Vantar bara 75 milljarða upp í lágmarkstryggingu?

Gert er ráð fyrir að um 1.172 milljarðar fáist fyrir eignir Landsbanka Íslands hf... Áætlað er að hægt verði að úthluta um 89% upp í forgangskröfur...

Ef þetta nýjasta mat stenst, þá eru ekki nema ca. 75 milljarðar (89% af 680ma) sem standa út af vegna lágmarkstryggingar á IceSave, jafnvel þó Bretar og Hollendingar fái því framgengt að kröfur þeirra í búið séu jafn réttháar og íslenska tryggingasjóðsins.

Hvað eru þeir búnir að vera að æsa sig yfir svoleiðis smámunum?

Ég myndi samt hafa allan fyrirvara á því hversu raunsætt þetta mat reynist vera. Eignirnar eru jú ekki virði nema þess sem þær seljast á, sem er enn óljóst.

Auk þess verður fyrirsjáanlegur kostnaður skattgreiðenda vegna yfirtöku á innlendri starfsemi Landsbankans þrátt fyrir allt á bilinu 528-685 milljarðar samkvæmt nýjustu samantekt.

Það er hátt verð fyrir 85% hlut í ónýtu vörumerki!


mbl.is Meira fæst upp í kröfur á LBI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið skjól í Evrulandi (3. hluti)

Lesendum til glöggvunar vil ég byrja á því að vísa á 1. hluta og 2. hluta þessa greinaflokks, sem er skrifaður til að kveða niður þá hugsanavillu að líta á upptöku Evru sem töframeðal við efnahagsvanda. Að þessu sinni ætla ég að taka saman fjölmiðlaumfjöllun um Evruna að undanförnu, meðal annars vegna ört vaxandi skuldavanda ríkja á borð við Portúgal, Ítalíu, Grikkland og Spán ("PIGS"). Margt virðist nú benda til þess að evrópski seðlabankinn standi frammi fyrir alvarlegum trúverðugleikaskorti.

Ísland dottið niður í 8. sæti þjóða í gjaldþrotahættu (visir.is)

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs heldur áfram að lækka... Samkvæmt daglegu fréttabréfi CMA gagnaveitunnar stendur skuldatryggingaálagið á Ísland nú í 514 punktum eftir myndarlegar lækkanir frá því í síðustu viku. [ATH. Grikkland er í nú 10. sæti, en Lettland sem hyggur á upptöku Evru í 7. sæti.]

Evrusvæðið ógnar viðsnúning (mbl.is)

"Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að máttlítill viðsnúningur í hagkerfum evrusvæðisins væri helsta ógnin við stöðu alþjóðahagkerfisins um þessar mundir..."

Íslendingar ræði ESB vandlega (mbl.is)

"Ekki ber að líta á inngöngu í Evrópusambandið sem skyndilausn á þeim vanda sem Íslendingar eiga við að etja, sagði Wallis, enda sýni efnahagsástandið í Grikklandi að hvorki evran né ESB sé töfralausn á efnahagslegum vandamálum." - Diana Wallis, varaforseti Evrópuþingsins.

Frakka vilja Frankann aftur (mbl.is)

Samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var fyrir vikuritið Paris Match vilja 69% Frakka að evrunni verði varpað fyrir róða og frankinn tekinn aftur upp. Enn fremur sögðust 47% sakna frankans „verulega“.

Evrópusambandið flengir Grikki (visir.is)

Evrópusambandið hefur sýnt vanþóknun sína og mátt sinn með því að svipta Grikkland atkvæðisrétti á fundi sem haldinn verður í næsta mánuði....

Viðskiptaritstjóri breska blaðsins Daily Telegraph segir til dæmis að þetta séu vatnaskil og gríðarlegur missir sjálfstæðis....

Evrópusambandið segir að Grikkir verði að verða við kröfum um niðurskurð og skattahækkanir fyrir sextánda næsta mánaðar, eða missa vald yfir eigin skattheimtu og útgjöldum.

Ef Grikkir verði ekki við kröfunum muni Evrópusambandið sjálft fyrirskipa niðurskurð samkvæmt hundrað tuttugustu og sjöttu grein Lisbon sáttmálans.

Það þýðir í raun að Grikkland verður nánast réttindalaust kotbýli í léni Evrópusambandsins....

Í Þýskalandi telja margir það vænlegri kost að reka Grikkland úr evru myntbandalaginu frekar en koma því til hjálpar.

Tvöfalt meira atvinnuleysi vegna Evru (mbl.is)

Atvinnuleysi í Bretlandi væri um 15%, eða tvöfalt hærri en það er í dag, væri landið hluti að evrusvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Centre for Economic and Business Research.

Hrun Evrunnar óhjákvæmilegt (Daily Mail)

"Any "help" given to Greece merely delays the inevitable break-up of the eurozone." - Albert Edwards, sérfræðingur í gjaldeyrisviðskiptum hjá franska risabankanum Société Générale.

Búast má við að þessi listi verði uppfærður örðu hverju á næstunni eftir því sem fréttaflutningur gefur ástæðu til. Ég býst fastlega við að svo verði!


mbl.is Evrusvæðið ógnar viðsnúning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarfélög eða fjárfestingarfélög?

Bæjar- og sveitarstjórnir í Bretlandi eru æfar að reiði vegna hruns íslensku bankana sem þýðir að þær fái einungis brot af þeim fjármunum sem þær áttu inni á reikningum sínum.

Mikilvægustu spurningunni hefur alveg verið ósvarað í þessu máli: peningum hverra voru bresk sveitarfélög að moka inn á útlenska bankareikninga í stórum stíl og til hvers? Að þeirra eigin sögn var um tilfinnanlega háar fjárhæðir að ræða sem var augljóslega ekki verið að nýta í rekstri viðkomandi sveitarfélaga, því hávaxtareikningarnir voru sparireikningar en ekki veltureikningar.

Nú hef ég lengst af staðið í þeirri meiningu að markmið með rekstri sveitarfélaga væri samfélagslegur en ekki fjárhagslegur ávinningur. Sjálfur hef ég komið nálægt ýmsum félagsstörfum og séð um rekstur húsfélags líka sem er ekkert ósvipað og örlítið sveitarfélag þó vissulega sé það einföldun. Mín reynsla af slíku er sú að það er yfirleitt skortur á peningum sem er vandamál frekar en að það sé svo mikill afgangur að það skipti yfirhöfuð máli á hvernig reikningi hann liggur. Ennþá síður að það taki því að færa peningana í útlenskan banka, bara til þess að fá vexti sem eru broti úr prósentu hærri. Auk þess þykir mér það ekki ábyrg fjármálastjórnun að flytja almannafé út úr lögsögu heimalandsins, og geti hæglega talist vafasöm vinnubrögð í opinberum rekstri.

Svona rekstur er ekki flókinn í grunninn: þú hefur tekjur í formi gjalda sem eru lögð á félagsmenn/íbúa, og svo útgjöld vegna þeirrar þjónustu sem félagið veitir á móti eða starfsemi sem það heldur úti í þágu félagsmanna. Venjulega er það þannig að ef allt gengur upp duga tekjur fyrir gjöldum án þess að lenda í mínus, og ánægjuefni ef það er smá afgangur. Ef hinsvegar miklir peningabunkar eru að safnast upp hjá félaginu geta aðeins verið tvær skýringar á því: annaðhvort er félagið að innheimta allt of há gjöld fyrir þá þjónustu sem það veitir, eða það veitir ekki fulla þjónustu miðað við rekstraráætlun. Hvort sem er, þá eru það félagsmennirnir/íbúarnir sem eru hlunnfarnir því þeir fá ekki peninga sinna virði í formi þjónustu frá félaginu. Tilgangur svona félagslegs rekstrar á alls ekki að vera sá að safna peningum, það er hlutverk einkafyrirtækja og hver sem vill getur fjárfest í þeim fyrir eigið fé.

Því ítreka ég spurninguna: Afhverju voru bresk sveitarfélög eiginlega að beina fúlgum fjár inn á útlenska bankareikninga í stað þess að nýta þá til að veita íbúum sínum betri þjónustu?


mbl.is Hrunið á Íslandi skiptir miklu fyrir bresk sveitarfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og áfram hækka lánin

Launavísitala í janúar hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofu en á sama tíma lækkaði vísitala neysluverðs um 0,3% milli mánaða.

Þetta þýðir í raun að greiðslubyrði lána heldur áfram að hækka á lánum sem eru komin í sjálfvirka greiðslujöfnun samkvæmt ákvörðun stjórnvalda, því hún miðast við launavísitölu. Þeir sem afþökkuðu úrræðið og héldu sig við verðtrygginguna eru hinsvegar betur settir með hana í augnablikinu því vísitala neysluverðs lækkaði um síðustu mánaðamót. Eftir alla þá gagnrýni sem verðtryggingin hefur fengið hlýtur þetta að vera áfellisdómur yfir svokölluðum úrræðum ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna. Þau virðast litlu breyta og fólk er jafnvel betur sett án þeirra!

Reynslan ein mun hinsvegar leiða í ljós hver verður þróun þessara vísitalna til lengri tíma. Ég óttast bara að greiðslujöfnun verðtryggð með launavísitölu muni reynast þjóðfélaginu dýrkeypt, því með henni er greiðslubyrðin negld föst við ákveðið hlutfall af kaupmætti. Þannig er enginn hvati lengur til að auka kaupmátt og þar með skattekjur ríkisins, því þá hækkar bara greiðslubyrðin á móti og étur upp ávinninginn til skamms tíma. Allir leiðir sem þessi svokallaða vinstristjórnin reynir til ná fram stöðugleika virðast fela í sér stöðnun, rétt eins og sandi væri stráð á tannhjól efnahagslífsins!

Ef við förum ekki 30 ár aftur í tímann efnahagslega, þá virðumst við alla vega vera komin þangað hugmyndafræðilega.

xV : stöðnun = stöðugleiki ?


mbl.is Kaupmáttur eykst lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði ég?

Framkvæmdastjórn ESB stefnir að því að leggja fram tillögu næsta sumar um breytingar á reglum um innistæðutryggingar. ... Haft er eftir Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaðar innan framkvæmdastjórnarinnar ... að tillagan feli í sér að stofnaður verði sameiginlegur innistæðutryggingasjóður fyrir alla banka í Evrópu. ... sameiginlegur innistæðutryggingasjóður myndi koma í veg fyrir lagalegan ágreining eins og hafi orðið í kjölfar fjármálakreppunnar. - mbl.is

Af þessu tilefni birti ég hér athugasemdir sem bættust við fyrri færslu mína um ábyrgð Breta vegna IceSave. Þar koma fram stórmerkilegar hliðar á málinu sem eru nýjar fyrir mér:

FSCS (Financial Services Compensation Scheme) tekur ekki iðgjöld til myndunar sjóðs, eins og TIF. FSCS safnar kröfum á bankana, sem jafngilda vaxtalausum lánum til þeirra sem nemur greiddum iðgjöldum. Útistandandi kröfur FSCS á bankana geta hugsanlega nægt fullkomlega fyrir Icesave.

 

Hins vegar veitti seðlabanki Bretlands það fjármagn að láni til FSCS, sem þurfti til að greiða strax allar bætur til innistæðueigendanna, bæði það sem TIF var ætlað að greiða og einnig það sem FSCS bar skylda til að greiða. Þetta kemur til baka þegar bankarnir verða krafðir greiðslu iðgjalda vegna fyrri árum.

 

Bretska ríkið hefur því ekki veitt FSCS ríkisábyrgð !

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.2.2010 kl. 15:13

Kærar þakkir fyrir þessa skýringu Loftur, ég vissi ekki um þetta fyrirkomulag hjá FSCS og kemur mér satt að segja nokkurt á óvart. Ég efast um að þetta sé í samræmi við þær reglur sem gilda hér á landi. Hjá TIF er þetta mun líkara venjulegum bótasjóði sem safnar raunverulegri inneign í stað lánsloforða með veði í sömu eignum og ætlunin er að tryggja.

Í fljótu bragði minnir þetta mig einna helst á Ponzi-svindl (það gerir IceSave sjálft reyndar líka sökum afnáms bindiskyldu erlendra útibúa o.fl.) eða einhverskonar hringekjuviðskipti. Þegar allt fé bótasjóðsins liggur í raun í bönkunum, hver á þá að borga út þær kröfur ef bankarnir sjálfir verða svo skyndilega fjárvana?

Mér virðist sem kerfið hjá þeim hafi verið ennþá viðkvæmara fyrir áföllum en mig grunaði því áföll í kerfinu snerta þá óbeint marga banka en ekki bara einn. Ef einn fór á hausinn eins og IceSave gerði þá var eingöngu hægt að greiða úr tryggingasjóðnum með úttektum úr öðrum bönkum, þar til lausafé í þeim næsta væri uppurið og hann þar með farinn á hausinn líka, og þessi keðjuverkun hefði sjálfkrafa framkallað allsherjar áhlaup á allt bankakerfið!

Hver rækallinn! LoL

Ekkert bankakerfi býr yfir nægu lausfé til að standast slíkt áhlaup og Bretland hefði endað eins og Sjóvá, gjörsamlega þurrausið og gjaldþrota. Þetta var glæpsamlegt en jafnframt fyrirfram dauðadæmt og þeir vissu það. Þess vegna hlupu Bretarnir til og þjóðnýttu Nothern Rock áður en reyndi á innstæðutrygginguna og þess vegna vilja þeir ekki fara dómstólaleiðina með IceSave. Og einmitt þess vegna er Evrópusambandið strax búið að breyta reglunum í þá veru að framvegis verði innlánstryggingar af þessu tagi tvímælalaust með ríkisábyrgð! Wink

En hvað ætli verði um þá ríkisábyrgð, fyrst nú stendur til að sameina alla tryggingasjóðina? Hvernig skiptist þá ríkisábyrgðin, eða verður hún afnumin aftur eftir þessa sameiningu? Er tryggt að þetta nýja fyrirkomulag muni koma í veg fyrir óvissu um lagalega ábyrgð, eða bara færa hana til og pakka henni dýpra inn í kerfið? Hvað gerist svo ef aftur dynja yfir áföll sem þessi nýji sjóður ræður ekki við, hver á þá að baktryggja hann, Evrópsambandið sjálft kannski? Mér þykir hættan sú að gegnsæi verði minna, gagngert í þeim tilgangi að fela gallana í stað þess að lagfæra þá, þannig að ég er ekki sannfærður.


mbl.is Stofna sameiginlegan sjóð innistæðutryggjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlend umfjöllun um IceSave

Nýlega birti ég allviðamikla samantekt á umfjöllun erlendra fjölmiðla og málsmetandi aðila sem tekið hafa undir málstað Íslands í IceSave málinu eftir að forsetinn ákvað að veitingu ríkisábyrgðar skyldi vísað til þjóðaratkvæðis. Síðan þá hefur lítið...

Vill hann þá koma á ríkisábyrgð eða hvað?

Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur loksins gengist við því með afgerandi hætti að engin lagastoð sé fyrir meintri skyldu Íslands til að ábyrgjast innstæðutryggingasjóð. Maður hlýtur því að spyrja sig...

Samhljóða áliti Ríkisendurskoðunar

Arne Hyttnes, forstjóri norska innistæðutryggingasjóðsins segir í viðtali við norska fjölmiðilinn ABC Nyheter að samkvæmt gildandi reglum sé engin ríkisábyrgð á innstæðutryggingum á Evrópska Efnahagssvæðinu. Slík ábyrgð eigi sér enga fótfestu í...

Um ábyrgð Breta vegna IceSave

Í þingskjölum bresku lávarðadeildarinnar frá 15. júlí 2008 , nokkru fyrir hrunið, má finna fyrirspurn frá Oakeshott lávarði til bresku ríkisstjórnarinnar um íslenska banka með starfsemi í Bretlandi. Spurt er hvað nákvæmlega bresk yfirvöld hafi gert annað...

Lipietz rökin fundin?

Viðtal Egils Helgasonar í þætti sínum við Evrópuþingmanninn Alain Lipietz á dögunum vakti talsverða athygli , þar sem hann hélt því fram að í tilskipunum ESB mætti finna ákvæði sem gerðu Breta og Hollendinga meðábyrga fyrir IceSave klúðrinu. Í kjölfarið...

Ljóð vikunnar

Sögutími: saga tímans Sagan endurtekur sig. Ferðast um spíral, í smækkandi hringi. Óðar hverja umferð, á annari fætur. Sagan endurtekur sig. Bylgjuform tímans, núllpunkt nálgast. Vaxandi hraða með, óreiða, örvinglan. Sagan endurtekur sig. Hringiðan...

Lítið skjól í Evrulandi (2. hluti)

Fyrir tveimur mánuðum síðan skrifað ég fyrri hluta þessarar greinar í tilefni af vandræðum sem voru að upphefjast í Grikklandi vegna gríðarlegs skuldavanda, og benti ég þar á að Grikkland væri komið í þennan vanda þrátt fyrir að hafa tekið upp Evru sem...

Ég sagði ykkur það...

...fyrir löngu síðan . Lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 [úrdráttur af vef Alþingis] 14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs [Innskot: gengistrygging er hinsvegar...

Evrópusinnar?

Á vefsíðu besta flokksins er að finna hlekk yfir á vefsíðu ungliðahreyfingar flokksins (UngBest). Þar er að finna talsvert innihald, þó sumt sé reyndar augljóslega skrifað af höfundum vefsins til uppfyllingar enda um glænýjan vef að ræða. Meðal efnis er...

Skylduáhorf: Max Keiser

Hér er algjört skylduáhorf fyrir Íslendinga, stuttmyndin Money Geyser úr þáttaröðinni People & Power með Max Keiser sem arabíska sjónvarpsstöðin AlJazeera frumsýndi í ágúst 2007 . Max heimsækir Ísland til að skoða áhrif svokallaðra vaxtamunarviðskipta (...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband