Hækka stimpilgjald kaupsamninga

Samkvæmt framlögðu frumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að stimpilgjald á lánsskjölum leggist af. Það eru vissulega ánægjulegt tíðindi, reyndar eru þessi að skjöl að nokkru leyti undanþegin samkvæmt núgildandi lögum þegar um fasteignaverðbréf einstaklinga er að ræða, en með þessu yrði sú framkvæmd gerð varanleg.

Hins vegar er samkvæmt frumvarpinu gert ráð fyrir að stimpilgjöld eignaskiptasamninga tvöfaldist þegar um er að ræða einstaklinga, fari úr 0,4% í 0,8%. Þrátt fyrir allt vegur hin breytingin á móti svo að þannig verða heildargjöld lægri sem er ágætt, en mörgum hefði þótt betra ef gengið hefði verið alla leið og stimpilgjöld alfarið afnumin á viðskiptum neytenda með íbúðarhúsnæði.

Þá er ekki að finna í frumvarpinu neitt um að ryðja skuli úr vegi öðrum knýjandi samkeppnishindrunum sem neytendur á fjármálamarkaði standa frammi fyrir. Til dæmis hlutfallsleg lántökugjöld, uppgreiðslugjöld og annar hugsanlegur skiptikostnaður sem fylgir því að færa viðskipti þín þangað sem maður telur þeim vera best borgið.

Vonandi munu tillögur þar að lútandi líta dagsins ljós áður en langt um líður.


mbl.is Afnema stimpilgjald á lánaskjölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband