Verðtryggðar krónur?

Stjórn Heimdallar stendur í dag á Lækjartorgi fyrir sölu á íslenskum krónum í skiptum fyrir aðra gjaldmiðla, í mótmælaskyni við gjaldeyrishöft.

Ætli verðtryggðar krónur verði á boðstólum hjá þeim?

Vil nota tækifærið og minna á málskostnaðarsjóð Hagsmunasamtaka heimilanna gegn verðtryggingu: Reikningsnúmer: 1110-05-250427 kt. 520209-2120


mbl.is Selja krónur á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessir ágætu unglingar virðast hafa gleymt því að á Íslandi er krónan lögeyrir í öllum viðskiptum. Til þess að kaupa eitthvað úti í búð þurfa þeir því að eiga krónur. Því miður hafa þau nú skipt þeim fyrir erlendan gjaldeyri sem þau geta ekki notað, og er því verðlaus hér á landi.

Aftur á móti kemur erlendur gjadleyrir að góðum notum erlendis. Ef það er þangað sem þetta fólk ætlar að fara, þá hlýtur það svo sem að vera í lagi.

Annars er þetta uppátæki bara eins og hver önnur Heimdella.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2012 kl. 00:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta eru sömu mennirnir og fullyrða að krónan sé eini gjaldmiðillinn sem komi til greina hér á landi en láta jafnframt eins og "snjóhengja" aflandskrónanna sé ekki til. Á sínum tíma trúðu þeir því að hin stóra innihaldslausa spilaborg "íslenska efnahagsundursins" væri byggð á raunverulegum verðmætum.

Ómar Ragnarsson, 23.10.2012 kl. 07:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Krónan er ekkert eini gjaldmiðillinn sem kemur til greina. Við gætum ákveðið að nota nánast hvaða gjaldmiðil sem er þó sumir kostir séu raunhæfari en aðrir. Ef við gefum hann út sjálf getum við svo ráðið því algjörlega hvað hann heitir. Það er meðal þeirra forréttinda sem fullvalda ríki hafa og eru ómetanleg.

En ef "króna" þykir ekki nógu gott nafn þá gæti gjaldmiðillinn allt eins heitið "dalur" eða "skildingur" eða "spesía" eða hvað svo sem fólki þykir hentugra, enda er það algjört aukaatriði. Það sem skiptir máli er skynsemishlutfall ákvarðana þeirra sem gefa út gjaldmiðilinn, frekar en nafngiftin.

Miðað við ástand helstu seðlabanka heims um þessar mundir er ljóst að skynsemishlutfall ákvarðana þar á bæjum fer þverrandi. Sá íslenski er því miður ekki algjör undantekning, enda þarf að stokka hann upp líka. Hvort sem það þýðir að skipta þurfi um nafn á gjaldmiðlinum eða ekki.

Auk Íslands er króna lögeyrir í eftirfarandi ríkjum: Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Færeyjar, Grænland, Tékkland.

Í sögulegri fortíð hefur króna verið lögeyrir í eftirfarandi ríkjum: Eistland (1928-1940 og 1992-2011), Slóvakía (1939-1945 og 1993-2009), Tékkóslóvakía (1919-1939 og 1945-1993), Borgríkið Fiume á Ítalíuskaga (1919-1924), Júgóslavía (1918-1922), Austurrísk-Ungverska keisaraveldið (1892-1918), Ungverjaland (1919-1926).

England og Skotland notuðu líka krónu frá árinu 1707 sem er enn gefin út þó í seinni tíð sé hún frekar álitin minjagripur eftir að pundið leysit hana af hólmi sem lögeyrir Bretlands. Þrátt fyrir að breska krónan sé hvergi lögeyrir lengur er hún þó skiptanleg fyrir 5 breska skildinga og uppfyllir því rétt svo þau skilyrði að geta talist vera nothæf mynt.

Þannig eru samtals 14 ríki sem hafa á einhverju tímabili notað krónu sem lögeyri, flest sína eigin, en tvö þeirra nota þó krónur gefnar út af seðlabanka Danmerkur, Grænland þá dönsku og Færeyjar þá færeysku sem er þrátt fyrir allt eiginlega dönsk líka.

Augljóslega hefur þessum ríkjum tekist misjafnlega vel upp með útgáfu sína og notkun á krónum, en alls ekki öllum illa. Til dæmis rýrnaði breska krónan ekki agnarögn fyrr en árið 1920 þegar hún var gengisfelld um helming, en þar áður hafði hún verið klettstöðug í tvær aldir. Danska krónan er á fastgengi miðað við evru og sveiflast því í takt við hana, og þannig sveiflast myntsvæði Færeyja og Grænlands líka í sama takti. Hin dæmin um krónu eru flest líkari þeirri íslensku og norsku að því leyti að vera gefnar út af einu fullvalda ríki eða stjórnsýslueiningu, sem lögeyrir í viðskiptum innan svæðisbundinnar lögsögu útgefandans sjálfs.

Hvers vegna Heimdellingar vilja losa sig við allar krónur er illskiljanlegt á sama tíma og þeir eru í flokki sem boðar fullveldisstefnu. Getur verið að þeir tilheyri kannski því klofningsbroti innan flokksins sem vill ganga í ESB og nota evru? Allavega er þetta mikið sjónarspil hjá þeim, með litlu vitrænu innihaldi.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2012 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband