Lúxembourg með leyniþjónustu?

Samkvæmt meðfylgjandi frétt er komið upp njósnahneyksli í Luxembourg sem varðar leyniþjónustu landsins. Þrátt fyrir að vera sæmilega vel upplýstur, og jafnvel eitthvað yfir meðallagi varðandi svona mál, þá verður að viðurkennast að ég hafði aldrei leitt hugann að því að þetta landlukta smáríki í niðurlöndum hefði yfir að ráða, eða yfir höfuð þörf fyrir leyniþjónustu.

En viti menn þetta hertogadæmi á stærð við frímerki með íbúafjölda rétt rúmlega á við Ísland, býr yfir ekki einni og ekki tveimur heldur þremur leyniþjónustum! Ekki ósvipað og í Bretlandi er ein stofnun sem njósnar innanlands, önnur sem njósnar erlendis, og sú þriðja sem njósnar fyrir herinn, sennilega þá allsstaðar, nema kannski á sjó því varla eiga þeir mörg herskip. Viðriðin hneykslismálið er sú fyrstnefnda, innanríkisleyniþjónustan: http://www.gouvernement.lu/ministeres/ministere-etat/sre/

Samkvæmt fréttum af málinu eru nú til rannsóknar ásakanir um ólöglegar hleranir, iðnaðarnjósnir, jafnvel viðskipti með notaða bíla, og stolna samkvæmt sumum fréttum! Þetta minnir auðvitað eins og flest í þessum njósnaheimi, á meðalgóða spennumynd um njósnara með ofvirka karlhormónakirtla. Leyniþjónustan heyrir undir forsætisráðuneytið, og hefur málið leitt til afsagnar forsætisráðherrans Jean Claude Juncker sem þar til nýlega var yfir-fjármálaráðherra evrópska myntbandalagsins (Eurogroup).

Ein skondin hlið málsins er sú að forsætisráðherrann var sjálfur einn af fórnarlömbum hinna ólögmætu njósna, þegar yfirmaður leyniþjónustunnar notaði upptökutæki falið í armbandsúri til að hljóðrita fund sem þeir tveir áttu saman árið 2007. Á upptökunni má að sögn heyra leyniþjónustustjórann gefa forsætisáðherranum skýrslu um að einnig hafi verið njósnað um og hlerað hjá sjálfum stórhertoganum Henri sem er þjóðhöfðingi Luxembourg og að meðal þess sem njósnirnar hafi leitt í ljós væru regluleg samskipti hans við bresku leyniþjónustuna MI6.

Já, eins og í meðalgóðri spennumynd með ofskammt af karlhormónum.

http://img.007unleashed.com/albums/userpics/10001/ohmssultimate.jpg

Ætli Simmi og Bjarni láti Hönnu Birnu hlera hjá Ólafi og Dorrit?

hannabirnagrettir.jpg

?


mbl.is Boðar til kosninga vegna njósnahneykslis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jahá, Snowden hvað? 

Kolbrún Hilmars, 11.7.2013 kl. 16:50

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Dæmigerðir strákaleikir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.7.2013 kl. 18:10

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Miss Marple hefði aldrei verið nöppuð fyrir persónunjósnir...

Kolbrún Hilmars, 11.7.2013 kl. 18:56

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er þetta Moneypenny á neðstu myndinni?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2013 kl. 23:08

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú skil ég af hverju Árni Páll er með svona stórt úr.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2013 kl. 23:09

6 identicon

Hingað til hafa Íslensk stjórnvöld verið bláeygð og þrjóskast við að hugleiða möguleika á njósnum hér á landi, þegar deilan við Breta og Hollendinga stóð sem hæst voru öryggismál Alþingis víst svo slæm að andstæðingar Íslands í deilunni gátu fylgst með tölvupóst samskiptum þingmanna í beinni.

Tóti (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 13:30

7 identicon

Þarft þú brýn 2% lán til að borga allar skuldir eða byrja upp eigin
fyrirtæki. Við erum staðfest, áreiðanleg og traust. Þú getur haft samband við okkur um lán fyrirspurn um þetta email: (trustloaninvestmenteveryone@gmail.com)
Þú ert að fylla út hér fyrir neðan upplýsingar um rannsóknina.
Fullt nafn .....
land .......
ástand ......
Heimilisfang ......
Aldur .....
Fæðingardagur .......
Kynlíf ....
Hjúskaparstaða .....
Símanúmer .....
faxnúmer ......
Mánaðarlega tekjur .....
lánsfjárhæð þarf ....
lán lengd.
Vinsamlegast svaraðu þessu bréfi: trustloaninvestmenteveryone@gmail.com

Treystu Lán fjárfesting.
Lán framkvæmdastjóri.
Mr Billy Brown

Billy Brown (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband