Hvað með hin sértrúarbrögðin?

Það er að segja verðtrygginguna? Ætla Sjálfstæðismenn að útrýma henni líka eða hvað?

Svo virðist ekki vera ef marka má tillögu formannsins um málamiðlanir í þeim efnum:

Bjarni með sáttatillögu um verðtryggingu - mbl.is

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur,“

Efnahagslegur sjálfsíkveikjubúnaður verði ekki almenn regla líkt og verið hefur???

Með öðrum orðum þá sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson þarna með afgerandi hætti að hann hefur engan áhuga á því að koma böndum á gáleysislegt efnhagslíf. Hann vil áframhaldandi gjaldþrot og hrun, meiri verðbólgu hærri vexti og sífellt rýrnandi gjaldmiðil.

Nema auðvitað að sjálfstæðisflokkurinn vilji ekkert fá mikið af atkvæðum og vilji alls ekkert komast í ríkisstjórn. Það gæti svo sem vel útskýrt þessi afglöp, reyndar eiginlega bara alveg fullkomlega.


mbl.is Tillaga um kristin gildi felld út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband