Vill hann þá koma á ríkisábyrgð eða hvað?

Nú detta mér allar dauðar lýs úr höfði. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur loksins gengist við því með afgerandi hætti að engin lagastoð sé fyrir meintri skyldu Íslands til að ábyrgjast innstæðutryggingasjóð. Maður hlýtur því að spyrja sig að því hvers vegna það hefur þá verið honum svo mikið kappsmál, að koma á slíkri ábyrgð? Varla getur það talist ábyrg ráðstöfun á fjárreiðum ríkissjóðs!

„Í sjálfu sér er ekki deilt um það að það stendur hvergi í tilskipuninni né í lögum þeirra landa sem hafa innleitt hana að það sé um beina ríkisábyrgð að ræða. Það er enginn að halda því fram,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um ummæli forstjóra norska tryggingasjóðsins. - mbl.is

Annars vil ég benda á fyrri færslu mína um álit yfirmanns norska tryggingasjóðsins á ríkisábyrgðinni.


mbl.is Steingrímur: Engin ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég er í raun alveg hættur að skilja þennan mann. Það liggur við að það þurfi að gefa út sérstaka orðabók til að skilja hann.

Ómar Gíslason, 18.2.2010 kl. 21:28

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Ég verð að segja hann stigur ekki í vitið maðurinn sá menn hafa snúist í hringi og stoppað en hann snýst og snýst það hefur gleymst að segja honum að stoppa gleymdi Jóhanna að segja stopp eða er það kátínan að vera fjármálaráðherra. Mikið vorkenni ég þeim sem kusu vinstri græna vonandi ná þau sér af því.Vonandi skilur fólk það nú að vg er bara skattaflokkur og ekkert annað. OG ÉG FER EKKI OFAN AF ÞVÍ

Jón Sveinsson, 18.2.2010 kl. 22:13

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kostulega fyndið að lesa þetta hjá ykkur, piltar.

Já, nú er mér skemmt.

Jón Valur Jensson, 18.2.2010 kl. 23:21

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta virðist snúast um að fá há lán þannig að hægt verði að koma "hjólum atvinnulífsins" aftur í gang, og svo mun framtíðin bara sjá um sig sjálf.

Hrannar Baldursson, 19.2.2010 kl. 10:02

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hrannar: Svo er kannski aldrei gert ráð fyrir því að þurfi að borga af lánunum í framtíðinni, eða hvað? Maður kannast nú orðið óþægilega vel við slíkan hugsunarhátt og afleiðingar hans. Ætla helstu gagnrýnendur hrunsins sér kannski að toppa vitleysuna í forverum sínum og framkalla annað hrun?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband