Lesist: fyrirtækin í brennidepli
22.2.2013 | 02:51
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gleymdi því ekki í ræðu sinni við setningu landsfundar í dag að minna á það hver er hin raunverulega forgangsröð í stefnu flokksins. Svo ég leyfi mér að vitna í setningarræðu formannsins:
Sterkt og öflugt atvinnulíf er besta aðgerðin í þágu heimilanna.
Auðvitað eru öll fyrirtæki á einn eða annan hátt á endanum í eigu einhverra sem hljóta að eiga heimili líka. Það er vissulega alveg hárrétt hjá formanninum að sterkt og öflugt atvinnulíf er besta aðgerðin í þágu þeirra heimila sem það á við um.
Því miður eru það alls ekki öll heimili...
En væri það þá ekki engu að síður skynsamlegur valkostur fyrir þau heimili, sem jafnvel eru svo heppin að þessi ágæta forgangsröðun samræmist hagsmunum þeirra, að leggja traust sitt á Sjálfstæðisflokkinn? Kannski er þá við hæfi að rifja aðeins upp reynsluna:
Síðast þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd fóru þrjú stærstu fyrirtæki landsins á hausinn í raðgjaldþroti upp á margfalda þjóðarframleiðslu sem setti heimsmet, ekki miðað við höfðatölu heldur var það bókstaflega stærsta gjaldþrot sögunnar fram að því.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins sat í bankaráði eins þessara fyrirtækja sem var jafnframt stór styrktaraðili flokksins og vinnuveitandi margra tryggra flokksmanna.
Fjölskyldufyrirtæki þáverandi varaformanns flokksins fór í þrot sem varð til þess að kúlulán upp á hundruðir milljóna fengust ekki endurheimt.
Fráfarandi þingmaður flokksins stýrði fjármálafyrirtæki sem veitti þúsundir ólöglegra lána sem valdið hafa fjölda lántakenda miklu tapi sem þeir munu aldrei fá endurheimt. Þegar allt hrundi var hann ráðinn af þáverandi leiðtoga flokksins sem sérstakur efnahagsráðgjafi. Skömmu síðar fór svo fyrirtækið sem hann hafi stýrt líka á hausinn.
Annar þingmaður flokksins vissi allan tíman að gengistryggð lán væru ólögleg en þagði þunnu hljóði og virðist ekki hafa gert mikið til að vara aðra flokksfélaga við.
Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins stjórnaði stofnun með vald til að bókstaflega prenta peninga, en tókst samt að setja hana á hausinn!
Núverandi formaður ásamt ættingjum og viðskiptafélögum (sem eins og í öllum "góðum" viðskiptum er oft það sama) virðist þrátt fyrir greiðan aðgang að lánsfé hjá fjármálastofnunum, ekki síst þeim sem flokksbræðurnir stjórnuðu, hafa tekist að ná merkilegum árangri með því að setja heila keðju af bensínsjoppum á hausinn fyrir milljarða, nánast alveg vafningslaust.
Ég veit ekki með ykkur en hvað svo sem heimilunum líður.
Ef ég væri fyrirtæki myndi ég óttast þetta eins og pláguna!
![]() |
Heimilin í brennidepli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gjaldþrot verðtryggingar
21.2.2013 | 20:31
Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í gær lánshæfismat Íbúðalánasjóðs úr lægsta fjárfestingarflokki (Baa3) niður í svokallaðan ruslflokk (Ba1). Af fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag mátti svo ráða að nýjar upplýsingar um fjárhagsstöðu sjóðsins bentu til þess að afskriftaþörf sjóðsins væri mun meiri en áður hefði verið talið. Var þar vitnað í óbirta skýrslu ónefndra sérfræðinga á fjármálamarkaði sem var sögð hafa verið kynnt með leynd fyrir fáum útvöldum, en þar á víst að standa að yfirvofandi tjón vegna afskrifta nemi 86-129 í stað 40 milljörðum samkvæmt niðurstöðum IFS greiningar og starfshóps á vegum stjórnvalda frá áramótum.
Íbúðalánasjóður svaraði þessu með því að senda frá sér tilkynningu þar sem kom fram það mat sjóðsins að um engar nýjar upplýsingar væri að ræða, og að hinir "ónafngreindu sérfræðingar" væru í raun aðeins einn maður: hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja. Fyrst svo er hlýtur jafnframt að vakna sú spurning hvers vegna var þá verið að lækka matið? Ein möguleg kenning er að það tengist því að nú hrannast upp rök fyrir því að verðtryggð lán til neytenda, þar á meðal útlán Íbúðalánasjóðs, séu líklega ólögleg:
Ljóst er að jafnvel þó einungis þyrfti að leiðrétta verðbótaþátt verðtryggðra lána myndi sú niðurfærsla nema verulegum fjárhæðum í krónum talið. Reyndar birtist einmitt grein um það í Viðskiptablaðinu um helgina eftir höfund sem skrifar undir dulnefninu Óðinn:
Reyndar er alls ekki neitt augljóst samhengi milli lánshæfismatsins og þessarar einu blaðagreinar, enda kemur ekkert fram í tilkynningu Moody's sem bendir beinlínis til þess, og heldur ekkert sem segir að þetta hafi neina samsvörun við raunverulegan útlagðan kostnað ríkissjóðs heldur færi það alveg eftir útfærslunni. Hinsvegar er annað sem kemur fram í tilkynningunni sem hlýtur að teljast merkilegt:
RATIONALE FOR THE ISSUER RATING ... ... ...
HFF's legal status -- as a Treasury C-type institution fully owned by the Icelandic government -- ensures that the government is responsible for full payment of its liabilities. The guarantee does not satisfy all of Moody's requirements to permit full credit substitution, in particular because there is no explicit guarantee on timely payment, giving rise to a potential risk of non-timely payment if HFF were to fail to meet its obligations, which, combined with the weakening in HFF's stand-alone credit quality, supports the rating differential to the Icelandic government. ... ... ...
Með öðrum orðum þá telur Moody's að ábyrgð íslenska ríkisins sé ekki marktækari en svo að það sé óvíst hvort staðið yrði við hana tímanlega ef á það myndi reyna. Þetta er óvenju sterkt til orða tekið miðað við tilkynningu af þessu tagi! En allt saman endurspeglar þetta þó þann undirliggjandi veruleika að viðskiptamódel Íbúðalánasjóðs sem byggist á því að bjóða eingöngu upp á verðtryggð vísitölutengd jafngreiðslulán til húsnæðiskaupa, gengur ekki upp og er varanlega gjaldþrota.
![]() |
Engar nýjar upplýsingar á bak við matið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Plunge Protection Team?
21.2.2013 | 17:26
Sigríður Benediktsdóttir framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands hefur verið skipuð í nýstofnað kerfisáhætturáð Danmerkur.
Sambærilegur starfhópur var skipaður á Íslandi sumarið 2008.
Helsti munurinn er að svo voru allir bankarnir látnir hrynja í einu,
Frændur vorir hafa hinsvegar teygt sársaukann yfir heilt ár eða lengur.
Við sendum þeim að sjálfsögðu hlýjar óskir með von um betri tíð.
Kannski reynsla Sigríðar hjálpi þeim að taka til í kerfinu hjá sér.
![]() |
Sigríður í kerfisáhætturáð Dana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Indexation considered harmful
19.2.2013 | 19:41
Mikil umræða hefur verið að undanförnu um verðtryggingu, ekki síst í kjölfar frétta af nýlegu áliti sérfræðings hjá framkvæmdastjórn ESB um skilyrði fyrir lögmæti verðtryggingar neytendalána. Þessi skilyrði virðast ekki hafa verið virt af hérlendum lánveitendum, þrátt fyrir að nákvæmlega sömu skilyrði hafi verið innleidd í íslenskan rétt árið 1993 og jafnframt gilt um húsnæðislán frá ársbyrjun 2001.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa af þessu tilefni birt ályktun þar sem lagaskilningur sá sem samtökin hafa haldið frammi og sem álit sérfræðings ESB staðfestir, er útskýrður á mannamáli, en áður höfðu samtökin jafnframt útbúið og birt opinberlega frumvarp um afnám verðtryggingar neytendalána.
Núna í dag voru svo loks gefnar út niðurstöður vísindalegrar rannsóknar á myntrænum áhrifum almennrar verðtryggingar á Íslandi. Óhætt er að fullyrða að slík rannsókn hafi aldrei verið gerð áður, hvorki hér á landi né annarsstaðar. Niðurstöðurnar eru sláandi og leiða í ljós að verðtrygging er beinlínis skaðleg, en fyrirsögnin hér að ofan er einmitt vísun til spakmæla brautryðjenda í tölvunarfræði um uppfinningar sem virtust líklega ágætar í fyrstu, en með tímanum og reynslunni kom hinsvegar skaðsemi þeirra í ljós.
Abstract (helstu niðurstöður, ísl. þýð. undirritaðs):
Árið 1979 í kjölfar áratugslangrar óðaverðbólgu voru innleidd á Íslandi svokölluð verðtryggð lán, með neikvæða eignamyndun og höfuðstólstengingu sem hækkar höfuðstól lánanna til jafns við verðbólgu. Þessi tegund lána voru hluti af opinberru stefnu stjórnvalda um að koma böndum á óðaverðbólguna. Þrátt fyrir að almenn verðtrygging hafi síðan þá verið afnumin að talsverðu leyti er hún enn til staðar á fjárskuldbindingum, og meirihluti íslenskra húsnæðislána eru enn verðtryggð. Þó að því sé enn stundum haldið fram að verðtryggð lán hafi reynst gott ráð við óðaverðbólgunni, eru rökin fyrir því oftast byggð á yfirborðslegri þjóðhagfræðilegri túlkun á íslensku efnahagslífi, en aldrei hefur tekist að bera kennsl á neina sérstaka þætti í því gangverki sem styðja slíkar kenningar. Í þessari ritgerð tökum við öndverða nálgun, og setjum fram nákvæma greiningu á þeim peningalegu ferlum sem búa að baki slíkum lánveitingum eins og þær endurspeglast í tvíhliða bókhaldi bankakerfisins.
Greining þessi leiðir í ljós að engar sannanir eða orsakasamhengi eru fyrir hendi sem gætu stutt þá kenningu að verðtryggð lán hjálpi til að koma böndum á verðbólgu. Þvert á móti sýna rannsóknir okkar að sú aðferð sem notuð er við bókfærslu þessara lánveitinga innan bankakerfisins ýtir beinlínis undir myntþenslu bankakerfisins, og því hafa verðtryggð lán þau áhrif að auka verðbólguna sem þau eru tengd við, frekar en að draga úr henni. Þannig skapa þau vítahring innan bankakerfisins sem hefur bein áhrif á sjálfan gjaldmiðilinn. Þar sem þessi vítahringur útþenslu peningamagns myndast aðeins þegar verðbólga fer yfir u.þ.b. 2%, þá leggjum við til lausn sem fælist í því að festa vöxt peningamagns í umferð við 0%, og við veltum upp ýmsum aðferðum til þess að ná því fram með breytingum á svokölluðum Basel reglugerðarramma sem er grundvöllur íslenska bankakerfisins.
Þetta eru stórbrotin tíðindi:
Verðtrygging orskakar verðbólgu og er stórskaðleg krónunni!
Þar er sennilega fundin skýring á þrálátum veikindum gjaldmiðilsins.
Þau má einkum rekja til viðvarandi eitrunar sem kallast verðtrygging.
Eftir að uppgötvaðist hversu hættulegt var að nota asbest til einangrunar í húsbyggingum var notkun þess bönnuð. Það sama ætti að gilda um einhliða verðtryggingu neytendalána, enda hreint glapræði að halda svo skemmandi fyrirkomulagi óbreyttu til framtíðar.
![]() |
Telja afnám verðtryggingar brýnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Áréttingar um verðtryggingu neytendalána
19.2.2013 | 02:20
Síðastliðinn laugardag hófu að berast fregnir af áliti frá sérfræðingi á skrifstofu framkvæmdastjóra neytendamála hjá Evrópusambandinu. Benti álitið til þess að verðtrygging neytendalána eins og hún hefur verið framkvæmd hér á landi kunni að brjóta í bága við reglur um neytendavernd sem gilda á EES svæðinu, þar með talið í ríkjum innan Evrópusambandsins.
Talsverð umfjöllun hefur verið um efnisatriði álitsins, en því miður eins og vill oft verða þegar um flókin álitamál er að ræða, þá vilja staðreyndirnar stundum skolast til. Þess vegna ætla ég að nefna hér nokkur atriði sem er mikilvægt að árétta.
1. Álitið snýr eingöngu að neytendalánum.
2. Á Íslandi falla fasteignalán undir þá skilgreiningu.
3. Verðtrygging sem slík er ekki bönnuð heldur heimil.
4. Það þýðir að verðtrygging er líka heimil innan ESB.
5. Hinsvegar þarf líka að virða ströng skilyrði um neytendalán.
6. Meðal skilyrðanna eru tæmandi upplýsingar um kostnað.
7. Þær upplýsingar eru forsenda lögmætis lánveitingarinnar.
8. Ekki má innheimta neinn kostnað sem brýtur gegn þessu.
9. Fæstir íslenskir lánssamningar standast þessar kröfur.
10. Þar af leiðandi eru þeir líklega flestir ólöglegir.
Til þess að fá nákvæmari skýringar í lengra máli, mæli ég með stórfínu viðtali við Arnar Kristinsson lögfræðing í þættinum Silfri Egils í gær sunnudag. Hann er í hópi þeirra sem hafa hvað dýpsta þekkingu á þessu viðfangsefni hér á landi og útskýrir þetta líka vel. Viðtalið hefst þegar 51 mínúta er liðin af þættinum:
http://www.ruv.is/sarpurinn/silfur-egils/17022013-1
Ég hvet alla sem hafa áhuga á málinu til þess að hlusta vel á þetta viðtal.
Sem ítarefni má benda á umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna við frumvarp um endurskoðun laga um neytendalán, þar sem þetta er ítarlega rakið og kirfilega rökstutt í meðfylgjandi greinargerð.
![]() |
Verða að upplýsa lántakendur betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Almenningur hafnar verðtryggingunni
19.2.2013 | 00:28
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gjaldeyrishöft í Frakklandi
15.2.2013 | 16:00
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Skynsemi?
13.2.2013 | 14:05
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
SFF = Samsæri fjármálafyrirtækja?
13.2.2013 | 13:22
Drónar leita að Dorner
11.2.2013 | 07:42
Fasismi | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Áróður erlendra stjórnvalda ER bannaður á Íslandi
10.2.2013 | 19:46
Frumvarp um afnám verðtryggingar
9.2.2013 | 12:04
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabanka
4.2.2013 | 21:39
Viðskipti og fjármál | Breytt 5.2.2013 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Uppstillingarnefnd hjá Bjartri Framtíð
4.2.2013 | 20:20
Nýr kafli skrifaður
4.2.2013 | 20:07
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)