Útilokaðir vegna skoðanna sinna?

Skipan í sérfræðingahópa á vegum stjórnvalda í gær, annars vegar um afnám verðtryggingar og hins vegar um leiðréttingar lána, hefur vakið talsverða athygli og sitt sýnist hverjum. Sumir vilja meina að fulltrúar í hópunum hafi verið skipaðir á grundvelli einhvers annars en sérfræðiþekkingar. Til dæmis vegna pólitískra tengsla eða afstöðu til umræddra málefna.

Athygli vekur hinsvegar að þau samtök almennings hér á landi sem hafa látið sig þessi mál varða einna mest, eru útilokuð frá þáttöku. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um Hagsmunasamtök heimilanna, sem hafa látið sig þessi mál varða frá upphafi, og þegar enginn annar hefur viljað taka þau á dagskrá.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa á undanförnum misserum lagt fram fjölmargar ítarlegar og útfærðar tillögur að leiðum til að niðurfæra lán, og hafa jafnframt reiknað út hugsanlegan "kostnað" við slíkar aðgerðir, sem getur vel verið lítill eða enginn ef rétt útfærsla er valin.

Samtökin hafa jafnframt gengið svo langt að skrifa frumvarp um afnám verðtryggingar, sem var meira að segja lagt fram á Alþingi og flutt þar í mars síðasdtliðnum, og er því til nú þegar á þingskjali. Þannig er fullkomlega óljóst í hverju vinna síðarnefnda "sérfræðingahópsins" á að snúast um, þar sem meginafurð hans er nú þegar tilbúin að mestu leyti og hefur verið það um allnokkurt skeið í boði Hagsmunasamtaka heimilanna.

Með allri þessari sérfræðivinnu yfir nokkurra ára tímabil, þar sem allskyns færir aðilar með sérfræðikunnáttu á ýmsum sviðum, hafa komið að málum sem eru á sviði samtakanna og mótað tillögur þeirra, má segja að samtökin séu orðin helsti sérfræðiaðili landsins þegar kemur að leiðréttingum lána og afnámi verðtryggingar.

Þess vegna hlýtur það að vekja sérstaka athygli, að þegar skipað er í "sérfræðingahópa" sem eiga að leggja fram útfærslur á þessum aðgerðum, þá skulu samtök helstu sérfræðinga landsins á því sviði vera sniðgengin með öllu.

Getur verið að útilokun á þáttöku samtakanna hafi eitthvað að gera með þá staðreynd að samtökin hafa eindregna og þekkta afstöðu til verkefnisins og eru mjög fylgjandi leiðréttingum lána og afnámi verðtryggingar?

Sporin hræða í þessum efnum. Þegar ríkisstjórn sú sem var við völd haustið 2008 setti saman "sérfræðingahóp" um verðtryggingu (undir handleiðslu forseta ASÍ) voru aðilar einmitt sérvaldir í þann hóp á grundvelli skoðana sinna, sem voru þær helstar að gera ekkert til að stemma stigu við fyrirsjáanlegri hækkun á skuldum heimilanna vegna verðtryggingar, sem þá var metin upp á minnst 250 milljarða króna og hefur síðan þá reynst mjög hóflega áætluð eða vanáætluð.

Þá voru þeir sem hvað hæst höfðu látið í ljós þá skoðun að laga þyrfti ástandið fyrir heimilin, einfaldlega útilokaðir og á sjónarmið þeirra ekki hlustað. Núna virðist enn á ný eiga að undanskilja þá sem virkilega vilja gera vel í því að laga stöðu heimilanna. Þess í stað er skipað í framvarðarsveit embættismönnum, flokksgæðingum, og aðilum úr fjármálakerfinu, en ekkert útlit fyrir að hlusta eigi á sjónarmið sérfræðinga sem koma úr röðum almennings.

Það virðist því vera komin slagsíða á ríkisstjórnina strax á fyrstu 100 dögum hennar, sem lýsir sér í því að útiloka sjónarmið almennings frá umræðu um opinber mál, en hlusta aftur á móti eyrnasperrt á sjónarmið sérhagsmunahópa úr atvinnulífinu og bregðast við þeim eins og þægir rakkar. Nægir þar að nefna frumvarp um seinkun gildistöku nýrra laga um neytendalán sem var pantað af Samtökum fjármalafyrirtækja hjá innanríkisráðuneytinu, flutt af meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, og afgreitt á slíkum methraða án umræðu gegnum Alþingi að annað eins hefur aldrei sést.

Vinnubrögðin við skipun "sérfræðinga" nú í þessa vinnuhópa um stærstu og brýnustu hagsmunamál íslenskra heimila fyrr og síðar, gefur ekki tilefni til aukinnar bjartsýni á vönduð vinnubrögð.


mbl.is Sérvaldir vegna skoðana sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur sannar Ísland sig sem crony capitalism ríki - besta fólkið með mestu þekkinguna fær ekki aðgang að vinnuhópum sem eiga að skila af sér mjög mikilvægum niðurstöðum fyrir þjóðina í heild.

Þessir hópar eru auðvitað hlægilegir - gerðir til að enginn óþægilegur sannleikur komi upp á yfirborðið. En ef niðurstöður hóps verða góðar fyrir almenning og aðgerðir góðar sömuleiðis, þá er ekki hægt að flýja þá staðreynd að óþægilegur sannleikur komi upp á yfirborðið. Það er eina leiðin til að fá góða niðurstöðu - og þess vegna mun niðurstaðan aldrei verða góð. Kannski kemur Vilhjálmur Birgisson mér á óvart.

Ég bíð spenntur að heyra afsökunina fyrir því af hverju ekki er hægt að afnema verðtryggingu. Því sannleikurinn er sá að það er ekki hægt nema að gera róttækar breytingar á lífeyriskerfinu en það er lífeyriskerfið sem að miklu leyti heldur uppi háu vaxtastigi á landinu í gegnum verðtrygginguna og of hárri raunávöxtunarkröfu (og heldur þar með einnig aftur af fjárfestingu í atvinnulífinu).

Eignafólk, þar með valdafólk, mun berjast til síðasta blóðdropa áður en því kerfi verður breytt. Og stofna þjóðarhag í hættu á meðan, jafnvel efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.

Flowell (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 17:59

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7664

Sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingasjóðs:

  • Dr. Sigurður Hannesson, stærðfræðingur, formaður.

http://is.linkedin.com/in/sigurdurhannesson

Sigurdur Hannesson

Managing Director Asset Management at MP banki

  • Dr. Arnar Bjarnason, hagfræðingur

http://is.linkedin.com/pub/arnar-bjarnason/11/359/801

 Arnar Bjarnason

CEO at Reykjavik Capital ehf.

  • Einar Hugi Bjarnason, hrl.

Íslenska lögfræðistofan (og lögmaður Plastiðjunnar)

  • Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, hdl.

 http://landlogmenn.is/wp-content/uploads/2013/01/Ingal%C3%B3a-225x300.jpg

Land lögmenn (áður deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu o.m.fl.)

  • Lilja Alfreðsdóttir, alþjóðahagfræðingur

 http://img.visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Site=XZ&Date=20100707&Category=VIDSKIPTI&ArtNo=868534594&Ref=AR&NoBorder

Seðlabanki Íslands - Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, o.fl.

Varaformaður menntaráðs Reykjavíkurborgar

  • Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneyti
  • Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2013 kl. 20:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7664

  • Ingibjörg Ingvadóttir, hdl, formaður

http://www.logmennh12.is/images/UmOkkur/ingibj%C3%B6rg.jpg

Lögmenn Hamraborg 12

Fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands

  • Hafdís Ólafsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti

Skriftofustjóri lögfræðisviðs ráðuneytisins

  • Iða Brá Benediktsdóttir, viðskiptafræðingur

http://is.linkedin.com/pub/i%C3%B0a-br%C3%A1-benediktsd%C3%B3ttir/5/1b/297

Senior Manager FI at Kaupthing Bank

Framkvæmdastjóri einkabankaþjónustu hjá Arion banka

  • Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneyti
  • Tómas Brynjólfsson, hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti
Tomas Brynjolfsson

http://be.linkedin.com/pub/tomas-brynjolfsson/5/316/632

Counsellor for Economic and Financial Affairs at Mission of Iceland to the EU 

  • Valdimar Ármann, hagfræðingur/fjármálaverkfræðingur
Valdimar Armann

http://is.linkedin.com/in/valdimararmann

Managing Director at GAM Management

Past:

Inflation Derivatives USA at RBS Greenwich Capital

Head of Inflation Products USA at ABN AMRO Bank

Senior Inflation Structurer at ABN AMRO Bank

Derivatives Structurer & Marketer at Kaupthing Bank

  • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2013 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband