Ekkert að marka OECD

Nýlega kom út skýrsla frá efnahags og framfarastofnuninni OECD þar sem fullyrt var að verulega hefði dregið úr misskiptingu á Íslandi eftir hrun.

En 10% fjölskyldna eiga 41% af skuldunum. Stofnuninni hefur greinilega mistekist að fara yfir skuldahliðina á efnahagsreikningnum og aðeins horft á eignirnar.

Á sama tíma setti þessi sama stofnun fram þá afstöðu sína að óráðlegt væri að ráðast í almenna leiðréttingu á skuldum, á þeirri forsendu að þá myndu sumir sem þrátt fyrir allt gætu borgað fá afslátt af skuldum sínum.

Stofnunin vill frekar að allir sem geta borgað, geri það. Þetta er svosem ekkert sjónarmið sem er alveg út úr kú, en gallinn er bara að OECD virðist haf algjörlega mistekist að taka eftifarandi staðreyndir með í reikninginn:

Það er ekki um að ræða neinar eðlilegar skuldir hérna, heldur uppskrúfaðar og stökkbreyttar skuldir af völdum einnar viðamestu skipulögðu glæpastarfsemi í heimi, sem auk þess byggist að stóru leyti á neytendalánum sem eru líklega ólögleg. Er eðlilegt að borga það bara vegna þess að maður getur það?

Þeir sem "geta borgað" eru svo mikill minnihlutahópur, að það er eiginlega bara ljótur og illkvittinn brandari að sama stofnun sé svo að tala um að dregið hafi úr misskiptingu!

Svo er það empirísk reynsla: Á Íslandi er búið að reyna að beita sértækum "úrræðum" (frekar en almennum) við skuldavanda heimila í hartnær fjögur ár, án teljandi sjáanlegs árangurs. Það er meðal annars á þeirri forsendu sem núverandi ríkisstjórn var kosin til valda, til þess að gera eitthvað annað en þetta í þeirri von að það muni virka.

OECD vill líka að Seðlabanki Íslands hækki vexti til að slá á verðbólgu. Síðustu tilraun af því tagi sem fram fór í verðtryggðu hagkerfi, lauk með hörmungum haustið 2008. Ekki er vitað í hvaða kanínuholu starfsmenn OECD voru þegar þeir atburðir áttu sér stað, voru þau kannski í sumarfríi?

Þversagnirnar ríða ekki við einteyming hjá OECD, en það er svosem ekkert nýtt enda er þetta ein af þeim stofnunum sem vildu að við borguðum Icesave og ábyrgðumst bankana, og er sennilega tilbeðin fyrir vikið í "kúbu-norðursins" hræðsluáróðurs költinu.


mbl.is 10% fjölskyldna eiga 41% af skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er með OECD að þess álit er samið af erindrekum og ráðgjöfum stofnunarinnar hér á landi eða íslenskum hagfræðingum sem stofnunin leitar til. Þetta er því líklegast ekki sérfærðiálit stofnunarinnar, heldur bergmál frá mönnum hér innanlands (m.a. innan úr Seðlabanka, stjórnsýslunni og háskólasamfélaginu) sem eru þessarar skoðunar. Ætla ég ekki að segja hverjir ég tel að þessir aðilar séu, en hvaða innlendir hagspekingar hafa haldið þessum skoðunum á lofti? Það eru þeir sömu og nú munu koma fram og segja: "Sjáið, OECD er sammála okkur og ætla stjórnvöld ekki að hlusta."

Mesta steypan í álitinu er þetta með hækkun vaxta til að verjast verðbólgu! Vextirnir eru 6,75%, sem eitt og sér er glæpur og kemur í veg fyrir alla fjárfestingu, sem meðal annarra orða OECD finnst vanta!

Marinó G. Njálsson, 28.6.2013 kl. 17:40

2 identicon

Í Economic outlook riti OECD í maí 2007 nefndi aðalagfræðingur stofnunarinnar eftirfarandi:

"In its Economic Outlook last Autumn, the OECD took the view that the US slowdown was not heralding a period of worldwide economic weakness, unlike, for instance, in 2001. Rather, a “smooth” rebalancing was to be expected, with Europe taking over the baton from the United States in driving OECD growth.

Recent developments have broadly confirmed this prognosis. Indeed, the current economic situation is in many ways better than what we have experienced in years. Against that background, we have stuck to the rebalancing scenario. Our central forecast remains indeed quite benign: a soft landing in the United States, a strong and sustained recovery in Europe, a solid trajectory in Japan and buoyant activity in China and India. In line with recent trends, sustained growth in OECD economies would be underpinned by strong job creation and falling unemployment."

Hann gat varla haft meira rangt fyrir sér. Síðar á árinu byrjaði hrunadans Vesturlanda, sem enn er fjarri frá því að vera lokið. Ofangreint er einungis ábending um að jafnvel þó OECD telji eitthvað eiga menn auðvitað ekki að taka þeim orðum sem heilögum sannleik.

Flowell (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 18:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Marinó:

Það eru þeir sömu og nú munu koma fram og segja: "Sjáið, OECD er sammála okkur og ætla stjórnvöld ekki að hlusta."

Við erum fleiri sem kunnum þá aðferð að fá "álit erlendra sérfræðinga", með því að póstenda þeim það fyrst og senda svo út fréttatilkynningu. :)

Mesta steypan í álitinu er þetta með hækkun vaxta til að verjast verðbólgu!

Eins og ég benti á var það reynt áður, með einhverjum verstu afleiðingum sem dæmi eru um í vestrænni hagsögu fyrr og síðar.

Takk fyrir upprifjunina Flowell. Þetta styður í raun það sem ég hef lengi haldið fram. Ef það er athugað hverjir vildu að borguðum Icesave, þá er alltaf skynsamlega að gera akkúrat það gagnstæða við ráðleggingar þeirra. Þessi einfalda þumalputtaregla hefur sannað sig aftur og aftur í hverju málinu á fætur öðru sem upp hefur komið síðan þá. Jafnvel á Alþingi hefur þeim fækkað sem vildu borga Icesave og þeim fjölgað sem vildu það ekki.

Ég er að hugsa um að taka upp nýjan efnahagslegan mælikvarða: Kúbuvísitöluna. Hún er skilgreind sem hlutfallslegur mælikvarði á hversu mikil andstaða viðkomandi er við góðar hugmyndir fyrir almenning.

Kvarðinn er afstæður hverju sinni en til að kalíbrera hann skulu 100 stig miðast við hversu sammála viðkomandi er vegnu meðaltali af boðskap þeirra sem vildu borga Icesave, töldu 110% leiðina skynsamlega, o.s.frv.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2013 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband