Ekki bara í bankanum heldur nánast allsstaðar

Meðfylgjandi frétt segir af föður sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera að fullkominni ósekju sviptur prókúru (fjárræði) yfir bankareikningi dóttur sinnar, þrátt fyrir að hafa með henni fulla forsjá til jafns við móður.

Þetta er auðvitað hróplegt óréttlæti, en því miður er þetta langt frá því að vera einsdæmi. Til að mynda neitar frístundasvið Reykjavíkurborgar einstæðum forsjárforeldrum að ráðstafa frístundastyrk barna sinna ef þau eiga lögheimili annarsstaðar, og gildir einu þó því verði ekki ráðstafað í neitt annað en frístundastarf fyrir börnin.

Þessu er á sama veg farið, að forsjárforeldrum er mismunað eftir lögheimili barna þeirra, í mörgum öðrum atriðum. Má þar nefna rétt til barnabóta, sérstakra vaxtabóta, systkina- og fjölsylduafslátta ýmisskonar og svo mætti lengi telja.

Þetta er um leið gróft brot á stjórnarskrárkveðnu banni við mismunum á grundvelli kynferðis, þar sem þolendur óréttlætisins eru í þessu tilviki karlmenn í miklum meirihluta tilfella. Slíkt á ekki að líðast á Íslandi árið 2013, allavega ekki ef eitthvað er að marka sífelldar kröfur um aukið jafnrétti.

Sem betur fer hefur nýr félagsmálaráðherra Eygló Harðardóttir lýst yfir eindregnum vilja til að taka á málinu af skynsemi og laga það sem laga þarf. Þess verður vonandi ekki langt að bíða að efndir verði á þeim loforðum.

Góðar stundir.


mbl.is Mismunað í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ALveg Hárrétt !

Hinir einstæðu ( sem oftast eru karlmenn eru ekki til nema í samningum hjá sýslumanni.

Ríkið ætti að skammast sín, hvernig málum er komið, en mæðurnar mega mest skammast sín !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 22:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nema Eygló...

Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2013 kl. 03:13

3 identicon

Ekki er ég nú mesti aðdáandi íslenskra bankastofnana og vinnubragða þeirra en ég verð nú samt að vera ósammála þér í þetta skiptið Mummi :-)

 

Ég held að þetta sé eðlileg varúðarregla hjá bankanum og ef hún á jafnt við um karla og konur þá er ekki bankanum um að kenna þó að meirihluti þeirra sem í þessari stöðu er, séu karlmenn.

 

Hitt er svo annað mál hvort ósanngirni felist í þessu, og ég get vel tekið undir það en það þarf fyrst og fremst að tryggja að réttur og eignir barnanna séu ekki óviðkomandi til ráðstöfunar. 

Arnar (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 11:24

4 identicon

Af fréttinni að dæma voru bæði móðir og faðir prófkúruhafar þegar stofnað var til viðskiptanna þannig að bankinn virðist hafa afskráð föðurinn án þess að vera beðinn um að breyta því.

Hvers vegna í ósköpunum ætti hann að breyta samningi einhliða, óumbeðinn?

Arnfinnur (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 11:41

5 identicon

Hann missti ekki fjárræði yfit dóttur sinni, prókúra og fjárræði eru ekki sami hluturinn.....

Þetta er mjög fín og góða varúðarregla hjá bankanum..... en hvernig sameiginlegu forræði er háttað er eitthvað sem ríkið stjórnar og það er vissulega vel komin tími á það að skerpa á lögum um það og aðlaga verklagsreglur og annað eins hjá ríkinu til að það virki í þessu samfélagi að hafa sameiginlegt forræði....

Ása (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 12:14

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er mjög fín og góða varúðarregla hjá bankanum

Öhhh... Nei! Þessi "varrúðarregla" sem þú kallar svo er brot á stjórnarskrárvörðu banni gegn mismunun á grundvelli kynferðis.

Vinsamlegast ekki gengisfella mannréttindabrot og ójafnrétti, með því að kalla þau "fína varrúðarreglu". Slíkt er ekki í boði árið 2013 á Íslandi.

Svo hefur þetta ekkert með "sameiginlegt forræði" að gera, hvað svo sem sá lögfræðilegi óskapnaður þýðir eiginlega.

Pabbinn í fréttinni hafði fulla og óskerta forsjá með barni sínu.

Samt voru mannréttindi hans brotin, vegna skráningar á barninu í einhverja heimilsfangaskrá sem er úrelt fyrirbæri og svo mikill forngripur að hún leyfir þér ekki að heita lengra nafni en 31 bókstafir. Sem er líka brot á mannréttindum sem engar málefnalegar forsendur eru fyrir.

Ása, ég vissi ekki að kynrembur væru ennþá til. Hvað þá kvenkyns.

P.S. Athyglisvert að ekkert af ykkur sem skrifið komment við þessa frétt treystið ykkur til þess að gera það undir fullu nafni. Hvað er það sem er svona viðkvæmt? Eða eruð þið aðkomufólk á moggablogginu?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2013 kl. 14:27

7 identicon

Það er ekki verið að mismuna manninum á grundvelli kynferðis. Ef ég kæm til þess að óska eftir eh hjá mínu barni og það væri skráð hjá föður sínum þó svo að ég hefði forsjá með honum væri ég krafin um sömu pappíra.... og eins og þú getur þér kanski til um er ég kona. ekki það að það skipti einhverju máli.

Lögheimilisskráning í þjóðskrá er úrhelt, sérstaklega þar sem forsjá hefur mikið verið breytt á síðustu árum svo sem með sameiginlegt forræði sem er frábært en það gleymdist hinsvegar að aðlaga heilan helling af rugli að sameiginlegri forsjá.

Landsbankinn sér ekki um lögheimilisskráningu í þjóðskrá.

Ása (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 20:32

8 identicon

Sæl öll. Ég er sá sem um er rætt í þessari frétt. það er rétt sem höfundur hér bendir á að ég óskaði aldrei eftir að prófkúran yrði afturkölluð og það gerði hinn forsjáraðilinn ekki heldur. Enn það er bara gengið í það af bankanum að þurka mig út sem prókurhafa 2006 við skilnað!!

Lögheimili mitt kemur bara engum við. Ég var og er forráðamaður barna minna sama hvar ég á heima. Annað. Barnsmóðir mín sagði það skýrt í þessum banka að ég færi með forræði ásamt henni og að hún vildi að ég hefði þessa prókúru. Enn nei þau voru ekki alveg að kaupa það.

Auðvitað er þetta brot á lögum. Mér er mismunað ef ekki á grundvelli kynferðis þá amk á grundvelli búsetu. Ég ættla ekki að sætta mig við það og þið hinir og kannski hinar sem eruð í sömu stöðu og ég skuluð ekki gera það heldur.

kv Ólafur

ólafur (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 23:03

9 identicon

Annars minnir þessi Ása mig dálítið á konuna hjá þessari info deild bankans. Sú kona talaði um nöldur útaf engu og að ég gæti nú bara vel skilað inn þessum vottorðum. "öryggi bankans og viðskiptavina" Enn hvað um það þegar ég benti henni á að þau væru með mig skráðan þarna sem prókurhafa og með sama lögheimili og börnin mín til 2006? " Veistu það að ég bara nenni ekki að standa í svona þrasi við þig,höfum talað við svona menn áður hér. Vertu Sæll"

Hvar eru nú Hildur Lillendal og allur vælukórinn í kringum hana. Hvar er jafnréttið núna Ása? Er það kannski bara ofan í skúfuu og búið að læsa það inni þangað til það gerist næst að föður sé dæmt forræði. þá eru þær margar snöggar til og fara að tala um hag barnana. Hvar er hagur minna barna og mín í þessu máli Ása? Lögheimili?? Ekki tala svona helvítis þvælu. Hvað er málið hjá þér? Áttu barnsföður sem þú vilt ekki að fari að spá í þessi mál kannski?

ólafur (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 23:54

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"öryggi bankans og viðskiptavina"

Var þetta Landsbankinn segirðu?

Gjaldþrota banki sem þjóðaröryggishagsmunum stafar ógn af, að bera öryggi sínu og viðskiptavina fyrir sig sem afsökun.

Hah, þetta er nú með betri gamansögum sem ég hef heyrt nýlega.

Eigðu góðar stundir Ólafur og mundu að taka þessu með æðruleysi, það er mikilvægt að láta þetta lið ekki ræna mann geðheilsunni líka. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2013 kl. 01:18

11 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

samningum um prókúruhafa breytt einhliða af Landsbankanum án beiðni frá reikningseiganda eða öðrum prókúruhöfum er að mínu viti samningsrof og ætti að vera refsivert.

Er þetta ekki það sem bankarnir hafa alltaf gert, hækkað: vexti, gjöld, binditíma og lækkað: vexti og inneignir einhliða og oftast án þess að tilkynna reikningseigendum.

Er ekki hægt að tala um forsendubrest á samningum ef svona er gert.!!!!!

Guðleifur R Kristinsson, 29.6.2013 kl. 07:04

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef ein af samningsforsendunum er sú að farið verði að lögum, þá hlýtur að mega kalla það forsendubrest sé það ekki gert.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2013 kl. 13:56

13 identicon

Ólafur mér þykir gríðalega leiðinlegt að þú hafir misskilið mig svona gífurlega.

Mér finnst þetta alls ekki nöldur í þér. Ég hef mjög mikin áhuga á sameiginlegu forræði og þeim lagabreytingum sem hafa orðið hér á forræði á síðustu árum. Mér finnst hinsvegar mjög leiðinlegt hvernig þessar breytingar hafa farið fram. Öll börn eiga rétt á að þekkja báða foreldra sína. ég á ekki barnsföður, ég á ekki einusinni barn en ég trúi mjög svo á þessa yfirlýsingu barnasáttmálans og hef mikin áhuga á því að vinna fyrir réttindum barna og því að hagsmunir þeirra séu í fyrrirúmi á íslandi.

Ef ég ætti nú eins og eitt barn og einn föður með því þá myndi ég mjög svo mikið vilja það að hann spái í þessi mál.

Mér finnst það að innleiða í þetta elskulega kerfi okkar sameiginlegt forræði án þess að ganga þá algerlega úr skugga um það að þetta fúnkeri út í samfélaginu vera brot á manréttindum. Sá forsjáraðili sem ekki hefur lögheimili barnsins hvort sem sá aðili er kona eða karl fær ekki sömu réttindi og hinn, því miður. Ég vill breyta því. Afsakaðu það að ég sé alltaf að tala um lögheimilið en það er það sem er því miður að valda vandræðum í þessum málum.

Samkvæmt barnalögum hegfur einungis forsjáraðili þann rétt að fá upplýsingar um barnið sitt hjá ýmsum aðilum, þetta er það sem bankinn er að fara eftir, skólakerfið sömuleiðis giska ég á þar sem ég þekki það ekki nóg. Bankinn getur ekki sótt forsjárupplýsingar á annan hátt en í gegnum þjóðskrá, þar sem barnið er einungis skráð með annan aðilan. það er gríðarlegur galli. Bankinn má því ekki veita þessar upplýsingar nema að tryggja það að aðilin sé í raun forsjáraðili. Prófkúra er annað, hún gefur þér ekki sama rétt og að vera með fjárræði yfir einstakling.

Það að fá það staðfest að aðili sé með forsjá yfir barninu finnst mér mjög eðlilegt, ef ég ætti barn vildi ég ekki að einhver gæti fengið um það upplýsingar án þess að það væri staðfest að sá aðili væri með forsjá og hefði rétt á að fá þessar upplýsingar.

Ekki það að mér finnist ekkert rangt af því hvað bankinn gerði, sé tildæmis ekki hvað faðernisvottorð komi þessu máli við, þú getur verið með forsjá barns án þess að vera faðir eða móðir þess. Móðir getur líkað unddirritað skjöl fyrir hönd barnsins um prófkúru, hinsvegar er það að fá prókúru á reikning langt frá því það sama og hafa fjárræði.

Og já ég veit að ykkur finnst það fáránlegt að ég skilji ekki hvernig þetta getur verið karlahatur og karlfordómar, mér finnst kyn einfaldlega ekki koma þessu máli við. Hildur Lillendal er gríðalega mikið í því að tengja allt og ekkert við kyn og það er alveg gjörsamlega óþolandi.

Karlmenn hafa því miður ekki farið nógu vel út úr þessu átaki um sameiginlegt forræði og mér finnst það mjög leiðinlegt. Foreldrar mínir eru ekki saman og þegar þau skildu fékk móðir mín fullt forræði, í þá daga var ekki einusinni spurninginn um hvort að faðir ætti að deila því að einhverju leyti. En nú er margt búið að breytast í því og það er að vissuleyti frábært en því miður er bara hálf vinnan unnin. Það þarf að breyta því hvernig börn eru skráð hér og hafa þann möguleika að forsjá sé skráð í þjóðskrá þar sem stofnannir og fyrirtæki geta sótt þessar upplýsingar svo að þú og fullt af öðrum körlum og konum geti sinnt uppeldishlutverki sínu af bestu getu í þessu samfélagi og lendi ekki í þessu sama og þú.

Það hefur uppá síðkastið verið fjallað um þetta mál, nokkrir feður hafa komið og talað um þetta í fréttum og ég vona að allir í þeirri stöðu að deila forræði yfir börnum sínum en fá samt ekki öll þau réttindi sem því eiga að fylgja krefjist þess að kerfið verði aðlagað að þeim frábæru brreytingum sem hafa orðið hér. og ef þú vilt bjóða mér með skal ég glöð berjast fyrir því með þér.

Mér finnst brotið á þér og þeim sem eru í sömu stöðu. Ég skil það hinsvegar að bankinn er að fara eftir ákveðnum lögum, en þer sem kerfið er svona mein gallað þá stangast þessi lög frekar mikið á í framkvæmd. og ekki bara í bankanum heldur eins og þú segir allstaðar.

Annars eru líka fleiri tilfelli þar sem prófkúra fellur niður einhliða bara svona ef einhverjum finnst það skemmtilegt til að kynna sér.

Ég vona innilega að þú Ólafur skiljir viðhorf mitt betur, ef ekki þá er ég allavega búin að gera mitt besta til að útskýra það. En ef ekki þá er þér velkomið að tala um þetta mál meira við mig þar sem ég hef mikin áhuga á því, en ættum kannski að gera það annarstðar en hjá honum Guðmundi því ég er nú þegar búinn að skrifa óþæginlega langa athuga semd á bloggið hans. Vonað þú fyrirgefir mér þessa langloku Guðmundur en mér fannst mjög leiðinlegt að skilja við Ólaf haldandi það að mér finnst það í lagi að það sé brotið á hans mannréttindum.

Ása (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 17:45

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki hika við að tjá ykkur hér, svo lengi sem það er svona málefnalegt.

Eina athugasemdin mín er að æskilegt er að það sé undir nafni.

Takk fyrir gott innlegg Ása. Þú ert kynsystrum til fyrirmyndar.

Ég biðst velvirðingar ef ég hef misskilið afstöðu þína í fyrri athugasemd.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2013 kl. 22:13

15 identicon

Þetta er hægt að leysa með því einu að breyta lögum - um lögheimili barna sem eiga foreldra sem fara með sameiginlega forsjá.

Þetta er fáránleg tímaskekja þegar allt miðast í raun við lögheimili barnanna t.d. Réttur til barnabóta, húsaleigubóta, námslána ogsvfr. Að því foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins hjá sér, þrátt fyrir að barnið búi sannarlega hjá báðum foreldrum og forsjáin sé sameiginleg - sé mismunað á þennann hátt. Þetta hefur ekkert með kyn foreldrana að gera. Heldur er það lögheimilið sem gildir.

Ég skil vel varúðarráðstöfun bankans - en ég skil líka pirring föðursins. Ég hef sjálf lent í því að þurfa sanna það með pappírum að ég færi með forsjá og væri móður barna minna vegna þess að þá voru þau með lögheimili hjá föður sínum,( við skiptumst á). Fyrir utan alla fordómana sem maður lendir í sem móðir þegar að fólk heldur að maður fari ekki með forræði yfir sínum börnum. Ég hefði aldrei trúað því sjálf - að óreyndu.

Það þarf að aðlaga kerfið að breytum tímum. Það er ekki bara til ein _ríkis_ tegund af kjarnafjölskyldu!

Eva

Eva Lind Þuríðaróttir (IP-tala skráð) 30.6.2013 kl. 01:15

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta hefur ekkert með kyn foreldrana að gera.

Það er eins og að segja að launamismunur hafi ekkert með kyn að gera. Sem hann gerir reyndar ekki, en það hindrar samt ekki kvenréttindafasista og femínasistahreyfinguna frá því að krefjast hærri launa í störf sem þær hafa sjálfar kosið að útnefna sem "kvennastörf" á grundvelli þess að meirihluti þeirra sem vinna þau störf séu konur sem eftir því sem best er vitað réðu sig sjálfviljugar í þau störf og sóttust eftir þeim.

Sé samskonar hugmyndafræði beitt á forsjá og lögheimili, þá er það augljóst hverjir eru í meirihluta hópsins sem fer halloka í þeim málum: einstæðir feður. Börn foreldra sem hafa sameiginlega forsjá er í gríðarlegum meirihluta tilfella skráð til lögheimilis hjá móður, ásamt öllum þeim fríðindum sem það fylgir fyrir hana. (Já, fríðindum!) Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið þar sem þessi hópur er sérgreindur hafa líka sýnt það með óyggjandi hætti að sá þjóðfélagshópur sem er í verstri fjárhagsstöðu í þjóðfélaginu eru einstæðir forsjárfeður. Ólíkt "kvennastörfunum" sem eru það vegna þess að konum finnst þau eftirsóknarverð, þá finnst engum þessara karla eftirsóknarvert að vera fátækur og geta ekki veitt börnum sínum almennilegt heimili. Enginn þeirra sóttist eftir því, heldur var þvingað í þá stöðu, í sumum tilvikum með hótunum um forsjársviptingu.

Það eru ekki konur sem hafa það verst í okkar samfélagi heldur karlar og þeir eru það í mörgum tilvikum vegna kúgunar í skjóli "kvenréttinda"! Þetta fyrirkomulag þarf að afnema, ásamt kynbundnum réttindum hverskonar.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2013 kl. 12:25

17 identicon

Eva eins og þú segir allt þetta er tengt lögheimili barnsins, öll þessi "fríðindi".

Ég er í félagsráðgjfa námi og þar er mikið rætt um þetta þar sem við lærum um lög sem koma þessu við. Í BA skrifunum hjá okkur var tildæmis mikið rætt um þetta. Ríkið hefur í raun og veru lögfest sameiginlegt forræði og ætlun þess er að það verði ávallt lausn í forræðisdeilum nema ef að aðstæður eru á þann veg að hagsmunum barns komi í veg fyrir að það sé ásættanlegt skipulag.

Hinsvegar er sameiginlegt forræði í framkvæmd að miklu leiti gallað. Kerfið og margar stofanannir veita foreldum ýmis fríðindi. Til þess að ákvarða hvaða kona og maður eiga rétt á þeim er skoðað hvaða börn þau hafa í sinni forsjá þá er notast við það í flestum tilfellum að skoða hvaða börn eigi lögheimili hjá þeim aðila. Sem virkaði vel hér áður fyrr þegar börn voru nær alltaf skráð með löheimili hjá forsjár aðila.

Ef það væri hægt að skrá barn með t.d. auka lögheimili hjá hinum forsjáraðilanum myndi það strax breyta miklu. Þess vegna finnst mér að það sé mikilvægt að breyta þeim lögum. Auðvitað þyrfti líka að vera klausa í ýmsum öðrum lögum, eins og um rétt til barnabóta og húsaleigubóta þar sem fram kæmi að rétturinn næði líka til þess aðila þar sem barn hefur sitt annað lögheimili.

Ef við myndum einungis breyta þeim lögum, s.s. að rétturinn næði líka til hins forsjár aðilans þyrftu allir þeir sem hafa forsjá án þess að hafa lögheimili barns að skila inn pappírum um það út um allt í stað þess að þetta væru einfaldlega aðgengilegar upplýsingar.

Þessi hópur einstaklinga sem situr uppi með sameiginlega forsjá að hálfuleyti á rétt á því að það verði sest niður og unnin skýrsla um hvernig sameginleg forsjá virkar í framkvæmd og unnar tillögur að því hverju þurfi að breyta svo að við getum í raun veitt börnum okkar þau verðmætu réttindi að fá að þekkja báða foreldra sína og alast upp með þeim.

Já karlmenn eru að vissuleyti stór hluti af þessum hóp. Það eru alskonar hópar í samfélaginu okkar sem hafa það verst. Ég held að stórt skref uppá við út úr öllum þessum kvennrembu og karlrembudeilum væri að hætta að líta á okkur og allt út frá því hvort við séum konur eða karlar og líta á okkur sem einstaklinga. En það er kannski bara mín skoðun enda er ég með ofnæmi á háu stigi fyrir feminisma og masculisma.

Ása (IP-tala skráð) 30.6.2013 kl. 13:39

18 identicon

Þakka þér fyrir Guðmundur og takk fyrir að lesa þessa langloku mína. Stundum kemur það sem ég ætla að segja aðeins of aftur á bak út.

Ég á ekki mogga blogg enda tala ég alveg nógu mikið án þess svo það er alveg óþarfið að færa tuðið í mér út á netið líka :)

Ég vildi að ég gæti skrifað undir nafni en ekki um þetta mál, kannski rekst ég á einhverja aðra umfjöllun hjá þér um eitthvða sem mér finnst áhugavert og þá skal ég heita því að skrifa undir fullu nafni.

Ása (IP-tala skráð) 30.6.2013 kl. 13:46

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef það væri hægt að skrá barn með t.d. auka lögheimili hjá hinum forsjáraðilanum myndi það strax breyta miklu.

Einfaldasta útfærslan sem ég veit um, og um leið sú réttlætasta, er eins og margar góðar uppfinningar komin frá Frakklandi.

Þar í landi er regluverkið þannig að ólögráða barn er sjálfkrafa skráð til lögheimilis hjá foreldrum sínum. Ef þau búa ekki á sama stað, eða að því kemur síðar að þau skilja, þá er lögheimili barnsins einfaldlega skráð hjá báðum. Þetta gerist allt sjálfkrafa, enda á barnið augljóslega heima hjá foreeldrum sínum hvar sem þeir búa, og enginn þarf að upplifa þau niðurlægingu að þurfa að sækja sértstaklega um það að fá barnið skráð á sitt rétt heimili heldur er það fyrirfram viðurkennt af kerfinu. Sama aðferð gildir um forsjá barna, hún hefur ekkert með hjúskaparstöðu eða lögheimili foreldranna að gera, heldur er það þannig að barnið er að sjálfsögðu með jafna forsjá beggja foreldra sinna eins og er eðlilegt, og það er jafnframt fyrirfram viðurkennt af kerfinu. Þetta breytist ekki heldur þó að foreldrarnir eða annað þeirri flytji, og hefur í raun ekkert með það að gera hvort þau eru sundur eða saman. Þannig þarf enginn að ganga í gegnum þá niðurlægingu að þurfa að fá foreldrishlutverk sitt viðurkennt með einhverjum opinberum úrskurði, hvað þá að þurfa að fara með það fyrir dómstól og setjast þar nánast eins og á sakamannabekk. Það er nóg að hafa eignast barnið til að foreldrun þess sé sjálfkrafa viðurkennd.

Nú kann einhver að spyrja: hvað þá með forsjárdeilur í þeim tilvikum sem um er að ræða aðila sem eru ófærir um að gegna foreldrahlutverki sínu? Svarið er einfaldlega að í alvöru talað er þar um algjöran minnihluta að ræða í siðvæddu nútímasamfélagi. Félagsleg vandamál einstaklinga og fjölskyldna þarf að leysa með viðeigandi úrræðum en ekki fyrir dómstólum. Það að vera foreldrar barns á ekki að vera slagur um takmörkuð réttindi sem því fylgja heldur samvinna um velferð barnsins. Þau tilvik þar sem raunverulega er nauðsyn á stjónvaldsinngripum eða dómstólameðferð vegna vanrækslu á uppeldisskyldum eru afar sjaldgæf og til þess að taka á þeim eru til allskonar barnaverndarnefndir og fleiri úrræði sem eiga að veita stuðning frekar en að refsa fólki fyrir hvern einasta mannlega breyskleika. Í Frakklandi er það þannig að hinni sjálfgefnu sameiginlegu forsjá verður ekki breytt nema með dómsúrskurði. Þannig er það sá sem er í baráttuhug sem verður að gera það opinbert, með því að höfða dómsmál, en þeim sem vilja frekar leysa málin í sátt er ekki refsað fyrir það með því að setja þá í verri stöðu heldur geta þeir tekið til varna fyrir málstað sínum í óháðum dómi.

Svo kann einhver að spyrja: Hvað með framfærsluskyldur, meðlag og svoleiðis? Nú samkvæmt einföldu og réttlátu leiðinni, þá er algjörlega jöfn framfærsluskylda á sama hátt og forsjárskyldan er jöfn. Þannig þarf ekki að millifæra neina fjármuni á milli foreldra í gegnum skattkerfið til þess að því markmiði verði náð með sjáfgefnum hætti. Það gerist einfaldlega bara af sjálfu sér ef báðir aðilar uppfylla forsjárskyldur sínar. Auðvitað breytir það því ekki að foreldrar þurfa að gera með sér samkomulag um hvernig þau skipta með sér tíma og verkum og þar með kostnaði sem að börnunum snýr, en ef vel er að gáð þá er þetta alltaf svoleiðis í raun og veru, hvort sem foreldrar eru saman eða sundur eða hvernig sem fjölskyldumynstur hvers og eins kann að vera. Sem betur fer hefur meirihluti fólks til að bera nægilega skynsemi til að láta þetta ganga upp að mestu leyti áfallalalítið í flestum tilvikum (hér talar sá er skrifar af nokkurri reynslu) en það getur auðvitað komið fyrir að það sé aðstöðumunur á milli aðila og annar þeirra sé kannski síður í stakk búinn til að gegna skyldum sínum (sem hér á landi eru í meirihluta karlar vegna innbyggðs halla á þá í kerfinu). Í Frakklandi er það einfaldlega þannig að til þess að krefjast meðlags, framfærslu, vasapeninga eða einhvers annars úr hendi hins foreldrisins umfram það sem það sjálfviljugt lætur af hendi, þá þarf að höfða dómsmál, og það er sá aðili sem gerir kröfu um peninga til sín sem þarf þá að höfða málið. Til þess að fá slíka kröfu viðurkennda þarf að sýna fram á að hinn aðilinn fjárhagslegt svigrúm til þess að greiða framfærslustyrk, að þiggjandi hans hafi raunverulega þörf fyrir hann, að málefnalegar forsendur séu fyrir slíkri jöfnun milli aðila (til dæmis ef aðeins annað þeirra er fyrirvinna), og að sýnt sé að það þjóni best hagsmunum barnsins sem er á framfæri þiggjandans. Þannig er enginn sektaður þar mánaðarlega bara fyrir það eitt að hafa eignast börn með maka sem nú vill kannski jafnvel ekki lengur halda þeim hjúskap áfram eins og gerist sjálfkrafa á Íslandi. Heldur þarf að vera einhver góð ástæða fyrir því, og ef hún er fyrir hendi þá er það líka oftast auðsótt.

Loks kann einhver að spyrja: En hvað með jafnréttissjónarmið?

Því er auðsvarað. Lestu bara yfir allt framangreint og veittu því athygli að hvergi skiptir máli hvors kyns foreldrarnir eru. Á Íslandi er það opinber stefna að kynferði eigi ekki að skipta máli í hjónaböndum. Það er kannski kominn tími til að láta kynferði þá líka hætta að skipta máli þegar kemur að forsjármálum og reglum um framfærsluskyldur og bætur vegna barna. Eða eiga sjónarmið um kynhlutleysi kannski bara við um samkynhneigða? Ég vona að við séum ekki komin svo langt í öfugri mismunun!

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2013 kl. 01:46

20 identicon

Allt í lagi Ása. Ég var kannski full leiðinlegur við þig líka. Svoldið brendur efir þessa bankakonu og nokkrar aðrar svipaðar í kerfinu gegnum árin. sé að þú ert ekki svona týpa.;o) Enn að öðru. ég er að leita að lögmanni sem væri til í að tka þetta probono eins og sagt er. þá er ég að hugsa um að stefna bankanum fyrir samningsrof og mismunun á grundvelli búsetu. Getur e h ráðlagt mér um hvar slíkur eða slík kann að finnast? er með meil. olafurvigfus@gmail.com.

kv ólafur

ólafur (IP-tala skráð) 1.7.2013 kl. 04:53

21 identicon

Guðmundur þessi Franska leið er gríðalega sniðug og hægt væri að aðlaga hana vel að íslenskum aðstæðum. Franska félagsmála kerfið er einmitt eitt af mínum uppháhalds félagslegu kerfum og mig langar mjög mikið út í frekara nám þar og fá að kynnast því betur.

En já mikið rétt samkvæmt þessu má sjá að jafnræðissjónarmið eru greinilega lögð til grundvallar og skiptir kyn og búseta engu máli. Mig minnir (og ég nenni ekki að leita að því í glósunum mínum til að fá það staðfest) að hér sé í byrjun automatískt við skilnað sett 50/50 forræði, en allavega er sýslumönnum sagt að reyna þá aðferð.

Sú sem er meðal þeirra sem kenna okkur í félagsmálalöggjöf þar sem komið er inná sifja og erfðarétt og barnavernd er menntaður lögfræðingur og starfar hjá sýslumanni meðal annars í skilnaðar málum. Í þeim málum er oftast lögfræðingur og sýslumaður sem koma að þessu sáttarferli. Jú lögfræðingur hefur að sjálfsögðu kynnt sér þessi lög vel og sýslumaður væntanlega líka en eins og hún segir sjálf þá hugsar hún afhverju í ósköpunum er ég hér að ráðleggja þessu fólki í gegnum þetta sáttarferli. Félagsráðgjafanemar læra um þessi lög líka en við lærum líka margt annað, meðal annars mikið um fjölskyldur og fjölskyldu tengsl og hvernig hægt sé að aðstoða fólk í gegnum lífskreppur. Mér persónulega finnst að það eigi að vera alger standard að félagsráðgjafi taki þátt í þessu ferli og henni sömuleiðis.

Það er auðvitað best að forræði sé ákveðið í sameiningu í þessu sáttarferli en ekki fyrir dómi. Ef að kerfið hér tæki meira mið af franska kerfinu væri þá hægt að setja þessa 50/50 forræðisskiptingu á í öllum tilfellum og þá með því að lögheimili sé skráð hjá báðum. Ef það eru einhverjar deilur um þessa skiptingu þá gæti þetta sáttarferli verið í boði og væri þá hjá félagsráðgjafa og fleirum. Mér findist reyndar fínt að allir færu í þetta sáttarferli í byrjun, það er margt sem er skipulegt þar eins og hvernig þessi umgengni skiptist á hvaða dögum og það er gott fyrir báða foreldra að hafa það á pappír. Í flestum tilfellum eins og þú segir er þetta lítið mál og flýgur það fólk þá fljótt í gengum þetta ferli og getur svo byrjað að aðlagast þessum breyttu aðstöðum. Í öðrum tilfellum yrði þetta auðvitað lengra ferli að ná sáttum um þessi mál en ég held að það að félagsráðgjafi taki þátt í þessu ferli geti aukið það að sáttarferlið dugi og færri mál fari fyrir dóm.

Sammvinna um velferð barnana ætti alltaf að vera leiðarljósið í þessu. Því miður svo oft hér þá er það ekki þannig. Umgjörðin um skilnaði og forsjá hér er oft á tíðum ekki falleg en ég er viss um að ef að kerfið miðaði frekar að jafnræði og væri líkara þessu franska myndi viðhorf okkar til skilnaðar og einstæðra foreldra breytast mikið.

Hvort sem franksa leiðin sé réttust eða ekki þá er það alveg klárt mál að okkar skipulag á þessu hér er ekki rétt.

Ása (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 19:15

22 identicon

Ólafur, alltílagi sömuleiðis. Það er mikið af misskemtilegu fólki í heiminum og lítið annað að gera í því en að reyna sjálfur að vera besta útgáfan af manni sjálfum sem möguleg er.

Ég þekki enga skemtilega lögfræðinga en mig minnir að umboðsmaður alþingis hafi fjallað um sameiginlegt forræði og ég skal senda það á þig ef ég rekst á það.

Ása (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband