Bara ef þau myndu nú...

...lesa Stjórnartíðindi í staðinn fyrir að einblína á matseðilinn í kaffiteríunni.

Þá kannski væri útlit fyrir bjarta framtíð...


mbl.is Þingið kemur saman á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Brynjólfsson

Æ, þetta eru ólíkindalæti í þessu blessaða fólki. Það var öllum ljóst, í gegnum fjölmiðla, hvenær þing hæfist.

Guðmundur Brynjólfsson, 3.6.2013 kl. 23:22

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er nauðsynlegt að rifja upp hversu stjórnlaust síðasta þing var. Þingfólk vissi ekki á kvöldin, hvort það ætti að mæta í þingið næsta morgun, né hvernig dagskráin yrði í komandi viku!

Eru allir búnir að gleymi því stjórnleysi sem ríkti síðustu fjögur árin? Fólk vissi varla hvar það átti að vera milli þessara skyndi-ákvarðanafunda á alþingi. Eða er ég að fara rangt með núna?

Leiðréttið mig endilega, ef ég fer með rangt mál.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2013 kl. 23:55

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Menn eiga nú ekki að venjast því að þurfa að lesa Stjórnartíðindi á hverjum morgni til að vakta tilkynningar sem þessar. Hefði verið eðlilegt og sjálfsagt að taka ákörðun sem þessi í samráði við alla þingflokka, og í öllu falli tilkynna þeim það um hæl.

Það væri óskandi að ríkisstjórn gæti viðurkennt og beðist afsökunar á þessum klaufaskap, og málið væri úr sögunni.

Þess í stað er brugðist við með þóttaskap og skætingi. Það boðar ekki gott fyrir glænýja stjórn, sem mynu engu tapa þó hún sýndi smá auðmýkt.

Skeggi Skaftason, 4.6.2013 kl. 09:30

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðmýkt getur verið af hinu góða Skeggi, en vandséð hvað hún kemur þessu máli við.

Formlegt boð er ekki hægt að senda þingmönnum um setningu Alþingis, fyrr en öllum formsatriðum hefur verið fullnægt. Það er hins vegar hægt að tilkynna mötuneyti staðarins um áætlunina. Fréttamiðlar fluttu af þessu fréttir um helgina svo þetta átti ekki að koma neinum á óvart.

Árni Páll hefur í hverju viðtalinu af öðru og á hvejum fundinum af öðrum, sagt að hann og Samfylkingin hafi misst tengsl við raunveruleikann á síðasta kjörtímabili. Að hann og flokkur hans hafi vanmetið vandann, ekki gert sér grein fyrir honum. Kannski væri hollráð fyrir Árna að fara að fylgjast með hvað er að gerast í þjóðfélaginu, í stað þess að koma alltaf eftirá og segjast ekki hafa haft hugmynd um málið!

Þó svo að mötuneytið hafi sennt út sinn matseðil, einhverjum mínútum áður en formlegt boð til þingmanna barst, þarf enginn að fara á límingunum.

Það merkilegasta við þetta mál allt saman er að sennilega hafa báðir þessir þingmenn verið komnir með formlegt boð um þingsetninguna, þegar þeir æddu í fjölmiðla.

Það er stundum kallað að menn hlaupi upp á nef sér. Þessir tveir formenn krata gerðu það svo sannarlega í gær.

Um samráð fyrri ríkisstjórnar við stjórnarandstöðu er fátt að segja. Það samráð var einfaldlega ekki til staðar. Það er því sama hvernig núverandi ríkisstjórn spilar á þessu sviði, það getur aldrei orðið verra.

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2013 kl. 14:45

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skeggi. Ég tek undir það, að fólk á ekki að lesa um mætingu í vinnu, í einhverjum ó-ábyrgum fréttamiðlum.

En það þvælist eitthvað fyrir mér, að stjórnleysinu sé mótmælt af fólki, sem studdi stjórnleysið fyrir kosningar?

Hvers vegna á núna fyrst að kvarta yfir stjórnsýslu-ruglinu, af þeim sem tóku þátt í síðasta stjórnsýslu-rugli?

Auðmýkt og æðruleysi er jafn góð fyrir alla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.6.2013 kl. 17:47

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef það er eitthvað sem ég er búinn að læra á undanförnum fjórum árum það að lesa stjórnartíðindi á hverjum morgni. Auk þess að vakta heimasíður dómstólanna og allra helstu úrskurðaraðila á stjórnsýslustigi.

Annars er ekki nokkur leið að vita hvaða lög eru gildi þann daginn og hvernig á maður annars að geta mögulega fylgt þeim öllum?

Ég vil nú bara vera löghlýðinn en það er farið að taka bróðupart dagsins. Þetta er eitthvað sem þarf kannski að fara að endurskoða.

Framtíðin er svo djöfulli björt að ég þarf bráðum logsuðugleraugu.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.6.2013 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband