Orsök vandans er verðtrygging

Ásta Helgadóttir umboðsmaður skuldara segir að frysting lána sé lausn sem ekki hjálpi öllum. Hún lækkar tímabundið greiðslubyrðina en heildarkostnaðurinn eykst. Því miður eru margir ennþá þannig staddir að þeir geta ekki greitt.

Woundering

Það mætti samt segja allt það sama um verðtryggingu, sem var komið á sem einhverskonar "úrræði" til að gera tvo ómögulega hluti í einu: gera fólki kleift að taka lán sem ekki er hægt að endurgreiða, og á sama tíma reyna að gera þeim kleift að endurgreiða þau. Þriðji ómöguleikinn felst svo í útgáfu skuldabréfa með slíka tryggingu, án þess að gerð sé grein fyrir tapsáhættu af völdum hennar.

Hefðu þessi lán ekki verið verðtryggð, er ólíklegt að fólk hefði þurft að láta frysta þau, þar sem þau hefðu staðið í stað í verðbólgu undanfarinna missera í stað þess að stökkbreytast. Ef það hefði nú bara verið hlustað á Hagsmunasamtök heimilanna á sínum tíma þá stæðum við ekki í þessum sporum núna. Það er hinsvegar aldrei of seint að byrja að hlusta, og betra seint en aldrei.

Meira um þetta hér:

Verðtryggingarsnjóhengjan - bofs.blog.is 

Verðstöðvun strax! - bofs.blog.is 


mbl.is Frysting hjálpar ekki öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Verðtryggingin virkar eins og illkynja krabbamein.

Það verður verkefni mannfræðinga og sagnfræðinga framtíðarinnar, að finna út hvað feilar þá, sem mæla með að viðhalda slíku meini.

Þeir skrifa reyndar sína sjúkdóms-sögu sjálfir, sem vilja hafa þetta illkynja verðtryggingar-okurmein áfram í fjármálakerfinu.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 14:32

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Vilhjalm_Birgisson/vantraust-a-forseta-asi

Vaxtagreiðslulán = verðtrygging í sparifötum ?

http://www.ruv.is/sarpurinn/spegillinn/10052013/bretland-varad-vid-vaxtagreidslulanum

http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/47-lifandi-efni/okkar-efni/1493-hh-krefjast-rannsoknar-a-svokoellueu-vaxtagreieslutaki.html

http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/47-lifandi-efni/okkar-efni/1506-neytendastofa-hefur-rannsokn-a-svokoellueu-vaxtagreieslutaki-islandsbanka.html

Í Bandaríkjunum eru svona lán kölluð valréttarlán, og eru talin vera ein af meginorsökum húsnæðislánakreppunnar sem hófst 2007 og hratt af stað hinni alþjóðlegu fjármálakreppu 2008.

Fylgist vel með því hverjir það eru sem mæla með því að "afnema verðtryggingu" með því að taka í staðinn upp valréttarlán, vaxtagreiðslulán, eða einhver önnur form þvingaðrar greiðsludreifingar til að dylja raunverulegan lánskostnað. Þeir hinir sömu er í raun að leggja til settur verði varalitur á svín, með því að halda áfram að nota verðtryggingu, en kalla hana bara eitthvað annað. "Verðtryggingu í sparifötum?". Svona svipað og þegar Seðlabankinn segist ætla að byrja að nota eitthvað sem kallast verðbólgumarkmið plús. Er það verðbólgumarkmið í sparifötum?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2013 kl. 14:46

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eins og Kaninn segir "you can put a lipstick on a pig, it is still a pig."

Það var ein ástæða ásamt öðrum að bjóða upp á vaxtargreiðslulán í vissan tíma að fasteignabólan sprakk í BNA.

Að lána fólki fyrir húsnæði og það var vitað fyrirfram að fólkið gat ekki staðið undir afborgunum er önnur stór ástæða fyrir að fasteignabólan sprakk í BNA.

Svo voru þessi lán "ARM" adjustable interest mortgage og vextir hækkuðu á lánunum þó svo að almennir vextir væru á niðurleið.

Þetta fólk fékk lán sem það gat ekki staðið í skilum þegar lánið var tekið á þeim vöxtum sem voru í gildi við undirskrift lánsins, ekki hjálpaði það þegar vextirnir fóru upp einu eða tveimur árum seinna og mánaðargreiðslur urðu hærri. Það gefur augaleið þetta gat aldrei gengið upp.

Og við vitum öll hvernig fór fyrir þessu fólki sem átti auðvitað að leigja húsnæði en ekki kaupa það.

Ég ættla að vona að Sigmundur Davíð standi við það sem lofað var að afnema verðtrygginguna af því að allar aðrar aðgerðir étast upp af verðtrygginguni.

Vonandi hlustar Sigmundur Davíð ekki á Bjarna Ben um einhverjar aðrar aðgerðir til að hjálpa heimulunum. Sem sagt ef að (B) og (D) fara í Ríkisstjórn þá verður (D) að stiðja afnám vertryggingarinar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 11.5.2013 kl. 16:07

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ARM lánin eru nokkurskonar lán með valfrjálsu vaxtagreiðsluþaki, þannig að lántakandinn getur að nokkru leyti ráðið því sjálfur á hverjum og einum gjalddaga hvort hann greiðir aðeins vexti, eða líka afborgun inn á höfuðstól lánsins. Þannig getur lántakandinn valið hvort hann greiðir eins og af dönsku vaxtagreiðsluláni, eða hvort hann greiðir eins og af láni með vaxtagreiðsluþak, eða hvort hann greiðir fulla afborgun með vöxtum eins og á venjulegu fastavaxtaláni, og kannski allt þar á milli líka. Það sem þessi lán leiddu til var að fullt af fólki tók þau sem hafði rétt svo efni á að borga vextina í upphafi, en þraut svo greiðslugetu þegar vextirnir hækkuðu og gátu því aldrei einu sinni komið nálægt því að borga niður höfuðstólinn. Þegar þetta fólk lenti í greiðsluvanda hafði húsnæðisverð fallið um allt að helming og veðsetning sem var áður 50% eða hærri varð yfirveðsetning. Þetta þekkja þeir sem eru með verðtryggð húsnæðislán á Íslandi ágætlega, nema hérna er þetta á öndhverunni, húsnæðisverð hefur staðið í stað, en krónan fallið og há verðbólga af völdum þess og annar þátta hækkað lánin. Útkoman úr spilinu er sú sama, nema hvað vextanhafs geta menn víða skilað lyklunum og gengið brott frá eigninni, en hér á landi eru menn eltir uppi af lánadrottnum vegna eftirstöðva sem út af standa.

Hér er grein á ensku um verðtryggð lán þar sem þau eru meðal annars borin saman við ARM lánin o.fl:

http://www.heimilin.is/varnarthing/english/1520-about-financial-indexation.html

Fyrir áhugasama er á undirsíðunum þarna að finna hafsjó af fróðleik um verðtryggingu og sögu hennar á Íslandi og víðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2013 kl. 19:59

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

P.S. Ég held að rétta íslenska heitið á ARM sé valréttarsamningur, þ.e.a.s. hann veitir rétt á vali um greiðslutilhögun lánsins, innan vissra skilyrða.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2013 kl. 20:01

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Það er að sjálfsögðu ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti í siðmenntuðu samfélagi, að klína okurvöxtum á allan svikalánapakkann.

Gleymdi bara að láta vaxtaokur-gagnrýnina fylgja með, í minni athugasemd hér að ofan.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2013 kl. 22:51

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Hefðu þessi lán ekki verið verðtryggð, er ólíklegt að fólk hefði þurft að láta frysta þau, þar sem þau hefðu staðið í stað í verðbólgu undanfarinna missera í stað þess að stökkbreytast. Ef það hefði nú bara verið hlustað á Hagsmunasamtök heimilanna á sínum tíma þá stæðum við ekki í þessum sporum núna. Það er hinsvegar aldrei of seint að byrja að hlusta, og betra seint en aldrei"

Ætti að standa:

Hefðu þessi lán ekki verið verðtryggð, er ólíklegt að fólk hefði þurft að láta frysta þau, þar sem þau hefðu brunnið upp í verðbólgu undanfarinna missera í stað þess að stökkbreytast. Ef það hefði nú bara verið hlustað á Hagsmunasamtök heimilanna á sínum tíma þá stæðum við ekki í þessum sporum núna. Það er hinsvegar aldrei of seint að byrja að hlusta, og betra seint en aldrei

Orsök vandans er einfaldlega sú að fólk tók lán sem það hefur ekki efni á að borga tilbaka, hvernig sem nú á því stóð að blessað fólkið var að taka þessi lán á annað borð. Sennilega til að keppa við nágranann um að geta keypt flottara hús og bíl en hann. Gert er gert og núna verður einhvern veginn að greiða úr flækjunni.

Best væri að þeir sem bera ábyrgð á vitleysunni gerðu það, þeir sem lofuðu gulli og grænum skógum og veittu þessi óraunhæfu lán og einnig þeir sem tóku lánin. 

Hörður Þórðarson, 12.5.2013 kl. 05:54

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kjarni málsins er sá að fólki voru boðin þessi lán undir því yfirskyni að þau væru endurgreiðanleg.

Ekki einn einasti af þessu fólk sem þú heldur því fram að sé allt saman svona óábyrgt, labbaði inn í bankann sin og var boðið lán sem er óborganlegt.

Heldur fengu þau lán sem bankinn taldi þeim trú um að væri allt annað en það er í raun og veru.

Þetta fólk var blekkt með því að bjóða þeim hættulega vöru.

Áttu þau að vita betur? Kannski.

Átt þú að vita betur hvort það hefur verið blandað vítisóda út í kaffið sem þau kaupir úti í matvöruverslun? Eða gerirðu ráð fyrir að það sé í lagi?

Líklega er það ekki fyrr en þú hefur hellt upp á og fengið þér sopa, sem þú gætir í fyrsta lagi uppgötvað ef svo væri í pottinn búið.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2013 kl. 11:24

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, þú segir nokkuð. Vítissótinn er vondur og sölumennirnir eru á bak og burt...

Reyndar var mér eitt sinn boðið að kaupa svona vítisóta en mér leist ekkert á hann. Fríður flokkur ungra starfsmanna frá banka nokkrum, sem er farinn á hausinn og er ekki lengur til, kom eitt sinn á vinnustað minn og bauð gull og græna skóga. Ég leyfði mér að spyrja hvað myndi gerast ef forsendurnar sem þetta fallega, vel klædda, nýútskrifaða lið gaf sér myndu bresta. Þá var fátt um svör og þeim þótti greinilega undarlegt að einhver skyldi efast.

Vonandi er þetta fólk núna búið að fá aðra vinnu sem hæfir því betur.

Það getur vel verið að fólk hafi verið blekkt. Spurningin er bara sú, á Pétur að bera tjónið af því þegar Páll tók lán til að kaupa sér nýjan jeppa og glæsivillu og hefur síðan ekki efni á að borga lánið? Pétur hefur kannski úr litlu að moða, býr í leiguhúsnæði og þorir ekki að taka stórlán. Á þá að fara í vasann hans, með beinum eða óbeinum hætti til að borga fyrir ruglið í Páli? 

Pétur á kannski einhverja peninga á bankareikningi sem eru verðtryggðir og bundnir til margra ára og vonast til þess að eiga einhvern tíma fyrir útborgun í íbúð. Á þá að stela af honum með því að taka vísitöluna úr sambandi svo að Páll fari léttara með að borga jeppann og einbýlishúsið?

Hörður Þórðarson, 12.5.2013 kl. 12:19

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hefðu þessi lán ekki verið verðtryggð þá hefðu þau verið með breytilegum vöxttum sem hefðu hækkað upp úr öllu valdi og greiðslubyrði þeirra því hækkað mun meira en varð. Þar með hefðu safnast upp vanskilaskuldir í stað hækkunar á höfuðstól eins og gerist í verðtryggðu lánunum. Við frystungu hefðu þessir himinháu vextir bæst við höfuðstólinn rétt eins og á verðtryggðu lánunum.

Eins og búið er að tala illa um verðbólguna og telja fólki trú um að hún sé að valda ýmsum vandamálum sem hún er ekki að valda þá tel ég að úr því sem komið er sé best að banna verðtryggingu þó það sé í raun galin aðgerð. Það stafar af því að þegar við eftir nokkur ár án verðtryggingar sitjum enn uppi með öll vandamálin sem sagt var að væru vegna verðtyrggingarinnar fer fólk væntanlega að átta sig á því að það er ekki verðtryggingin sem veldur þessum vanda. Þá fer fólk vonandi að beina athyglinni af rauverulegri orsök vandans sem er krónan.

Sigurður M Grétarsson, 12.5.2013 kl. 23:10

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og ástæða þess að krónan er í vanda er verðtrygging. Við getum þá verið sammála um að afnema hana. Gott. Þá hverfa forsendurnar fyrir þessum háu vöxtum sem þú vísar til Sigurður.

Þetta er ósköp einfalt:

Óraunhæf verðtrygging ýtir undir sífellda rýringu krónunnar sem kemur fram í verðbólgu og óstöðugleika sem leiðir til hárrar ávöxtunarkröfu. Þannig eru háu vextirnir afleiðing af hárri verðbólgu sem er afleiðing af verðtryggingu.

Ef við fjarlægjum grundvallarorsökina, þá hverfa áhrifin. Þ.e.a.s. óstöðugleiki og háu vextirnir. Með meiri stöðugleika geta vextir orðið lægri.

Það eina sem þarf til þess er að vilja það. Vilt þú það ekki?

En hver er hinn valkosturinn? Hvað leggur þú til í staðinn?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2013 kl. 23:43

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Verðtrygging eykur peningamagn í umferð. Skilgreining verðbólgu: aukið peningamagn í umferð. Verðtrygging veldur því óhjákvæmilega verðbólgu.

Hún er hvimleiður hundur sem eltir skottið á sér. Verðtryggingunni er ætlað að bæta þeim sem eiga peningaeignir rýrnunina sem verður á eign þeirra við að peningum hefur fjölgað í  umferð.

Þá einfaldlega hefst nýr hringur samkvæmt lýsingunni í síðustu málsgrein því þá verður að bæta fjármagnseigendum rýrnunina sem varð þegar þeir fengu bæturnar vegna síðustu rýrnunar, því fyrri bæturnar juku auðvitað peningamagn enn meira og rýrðu líka nýju verðtryggingarútblásnu inneignina þeirra. 3. hringur hefst og þannig koll af kolli.

Það skiptir ekki máli hvað hundurinn hleypur hratt, hann nær ekki rófunni. Rófan færist aftur á bak um jafn margar gráður og hausinn fer áfram. Hamsturinn við hliðina lætur hjólið sitt snúast hraðar þegar hann fer að hlaupa hraðar.

Theódór Norðkvist, 13.5.2013 kl. 16:40

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þarna eru þíð Guðmundru og Theódór að gelta að röngu tré og horfa á rangan orsakavald. Orsök sveiflu í gengi íslensku krónunnar stafar einfaldlega af því að um örmynt er að ræða með litlum gjaleyrismarkaði þannig að það þarf mjög lítið til að sveifla henni. Hún getur ekki staðið af sér meðal stöðutöku. Þessi mikla sveifla í gengi krónunnar veldur því að lánveitendur líta á það sem áhættuþátt að lána í íslenskum krónum. Verðtryggingin á hér enga sök. Fullyrðingin um það er röng sama hversu oft  henni er haldið fram.

Ef við værum ekki með verðtryggingu þá værum við með breytilega vexti og það er það sem mun koma í staðinn ef við afnemum verðtryggingu. Þá verða sveiflur í greiðslubyrði lánanna mun meiri en í verðtryggðum lánum. Því verða sveiflurnar í efnahagslífinu og óstöðugleiki síst minni en í verðtryggðu umhverfi.

Afnám verðtryggingar mun því HÆKKA raunvexti en ekki lækka þá.

Auðvita vil ég lægri vexti fyrir almenning í landinu. Til þess að ná því þurfum við annað hvort að taka upp aðra og stöðugri mynt eða auka stöðugleika íslensku krónunnar. Ef við veljum þann kostinn að hafa krónuna áfram þá verður stöðugt gengi að vera forgangsatriði númer eitt í efnahagsstjórnun. Það verður meira að segja að vera forgangsatriði fram yfir það að minnka atvinnuleysi eða bæta kaupmátt þegar afleiðingin af aðgerðum sem halda genginu stöðugu leiða til þess. Til lengri tíma mun síðan stöðugt gengi bæta lífskjörin og minnka atvinnuleysi vegna lækkunar vaxta.

Afnám verðtryggingar hjálpar ekki við neitt af þessu og því leysir það engin vandamál að afnema verðtryggingu. En þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er farinn að trúa því að verðtryggingin sé orsökin þá held ég að best væri að banna verðtryggingu. Svo þegar liðin eru svona eins og fimm ár frá afnámi verðtryggingar og við sitjum samt enn uppi með öll vandamálin sem stór hluti þjóðarinnar trúir að séu afleiðing verðtryggingarinnar þá verður kannski hægt að ræða þessi mál af rausæi og horfa til þeirra þátta sem raunverulega eru orsökin af háum fjármagnskostnaði íslenskra heimila og sveiflum í efnahgaslífinu.

Sigurður M Grétarsson, 13.5.2013 kl. 17:26

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvernig skýrirðu þá gengissveiflur í gjaldeyrishöftum?

Theódór Norðkvist, 13.5.2013 kl. 18:58

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sigurður M. Grétarsson,

Þú hefur aldrei viljað lægri vexti fyrir almenning í landinu af því að þú hefur verið og verður alltaf málpípa auðmanna elítunar.

Verðtrygginginn er vandamálið og vonandi verður sett bann á verðtryggingu frá með fyrsta degi nýrrar Ríkisstjórnar.

"Liars can figure and figures can lie."

Hvernig væri að athuga raunveruleikan, en ekki einhverjar tölur sem menn nota til að koma sínum málstað á framfæri í góðu ljósi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.5.2013 kl. 22:02

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M. Grétarsson.

Fyrst þú ert svona viss í þinni sök.

Endilega bentu á hvar er villa í rannsókninni:

[1302.4112] An examination of the effect on the Icelandic Banking System of Verðtryggð Lán (Indexed-Linked Loans) 

Það er tilgangurinn með því að birta hana opinberlega.

Þegar þú ert búinn að hrekja þetta verðurðu varla í vandræðum með að sýna okkur næst að jörðin sé flöt. Þú gætir leitað fulltingis páfans í Róm við það.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.5.2013 kl. 23:14

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Theódór Norðkvist. Sveiflur í gengi í gjaldeyrishöftum eru til komin vegna smæðar gjaldmiðilsins. Lántaka stórs fyrirtækis sem kemur með peningin inn í íslenskt hagkerfi hækkar gengi krónunnar. Stór sölusamningur hjá stóru fyrirtæki hækkar gengi krónunnar þegar það fær greitt í gjaldeyri. Stór afborgun stórs fyrirtækis eða sveitafélags af láni sínu lækkar gengi krónunnar svo ekki sé talað um stóra greiðslu ríkissjóðs af lánum. Mismunandi innkoma gjaldeyris af ferðamönnum eftir árstímum veldur árstíðabundnum sveiflum á gengi krónunnar.

Hitt erm þó á tæru. Verðtryggingin verldur ekki sveiflum á gengi krónunnar.

Sigurður M Grétarsson, 14.5.2013 kl. 15:37

18 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Þetta er aðeins ein af mörgum skýrslum um áhrif verðtryggingar á verðbólgu. Það eru líka til aðrar skýrslur fræðimanna þar sem komist er að gagnstæðri niðurstöðu.

Enn hef ég ekki séð skýrslu sem útskýrir það hvernig verðtrygging skapar meiri aukningu á peningamagni í umferð heldur en óverðtryggt lán með sömu raunvöxtum. Hvernig getur verðtryggt lán með 4% vöxtum í 4% verðbólgu skapað meiri peningaprentun en óverðtryggt lán með 8% vöxtum? Hvernig getur það valdi meiri peningamagni í umferð að 4% verðbæturnar bætist við lánið í stað þess að lántaki greiði bankanum þá upphæð strax sem hann þarf svo að koma í vinnu með því að lána einhverjum öðrum þá upphæð? Eða jafnvel að lána sama lántaka hana af því að hann ræður ekki við hærri greiðslubyði óverðtryggða lánsins.

Ég hef engin áform um að sannfæra neinn um að jörðin sé flötg enda er þar um ranga fullyrðingu að ræða öfugt við þá fullyrðingu að bann við verðtryggingu mun ekki leysa nein vandamál.

Eigum við ekki bara að vona að verðtrygging verði bönnuð? Hvernig væri svo að ræða þetta aftur nokkrum árum síðar þegar menn eru farnir að lengja eftir því að þau vandamál minnki sem verið er að ljúta upp á vertrygginguna að orsaka? Ég get alveg lofað þér því að ef við bönnum verðtryggingu án þess að ná niður verðbólgu þá mun fljótt koma fram þung krafa um að heimila verðtryggingu aftur þangað til búið er að ná tökum á verðbólgunni.

Sigurður M Grétarsson, 14.5.2013 kl. 15:46

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann Kristinnson. Hér kemur þú með tvær algerlega órökstuddar ásakanir á mig. Það er ekki málefnanlegt í umræðu og segir meira um þann sem ber slíkt fram en þann sem þeim ummælum er beint að.

Getur þú fundið því stað í mínum skrifum að ég sé á móti því að vextir á lánum almennings lækki?

Getur þú fundið þeim orðum mínum stað að ég sé einhver málpípa auðmanna?

Staðreyndin er sú að ástæða þess að ég hef talað gegn afnmámi verðtryggingar án þess að fyrst sé tekið á tíðri verðbólgu er sú að ég veit að það að fara úr verðtryggðu láni í óverðtryggt lán með breytilegum vöxtum sem er það sem kemur í staðinn er að fara úr öskunni í eldinn fyrir LÁNTAKA.

Það eru miklu meiri sveiflur í greiðslubyrði slíkra lána og því munu mun fleiri lántakar lenda í vanda þegar vextirnir hækka og því munu líka fleiri verða gjaldþrota.

Óverðtryggðu lánin munu líka vera með mun hærri greiðslubyrði framan af lánstímanum og mun því gera það mun erfiðara fyrir tekjulítið fólk að fjárfesta í húsnæði bæði að kaupa sína fyrstu íbúð og einnig að stækka við sig íbúð þegar fjölskyldan stækkar. Það munu því mun fleiri fjölskyldur verða ofurseldar íslenskum leigumarkaði með tíðum búferlaflutningi og tíðum skiptum á skóla fyrir börnin sem er mjög óæskilegt.

Afnám verðtryggingar mun hins vegar litlu máli skipta fyrir lánveitandann. Það skiptir engu máli fyrir hann hvort hann fær 4% vexti að viðbættum 4% verðbótum eða 8% vexti.

Er til of mikils mælst að hægt sé að ræða við þig málefnanlega um kosti og galla afnáms verðtryggingar án þess að þú komir með órökstuddar ásakanir í minn garð?

Sigurður M Grétarsson, 14.5.2013 kl. 16:01

20 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mismunandi innkoma gjaldeyris af ferðamönnum eftir árstímum veldur árstíðabundnum sveiflum á gengi krónunnar. 

Það gerir aukning peningamagns í umferð alltaf.

Líka þegar um er að ræða krónur.

Líka krónur sem verðtryggingin býr til.

Það eru líka til aðrar skýrslur fræðimanna þar sem komist er að gagnstæðri niðurstöðu.

Þá skora ég hér með á þig að vísa mér á þær.

Þó ekki nema eina slíka, þá væri það afar gagnlegt!

Enn hef ég ekki séð skýrslu sem útskýrir það hvernig verðtrygging skapar meiri aukningu á peningamagni í umferð heldur en óverðtryggt lán með sömu raunvöxtum.

Ég var að reyna að benda þér á hana með tenglinum hér fyrir ofan. Lastu hana kannski bara alls ekki? Ef svo er get ég illa hjálpað þér til skilnings.

Hvernig getur það valdi meiri peningamagni í umferð að 4% verðbæturnar bætist við lánið í stað þess að lántaki greiði bankanum þá upphæð strax sem hann þarf svo að koma í vinnu með því að lána einhverjum öðrum þá upphæð?

Það er einmitt vegna þess að þær bætast við höfuðstólinn, sem nýtt lán er veitt fyrir bróðurparti verðbótanna. Eins og þegar öll lán eru veitt þá eykst peningamagn í umferð við þetta, og með verðtryggðum Íslandslánum gerist þetta í hverjum einasta mánuði.

Óverðtryggt lán eykur líka peningamagn í umferð, en aðeins í eitt skipti og það er þegar lánið er gefið út. Á hverjum einasta gjalddaga eftir það lækkar höfuðstólinn án þess að neitt hafi verið lánað til viðbótar, og peningamagn í umferð dregst þar af leiðandi saman sem nemur afborguninni. Slík lán eru því ekki haldinn þeim ókosti sem verðtryggðu lánin hafa, að höfuðstóllinn hækki í hverjum mánuði og þenji þannig út peningamagnið með tilheyrandi verðbólguáhrifum, sbr. það sem áður var vísað til varðandi áhrif þess þegar magn peninga í umferð eykst, burtséð frá þjóðerni þeirra.

Þetta er einmitt sá mismunur sem er á þessum lánum, í hnotskurn.

Það er líka útskýrt í smáatriðum í ritgerðinni. Endilega lestu hana.

Ég get alveg lofað þér því að ef við bönnum verðtryggingu án þess að ná niður verðbólgu þá mun fljótt koma fram þung krafa um að heimila verðtryggingu aftur þangað til búið er að ná tökum á verðbólgunni.

Þú ert sem sagt ekki að skilja að þú ert sjálfur að halda fram rangri fullyrðingu.. Það er ekki hægt að ná tökum á verðbólgunni án þess að afnema verðtrygginguna, og reyndar öll lánaform sem fela í sér innbyggða höfuðstólshækkun með reglubundnum hætti. Nýlega hafa til að mynda bæði dönsk og bresk fjármálaeftirlitsstjórnvöld varað við slíkum lánum.

Afnám verðtryggingar mun hins vegar litlu máli skipta fyrir lánveitandann. Það skiptir engu máli fyrir hann hvort hann fær 4% vexti að viðbættum 4% verðbótum eða 8% vexti. 

Jú það mun einmitt skipta máli fyrir lántakandann þar sem með fyrrnefnda valkostinum eykur lánið við þá verðbólgu sem því er ætlað að verðtryggja fyrir, en með síðari valkostinum mun það einfaldlega ekki gerast og þess vegna munu vextirnir á því láni ekkert verða nein 8%. *

Ef vextir eru, eins og þú virðist byggja röksemdir þínar á, samsettir af 4% grunnvöxtum (til málamynda) að viðbættu X% verðbólguálagi gefur það til einföldunar vaxtaformúluna V = 4% + X þar sem X er verðbólgustigið. Ef við heimfærum þetta svo á umhverfi án verðbólguáhrifa verðtryggingarinnar sjálfrar eru raunvextirnir sem þarf að greiða augljóslega V = 4% + 0 = 4%

Með barnaskóladeilingu má finna að 4 er helmingurinn af 8.

Þannig yrðu raunvextir í þessu tilfelli helmingi lægri án verðtryggingar.

Athugaðu að þetta er miðað við þær forsendur sem þú gafst sjálfur.

(* Vissulega er ekki þar með sagt að verðbólga yrði útilokuð um alla framtíð, hún gæti eftir sem áður átt sér stað af öðrum völdum, en það yrði þá allavega ekki vegna misráðins neyðarúrræðis sem komið var á fyrir meira en þremur áratugum í allt öðru hagkerfi en því sem við erum stödd í núna.)

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2013 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband