Ekki um neytendalán

Plastiðjumálið fjallar ekki um neytendalán og byggist niðurstaða dómsins því ekki á lögum um neytendalán og óréttmæta skilmála í neytendasamningum. Það á enn eftir að falla dómur um slíkt og því ættu talsmenn Landsbankans að fara varlega í yfirlýsingum sínum og hætta einfaldlega innheimtu þessara lána meðan reiknað er að nýju.

Annars gætu þeir verið að skapa bankanum okkar allra stórfellda skaðabótaskyldu, og fyrir því er Hæstaréttardómur nú þegar fyrirliggjandi, þar sem kröfu um lögbann á innheimtu þessara lána hjá Landsbankanum var hafnað, beinlínis á þeirri forsendu að neytendur ættu rétt á fullum skaðabótum úr hendi bankans eftir á þegar í ljós væri komið hver rétt staða lánanna væri, lögum samkvæmt.

Hagsmunasamtök heimilanna stóðu að þeirri málssókn og standa nú í svipaðri gegn Lýsingu, en almennt virðast allir sammála um að fordæmisgildi Plastiðjudómsins gildi um öll lán, þar með talið neytendalán Lýsingar sem er einmitt krafist að verði ekki innheimt frekar fyrr en yfir lýkur með niðurstöður endurútreikninga á grundvelli neytendaréttar.

Fregnir úr innstu herbúðum samtakanna herma að ekkert muni verða slegið af í framangreindum málarekstri, en aðalmeðferð hefur þegar farið fram og er nú í ofvæni beðið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um það hvort Lýsingu sé heimilt að innheimta lán sem fyrir liggur að eru ólöglega ákvörðuð, þar til þeim hafi verið komið í lögmætt horf. Þeim sem vilja fylgjast með nánari fregnum af framgangi þessara mála er bent á að fylgjast með á heimasíðu samtakanna en þar birtast jafnan fréttir af viðfangsefnum þeirra um leið og eitthvað er af þeim að frétta: www.heimilin.is

Með lögum skal land byggja, og heimilin tryggja!


mbl.is Fagnar því að óvissu sé eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flestar snjóhengjur enda með bráðnun!

Flestar snjóhengjur bráðna að vori og veita gróðri jarðar ýmis nauðsynleg næringarefni þegar þær renna niður hlíðar fjallanna í vökvaformi. "Kvikar snjóhengjur" sem verða svo á endanum að snjóflóðum heyra hinsvegar til undantekninga og eins og allt sem er óstöðugt í náttúrunni eru þær skammlífar.

Það er aðallega nýfallin lausamjöll sem er langhættulegust í miklum bratta, en því eldri sem snjórinn í hengjunni verður, því meira pakkast hann saman og binst klakaböndum þannig að hættan á framskriði verður snöggtum minni. Þetta gerist oft mjög snemma eftir snjókomu hér á landi þar sem hitastig rokkar gjarnan yfir og undir frostmark.

Undirritaður hefur reynslu af báðum þessum fyrirbærum samtímis, það er að segja að lenda undir snjóflóði þegar alvöru snjóhengja féll yfir skíðabrekku. Þar flæddi ekki fram nein uppsöfnuð froða heldur lausamjöll af öllum sínum þunga á hvað sem fyrir varð.

Sá sem á annað borð lifir af höggið af snjóflóði sem skellur á honum hefur sér almennt þá lífsvon helsta að reyna af öllum kröftum að synda upp úr straumi flóðsins, en þá skiptir líka öllu máli að synda í rétta átt til að komast úr kafi í stað þess að leita til botns og merjast undir þunga þess.

Ótalinn er sá fjöldi mannslífa sem hefur bjargast með þessu.


mbl.is Snjóhengja ekki rétta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stolnar hugmyndir - en góðar

Morgunblaðið fjallar í dag um hugmyndir að því hvernig leysa megi úr svokölluðum snjóhengjuvanda, þ.e.a.s. sem tengist erlendri stöðu þjóðarbúsins sem er óleyst eftir bankahrunið 2008. Í umfjöllun blaðsins segir meðal annars:

Jafnramt gætu yfirvöld skerpt á gjaldþrotalöggjöfinni um að einungis sé heimilt að greiða úr þrotabúum í krónum og auk þess afnumið undanþágu sem heimilar vaxtagreiðslur til aflandskrónueigenda í gjaldeyri.

Slíkar hugmyndir hafa reyndar verið til umfjöllunar hér á þessum síðum um allnokkurt skeið, eða nánast frá því að bankakerfið hrundi fyrir rúmum fjórum árum síðan.

Nú síðast t.d. hérna:

Lausn snjóhengjuvandans hér - bofs.blog.is 

Hvað með Landsbankabréfið? - bofs.blog.is 

Grunnur að útfærslunni hefur verið lagður fyrir dómstólum:

Færsluflokkur: IceSave - bofs.blog.is

Icesave IV: Afturköllun meintra skulda - bofs.blog.is

Icesave IV : skuldabréf Landsbankans - bofs.blog.is 

Ríkisábyrgðarleiðin út úr kreppunni - bofs.blog.is  

Heimilin gætu hagnast um 600 milljarða - bofs.blog.is 

En færi ekki betur á því ef upphaflegra höfunda væri getið í umfjöllun um þessar hugmyndir og útfærslur á þeim?

UPPFÆRT 26.5.2013:

Sífellt fleiri taka nú undir þessar hugmyndir.

Það telst vonandi jákvætt að fá svo góðar undirtektir sem raun ber vitni.


mbl.is Vígstaðan verði styrkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnirnar liggja nú þegar fyrir

Fyrir rúmu ári síðan voru lögð drög að frumvarpi um afnám verðtryggingar.

140. löggjafarþing - erindi nr. Þ 140/1599

Heildstætt frumvarp um afnám verðtryggingar neytendasamninga var skrifað upp frá því, og eftir talsverða vinnu við fullnaðarfrágang þess var það loks birt á heimasíðu Hagsmunasamtaka heimilanna þann 5. febrúar síðastliðinn eins og skýrt var frá hér:

Frumvarp um afnám verðtryggingar - bofs.blog.is

Hagsmunasamtök heimilanna - Frumvarp um afnám verðtryggingar

Frumvarpið var svo einfaldað nokkuð auk þess sem greinargerð með því var endurbætt og nánast endurskrifuð áður en þar svo flutt í endanlegri mynd á Alþingi þann 7. mars síðastliðinn sem þingskjal númer 1138:

140. löggjafarþing - þskj. 1138 verðtrygging neytendasamninga 

Alþingi - Ferill máls 640. - 141. lþ. Verðtrygging neytendasamninga

Í dag þann 24. maí kom nýkjörin ríkisstjórn saman til fyrsta fundar síns,eins og má lesa um í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins:

Fyrsti ríkisstjórnarfundur ráðuneytis Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar haldinn í dag

Þar segir meðal annars:

...Á fundinum samþykkti ríkisstjórnin einnig að tillögu forsætisráðherra að skipuð verði ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna. Í nefndinni eiga sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra.

...Jafnframt verði skipuð sérfræðinefnd um afnám verðtryggingar af neytendalánum og endurskipulagningu húsnæðislánamarkaðarins sem skili niðurstöðum til ráðherranefndarinnar fyrir næstu áramót.

Það er því allt útlit fyrir að sá hluti sem snýr að fyrra atriðinu verði fljótleystur.

Varðandi seinna atriðið hefur forsætisráðherra nú þegar nefnt sem möguleika til að flýta fyrir úrlausn skuldvanda heimila að koma strax á afskriftasjóði fyrir fasteignaveðlán áður en farið verði í nákvæmar útfærslur á hvernig það svigrúm sem þurfi til að afskrifa sjóðinn verði skapað.

En allt veltur það á því að farið verði að góðum ráðum frekar en slæmum. Það er langt frá því að vera sama hvernig þetta er gert. Ekki viljum við að almenningi verði sendur reikningurinn í laumi, eins og sumar tillögur hljóða upp á. Þó er ekkert því til fyrirstöðu að sá hluti geti verið auðleystur.

Hérna eru nokkrar útfærslur sem kosta almenning ekki neitt:

Eignarnámsleiðin kostar ekkert ! - bofs.blog.is
(Hefði hún verið farin strax væru fjármunir reyndar búnir að sparast!)

SPYR :: Eiga verðtryggð lán að lækka þegar verðbólga lækkar?
(Reyndar er nóg að festa vísitöluna en það má svosem líka lækka hana.)

Upplýsingar um tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna
140. löggjafarþing - erindi nr. Þ 140/1823
(Fimm háskólagráður útfærslur, hvorki meira né minna! ;)

Það eina sem hægt er að setja spurningmerki við í þessu er hvers vegna stjórnvöld ætli að bíða fram að næstu áramótum til að hrinda í framkvæmd lausnum sem hafa verið tilbúnar frá því um síðustu og þarsíðustu áramót. Er eftir einhverju að bíða?

P.S. Það þarf ekki heldur að bíða eftir þessu:

141. löggjafarþing - erindi nr. Þ 141/1949 afnám stimpilgjalds


mbl.is Skipa ráðherranefnd um úrlausnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskýring á hugtakinu Mandat

http://en.wikipedia.org/wiki/Mandate_(politics)

In politics, a mandate is the authority granted by a constituency to act as its representative.[1]

The concept of a government having a legitimate mandate to govern via the fair winning of a democratic election is a central idea of democracy. New governments who attempt to introduce policies that they did not make public during an election campaign are said to not have a legitimate mandate to implement such policies.

Elections, especially ones with a large margin of victory, are often said to give the newly elected government or elected official a mandate to put into effect certain policies.[2]...

Á mannamáli þá er forseti Íslands einfaldlega að útskýra hvernig hann fylgdi skýrum vilja kjósenda með því að velja til stjórnarmyndunar þann flokk sem höfðar einna helst til vilja kjósenda með kosningastefnu sinni.

Popúlismi? Já, en í þetta sinn jákvæða formið af popúlisma sem er lýðræði. Ef íslenka þjóðin hefur sýnt eitthvað undanfarin misseri þá er það sú staðreynd að lýðræðið (algjör popúlismi) er það sem færir okkur sigur í hverju málinu á fætur öðru.

Fólk er ekki fífl, svo lengi sem það fær frið til skynsamlegrar ákvarðanatöku.

Þetta eru staðreyndirnar, óháð öllum fésbókarkommentum og öðru bulli.

Þess má geta að á bolludaginn í fyrra voru Ólafi Ragnari afhentar undirskriftir um 37.000 kjósenda við það veganesti sem lagt er upp með, sem má ásamt fleiru líta á sem mandat þeirrar ríkisstjórnar sem þjóðhöfðinginn hefur nú skipað samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Ísland nýtur þeirrar blessunar að eiga þjóðhöfðingja sem skilur fullkomlega hvað hugtakið lýðræði gengur út á. Þetta getur undirritaður staðfest persónulega.


mbl.is „Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáir samdrætti á Kýpur til 2015

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagkerfi Kýpur muni dragast saman um 8,7% á þessu ári, og 3,9% á því næsta, en vaxa um 1,1% á því þarnæsta eða 2015. Einfaldur hlutfallareikningur leiðir í ljós að: (100%-8,7%)*(100%-3,9%)*(100%+1,1%) - 100% =...

Greiða út í krónum takk

Þjóðarbúið þarf að nota þann gjaldeyri sem liggur í eigu þrotabúa fallinna fjármálafyrirtækja sem bíða þess að verða leyst upp. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti verða kröfuhafar þrotabúanna að sætta sig við að fá kröfur sínar hugsanlega greiddar í...

Hvað með Landsbankabréfið?

„Afl - sparisjóður uppfyllir kröfur fjármálaeftirlits um eigið fé og rekstur hans gekk ágætlega á síðasta ári. Eigi að síður er mikil óvissa enn varðandi lögmæti erlendra lána, en stjórn telur að búið sé að leggja nægjanlega mikið í...

Orsök vandans er verðtrygging

Ásta Helgadóttir umboðsmaður skuldara segir að frysting lána sé lausn sem ekki hjálpi öllum. Hún lækkar tímabundið greiðslubyrðina en heildarkostnaðurinn eykst. Því miður eru margir ennþá þannig staddir að þeir geta ekki greitt. Það mætti samt segja allt...

Lausn snjóhengjuvandans hér

Slitastjórn Landsbankans hefur óskað eftir því við Seðlabanka Íslands að fá að flytja 200 milljarða í erlendum gjaldeyri úr landi til að borga Icesave. Seðlabankinn hafnaði því, réttilega, enda hefur bæði íslenski löggjafinn hafnað því auk þess að fá þá...

Verðstöðvun strax!

Einn stærsti einstaki verðbólguvaldurinn á Íslandi er hár fjármagnskostnaður sem öðru fremur stafar af verðtryggingu fjárskuldbindinga í bankakerfinu sem ýtir undir þenslu fjármagnseigna og rýrir þannig sífellt verðgildi krónunnar og skapar óstöðugleika....

Verðtryggingarsnjóhengjan

Þrátt fyrir að verðbólgan hafi farið lækkandi að undanförnu eru ýmsir undirliggjandi þættir líklegir til að viðhalda verðbólguþrýstingi, að mati sérfræðinga sem benda m.a. á að allar líkur séu á að gengi krónunnar gefi eftir í haust. Það sem þeir segja...

Hómer Simpson á Hressó

Eins og komið hefur fram í fréttum að undanförnu mun Ísland verða sögusvið lokaþáttar yfirstandandi þáttaraðar Simpson fjölskyldunnar, sem er jafnframt sú næstsíðasta sem mun verða framleidd að sögn höfundar þáttanna. Þátturinn verður frumsýndur...

Flott: gefið ykkur þá fram!

Haft er eftir ónefndum "vini" svokallaðra erlendra kröfuhafa í Financial Times að þeir séu tilbúnir til viðræðna við íslensk stjórnvöld, þar sem þeir muni krefjast þess að fá kröfur sínar greiddar að fullu. Ekki fylgir þó sögunni hvernig slíkar kröfur...

TPB AFK IBI

TPB AFK - The Pirate Bay, away from keyboard: http://www.tpbafk.tv/video/ IBI: Inspired by Iceland. Strákarnir sem bjuggu til þennan vef eru algjörir snillingar og sem slíkir almennt mjög vanmetnir í samtímanum, ásamt framlagi þeirra til umbyltingar á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband