Afglæpavæðing að verða opinber stefna?

"Menn verða að horfa á raunveruleikann eins og hann er."

Þessi orð höfð eftir heilbrigðisráðherra gætu varla verið sannari.

Og þar sem umræðan tengist fíkniefnum, hvað með öll löglegu fíkniefnin? Þeir sem þurfa að nota amfetamín af heilsufarsástæðum geta nú þegar fengið það gegn lyfseðli. Reyndar hefur verið talað um þetta sem eitt mest misnotaða lyfið hér á landi, um leið og það er notað í læknisfræðilegum tilgangi sem talinn hefur verið réttlætanlegur.

Hefur ekki umræðan um þessi mál verið á algjörum villigötum hingað til? Hvar er til dæmis jafnræðisreglan þegar kemur að þeim sem þurfa á öðrum lyfjum en amfetamíni að halda af heilsufarsástæðum? Hvað með þau lyf sem ekki eru banvæn/skaðleg? Hvar er umræðan um þau?

Staðreynd: flest dauðsföll af völdum lyfjanotkunar verða vegna löglegra lyfja sem keypt eru samkvæmt lyfseðli, hvort sem sá lyfseðill sé gefinn út á réttum forsendum eða röngum. Hvers vegna snýst umræðan ekki um banvænu lyfin frekar en þau sem engan drepa og munu aldrei geta drepið nokkurn mann?

Er gildismat okkar vesturlandabúa varðandi lyfjanotkun kannski á villigötum? Það væri alltént ekki eina umræðan í okkar lyfjaháða þjóðfélagi sem væri á villigötum. Nægir að nefna Icesave, skuldamál heimilanna, verðtryggingu og fleiri hluti þar sem fullt af fólki virðist vera algjörlega úti á túni. Á hvaða sterku lyfjum er eiginlega það fólk sem ekki skilur þessa hluti almennilega eftir allar útskýringar sem veittar hafa verið?

Getur verið að einhver hluti þess fólks sé að taka inn röng lyf? Eða jafnvel að sumir úr þessum hópi séu ekki einu sinni að fá réttu lyfin sem myndu henta þeim til að líða betur? Og hugsa skýrar en þeir gera?

Allavega er nokkuð ljóst að refsistefnan í þessum málaflokki er ekki að virka. Til að taka dæmi um óæskilegar afleiðingar þeirrar stefnu er nægilegt að líta til Bandaríkjanna, þar sem einkarekin fangelsi eru hraðast vaxandi "iðnaðurinn"  í því landi.

Hversu sjálfbært getur land verið þar sem helsti vaxtarbroddurinn felst í því að fangelsa þegnana? Hvaða framtíð getur slíkt land haft aðra en varanlega eymd og grimmd? Staðreyndirnar tala sínu máli þar sem eymd og grimmd er hvergi meiri en í þeim löndum sem eru hvað hörðust á refsistefnunni í vímu/fíkniefnamálum.

Svo er mjög mikilvægt að skilja á milli vímuefna og fíkniefna. Ekki eru öll vímuefni fíknivaldandi, og ekki eru heldur öll fíkniefni vímuvaldandi. Besta dæmið um það er sykur, sem er ekkki vímuefni, en samt fíkniefni. Tóbak (nikótín) er ekki heldur álitið vera vímugjafi í hefðbundnum skilningi, en er samt meðal sterkustu fíkniefna sem þekkjast.

Er ekki kominn tími til að færa umræðuna um þessi mál upp á betra plan, þar sem staðreyndir liggja til grundvallar, frekar en fordómar og annað húmbúkk? Augljóslega er höfundur með þessu að taka afstöðu með afglæpavæðingu lyfjanotkunar, en um leið að vekja athygli á þeim alvarlega tvískinnungi sem hefur gætt um þennan málaflokk. Öll umræða er velkomin, án fordóma af hálfu þess sem þetta skrifar.


mbl.is Óþreyja eftir betra ástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega fagna ég þessari umræðu, ég hef nú í yfir 30 ár reynt að fá ráðamenn til að skoða þessi mál í víðara samhengi, en talað fyrir daufum eyrum hingað til. Vonandi fer einhver skynsemi að verða ofan á í þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2014 kl. 23:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir jákvæðar undirtektir, Ásthildur, og gangi þér vel í baráttunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2014 kl. 00:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Guðmundur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2014 kl. 11:48

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heilbrigðisráðherra staðfesti í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann væri fylgjandi afglæpavæðingu. Það eru góðar fréttir fyrir málstaðinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.2.2014 kl. 12:41

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega, ef til vill á ég eftir að fyrirgefa honum þetta með Gugguna :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2014 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband