Forsendur ríkisábyrgðar ÍLS brostnar?
2.7.2013 | 17:58
Meðal þess sem kemur frá í nýútkominni skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs, er eftirfarandi:
Þrátt fyrir eindreginn vilja Ríkisábyrgðasjóðs til að upplýsa viðeigandi aðila um áhyggjur sínar virðast umsagnir og áhyggjur hans almennt hafa fengið lítið vægi. Að auki má nefna að Ríkisábyrgðasjóður hafði afar veik stjórntæki til að framfylgja hlutverki sínu og takmarkaðan pólitískan stuðning til að beita þeim stjórntækjum sem þó voru tiltæk.
Til að fylgjast með stöðu ÍLS óskaði Ríkisábyrgðasjóður reglulega eftir upplýsingum frá Íbúðalánasjóði sem var tregur til að láta þær af hendi og svaraði gjarnan seint enda þótt Ríkisábyrgðasjóður hefði lagalega heimild til að afla þeirra gagna sem hann taldi mikilvæg til að sinna eftirliti sínu,
Þessar upplýsingar hafa tvær mikilvægar afleiðingar í för með sér:
1. Viðurkennt er að lög um ríkisábyrgð gilda um Íbúðalánasjóð.
Þau hljóta þá jafnframt að gilda með sama hætti um aðrar lánastofnanir eftir atvikum.
Sjá nánar: Ríkisábyrgðarleiðin út úr kreppunni - bofs.blog.is
2. Íbúðalánasjóður virðist ekki hafa staðið við skilyrði laga um ríkisábyrgð.
Þar með hlýtur sú ríkisábyrgð að vera haldlaus, fyrst forsendur hennar eru brostnar.
Sjá nánar: Eignarnámsleiðin kostar ekkert ! - bofs.blog.is
Til samans draga þessi tvö atriði verulega úr óvissuþáttum varðandi hugsanlegar lausnir á skuldvanda heimilanna (og þjóðarbúsins) auk þess að stuðla einnig að mun auðveldari úrlausnum þeirra viðfangsefna.
Góðar stundir.
![]() |
Ekkert hlustað á Ríkisábyrgðasjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eitthvað um verðtrygginguna?
2.7.2013 | 12:33
Rannsóknarskýrsla um starfsemi Íbúðalánasjóðs kemur út í dag.
Það verður forvitnilegt að sjá hvað verður í skýrslunni, og jafnframt hvað ekki.
Þar á meðal hvort í henni sé að finna eitthvað um afleiðingar þess að byggja rekstrarmódel svo stórs lánveitanda alfarið á verðtryggðum útlánum, hver áhrif verðtryggingarinnar hafa verið á eiginfjárgrunn Íbúðalánasjóðs eftir að verðbólgan hækkaði lánin langt umfram undirliggjandi veðtryggingar, og hvort þar megi finna skýringar á eiginfjárvanda sjóðsins vegna þess hvernig eigið fé reiknast samkvæmt hinum svokölluðu Basel reglum.
Ef það verður ekkert um þetta í skýrslunni, er það eitthvað sem þyrfti að skoða sérstaklega, og upplýsa með sjálfstæðri rannsókn.
![]() |
Íbúðalánasjóðsskýrslan birt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En verðmerkingar á neytendalánum?
30.6.2013 | 00:31
Skýrt er frá því að Neytendastofa sendi frá sér skilaboð til kaupmanna þar sem brýnt er fyrir þeim að hafa verðmerkingar í lagi. Samkvæmt íslenskum lögum fer Neytendastofa með eftirlit með verðmerkingum, og er það vel að stofnunin skuli sinna þeim verkefnum af myndarskap.
Samkvæmt lögum um neytendalán fer Neytendastofa líka með eftirlit með ákvæðum þeirra, þar á meðal að upplýsingar um lánskostnað séu birtar og komi skýrt fram í lánssamningum. Þess væri óskandi að stofnunin stæði sig jafn vel í eftirliti með verðmerkingum í bönkum, og í matvöruverslunum. Reyndar er rétt að gæta sannmælis því Neytendastofa hefur í allnokkur skipti kveðið upp úrskurði vegna neytendalána sem hafa verið neytendum til hagsbóta.
Betur má þó ef duga skal, því víða er pottur brotinn í lánssamningum hér á landi og er reyndar leitun að samningi sem stenst ákvæði laganna. Hafi einhver slíkan samning undir höndum væri reyndar mjög gagnlegt ef viðkomandi myndi setja sig í samband við Hagsmunasamtök heimilanna því þar hefur lengi staðið yfir árangurlaus leit.
Samkvæmt opinberlega framkomnum upplýsingum hefur allnokkrum kærum verið beint til Neytendastofu að undanförnu vegna þess að ekki koma fram skýrar upplýsingar um lánskostnað á samningnum. Undirritaður veit jafnframt um eitt eða fleiri slíkt mál sem lúta að verðtryggðum húsnæðislánum, þar sem þess er krafist að bannað verði að innheimta lánskostnað umfram þann sem kemur fram í samningi, sem á í þeim tilvikum við um verðbætur og hugsanlega einnig vexti.
Því miður hefur mikið skort á það hingað til að Neytendastofa hafi sinnt nægilega eftirliti með verðmerkingum á neytendalánum, og er ekki vitað til þess að nokkurntíma hafi verið farið í heimsóknir á vegum stofnunarinnar í bankana til að kanna með hvaða hætti þeir setja fram upplýsingar um lánskostnað í samningum um neytendalán eða hvort þeir geri það yfir höfuð! Slíkt eftirlit á þeim markaði hefur undanfarin fjögur ár verið að langmestu leyti á könnu sjálfboðaliða, og samtaka neytenda sem hafa lent í þeirri stöðu að fá yfir sig flóðbylgju óuppgefins lánskostnaðar.
Verðmerkingar á neytendalánum lúta í grundvallaratriðum nákvæmlega sömu lögmálum og verðmerkingar í verslunum: það er hilluverðið sem gildir, eða það sem stendur á verðmiðanum eftir því sem við á. Hliðstæða þess í neytendalánum eru þær upplýsingar um lánskostnað sem koma fram á samningnum sem gerður er um lánið og undirritaður af lánveitandanum og neytanda, eða þá í formi veðskuldabréfs.
Afleiðing þess að lánskostnaður komi ekki fram í samningi um neytendalán eru líka þær nákvæmlega sömu og þegar um er að ræða rangar eða ófullnægjandi verðmerkingar á neytendavörum í verslunum. Það er með öllu óheimilt að krefjast hærra verðs heldur en þess sem stendur á verðmerkingunni, og þegar um er að ræða neytendalán er þar af leiðandi óheimilt að innheimta lánskostnað umfram þann sem gefinn er upp í lánssamningi. Þannig er til að mynda óheimilt að innheimta verðbætur, ef kostnaður vegna þeirra kemur ekki fram í samningi, og það getur einnig átt við um vexti ef þeir eru hærri en sem nemur árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
Hafi einhver verið í vafa um það hver sé einfaldasta leiðin til þess að laga skuldavanda heimilanna, þá er til afskaplega einfalt svar við því: Framfylgja lögum um neytendalán og skikka lánveitendur til að láta umsvifalaust af frekari innheimtu lánskostnaðar sem ekki kemur fram í samningi, auk þess að gera kröfu um að þeir endurgreiði þann óréttmæta kostnað sem nú þegar hefur verið innheimtur. Reyndar er nú þegar til dómafordæmi frá Hæstarétti um ógildingu slík kostnaðar í neytendaláni, og er það talið geta átt við um nokkur þúsund samninga.
Þessari vegferð er langt frá því að vera lokið þar sem enn á eftir að fá margvísleg og mun stærri álitaefni útkljáð, eins og til dæmis um verðtrygginguna sjálfa í algengustu flokkum húsnæðislána, þar sem hæstu fjárhæðirnar eru í spilinu. Hingað til hafa úrskurðir og dómar um neytendalán einkum snúið að lægri og skemmri lánum á borð við bílalán, en bráðum hlýtur að fara að koma að verðtryggðu húsnæðislánunum líka, og eru þegar allnokkur mál af því tagi komin eða á leiðinni fyrir héraðsdómstóla landsins.
Best væri ef skýr dómur fengist um verðtryggðu lánin, til þess að færa þau til samræmis við gengistryggðu lánin sem þegar hafa verið dæmd ólögleg og mörg þeirra leiðrétt umtalsvert nú þegar. Þeim sem vilja styðja við rekstur prófmála um slík álitaefni fyrir hönd neytenda er góðfúslega bent á að Hagsmunasamtök heimilanna taka á móti frjálsum framlögum í málskostnaðarsjóð.
![]() |
Könnuðu verðmerkingar í verslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert að marka OECD
28.6.2013 | 16:44
Nýlega kom út skýrsla frá efnahags og framfarastofnuninni OECD þar sem fullyrt var að verulega hefði dregið úr misskiptingu á Íslandi eftir hrun.
En 10% fjölskyldna eiga 41% af skuldunum. Stofnuninni hefur greinilega mistekist að fara yfir skuldahliðina á efnahagsreikningnum og aðeins horft á eignirnar.
Á sama tíma setti þessi sama stofnun fram þá afstöðu sína að óráðlegt væri að ráðast í almenna leiðréttingu á skuldum, á þeirri forsendu að þá myndu sumir sem þrátt fyrir allt gætu borgað fá afslátt af skuldum sínum.
Stofnunin vill frekar að allir sem geta borgað, geri það. Þetta er svosem ekkert sjónarmið sem er alveg út úr kú, en gallinn er bara að OECD virðist haf algjörlega mistekist að taka eftifarandi staðreyndir með í reikninginn:
Það er ekki um að ræða neinar eðlilegar skuldir hérna, heldur uppskrúfaðar og stökkbreyttar skuldir af völdum einnar viðamestu skipulögðu glæpastarfsemi í heimi, sem auk þess byggist að stóru leyti á neytendalánum sem eru líklega ólögleg. Er eðlilegt að borga það bara vegna þess að maður getur það?
Þeir sem "geta borgað" eru svo mikill minnihlutahópur, að það er eiginlega bara ljótur og illkvittinn brandari að sama stofnun sé svo að tala um að dregið hafi úr misskiptingu!
Svo er það empirísk reynsla: Á Íslandi er búið að reyna að beita sértækum "úrræðum" (frekar en almennum) við skuldavanda heimila í hartnær fjögur ár, án teljandi sjáanlegs árangurs. Það er meðal annars á þeirri forsendu sem núverandi ríkisstjórn var kosin til valda, til þess að gera eitthvað annað en þetta í þeirri von að það muni virka.
OECD vill líka að Seðlabanki Íslands hækki vexti til að slá á verðbólgu. Síðustu tilraun af því tagi sem fram fór í verðtryggðu hagkerfi, lauk með hörmungum haustið 2008. Ekki er vitað í hvaða kanínuholu starfsmenn OECD voru þegar þeir atburðir áttu sér stað, voru þau kannski í sumarfríi?
Þversagnirnar ríða ekki við einteyming hjá OECD, en það er svosem ekkert nýtt enda er þetta ein af þeim stofnunum sem vildu að við borguðum Icesave og ábyrgðumst bankana, og er sennilega tilbeðin fyrir vikið í "kúbu-norðursins" hræðsluáróðurs költinu.
![]() |
10% fjölskyldna eiga 41% af skuldunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ekki bara í bankanum heldur nánast allsstaðar
27.6.2013 | 22:24
Meðfylgjandi frétt segir af föður sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera að fullkominni ósekju sviptur prókúru (fjárræði) yfir bankareikningi dóttur sinnar, þrátt fyrir að hafa með henni fulla forsjá til jafns við móður.
Þetta er auðvitað hróplegt óréttlæti, en því miður er þetta langt frá því að vera einsdæmi. Til að mynda neitar frístundasvið Reykjavíkurborgar einstæðum forsjárforeldrum að ráðstafa frístundastyrk barna sinna ef þau eiga lögheimili annarsstaðar, og gildir einu þó því verði ekki ráðstafað í neitt annað en frístundastarf fyrir börnin.
Þessu er á sama veg farið, að forsjárforeldrum er mismunað eftir lögheimili barna þeirra, í mörgum öðrum atriðum. Má þar nefna rétt til barnabóta, sérstakra vaxtabóta, systkina- og fjölsylduafslátta ýmisskonar og svo mætti lengi telja.
Þetta er um leið gróft brot á stjórnarskrárkveðnu banni við mismunum á grundvelli kynferðis, þar sem þolendur óréttlætisins eru í þessu tilviki karlmenn í miklum meirihluta tilfella. Slíkt á ekki að líðast á Íslandi árið 2013, allavega ekki ef eitthvað er að marka sífelldar kröfur um aukið jafnrétti.
Sem betur fer hefur nýr félagsmálaráðherra Eygló Harðardóttir lýst yfir eindregnum vilja til að taka á málinu af skynsemi og laga það sem laga þarf. Þess verður vonandi ekki langt að bíða að efndir verði á þeim loforðum.
Góðar stundir.
![]() |
Mismunað í Landsbankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjá umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna
27.6.2013 | 21:26
Ég ákæri - hámark hræsninnar
22.6.2013 | 16:59
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
En ekki hvað?
20.6.2013 | 15:46
Gleðilegan þjóðhátíðardag
17.6.2013 | 12:29
Vara við auknu eftirliti á netinu
16.6.2013 | 00:22
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1. apríl hjá Bankasýslunni?
13.6.2013 | 16:00
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eruþiðaðmeinaðetta?
13.6.2013 | 15:27
Varð eitt eftir á Laugarvatni?
11.6.2013 | 14:51
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bara ef þau myndu nú...
3.6.2013 | 20:27
Merki um bjarta framtíð
3.6.2013 | 15:25
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)