Fyrirheit um hálfvelgju í þágu heimilanna
24.2.2013 | 17:44
Hér eru í heild sinni þeir hlutar landsfundarályktunar Sjálfstæðisflokksins um efnahags- og viðskiptamál er varða neytendalán, lesendum til glöggvunar.
Verðtrygging
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur.
Skuldavandi heimila
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar verði markvissar aðgerðir til að bregðast við greiðslu- og skuldavanda heimilanna með almennum aðgerðum Þessi aðgerð er mikilvæg forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags. Framtíðarskipan húsnæðis- og neytendalána þarf að taka mið af ríkjandi neytendaverndarreglum innan EES sem Ísland hefur þegar lögleitt. Tryggja verður virka samkeppni á lánamarkaði vegna húsnæðikaupa sem getur leitt til þess að vextir og gjaldtaka lánastofnana verði með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. Mikilvægt er að afnema stimpilgjald til að auka samkeppni á fjármálamarkaði og jafnræði milli neytenda og fjármálastofnana.
Landsfundur telur að til að létta greiðslubyrði og auðvelda fjölskyldum að lækka húsnæðisskuldir skuli veita skattaafslátt vegna afborgana af lánum til eigin íbúðarkaupa. Jafnframt telur landsfundur að veita eigi þeim fasteignaeigendum sem kjósa frekar að greiða inn á höfuðstól íbúðalána sinna, en að leggja fyrir til séreignasparnaðar, rétt til að njóta sama skattaafsláttar og fylgir nú séreignarsparnaði. Sá skattaafsláttur verði varanlegur samkvæmt nánari útfærslu. Þar með er stuðlað að því að fólk eignist fyrr fasteignir sínar og eigi betri möguleika á því að ráða við afborganir
Sú stefna stjórnvalda undanfarinna áratuga að hvetja fólk til óhóflegrar skuldsetningar í stað þess að leggja áherslu á sparnað og eignamyndun hefur reynst bæði þjóðinni og ríkinu dýrkeypt. Nauðsynlegt er að snúa af þessari óheillabraut og afnema kerfislæga hvata til skuldsetningar. Landsfundur vill að fólki séu auðvelduð fyrstu íbúðarkaup með skattalegum hvötum til sparnaðar. Endurskipuleggja þarf íbúðalánakerfið með það fyrir augum að tryggja fólki val. Markmiðið er að veita sambærileg lán og hjá nágrannaþjóðum okkar með sanngjörnum vöxtum til langs tíma, án verðtryggingar. Efnahagslegur stöðugleiki er nauðsynleg forsenda þess að breytingar af þessu tagi geti náð fram að ganga.
Landsfundur telur nauðsynlegt að dregið sé úr afleiðingum gjaldþrots fyrir einstaklinga. Það er hvorki réttlátt né hagkvæmt að fólk, sem lendir í tímabundnum fjárhagsvandræðum, þurfi að glíma við þann vanda stærstan hluta starfsævi sinnar. Sjálfstæðisflokkurinn telur eðlilegt að þeir sem ekki geta staðið undir húsnæðisskuldum sínum hafi þann valkost að afsala eign sinni til lánveitenda án þess að til gjaldþrots komi að uppfylltum skilyrðum.
Landsfundur telur mikilvægt að koma í veg fyrir keðjuverkandi áhrif greiðsluþrots einstaklinga. Ungt fólk hefur á undanförnum árum fengið að veðsetja eignir vandamanna, með svokölluðum lánsveðum, vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði. Bankastofnanir gerðu með sér samkomulag um að falla frá lánsveðum hafi ekki verið fyrirliggjandi greiðslumat lántakanda. Eftir standa lánsveð lífeyrissjóða. Landsfundur telur eðlilegt að jafnræði ríki meðal lánsveðsveitenda óháð eðli fjármálafyrirtækis.
Samantekt á efnislegum fyrirheitum:
1. Markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla.
Athugasemd: Þessu markmiði hefur verið náð nú þegar, allit lánveitendur bjóða nú óverðtryggð lán eða stefna markvisst að því að hefja veitingu þeirra á næstunni, en 86% nýrra lána eru nú óverðtryggð.
2. Almennar aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimila, en ekkert kemur fram um í hverju þær skuli felast.
Athugasemd: Loðið, óljóst og loftkennt. Enginn markviss tímasett áætlun.
3. Tekið verði mið af neytendaverndarreglum EES sem Ísland hefur þegar lögleitt.
Athugasemd: Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fara að lögum. Ánægjulegt, en þeir hefðu mátt byrja á því að leggja bílunum sínum löglega fyrir utan fundarstaðinn. Sorry, þessu fólki er varla treystandi til að vita hvað það er að fara að lögum, og er nóg að vísa til formannsins og almennum stuðningi flokksmanna við hann í þeim efnum.
4. Stuðlað verði að aukinni samkeppni á lánamarkaði með afnámi stimpilgjalda.
Athugasemd: Þetta er skilyrði sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur sett fyrir þeirri ríkisaðstoð sem reidd var fram við endurreisn bankakerfisins. Aftur er það ánægjulegt ef Sjálfstæðismenn ætla að virða settar reglur, en jafnframt spurning hversu vel það muni ganga hjá þeim. Til að gæta sannmælis þá hafa þau nú reyndar lagt fram prýðilegt frumvarp í þessa veru, en samt er engan veginn hægt að halda því fram að afnám stimpilgjalda verði Sjálfstæðisflokknum að þakka. Hann mun samt reyna að láta þakka sér fyrir það.
5. Skattaafsláttur á móti afborgunum af lánum til húsnæðikaupa.
Athugasemd: Skattaafsláttur á móti afborgunum húsnæðislána = vaxtabætur. Það eru svo sem ágætar fréttir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli ekki að afnema þær að svo stöddu, en að sama skapi allsérstætt að gera eitthvað að framboðsstefnu sem felur í raun ekki í sér neina breytingu. Reyndar þykir bönkunum það eflaust líka góðar fréttir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að halda áfram að niðurgreiða vextina þeirra úr ríkissjóði svo þeir geti okrað meira og reynt að telja fólki trú um að það hafi bara víst efni á svona háum vöxtum.
6. Horfið verði frá hvata til mikillar skuldsetningar vegna húsnæðiskaupa.
Athugasemd: Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að sjá til þess að húsnæði verði á viðráðanlegu verði og að fólk muni á fyrstu æviárunum eiga afgang af tekjum sínum til að leggja fyrir eigið fé til húsnæðiskaupa. Þetta myndi kalla á grundvallarbreytingu á núverndi fyrirkomulagi efnahagsmála, þess vegna vekur sérstaka athygli að ekki fylgir þessu neitt um hvernig það verði útfært, og engin markviss, tímasett áætlun heldur.
7. Lyklafrumvarpið, þ.e. takmörkun húsnæðisskulda við veðandlag.
Athugasemd: Lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur er nauðsynlegt á meðan verðtrygging er enn við lýði, en væri í raun óþarft ef farið væri að lögum, lánin leiðrétt samkvæmt þeim, og verðtrygging afnumin til framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki að ganga alla leið og ætlar því einungis að fara hálfa leið.
8. Lífeyrissjóðir verði látnir falla frá lánsveðum.
Athugasemd: Lífeyrissjóðirnir hafa fram að þessu hafnað alfarið nokkurri eftirgjöf lánsveða og borið því fyrir sig að þeim sé slíkt ekki heimilt samkvæmt lögum. Þannig virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að boða málaferli fyrir dómstólum við lífeyrissjóðina, ætli hann að halda þessu loforði til streitu.
Dæmi nú hver fyrir sig hversu þunnur þrettándinn er...
![]() |
Fyrirheit í þágu heimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Hálfkák handa heimilum og kjósendum
24.2.2013 | 16:54
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur,
Verði ekki almenn regla???
Formaður Sjálfstæðiflokksins leggur samt til að það verði áfram valkostur að ýta undir verðbólgu, rýra kaupmátt, framkvæmda eignaupptöku, knýja fram hátt vaxtastig, grafa undan gjaldmiðlinum og stofna fjármálastöðugleika í varanlega hættu.
En það á þó ekki að vera almenn regla eins og hingað til hefur verið.
Verðtrygging er jólasveinahagfræði
Verðtryggingin ER hinn undirliggjandi vandi
Fremst í röðum þeirra sem vilja slá skjaldborg um bilunina sem í verðtryggingunni felst, eru meðal annars hagfræðingar, stærðfræðingar, þingmenn flokksins og formaðurinn.
80% hlynnt afnámi verðtryggingar - mbl.is
Meirihluti styður afnám verðtryggingar og niðurfærslu skulda
Almenningur hafnar verðtryggingunni - bofs.blog.is
Almenningur vill verðtryggingu burt, ekki hafa hana sem valkost.
Þá er Sjálfstæðisflokkurinn varla valkostur lengur fyrir almenning.
![]() |
Bjarni með sáttatillögu um verðtryggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað með hin sértrúarbrögðin?
24.2.2013 | 16:40
Það er að segja verðtrygginguna? Ætla Sjálfstæðismenn að útrýma henni líka eða hvað?
Svo virðist ekki vera ef marka má tillögu formannsins um málamiðlanir í þeim efnum:
Bjarni með sáttatillögu um verðtryggingu - mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur,
Efnahagslegur sjálfsíkveikjubúnaður verði ekki almenn regla líkt og verið hefur???
Með öðrum orðum þá sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson þarna með afgerandi hætti að hann hefur engan áhuga á því að koma böndum á gáleysislegt efnhagslíf. Hann vil áframhaldandi gjaldþrot og hrun, meiri verðbólgu hærri vexti og sífellt rýrnandi gjaldmiðil.
Nema auðvitað að sjálfstæðisflokkurinn vilji ekkert fá mikið af atkvæðum og vilji alls ekkert komast í ríkisstjórn. Það gæti svo sem vel útskýrt þessi afglöp, reyndar eiginlega bara alveg fullkomlega.
![]() |
Tillaga um kristin gildi felld út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging er jólasveinahagfræði
24.2.2013 | 16:27
Verðtrygging er jólsveinahagfræði sem orsakar verðbólgu og grefur sífellt undan stöðugleika gjaldmiðilsins.
Indexation considered harmful - bofs.blog.is
Gjaldþrot verðtryggingar - bofs.blog.is
Verðtryggingin ER hinn undirliggjandi vandi - bofs.blog.is
Auk þess er hún líklega ólögleg í núverandi mynd.
Áréttingar um verðtryggingu neytendalána - bofs.blog.is
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2013 er raunverulega tekist á um það hvort eigi að láta af þessari stórskaðlegu vitleysu sem hefur leitt yfir okkur enn eina kollsteypuna.
http://www.xd.is/landsfundur-2013/
Fremst í röðum þeirra sem vilja slá skjaldborg um bilunina, eru meðal annars hagfræðingar, stærðfræðingar, þingmenn flokksins og sjálfur formaðurinn.
80% hlynnt afnámi verðtryggingar - mbl.is
Meirihluti styður afnám verðtryggingar og niðurfærslu skulda
Almenningur hafnar verðtryggingunni - bofs.blog.is
Nú þá hlýtur almenningur líka að hafna Sjálfstæðisflokknum.
![]() |
Skora á Sjálfstæðisflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verðtryggingin ER hinn undirliggjandi vandi
23.2.2013 | 00:54
Forystumenn [Sjálfstæðisflokksins] voru sammála um að bann við verðtryggingu lána leysti engan vanda heldur þyrfti að bregðast við undirliggjandi vanda í efnahagskerfinu sem skapaði þann vanda sem verðtryggingunni væri ætlað að bregðast við.
Vesalingarnir elta skottið á sér enn eitt árið í röð. Einhliða verðtrygging fjárskuldbindinga er alls ekki lausn á neinum vanda, heldur er hún þvert á móti orsök þess vanda sem henni er (algjörlega ranglega) ætlað að bregðast við, sem er verðbólga.
Það er verðtryggingin sjálf sem er hinn undirliggjandi vandi!
Þetta er í rauninni alls ekkert flókið:
Verðtryggð lán hækka -> hagnaður banka eykst -> peningamagn eykst -> verðbólga -> verðtryggð lán hækka -> (hér erum við komin í hring).
Sá eini sem græðir á þessu er augljóslega bankinn. Þangað til allir fara á hausinn.
Ástæða þess að ég læt orsakasamhengið byrja á því að verðtryggða lánið hækki er vegna þess að það er nákvæmlega það sem verðtryggð lán gera án undantekninga á fyrsta mánuði, en til að mynda þá er 20 milljón króna lán strax rúmri hálfri milljón hærra daginn eftir að það hefur verið tekið, vegna lántökugjalds og stimpilgjalds. Þannig er lánakerfið beinlínis hannað með frumhvata sem veldur hækkun láns frá byrjun og svo tekur verðtryggingin við, sem svo leiðir til verðbólgu, sem hækkar verðtrygginguna, o.s.frv. sem vindur upp á sig eins og snjóbolti. Hér má merkja áhrif peningaprentunarinnar:

Sjá nýútkomnar rannsóknarniðurstöður:
Abstract (helstu niðurstöður, ísl. þýð. undirritaðs):
Rannsókn á myntrænum áhrifum verðtryggingar
Árið 1979 í kjölfar áratugslangrar óðaverðbólgu voru innleidd á Íslandi svokölluð verðtryggð lán, með neikvæða eignamyndun og höfuðstólstengingu sem hækkar höfuðstól lánanna til jafns við verðbólgu. Þessi tegund lána voru hluti af opinberru stefnu stjórnvalda um að koma böndum á óðaverðbólguna. Þrátt fyrir að almenn verðtrygging hafi síðan þá verið afnumin að talsverðu leyti er hún enn til staðar á fjárskuldbindingum, og meirihluti íslenskra húsnæðislána eru enn verðtryggð. Þó að því sé enn stundum haldið fram að verðtryggð lán hafi reynst gott ráð við óðaverðbólgunni, eru rökin fyrir því oftast byggð á yfirborðslegri þjóðhagfræðilegri túlkun á íslensku efnahagslífi, en aldrei hefur tekist að bera kennsl á neina sérstaka þætti í því gangverki sem styðja slíkar kenningar. Í þessari ritgerð tökum við öndverða nálgun, og setjum fram nákvæma greiningu á þeim peningalegu ferlum sem búa að baki slíkum lánveitingum eins og þær endurspeglast í tvíhliða bókhaldi bankakerfisins.
Greining þessi leiðir í ljós að engar sannanir eða orsakasamhengi eru fyrir hendi sem gætu stutt þá kenningu að verðtryggð lán hjálpi til að koma böndum á verðbólgu. Þvert á móti sýna rannsóknir okkar að sú aðferð sem notuð er við bókfærslu þessara lánveitinga innan bankakerfisins ýtir beinlínis undir myntþenslu bankakerfisins, og því hafa verðtryggð lán þau áhrif að auka verðbólguna sem þau eru tengd við, frekar en að draga úr henni. Þannig skapa þau vítahring innan bankakerfisins sem hefur bein áhrif á sjálfan gjaldmiðilinn. Þar sem þessi vítahringur útþenslu peningamagns myndast aðeins þegar verðbólga fer yfir u.þ.b. 2%, þá leggjum við til lausn sem fælist í því að festa vöxt peningamagns í umferð við 0%, og við veltum upp ýmsum aðferðum til þess að ná því fram með breytingum á svokölluðum Basel reglugerðarramma sem er grundvöllur íslenska bankakerfisins.
![]() |
Engin lausn að banna verðtryggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 03:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Icesave IV : skuldabréf Landsbankans
22.2.2013 | 18:02
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvers vegna ég verð aldrei á facebook
22.2.2013 | 17:22
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Lesist: fyrirtækin í brennidepli
22.2.2013 | 02:51
Gjaldþrot verðtryggingar
21.2.2013 | 20:31
Plunge Protection Team?
21.2.2013 | 17:26
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Indexation considered harmful
19.2.2013 | 19:41
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Áréttingar um verðtryggingu neytendalána
19.2.2013 | 02:20
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Almenningur hafnar verðtryggingunni
19.2.2013 | 00:28
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gjaldeyrishöft í Frakklandi
15.2.2013 | 16:00
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Skynsemi?
13.2.2013 | 14:05
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)