Drómi enn til rannsóknar Samkeppniseftirlits
21.11.2012 | 16:25
Meðfylgjandi frétt fjallar um athugun sem Fjármálaeftirlitið hefur gert á starfsháttum Dróma, og er niðurstaða eftirlitsins sú að í öllum meginatriðum séu starfshættir Dróma faglegir og í samræmi við kröfur um góða viðskiptahætti, eins segir í fréttinni.
Þetta hlýtur að vekja talsverða furðu, m.a. af eftirfarandi ástæðum:
- Drómi er ekki þinglýstur eigandi á einu einasta pappírssnifsi sem notað hefur verið til að bjóða upp húsnæði ofan af fólki af hálfu fyrirtækisins.
- Drómi stundar þessa og ýmsa aðra innheimtu fyrir þriðja aðila, án innheimtuleyfis, í trássi við skýr ákvæði innheimtulaga.
- Drómi hefur aldrei verið skráður né haft stafsleyfi sem fjármálafyrirtæki, þrátt að koma í reynd fram sem slíkt gagnvart fyrrverandi viðskiptavinum SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankans.
- Drómi er fyrirtæki sem var beinlínis stofnað af FME, og þar af leiðandi getur stofnunin ekki talist hæf til að leggja neinskonar óháð mat á starfsemi þess.
- Ákvörðun FME um stofnun Dróma er sögð byggja á heimildum svokallaðra neyðarlaga. Í þeim er FME veitt heimild til að stofna fjármálafyrirtæki eingöngu, en Drómi er eins og áður segir ekki löglega starfandi fjármálafyrirtæki og fellur því ekki undir þessa heimild.
Þrátt fyrir að Drómi, hálfgert útibú Fjármálaeftirlitsins, hafi nú sent frá sér fréttatilkynningu um að það njóti blessunar höfuðstöðvanna (FME), þá er það eins og hér hefur verið rakið jafn innantómt og hver annar áróður. Af þessu tilefni er hinsvegar líklega rétt að rifja upp að Drómi er enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu fyrir meint brot á banni við nauðungarsölum og öðrum fullnustuaðgerðum sem var í gildi á tímabilinu frá 9. mars. til 27. júní á þessu ári, en rannsóknin á rætur að rekja til kæru sem Hagsmunasamtök heimilanna beindu til eftirlitsins fyrir hönd tveggja félagsmanna sem voru gerðarþolar í slíkum tilfellum.
![]() |
Gagnrýnir ekki starfshætti Dróma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Engin áhrif á bílasamninga einstaklinga
21.11.2012 | 16:05
Dómur féll í héraðsdómi Reykjavíkur í dag um rekstrarleigusamning sem fyrirtæki gerði við Lýsingu vegna sendibifreiðar. Eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt var tekist á um það í málinu hvort líta beri á umræddan samning sem leigusamning eða í raun veru sem lán. Ástæða þess er einföld, því þrátt fyrir að óheimilt sé að gengistryggja lán þá er jafnan heimilt að gera það við leigusamninga.
Leiða má að því líkur að margir viðskiptavinir Lýsingar velti því nú fyrir sér hvaða áhrif þessi dómur kunni að hafa fyrir þeirra hagsmuni. Í þeim efnum er rétt að gera skýran greinarmun á rekstrarleigusamningum fyrirtækja annars vegar, og bílasamningum einstaklinga hinsvegar. Dómurinn komst í þessu máli að þeirri niðurstöðu að um rekstrarleigusamning væri að ræða, eins og hér segir:
Samkvæmt áðursögðu er hvergi að finna höfuðstól í samningnum heldur eingöngu kveðið á um mánaðarlegar leigugreiðslur sem stefnandi þarf að standa skil á. Enn fremur verður af gögnum málsins ráðið að stefnandi hafi greitt stefnda virðisaukaskatt sem bættist ofan á einstakar leigugreiðslur. Þá þykja ákvæði samningsins er lúta að þjónustu til leigutaka og höftum á notkun bifreiðarinnar ekki eiga heima í lánssamningi. Með hliðsjón af öllu framangreindu verður að telja að samningurinn sé samkvæmt efni sínu leigusamningur.
Jafnframt var getið um að skila bæri bifreiðinni að leigutíma loknum:
Í 3. gr. samningsins kemur fram að leigutími sé frá 19. febrúar 2008 til 5. mars 2011 og að fjöldi greiðslna sé 36. Þá segir auk þess að leigumun skuli í lok leigutíma skilað til seljanda og að samningurinn sé óuppsegjanlegur af hálfu leigutaka.
Í niðurlagi dómsorðs segir jafnframt:
Með vísan til alls þess sem að framan greinir er það niðurstaða dómsins að samningur aðila sé, eins og heiti hans ber með sér, samningur um rekstrarleigu á bifreið, en ekki lánssamningur. Samkvæmt því komu ákvæði VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ekki í veg fyrir að aðilar gætu samið um að fjárhæð mánaðarlegra leigugreiðslna væri bundin við gengi erlendra gjaldmiðla. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda í þessu máli.
Varðandi þetta síðastnefnda er mikilvægt að hafa í huga að í júní 2010 var dæmt um svokallaðan bílasamning sem Lýsing hafði gert við einstakling. Slíkir samningar eru ólíkir rekstrarleigusamningum að því leyti að í þeim koma jafnan fram upplýsingar um kaupverð bifreiðar og höfuðstól samnings, ásamt vöxtum, sem að mati hæstaréttar töldust frekar einkenni láns en leigusamnings. Jafnframt innihalda slíkir samningar ákvæði um að samningshafi eignist bifreiðina að kaupleigutíma loknum, oftast gegn afar lágu málamyndagjaldi. Slíka samninga var óheimilt að gengistryggja.
Ljóst er að niðurstaða héraðsdóms í dag varðandi rekstrarleigusamning hafi líklega verið rétt og í samræmi við veruleikann. Aftur á móti er útilokað að sú niðurstaða muni hafa nein áhrif á bílasamninga einstaklinga, sem þegar liggur fyrir dómafordæmi um að séu í raun lánssamningar með ólögmæta gengistryggingu. Loks er rétt að benda á að í málinu í dag var leigutakinn fyrirtæki, og því komu neytendaverndarsjónarmið ekki til álita. Þau munu hinsvegar án efa gera það í prófmálum einstaklinga vegna bílasamninga sem á eftir að leiða til lykta fyrir dómstólum.
![]() |
Rekstrarleiga en ekki lánssamningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gengistrygging | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ályktun gegn verðtryggingu afhent þingforseta
16.11.2012 | 18:18
Fulltrúar af 1000 manna borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna afhentu í dag Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur forseta alþingis, ályktun fundarins sem er svohljóðandi:
Almennur fundur í Háskólabíó 13. nóvember 2012 krefst þess að Alþingi tryggi tafarlaust afnám verðtryggingar á lánsfé og að gildandi lög um neytendavernd séu virt.
Svo var bráðskemmtileg forsíðumynd með umfjöllun Fréttatímans í dag:
"Helgi Hjörvar, formaður efnahags og viðskiptanefndar, segir íbúðalánasjóð vísvitandi veita rangar upplýsingar."
![]() |
Afhenda ályktun borgarafundarins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimilin gætu hagnast um 600 milljarða
16.11.2012 | 11:33
600 milljarðar fyrir heimilin væru ríflega ígildi þess að fá skattlaust ár.
Með eðlilegu ríkisábyrgðargjaldi af innstæðutryggingu fengjust tvö.
Jafnvel þrjú, ef við skyldum verða svo heppin að tapa Icesave málinu.
Já, að tapa Icesave málinu segi ég og skrifa að væri besta útkoman!
Með slíkt svigrúm yrði leiðréttingin á Íbúðalánasjóði mjög viðráðanleg.
Það er búið að kortleggja leiðina á þennan stað mjög vel nú þegar.
Til að komast þangað þarf ekki að gera annað en fara að lögum.
![]() |
Myndu tapa 600 milljörðum króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Verðtryggingin dregin fyrir dóm
10.11.2012 | 15:26
Ríkisstjórnin ætlar að auðvelda bönkunum að ljúga að okkur.
Samkvæmt nýju frumvarpi um neytendalán þurfa bankarnir ekki að reikna verðtryggingu inn í útreikning á kostnaði við lántöku. Samt er verðtryggingin stærsti kostnaðarliðurinn við lán einstaklinga.
Steingrímur, sögðust þið ekki ætla að vera með okkur í liði?
Segjum hingað og ekki lengra, og komum í veg fyrir stórslys!
Verðtryggingin dregin fyrir dóm
Opinn borgarafundur í Háskólabíói, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20.00
Fundarstjóri: Egill Helgason
Frummælendur: Pétur H. Blöndal alþingismaður, Guðmundur Ásgeirsson varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Þórður Heimir Sveinsson hdl.
Pallborð: Fulltrúar þingflokka, Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA, Ólafur Garðarsson formaður Hagsmunasamtaka heimilanna ásamt frummælendum og fleirum.
Meðfylgjandi er PDF skjal með auglýsingum sem áhugasamir sjálfboðaliðar geta sótt og prentað út sjálfir til að hengja upp víðsvegar og vekja þannig athygli á málefninu.
ATH: Málskostnaðarsjóður gegn verðtryggingu:
Reikningsnúmer: 1110-05-250427 kt. 520209-2120
![]() |
Hafnar gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging | Breytt 12.11.2012 kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Neytendalánafrumvarpið er hneyksli
9.11.2012 | 22:17
Verðtrygging | Breytt 10.11.2012 kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verðtryggðar krónur?
22.10.2012 | 16:47
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Told.you.so!
19.10.2012 | 11:49
Gengistrygging | Breytt 20.10.2012 kl. 03:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Hvítþvottur?
16.10.2012 | 15:57
Aðildarhæfi Hagsmunasamtaka heimilanna staðfest!
15.10.2012 | 23:05
Gengistrygging | Breytt 16.10.2012 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Icesave endurgreitt til hálfs
14.10.2012 | 15:28
IceSave | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Málshöfðun gegn verðtryggingu
8.10.2012 | 22:00
Verðtrygging | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Var fjársýslukerfið með í úttektinni?
2.10.2012 | 18:05
Sama hlutfall vill verðtryggingu burt
1.10.2012 | 21:41
Viðskipti og fjármál | Breytt 2.10.2012 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
En hvað með Bjarna?
29.9.2012 | 19:01