Hvað með Landsbankabréfið?
13.5.2013 | 23:30
Afl - sparisjóður uppfyllir kröfur fjármálaeftirlits um eigið fé og rekstur hans gekk ágætlega á síðasta ári. Eigi að síður er mikil óvissa enn varðandi lögmæti erlendra lána, en stjórn telur að búið sé að leggja nægjanlega mikið í afskriftarreikning til að mæta líklegustu niðurstöðu.
Meiri óvissa ríkir hins vegar um lögmæti þeirra erlendu lána sem sjóðurinn tók og þar hefur sjóðurinn aflað álits lögmanna sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að telja megi meiri líkur en minni á að leiðrétta þurfi þau lán.
Hefur stjórn ákveðið að fela lögmönnum að gæta hagsmuna sjóðsins og verður stefna gegn lánardrottnum sjóðsins þingfest í lok mánaðarins. Stjórn telur einnig að sú eftirgjöf skulda sem sjóðurinn hefur fengið sé óafturkræf og er það í samræmi við niðurstöðu óháðs lögfræðiálits.
Gunnar Karl Guðmundsson, stjórnarformaður.
Athyglisvert... en hvað með Landsbankabréfið?
Sjá: Lausn snjóhengjuvandans hér - bofs.blog.is
![]() |
Segir óvissu ríkja um lán sem Afl tók |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Orsök vandans er verðtrygging
11.5.2013 | 14:12
Ásta Helgadóttir umboðsmaður skuldara segir að frysting lána sé lausn sem ekki hjálpi öllum. Hún lækkar tímabundið greiðslubyrðina en heildarkostnaðurinn eykst. Því miður eru margir ennþá þannig staddir að þeir geta ekki greitt.
Það mætti samt segja allt það sama um verðtryggingu, sem var komið á sem einhverskonar "úrræði" til að gera tvo ómögulega hluti í einu: gera fólki kleift að taka lán sem ekki er hægt að endurgreiða, og á sama tíma reyna að gera þeim kleift að endurgreiða þau. Þriðji ómöguleikinn felst svo í útgáfu skuldabréfa með slíka tryggingu, án þess að gerð sé grein fyrir tapsáhættu af völdum hennar.
Hefðu þessi lán ekki verið verðtryggð, er ólíklegt að fólk hefði þurft að láta frysta þau, þar sem þau hefðu staðið í stað í verðbólgu undanfarinna missera í stað þess að stökkbreytast. Ef það hefði nú bara verið hlustað á Hagsmunasamtök heimilanna á sínum tíma þá stæðum við ekki í þessum sporum núna. Það er hinsvegar aldrei of seint að byrja að hlusta, og betra seint en aldrei.
Meira um þetta hér:
Verðtryggingarsnjóhengjan - bofs.blog.is
Verðstöðvun strax! - bofs.blog.is
![]() |
Frysting hjálpar ekki öllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lausn snjóhengjuvandans hér
11.5.2013 | 13:43
Slitastjórn Landsbankans hefur óskað eftir því við Seðlabanka Íslands að fá að flytja 200 milljarða í erlendum gjaldeyri úr landi til að borga Icesave. Seðlabankinn hafnaði því, réttilega, enda hefur bæði íslenski löggjafinn hafnað því auk þess að fá þá ákvörðun staðfesta með alþjóðlegum dómi. Þar að auki hefur Seðlabankinn nú loksins viðurkennt, í nýjasta hefti Fjármálastöðugleika, að nýji bankinn sem búinn var til úr rústum hins gamla, er ógjaldfær í erlendri mynt, og mun því þurfa á þessum peningum að halda.
Það þýðir þó alls ekki að gamli bankinn muni ekki fá neina peninga til að senda úr landi á endanum, en að sjálfsögðu á það ekki að verða fyrr en nýji bankinn hefur fengið að njóta forgangs að þeim til endurkaupa á skuldabréfi sem þáverandi fjármálaráðherra lét nýja bankann gefa út til slitastjórnarinnar vegna tiltekinna eignasafna sem eru líklega að stóru leyti ólögmæt lán og er auk þess miklum vafa undirorpið hvort um raunverulegar gjaldeyriseignir sé að ræða. Gengistryggð lán voru nefninlega í raun aldrei veitt í erlendri mynt heldur íslenskum krónum. Þannig á nýji bankinn ekki einu sinni að láta þennan gjaldeyri af hendi, heldur íslenskar krónur, sem hann á nóg af.
Yrði farið eftir slíkri áætlun færi erlend staða þjóðarbúsins jafnframt úr mínus í plús á næstu þremur til fjórum árum, miðað við forsendur fyrir spám Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisjöfnuð næstu misseri. Slík áætlun gæti dugað til þess að bræða stærsta einstaka bitann í hinni svokölluðu snjóhengju.
Hérna eru lykilatriði í útfærslunni á þessu:
1) Skuldbreyta því sem eftir stendur af Landsbankabréfinu í krónur.
2) Afskrifa það sem er umfram 88,8 milljarða (rúma 224 milljarða).
3) Skipta öllum gjaldeyri í eigu slitastjórnar LBI í krónur.
4) Afhenda TIF þann helming þrotabúsins sem hann á tilkall til.
5) TIF greiði sinn helming Icesave út, í rammíslenskum krónum.
6) Restin af eignum þrotabús LBI færðar í eignarhaldsfélag.
7) Bretum og Hollendingum afhent sitthvort hlutabréf þess.
8) Icesave málið búið, allir fá sitt og Ísland kemur út í stórum plús.
Undirritaður leggur til að þessi löglega og hagkvæma leið verði farin.
ATH. Lögfræðilegur fyrirvari: af gefnu tilefni skal áréttað að þrátt fyrir að vera birt á opinberum vettvangi njóta skrif mín hugverkarréttar, ekki síst sæmdarréttar. Þessi hugmynd að útfærslu á skynsamlegri efnahagsáætlun er ekki til sölu, heldur vill höfundur gjarnan að hún verði notuð. Ætli hinsvegar einhver að eigna sér hana í annað hvort viðskiptalegum, pólitískum, eða öðrum tilgangi öðrum en réttur höfundur leyfir, er gerður áskilnaður um fullan sæmdarrétt og yrði honum framfylgt með því að senda innheimtu bréf fyrir sanngjörnum ágóða höfundar af þeim ávinningi sem af þessu hlytist. Þar sem nánast útilokað er að meta hvað sé sanngjarnt í því samhengi vísast til laga um ríkisábyrgð, þar sem viðmiðunarmörk fyrir álagningu ríkisábyrgðargjalds eru á bilinu 0,25-4% þeirrar fjárhæðar sem gengist er í ábyrgð fyrir, á ári.
![]() |
Fékk ekki undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Verðstöðvun strax!
9.5.2013 | 20:22
Einn stærsti einstaki verðbólguvaldurinn á Íslandi er hár fjármagnskostnaður sem öðru fremur stafar af verðtryggingu fjárskuldbindinga í bankakerfinu sem ýtir undir þenslu fjármagnseigna og rýrir þannig sífellt verðgildi krónunnar og skapar óstöðugleika. Rannsóknir hafa sýnt að fjármagnskostnaður er allt að helmingur vöruverðs og meira en það í sumum flokkum opinberrar þjónustu líka, en hér á landi er einnig mjög stór hluti fjármagnskostnaðar í formi verðbóta af völdum verðtryggingar.
Hægt væri að slá á þennan vítahring með opinberri verðstöðvun hér á landi. Með því er þó alls ekki átt við að ríkið eigi að fara að hafa bein afskipti af smásöluverðlagningu eins og samtök verslunar og þjónustu virðast hafa gert kröfu um með nýlegum skilaboðum sínum til þáttakenda í yfirstandandi viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Heldur þarf einfaldlega að frysta vísitölu neysluverðs, sem er einfalt að gera með minniháttar breytingum á lögum nr. 12/1995 um vísitölu neysluverðs, en fordæmi eru fyrir slíku bæði hérlend og söguleg.
Frá og með gildistöku slíkrar stöðvunar myndu verðbætur samstundis hverfa úr fjármagnskostnaði bæði fyrirtækja og heimila. Þannig myndi skapast slaki í rekstri fyrirtækja og þrýstingur á launakostnað myndi minnka þannig að forsendur til verðhækkana væru ekki lengur til staðar. Þetta samræmist alveg frjálsri verðlagningu, og það gæti jafnvel farið svo að einhverjir kaupmenn eða fyrirtæki sem áður voru sliguð af fjármagnskostnaði sæu sér leik á borði og lækkuðu verð til að bæta samkeppnisstöðu sína. Þetta gæti jafnvel leitt til nokkurrar verðhjöðnunar sem væri gott fyrir bæði heimili og fyrirtæki þar sem veltuhraði myndi aukast á sama tíma.
Þegar jafnvægi væri náð og fólk gæti náð andanum aftur væri svo hægt að fara að skoða það hvort ekki væri þá svigrúm til að leiðrétta sérstaklega þær skuldir heimila sem hafa stökkbreyst í þeim hremmingum sem staðið hafa yfir á fjármálamörkuðum undanfarin misseri. Með því að losna við þennan uppsprengda fjármagnskostnað væru allar líkur á því að þjóðfélagið sem heild hefði aukið svigrúm og yrði betur í stakk búið til að takast á við slíkt verkefni, jafnvel þó að menn greini hugsanlega eitthvað á um hversu langt skuli ganga í þeim efnum. Hér er fjallað nánar um það: Verðtryggingarsnjóhengjan.
![]() |
Styrking krónu skilar sér í lægra verðlagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Verðtryggingarsnjóhengjan
9.5.2013 | 16:24
Þrátt fyrir að verðbólgan hafi farið lækkandi að undanförnu eru ýmsir undirliggjandi þættir líklegir til að viðhalda verðbólguþrýstingi, að mati sérfræðinga sem benda m.a. á að allar líkur séu á að gengi krónunnar gefi eftir í haust.
Það sem þeir segja þó ekki frá er að: Verðtryggingin er hinn undirliggjandi vandi
Hún prentar pening og eykur þannig peningamagn í umferð, sem leiðir til rýrnunar á verðgildi krónunnar og samsvarandi verðhækkana sem hækka vísitölu neysluverðs. Það veldur svo hækkun á verðtryggðum lánum sem prenta meiri froðupeninga fyrir bankana og knýja þannig verðbólguskrúfuna áfram.
Til þess að stöðva verðbólgu verður því að afnema verðtryggingu á lánsfé.
Hér má sjá hvernig verðtryggingarfroðan féll saman haustið 2008:
En hvað varð um afskriftina á þessari snjóhengju? Hefur hún skilað sér á innheimtuseðla neytenda? Hefur hún skilað sér í lækkun húsnæðiskostnaðar sem er stór þáttur í vísitölu neysluverðs? Nei það hefur hún í fæstum tilvikum gert, þrátt fyrir að landsmenn hljóti að eiga réttmæta heimtingu á því að njóta góðs af þessari afskrift. Þetta ættu þeir að skoða vel sem segjast vera áhugasamir um hagsmuni neytenda og þann ávinning sem þeir gætu fengið af lægra vöruverði með minni verðbólgu í umhverfi án peningaprentunar af völdum verðtryggingar.
Þetta ættu þeir líka að skoða sem spyrja hvað kosti að leiðrétta tjónið og hver eigi að borga fyrir þá aðgerð. Svarið er einfalt: það kostar aðeins nokkra músarsmelli að færa tölur á innheimtuseðlum niður til samræmis við þá afskrift sem búin er að eiga sér stað þegar froðan féll saman haustið 2008 eins og myndin að ofan sýnir. Þeir hinir sömu mættu svo gjarnan svara þeirri spurningu hvað það kostar að gera það ekki, því það er öðru fremur umframmagn peninga í umferð af völdum þessarar verðtryggingar sem er orsök verðbólgu hér á landi. Verðbólgan snertir alla, ekki aðeins þá sem taka húsnæðislán þó hún snerti þá af tvöföldum þunga.
Með því að leiðrétta þessa kerfisvillu gætum við dregið stórlega úr peningamagni í umferð og þannig snúið verðbólgunni til baka og fengið lægra og stöðugra vöruverð. Eins undarlegt og það kann að virðast eru þeir til sem segjast vera mótfallnir afnámi verðbólgu. Það hlýtur að verða að teljast undarleg afstaða, að vilja viðhalda verðbólgu. Miklu skynsamlegra væri að losna við hana með því að afleggja hið úr sér gengna fyrirkomulag verðtryggingar og leiðrétta tjónið sem það hefur valdið.
![]() |
Þrýsta á verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hómer Simpson á Hressó
5.5.2013 | 17:11
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flott: gefið ykkur þá fram!
2.5.2013 | 15:10
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
TPB AFK IBI
25.4.2013 | 15:47
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Málsatvik upplýst?
24.4.2013 | 02:56
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
NEI frekar 88,8 milljarða
23.4.2013 | 22:24
IceSave | Breytt 24.4.2013 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
NEI því var hafnað
18.4.2013 | 02:42
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Opinber vísbending um huglæga afstöðu?
15.4.2013 | 00:48
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ekki frétt?
8.4.2013 | 17:01
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kýpur tekur upp krónu
1.4.2013 | 15:41
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skammtafræðilegt efnahagsástand
26.3.2013 | 14:48
Viðskipti og fjármál | Breytt 28.3.2013 kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)