Áróður erlendra stjórnvalda ER bannaður á Íslandi

Framsóknarflokkurinn virðist telja ástæðu til að setja lög sem fyrirbyggja að erlendir aðilar og stjórnvöld geti stundað eða fjármagnað pólitískan áróður hér á landi. Af þessu tilefni er kannski rétt að vekja athygli á því að hér eru nú þegar í gildi slík lög, og starfandi aðilar sem kunna að falla undir þau.

EU: Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi

Velkomin(n) á heimasíðu sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi.

… Timo Summa
Sendiherra og yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi

1971 nr. 16 31. mars/ Lög um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband

14. gr. 1. Forstöðumenn sendiráða skiptast í þessi þrjú stig:
   a. sendiherrar er hafa ambassador, nuncio eða annað samsvarandi stig, og hafa umboð gagnvart þjóðhöfðingja;
   b. sendiherrar er hafa envoy minister eða internuncio stig, og hafa umboð gagnvart þjóðhöfðingja;
   c. sendifulltrúar (chargé d'affaires), sem hafa umboð gagnvart utanríkisráðherra.
2. Engan greinarmun skal gera á forstöðumönnum sendiráða eftir stigum, nema að því er snertir metorðaröð og siðareglur.

41. gr. 1. Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis.
2. Öll opinber erindi, sem móttökuríkið varða og falin eru sendiráðinu af sendiríkinu, skulu rekin hjá utanríkisráðuneyti móttökuríkisins eða hjá öðru ráðuneyti, sem samkomulag verður um, eða fyrir milligöngu þeirra.

1978 nr. 62 20. maí/ Lög um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi  

1. gr.Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.

- Ath. þegar þessi lög voru sett var þeim texta sem undir slíkt fellur undantekningalaust miðlað á prenti, en í dag fer slík miðlun að mestu leyti fram rafrænt, eins og er til dæmis viðurkennt af löggjafanum í nýlegum fjölmiðlalögum, og hlýtur þar af leiðandi að verða að skýra ákvæðið með hliðsjón af því og tilgangi laganna.

2006 nr. 162 21. desember/ Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra

6. gr.
5. Óheimilt er að veita viðtöku framlögum frá erlendum ríkisborgurum, fyrirtækjum eða öðrum aðilum sem skráðir eru í öðrum löndum.

- Ath. erlendum aðilum er jafnframt óheimilt að stunda hér upplýsingaöflun án samþykkis stjórnvalda, og er slíkt framferði refsivert:

1940 nr. 19 12. febrúar/ Almenn hegningarlög

93. gr. Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða erlenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenska ríkisins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það fangelsi allt að 5 árum.

- Niðurstaða:

Það þarf ekki að setja ný lög. Aðeins virða þau sem fyrir eru.


mbl.is Erlend stjórnvöld kosti ekki áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju fer ekki einhver ESB andstöðuhópur í mál, og lætur loka Evrópustofu?

Það er hægt að tala og þrasa um þetta endalaust, en ekkert gerist nema dómstóll loki Evrópustofu með dómsorði. Við vitum öll að Evrópustofa er að brjóta landslög.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 10.2.2013 kl. 20:24

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Opnun Evrópustofu var kærð til Ríkissaksóknara 17. febrúar 2012:

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1224486/

Ríkissaksóknari hafnaði að rannsaka málið og því var kvartað undan afgreiðslu hans til Umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður tók undir öll rök okkar og Ríkisaksóknari verður hrakinn úr starfi þegar hann nýtur ekki lengur verndar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 10.2.2013 kl. 20:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf hægt að treysta á samstöðu-þjóðar! Af þessu eina dæmi geta menn séð hvernig stjórn Jóhönnu hefur unnið allt kjörtímabilið,brotið lög á lög ofan. Já Guðmundur,það þarf að virða þau lög sem fyrir eru.

Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2013 kl. 20:54

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þakka fyrir upplýsingarnar frá Lofti.

Ættli Jóhanna hafi einhvern tíman heyrt að það er til fyrirbæri sem kallað er Landsdómur?

Kanski að einhver ætti að fræða blessaða kellinguna á þessu?

En er ekki hægt að fara í dómsmál gegn Evrópustofu án þess að fara í gegnum Ríkissaksóknara til að fara í mál við Evrópustofu? Sem sagt prívatmál ekki opinbert mál? Sennilega gengi ekki upp heldur af því að það þyrfti Ríkisstarfsmann til að læsa dyrunum.

Hér í BNA væri sá möguleiki fyrir hendi.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 10.2.2013 kl. 21:07

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Aðildarviðræður Íslands við ESB eru milliríkjamál milli Íslands og ESB landa og því getur það ekki talist afskipti af innanríkismálum að veita fólki á Íslandi upplýsingar um það hvað felst í ESB aðild ásamt því að veita upplýsingar um það hvernig fyrirbæri ESB er og svo framvegis.

Svo er líka munur á áróðri og upplýsingum. Vissulega er það alltaf matsatriði hvar mörkin liggja þar á milli en það þarf ansi þrönga skilgreiningu á upplýsingum og víða skilgreiningu á áróðri til að flokka það sem frá Evrópustofu sem áróður.

Það stendur til að setja aðildrasmning við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun um það þurfa þeir að vita hvers konar fyrirbrigði ESB er og hvað felst í aðild. Það þarf því að veita þessar upplýsingar en það er að sjálfögðu ekkert aðalatriði hvort íslenskir skattgreiðendur eða skattgreiðendur ESB landa greiði kostnaðinn.

Hitt er þó klárat að það þarf að leiðrétta allt bullið um ESB  sem tröllríður íslensku samfélagi í dag. Það þarf að leiðrétta allar mýturnar og innistæðulausa hræðsluráróðurinn sem kemur frá áróðursmönnum ESB andstæðínga þar með talið á vefmiðlunum Efrópuvaktinni og Heimssýn svo ekki sé talað um Morgunblaðið og Bændablaðið sem ástunda mjög einhliða skrif um ESB og gefa þannig mjög villandi mynd af því hvað ESB aðild hefur í för með sér rétt eins og fyrrgreindir vefmiðlar.

Sigurður M Grétarsson, 10.2.2013 kl. 23:32

6 Smámynd: Jónas Pétur Hreinsson

A kvartaði yfir starfsemi Evrópustofu og vísaði til þess að hún væri rekin fyrir fjárstyrki frá Evrópusambandinu en samkvæmt íslenskum lögum væri óheimilt að þiggja fé eða reka áróður fyrir fé sem fengið væri af erlendum aðilum til að hafa áhrif á pólitískt umhverfi hér á landi. Af kvörtuninni varð ráðið að A teldi starfsemina brjóta gegn kosningalögum og jafnræðisreglu.

Umboðsmaður Alþingis lauk athugun sinni á málinu með bréfi, dags. 5. mars 2012, með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Umboðsmaður benti A á að á heimasíðu Evrópustofu kæmi fram að hún væri rekin af A ehf. og þýska fyrirtækinu X í Berlín. Einnig kæmi fram að Evrópusambandið fjármagnaði reksturinn. Þá kæmi fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn þingmanns að ráðuneytið hefði ekki samið um rekstur Evrópustofu og að slíkri ósk hefði ekki verið komið á framfæri við Evrópusambandið. Umboðsmaður fékk því ekki séð að Evrópustofa félli undir starfssvið sitt, sbr. 1. og 2. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997, en af því leiddi starfssvið umboðsmanns næði ekki til stjórnsýslu annarra ríkja, alþjóðlegra stofnana eða erlendra sendiráða hér á landi og jafnframt næði það eingöngu til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og til starfsemi þeirra einkaaðila sem fengið hefðu opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í merkingu 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Umboðsmaður lauk því málinu en tók fram að A gæti að sjálfsögðu óskað eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu um hugsanlega aðkomu og afskipti ráðuneytisins af starfsemi Evrópustofu hér á landi og ef þar kæmu fram nýjar upplýsingar um aðkomu ráðuneytisins eða annarra íslenskra stjórnvalda að málinu væri honum frjálst að leita til sín að nýju.

Jónas Pétur Hreinsson, 10.2.2013 kl. 23:43

7 Smámynd: Samstaða þjóðar

Sigurður M Grétarsson segist vera »mikill jafnaðarmaður enda flokksbundinn í Samfylkingunni«. Þessi umsögn hans sjálfs, segir allt sem segja þarf. Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 11.2.2013 kl. 00:10

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M. Grétarsson

Það þarf því að veita þessar upplýsingar en það er að sjálfögðu ekkert aðalatriði hvort íslenskir skattgreiðendur eða skattgreiðendur ESB landa greiði kostnaðinn.

Jú, það er nefninlega einmitt aðalatriðið.

En þú ert greinilega ekki að fatta afhverju það skiptir máli.

Ertu svona vanur því að láta alltaf aðra borga brúsann fyrir þig, eða?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2013 kl. 01:50

9 identicon

Þú gleymir að minnast á fjölþjóðlegt hernaðarbandalag sem starfar hér óáreitt. Offiserar og óbreyttir marsera hér um götur í fullum einkennisklæðnaði, kynna sitt starf, leita nýrra liðsmanna, reka verslanir og leita eftir fjármagni frá almenningi. Og sumstaðar hafa þeir ambassadora sem vinna öflugt kynningarstarf meðal ungmenna.

Já, Hjálpræðisherinn fellur undir þína skilgreiningu á erlendum stjórnvöldum.

Dinkle (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 12:38

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nei Guðmundur ég er ekki vanur því að láta aðra borga brúsann. Ég þigg slíkt hins vegars stundum ef slíkt er boðið af góðum hug rétt eins og ég vænti þess að oft sé slíkt þegið frá mér þegar ég býð slíkt af góðum hug.

Segðu mér eitt. Þegar norskar vinnumiðlanir hadla kynningar hér á landi um atvinnumöguleika í Noregi fyrir íslenska atvinnuleytendur sem fjármanaðar eru af norskum aðilum er þáð þá ólöglegt og óverjandi?

Þegar erlensir háskólar halda hér kynningafundi á sjálfum sér fyrir Íslendinga sem eru að leita af háskóla til að stunda námi í er það þá ólöglegt og óverjandi ef erlendir aðilar greiða fyrir kynninguna?

Það var ákvörðun íslenskra stjórnvalda að sækja um aðild að ESB og leggja aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu þá þurfa þeir mikið af upplýsingum. Evrópustofa er bara að sinna þeirri þörf. Hún er ekki með neinn áróður.

Sigurður M Grétarsson, 11.2.2013 kl. 23:55

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Siggi.

Svolítill munur á hvort að það sé verið að bjóða mönnum vinnu heldur en Evrópustofu propaganda að hafa áhrif á atkvæði í kosningum.

Þess vegna er Evrópustofa ólögleg, en fulltrúar norskra atvinnurekanda eru löglegir.

Sérðu ekki muninn á því Siggi minn.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 12.2.2013 kl. 01:29

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dinkle og Sigurður M þið verðið að lesa það sem stendur þarna betur.

Ég var hvergi að vísa til Evrópustofu, heldur sendinefndar ESB á Íslandi. Fyrir henni fer sendiherra, og þar með fellur hann og starfsemi sendinefndarinnar undir lög um stjórnmálasamband. Til dæmis þýðir það væntanlega að sendiskrifstofa ESB njóti stöðu sendiráðs og starfsmenn þar njóti þá stöðu sendifulltrúa. Þar með gilda líka um þá lög um stjórnmálasamband, með þeim fríðindum og skyldum sem lögin kveða á um.

Það má ekki rugla þessu saman við Evrópstofu, sem er áróðursdeild þessara samtaka og er skráð sem einhverskonar einkarekið auglýsinga og kynningarfyrirtæki sem hefur tekjur sínar af vinnu samkvæmt samningi við þýskt leppfyrirtæki. Þannig er farið framhjá þessum lögum með því að ljá áróðursskirfstofunni annað heiti en yfirbragðið hennar ber raunverulega með sér. Siðlaust er það kannski, en löglegt? Sennilega er búið að sjá til þess já.

Ég bjóst alveg við einhverjum viðbrögðum við þessari færslu, en jafnframt að andmælin yrðu brattari en þessi vitleysa. Reyndar á ég erfitt með að sjá hvort um er að ræða svona djúpstæða vanþekkingu að staðreyndum, eða hvort þið eruð bara að stunda net-tröllreiðar og reyna að rugla aðra lesendur.

Hvort sem er þá er algjörlega óþarfi að rugla inn í þetta óskyldum málum, hvernig væri að sýna í staðinn smá tjáningarþroska?

Fjölmiðlun er hvorki það sama og atvinnumiðlun né ráðningarþjónusta. 

Það er talsverður munur á því að stunda atvinnustarfsemi og pólitík. Vinnumiðlun er atvinnustarfsemi og frjálst flæði vinnuafls er í gildi innan EES.

Lögin um afskipti af stjórnmálastarfsemi gilda aðeins um pólitík, sem norskar og aðrar evrópskar vinnumiðlanir hafa látið afskiptalausa lengst af.

Svo veit ég ekki til þess að Hjálpræðisherinn eigi aðild að Vínarsáttmálanum, enda er hann hvorki þjóðríki né bandalag þjóðríkja eða alþjóðastofnun. Heldur er hann frjálst lífsskoðunarfélag með starfsemi í mjög mörgum löndum, alveg eins og kaþólska kirkjan, bahaíar, píratar, húmanistar og fleiri.

Ég var sjálfur í sunnudagaskóla Hjálpræðishersins á tímabili sem krakki og á þaðan prýðilegar minningar. Það var auðvitað trúboð í gangi, en alls engin meinfýsin innræting heldur áhersla á kristileg og jákvæð gildi. Dæmisögurnar sem voru sagðar fjölluðu flestar um daglegt líf, og höfðu lítið með einhverjar yfirnáttúrulegar verur að gera þó þær hafi stundum verið nefndar á nafn.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2013 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband