SFF = Samsæri fjármálafyrirtækja?
13.2.2013 | 13:22
Samtök fjármálafyrirtækja hafa brugðist ókvæða við nýri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, þar sem hár rekstrarkostnaður bankanna er gagnrýndur auk þess sem varað er við samþjöppun og hættu sem stafar af einsleitni sem einkennir íslenskan fjármálamarkað.
Gagnrýni SFF snýr einkum að útreikningum og mati á hinum háa rekstrarkostnaði bankanna, og hafa samtökin til að byrja með gengist upp í að láta málið snúast um það, frekar en hitt sem er mikilvægara, að á Íslandi er ekki raunveruleg samkeppni á bankamarkaði. Miklu nær væri að tala um klíkuskap í því samhengi.
Samkeppniseftirlitið hefur réttilega svarað þessari gagnrýni með því að benda á að viðbrögð SFF styðji einmitt þær vísbendingar sem uppi eru um að samkeppni sé áfátt! :)
Af þessu tilefni er kannski rétt að rifja upp það samráð sem fjármálafyrirtækin áttu með sér á síðasta ári vegna úrvinnslu mála er varða gengislán. Hagsmunasamtök heimilanna óskuðu eftir að fá sömu aðkomu að samráðsferlinu og SFF, en á það var ekki fallist heldur voru í staðinn sett skilyrði um að bankarnir mættu eiga með sér samstarf og SFF væri óheimil bein þáttaka í því, auk þess sem umboðsmanni skuldara var falið að taka þátt og hafa eftirlit með starfsháttum samráðshópsins.
Um það bil sem samráðshópurinn var að ljúka sínum störfum óskuðu HH eftir að fá aðgang að þeim gögnum sem samráðshópnum var gert að halda um störf sín, en þeirri beiðni var synjað af hálfu UMS fyrir hönd samráðshópsins. Eftir 6 mánaða langt gagnaöflunarferli sem lauk með úrskurði nefndar um upplýsingamál á grundvelli kæru HH á synjuninni, fengust gögnin loks afhent.
Skemmst er frá því að segja að þau sýndu merki þess að SFF hafi virt að vettugi skilyrði Samkeppniseftirlitsins fyrir undanþágu til samráðsins, tekið þar virkan þátt í heimildarleysi og verið jafnvel ráðandi aðili í samstarfinu. Til að mynda tók SFF að sér að varðveita öll gögn um samráðið og þau prófmál sem valin voru á grundvelli þess, þar á meðal persónulegar upplýsingar um skuldara í viðkomandi málum. Með þessu móti var upplýsingum um prófmálin haldið leyndum fyrir HH og augum almennings í hálft ár!
Gögn sýna vafasama starfshætti samráðshóps vegna gengislána
Ný gögn staðfesta enn frekar vafasama starfshætti samráðshóps vegna gengislána
Síðasta útspilið í því sem er æ meir farið að líkjast þaulskipulögðu samsæri fjármálafyrirtækja gegn hagsmunum heimila og almennings, er samningur sem SFF hefur gert við menntamálaráðuneytið um að fjármagna gerð námsefnis og kennslu í fjármálalæsi á grunnskólastigi og í framhaldsskólum. Af skjölum um málið sem HH hafa nú fengið afhent í samræmi við upplýsingalög, má ráða að til þessa samstarfs hafi verið stofnað einkum að frumkvæði SFF. Með slíkum samningi gefst heildarsamtökum fjármálafyrirtækja einstakt tækifæri til að hafa áhrif á væntanlega viðskiptavini á landsvísu og neytendur framtíðarinnar.
Þetta skýtur ekki síst skökku við í ljósi þeirrar gagnrýni sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefnar Alþingis um orsakir og afleiðingar falls viðskiptabankanna, varðandi óeðlileg áhrif hagsmunaaðila á kennslu og rannsóknir. Margir aðilar sem vinna sérstaklega fyrir hagsmuni neytenda á þessu sviði væru sjálfsagt betur til þess fallnir að stuðla að bættu fjármálalæsi, en slík sjónarmið virðast því miður hafa gleymst í dansi ráðuneytisins eftir höfði SFF í málinu.
Fyrirkomulag sem þetta er auðvitað jafn óæskilegt, eins og ef sælgætisframleiðendur fjármögnuðu námsefni og kennslu í næringarfræði. Vonandi þarf ekki að útskýra fyrir neinum svo augljós sannindi, en lesa má nánar um málið á vefsíðu HH auk þess sem þar má sjá afrit af viðkomandi samningi og lista yfir önnur málsgögn sem ættu að hjálpa hverjum sem vill kynna sér málið og taka til þess afstöðu.
HH gagnrýna harðlega samning ráðuneytis við SFF um kennslu í fjármálalæsi
Síðastliðið mánudagskvöld var haldinn borgarafundur í Iðnó á vegum stjórnmálasamtakanna Dögunar, en meðal frummælenda var formaður HH Ólafur Garðarsson og flutti hann erindi undir yfirskriftinni "Stríðið gegn heimilunum". Nú er ljóst að samsærið og stríð fjármálafyrirtækjanna gegn hagsmunum heimila og almennings, hefur færst á nýjar vígstöðvar: inn í skólanna þar sem börnin okkar hljóta menntun og stóran hluta síns uppeldis.
Er það virkilega svona sem við viljum hafa þetta? Við höfum unnið nokkrar orrustur, en þessu stríði er hvergi nærri lokið og svikarar leynast enn víða í áhrifastöðum. Hvenær er kominn tími til að snúa vörn í sókn? Sá tími er kominn núna!
Blásið hefur verið til sóknar með málaferlum á grundvelli laga um neytendalán, sem ekki virðast hafa verið virt af lánveitendum hér á landi og eru því lán sem það á við um líklega flestöll ólögleg fyrir vikið. Náist sigur í málinu kann það að hafa víðtækt fordæmisgildi til hagsbóta fyrir langflest skuldsett heimili. Lesa má nánar um málsóknina, og sérstakan málskostnaðarreikning fyrir þá sem hafa áhuga á að styðja baráttuna, á heimasíðu samtakanna: Málshöfðun gegn verðtryggingu
![]() |
SFF á villigötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Drónar leita að Dorner
11.2.2013 | 07:42
Leitin að Christopher Dorner, fyrrverandi sjóliða í bandaríska hernum og lögregluþjóni í Los Angeles, sem sakaður er um að hafa myrt þrjá og slasað tvo, hefur vakið mikla athygli (og móðursýki) þar vestanhafs. Málið tók þó alveg nýja stefnu í gær þegar fréttist af því að meðal þeirra verkfæra sem beitt sé við leitina að manninum væru ómönnuð eftirlitsloftför, svokallaðir drónar, svipaðir þeim sem notaðir eru í fjarlægum löndum til að bera stýriflaugar að heimilum grunaðra hryðjuverkamanna og skjóta þeim innum eldhúsgluggann á meðan fjölskyldan situr að snæðingi. Slíkar aðgerðir hafa stundum verið kallaðar aftökur með fjarstýringu.
Yesterday, as a task force of 125 officers ... continued their search, it was revealed that Dorner has become the first human target for remotely-controlled airborne drones on US soil.
The use of drones was later confirmed by Customs and Border Patrol spokesman Ralph DeSio ...
Þetta er í fyrsta skipti sem staðfest hefur verið tilvik þar sem slíkum njósnavélum er beitt við leit að flóttamanni innan landamæra Bandaríkjanna sjálfra. Einstaklingurinn sem um ræðir er jafnframt bandarískur ríkisborgari og er fremur glæpamaður en hryðjuverkamaður, svo dæmi sé tekið þá tilheyrir hann ekki neinum þekktum hryðjuverkasamtökum. Nema bandaríski herinn geti fallið undir þá skilgreiningu (sem hann getur líklega) eða lögreglan í Los Angeles, en viðbrögð hennar virðast einkennast af múgæsingi og blóðþorsta. Til að mynda særðust tvær mæðgur við blaðburðarstörf þegar lögregla skaut á bíl þeirra sem þótti líkur bíl Dorners. Þessi ofsafengnu viðbrögð haldast svo í hendur við stríðs-orðræðu sem magnast hefur upp í tengslum við málið:
Dorner, 33, who rose to the rank of lieutenant in the US Navy and served in Iraq before joining the LAPD, also ominously warned that he has shoulder-launched surface-to-air missiles to knock out any helicopters used to pursue him.
Last night, Brian Levin, a psychologist and professor of criminal justice at Cal State University, San Bernardino, said: Were talking about someone who basically perceives that a tremendous injustice has been done to him that took his life and identity.
Now he is, quite literally, at war.
Ég spái því að innan skamms verði Dorner búinn að nota þessar handhægu stýriflaugar sem hann hefur undir höndum til að skjóta niður einhverja ómannaða njósnavélina, eða jafnvel mannaða leitarþyrlu sem myndi gera dramatíkina ennþá meiri. Það myndi einnig þjóna sem fullkomin réttlæting fyrir því að senda næst á eftir honum dróna vopnaða stýriflaugum, eins og þá sem CIA hefur verið að prófa sig áfram með í löndunum sem enda á -stan og hafa þar komið mörgum heimamanninum að óvörum við eldhúsborðið.
Fyrir nokkrum dögum síðan fréttist nefninlega af minnisblaði dómsmálaráðuneytisins um lögfræðiálit þess efnis að nú væri talið heimilt að beita ómönnuðum loftförum til árasa gegn bandarískum þegnum á bandarískri grundu, og jafnvel þó engin sérstök ógn væri yfirvofandi. Ég ætla ekki að eigna neinum það óhugnanlega hugmyndaflug sem þyrfti til að hanna þessa atburðarás, til þess er málið of óljóst og viðkvæmt á þessu stigi. Tímasetningarnar eru þó grunsamlega fullkomnar fyrir þá sem kynnu að hafa áhuga á að láta reyna á lögmæti fjarstýrðrar aftöku samborgaranna, en svoleiðis öfl eru jafnframt líklegust til þess að hafa það siðferðisblindaða hugmyndaflug sem til þyrfti.
Þegar Dorner (Droner ?) öðlast þann vafasama sess í mannkynssögunni að verða ekki bara fyrsti Bandaríkjamaðurinn heldur jafnvel fyrsti þarlendi hermaðurinn sem var tekinn af lífi með fjarstýringu án dóms og laga af sínum eigin stjórnvöldum. Þá ætla ég ekki að skrifa um það bloggfærslu undir fyrirsögninni "told you so" því þetta er tvímælalaust meðal þess sem mig langar alls ekkert sérstaklega að hafa rétt fyrir mér um.
![]() |
Heita milljón dollurum í fundarlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fasismi | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Áróður erlendra stjórnvalda ER bannaður á Íslandi
10.2.2013 | 19:46
Framsóknarflokkurinn virðist telja ástæðu til að setja lög sem fyrirbyggja að erlendir aðilar og stjórnvöld geti stundað eða fjármagnað pólitískan áróður hér á landi. Af þessu tilefni er kannski rétt að vekja athygli á því að hér eru nú þegar í gildi slík lög, og starfandi aðilar sem kunna að falla undir þau.
EU: Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi
Velkomin(n) á heimasíðu sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi.
Timo Summa
Sendiherra og yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi
1971 nr. 16 31. mars/ Lög um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband
14. gr. 1. Forstöðumenn sendiráða skiptast í þessi þrjú stig:
a. sendiherrar er hafa ambassador, nuncio eða annað samsvarandi stig, og hafa umboð gagnvart þjóðhöfðingja;
b. sendiherrar er hafa envoy minister eða internuncio stig, og hafa umboð gagnvart þjóðhöfðingja;
c. sendifulltrúar (chargé d'affaires), sem hafa umboð gagnvart utanríkisráðherra. 2. Engan greinarmun skal gera á forstöðumönnum sendiráða eftir stigum, nema að því er snertir metorðaröð og siðareglur.
41. gr. 1. Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis.
2. Öll opinber erindi, sem móttökuríkið varða og falin eru sendiráðinu af sendiríkinu, skulu rekin hjá utanríkisráðuneyti móttökuríkisins eða hjá öðru ráðuneyti, sem samkomulag verður um, eða fyrir milligöngu þeirra.
1. gr.
Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.
- Ath. þegar þessi lög voru sett var þeim texta sem undir slíkt fellur undantekningalaust miðlað á prenti, en í dag fer slík miðlun að mestu leyti fram rafrænt, eins og er til dæmis viðurkennt af löggjafanum í nýlegum fjölmiðlalögum, og hlýtur þar af leiðandi að verða að skýra ákvæðið með hliðsjón af því og tilgangi laganna.
6. gr.
5. Óheimilt er að veita viðtöku framlögum frá erlendum ríkisborgurum, fyrirtækjum eða öðrum aðilum sem skráðir eru í öðrum löndum.
- Ath. erlendum aðilum er jafnframt óheimilt að stunda hér upplýsingaöflun án samþykkis stjórnvalda, og er slíkt framferði refsivert:
1940 nr. 19 12. febrúar/ Almenn hegningarlög
93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það fangelsi allt að 5 árum.
- Niðurstaða:
Það þarf ekki að setja ný lög. Aðeins virða þau sem fyrir eru.
![]() |
Erlend stjórnvöld kosti ekki áróður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frumvarp um afnám verðtryggingar
9.2.2013 | 12:04
Frá Hagsmunasamtökum heimilanna 5.2.2013:
Hagsmunasamtök heimilanna hafa tekið enn eitt skref í baráttu sinni fyrir afnámi verðtryggingar á neytendalánum, en varaformaður samtakanna Guðmundur Ásgeirsson hefur ritað "Frumvarp til laga um breytingu og afnám ýmissa lagaákvæða varðandi verðtryggingu neytendasamninga", sem tilbúið er til flutnings. Megináhrif frumvarpsins ef það yrði að lögum yrðu þau að afnema verðtryggingu neytendalána.
Auk þess eru með frumvarpinu lagðar til breytingar og afnám ýmissa lagaákvæða sem hafa með verðtryggingu að gera og hafa bein eða óbein áhrif á hagsmuni heimilanna.
Stjórn samtakanna hefur leitað til þingmanna eftir samstarfi, og óskað eftir því við einn þingmann úr hverjum flokki að gerast flutningsmaður frumvarpsins, í því skyni að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Má í því sambandi benda á ályktanir allra stjórnmálaflokkanna um leiðréttingu og/eða afnám verðtryggingar (samantekt hér).
Þingkonurnar Lilja Mósesdóttir og Margrét Tryggvadóttir hafa nú þegar lýst yfir áhuga á samstarfi, en Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall svöruðu neitandi. Enn hafa þingmenn Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og VG ekki gefið formlegt svar.
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna hefur nú ákveðið að birta frumvarpið opinberlega og er það því aðgengilegt hér. [Frá vefsíðu HH.]
Frumvarp HH um afnám verðtryggingar neytendalána o.fl.
Gjörðu svo vel ágæti Framsóknarflokkur.
Einnig af vettvangi Hagsmunasamtaka heimilanna:
Útfærð tillaga í umsögn HH við frumvarp til lyklalaga:
1. gr.
Greinin orðist svo:
Lánveitanda, sem veitir neytanda lán gegn veði í fasteign sem ætluð er til lögheimilis, er ekki heimilt að leita fullnustu fyrir kröfu sinni í öðrum verðmætum lántaka en hinu lánaða nema krafa hafi orðið til vegna saknæmra athafna eða brota lántaka á lánareglum. Með hinu lánaða er átt við að samsvarandi hlutfall af endanlegu uppgjörsverðmæti vegna fullnustugerðar við það hlutfall kaupverðs sem upphaflega var lánað fyrir til viðkomandi neytendakaupa. Krafa lánveitanda á neytanda skal falla niður, þó svo samsvarandi hluti af andvirði veðsins sem fæst við nauðungarsölu eða annað uppgjör í tengslum við fullnustuaðgerðir nægi ekki til fullnaðargreiðslu hennar ásamt áföllnum lántökukostnaði og álögðum gjöldum af hálfu lánveitanda.
Og jafnframt, meðal annars til samræmis við skilyrði ESA:
Útfærðar tillögur í umsögn HH við frumvarp um afnám stimpilgjalda:
- Íbúðalán alfarið undanskilin stimpilgjöldum.
- Hlutfallslegt lántökugjald verði óheimilt.
- Uppgreiðslugjöld bönnuð á neytendalánum.
--
Það er furðulegt ef Framsóknarflokkurinn ætlar að byggja kosningastefnu sína á loforðum sem aðrir eru búnir að standa við nú þegar án þess að hafa nokkurntíma lofað neinu slíku sjálfir. Miklu betra væri ef Framsóknarflokkurinn stæði að því að leggja frumvarpið um afnám verðtryggingar fram á Alþingi nú þegar og legði jafnframt stuðning sinn við hinar tvær tillögurnar.
Fyrir þessar kosningar gefast stjórnmálaflokkum og leiðtogum þeirra áður óþekkt tækifæri til þess að standa við stóru orðin, og gera það í þetta sinn fyrir kosningar. Ofangreind mál eru þegar komin fram á Alþingi, nema frumvarpið um afnám verðtryggingar en því hefur þó verið dreift til allra þingmanna, einnig Framsóknar.
Lagt er til að kjósendur snúi nú dæminu við þannig að þeir gefi sjálfum sér kosningaloforð: að kjósa (eða kjósa ekki) fólk og flokka vegna þess sem þau hafa gert (eða hafa ekki gert), frekar en út á það sem þau segjast ætla að gera seinna. Þannig er til dæmis eftir engu að bíða heldur gæti Framsókn verið búin að uppfylla mörg helstu kosningaloforðin á morgun ef þeim sýndist.
Þess í stað stendur til að "skipa starfshóp sérfræðinga" til að "fara yfir málin". Svona svipað og sitjandi ríkisstjórn er búin að gera tíu sinnum á kjörtímabilinu. Vonandi er þetta bara tímabundið hugsunarleysi hjá Framsókn, sem þau átta sig á von bráðar og hverfa alfarið frá þessari villu vegar síns.
Og skipaðan hvaða sérfræðingum spyr maður nú bara?
P.S. Við erum í símaskránni ef því er að skipta...
![]() |
Neytendalánum breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabanka
4.2.2013 | 21:39
Þann 6. október 2010 komu nokkrir hvatamenn að úrbótum á fjármálakerfi Íslands saman í Norræna húsinu og héldu þar blaðamannafund til að kynna tíu atriði sem hópurinn taldi vert að tekin yrðu til alvarlegrar skoðunar við þá endurreisn sem er að eiga sér stað í þeim efnum.
Þetta er fyrsta atriðið á listanum: http://www.ifri.is/is/?page=1
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, og til nokkurar ánægju hefur málið verið tekið á dagskrá með afgerandi hætti hér á landi. Bæði hefur það verið gert á vettvangi viðskiptaráðuneytisins, og svo hefur verið lögð fram tillaga að þingsályktun í þessa veru: http://www.althingi.is/dba-bin/Aferill.pl?ltg=141&mnr=228
Mikilvægt er að þrennt sé haft í huga þegar svona breyting er gerð:
1. Tryggja þarf að innstæður séu verndaðar með óskiptum forgangi við þrotaskipti svo að það séu fyrst og fremst eignir banka sem standi undir þeim og fjármagni tryggingsjóðinn, eins og kerfið ætti að virka í raun og veru. Þessu hefur hefur verið náð til hálfs hér á landi með uppsetningu tryggingasjóðs sem staðfest er með dómi að uppfyllir þessi skilyrði, auk þess sem með svokölluðum neyðarlögum var innstæðum tryggður forgangur í kröfuröð.
2. Bankarnir hafa þó fundið leið framhjá þessu, og hafa allir í einhverjum mæli byrjað að gefa út svokölluð sértryggð skuldabréf. Slík skuldabréf eru í raun bara lántaka bankans með sölu bréfanna til fagfjárfesta en þau eru tryggð með veðböndum í undirliggjandi útlánasöfnum viðkomandi banka. Lykilatriði er að við þetta færast skuldabréfaeigendurnir fram fyrir innstæðueigendur í kröfuröð á ný, þar sem þeir eiga þá beint veð í eignum bankans. Því er óljóst hvaða eignir gætu komið á móti innstæðunum, en hætt er við að þar sé einmitt veikur punktur í núverandi fyrirkomulagi. Þetta þarf að girða fyrir með því að banna viðskiptabönkum sem njóta innstæðutryggingar að veðsetja eignir sínar fyrir nokkru öðru en innstæðutryggingum, eins og eðlileg bankastarfsemi ætti í raun og veru að ganga fyrir sig. Fjárfestingarbankar gætu eftir sem áður sýslað með skuldabréfavafninga, en þá yrðu þeir að gera það án þess að njóta innstæðutryggingar nema þeir vilji sjálfir koma sér upp slíku kerfi á sína eigin ábyrgð.
3. Loks er atriði sem er vert að nefna í beinu framhaldi af þessu, en það er að slíkur aðskilnaður yrði tilvalinn vendipunktur til þess að hefja jafnframt aðskilnað peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins. Reyndar má færa rök fyrir því að það væri næsta skynsamlegt að gera þetta tvennt samhliða, en þó í ákveðnum skrefum sem hefðu skýra stefnu og markmið. Þannig væri um leið og böndum væri komið á áhættu almennings með breytingum á rekstrarskilyrðum bankastofnana, einnig hægt að verja almenning fyrir neikvæðum áhrifum á stöðugleika gjaldmiðilsins með því að einangra hann frá áhættusamri starfsemi fjárfestingabanka.
Þetta síðasta kom einmitt líka fram á blaðamannafundinum og var þriðja atriði í kynningunni: http://www.ifri.is/is/?page=2
Og sjá það hefur einnig verið lögð fram þingsályktunartillaga um það: http://www.althingi.is/dba-bin/Aferill.pl?ltg=141&mnr=239
Grundvallarforsenda fyrir hvorutveggja hér á landi er auðvitað að slökkva á stærstu óbeisluðu peningaprentvélinni með því að afnema einhliða verðtryggingu neytendalána.
![]() |
Hótar að brjóta upp bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 5.2.2013 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Uppstillingarnefnd hjá Bjartri Framtíð
4.2.2013 | 20:20
Nýr kafli skrifaður
4.2.2013 | 20:07
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Engin tilviljun !
31.1.2013 | 03:29
IceSave | Breytt s.d. kl. 04:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Told.You.So!
29.1.2013 | 02:11
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ísland: 2 / ESA og ESB: 0
28.1.2013 | 14:19
IceSave | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýr kafli skrifaður
25.1.2013 | 18:40
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.1.2013 kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Seðlabankinn er ekki Hæstiréttur
29.12.2012 | 15:22
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt jólalag, gegn verðtryggingu
6.12.2012 | 19:40
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vísitölutenging höfuðstóls er ólögleg
2.12.2012 | 23:27
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ríkisábyrgðarleiðin út úr kreppunni
26.11.2012 | 21:56
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)