reykjavíkurflugvöll.
Þetta súrrealíska mál vatt svo enn upp á sig því nú hefur frést af því að húmoristar erlendis hafi orðið fyrir innblæstri af húmoristunum í Reykjavík. Framtakssamur íbúi eða íbúar í Osló virðast hafa tekið sig til og málað einfaldlega hjólreiðastíg á eina götuna.
Væntanlega er hinn framtakssami hjólreiðamaður íbúi við götuna eða sem á þar oft leið um og vill geta hjólað greiðlega framhjá, aðskilinn frá umferð gangandi og akandi vegfarenda. Eftir að upp komst um málið hafa borgaryfirvöld í Osló hinsvegar ákveðið að senda skuli háþrýstisprautur á vettvang og afmá "götulistaverkið", jafnvel þó það hafi verið nógu vel úr garði gert til standast í það minnsta umferðarlög. Ástæðan: rannsókn málsins leiddi í ljós að hjólastíg var hvergi að finna í opinberlega samþykktu borgarskipulagi viðkomandi götu og braut verkið þar af leiðandi í bága við skipulagslög.
Borgaryfirvöld í Osló virðast sem sé hafa talsvert minni þolinmæði fyrir skipulagsslysum heldur en húmoristarnir sem eru við völd í Reykjavík.
Góða helgi.
![]() |
Tóku málin í sínar eigin hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Athyglisverð notkun á myndmáli
5.9.2013 | 09:15
Í fréttum af fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og annarra norrænna leiðtoga með Barack Hussein Obama forseta Bandaríkjanna er að finna nokkuð merkilegt val á myndaefni frá viðburðinum.
Fyrsta myndin er sú sem birtist á vef forsætisráðuneytisins, og var líka notuð vef Viðskiptablaðins, en af skráarnafninu að dæma virðist hún vera upprunin frá Sagerska sem er opinber bústaður sænska forsætisráðherrans:
Hér virðist Sigmundur Davíð vera langstærstur þeirra allra og nánast risi í samanburði við forseta Bandaríkjanna, "leiðtoga hins frjálsa heims". Ástæðuna fyrir þessu má líklega rekja til linsunnar eða sjónarhornins eða beggja, en óneitanlega kemur Sigmundur vel út á myndinni. Hin danska Helle Torning-Schmidt stendur líka vel út í rauðu, en "Lady in Red" er klassísk erkitýpa í myndmáli sem hér birtist á hófstilltan og virðulegan hátt með svörtu millisíðu pilsi sem tónar á móti rauða litnum.
Hér er svo myndin sem RÚV notaði:
Skyndilega er Sigmundur ekkert stærri en Obama, og er meira að segja að horfa eitthvað annað þegar myndin er tekin. Obama stendur þarna framar en hinir, og virkar þess vegna stærri en ef hann stæði í röðinni, og fremri auðvitað. Þetta er hinsvegar ekki alveg augljóst vegna þess að klippt hefur verið neðan af myndinni þannig að fæturnir sjást ekki, sem er klassísk aðferð til að dylja hæðarmismun við myndatökur. Það er líka eins og vanti flass eða betri lýsingu sem veldur því að myndin er nokkuð dumbungslegri heldur en hin fyrri og þar af leiðandi heilt yfir ekki eins glæsileg fyrir þá sem eru á myndinni.
Ef ég hefði ætlað að velja verstu mögulega myndina fyrir ímynd forsætisráðherra Íslands, hefði ég valið þessa framyfir hina fyrri.
Loks er það svo myndin sem mbl.is notaði:
Þessi mynd er beggja blands. Til dæmis eru lýsingin og myndgæðin almennt fín. Sigmundur er brosandi og kemur ágætlega út en er samt að horfa eitthvað út í buskann. Bandaríkjaforseti er hérna standandi framar en hinir og virkar þar af leiðandi stærri en hann er í raun og veru. Hann stendur álíka nálægt myndavélinni og Sigmundur eða jafnvel ögn framar, en þeir virka álíka stórir, sem er líklega nálægt því að vera í samræmi við raunverulega hæð þeirra. Þessi mynd er alls ekki slæm fyrir ímynd Sigmundar, en myndin á vef ráðuneytis hans er samt sú besta frá þeim sjónarhóli. Aðstoðarmaður hans eða almannatengslafulltrúi hefur þar með skilað sínu starfi nokkuð vel í þetta sinn.
Leggi svo hver sinn skilning í þetta myndmál.
![]() |
Ræddu um Sýrland við Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 04:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alvarleg öryggishola fundin í stjórnarráðinu
3.9.2013 | 16:46
Bréf til hagræðingarhóps
1.9.2013 | 08:45
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Útilokaðir vegna skoðanna sinna?
17.8.2013 | 14:40
Neita að bera kostnað vegna lífeyrissjóða
8.8.2013 | 13:07
Misskilin fyrning endurkröfuréttar
2.8.2013 | 17:41
Viðskipti og fjármál | Breytt 12.8.2013 kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mannanöfn og starfsheiti
31.7.2013 | 17:45
Kúba norðursins snýr aftur
26.7.2013 | 14:55
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Lúxembourg með leyniþjónustu?
11.7.2013 | 16:37
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Holl áminning fyrir Sjálfstæðismenn (og aðra)
11.7.2013 | 01:33
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tær snilld
10.7.2013 | 03:36