Lipietz rökin fundin?

Viðtal Egils Helgasonar í þætti sínum við Evrópuþingmanninn Alain Lipietz á dögunum vakti talsverða athygli, þar sem hann hélt því fram að í tilskipunum ESB mætti finna ákvæði sem gerðu Breta og Hollendinga meðábyrga fyrir IceSave klúðrinu. Í kjölfarið spruttu fram hinir og þessir spunameistarar og reyndu að halda fram því gagnstæða án rökstuðnings með ásökunum um vanþekkingu Lipietz. Ég datt hinsvegar niður á ákvæði í tilskipun 94 sem rökstyður fullyrðingar hins franska þingmanns nokkuð rækilega.

Tilskipun 94/19/EB, 6. gr., 1. mgr.:

Aðildarríkin skulu sjá til þess að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins, séu tryggð á þann hátt sem segir í þessari tilskipun.

Með öðrum orðum þá voru það Bretar og Hollendingar sjálfir sem áttu að ganga úr skugga um að IceSave reikningar nytu tryggingar í samræmi við tilskipunina, ekki Ísland. Því má segja að með útgáfu starfsleyfis hafi Bretar og Hollendingar í raun samþykkt að íslenska tryggingakerfið stæðist allar kröfur!


mbl.is Lagastofun falið að semja kynningarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáránlegur málflutningur hjá Guðmundi. Voru ekki Bretar og Hollendingar stöðugt að kvabba bæði í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að ganga úr skugga um að IceSave reikningar nytu tryggingar í samræmi við tilskipunina? Og upplýsingarnar sem fengust voru tómt bull og lygar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 12:41

2 identicon

Vorum við utan eða innan sambandsins það er kannski stóra málið. Við vorum ( erum) ekki innan sambandsins formlega séð en EES samningurinn skilgreinir okkur sem innan sambandsríki í þeim málaflokkum sem hann ræður yfir a.m.k. samkvæmt túlkun Brussel.

En svo er það sem hann Haukur skrifar líka puntur og það er hvað gekk á í stjórnsýslunni? Hún virðis hafa hringt í bankana þegar eitthvað var spurt og fengið PR svarið en ekki skoðað málið sjálfir með gagnrýnum augum.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 12:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haukur: Nei, það sem hollensku seðlabankamennirnir sögðu að Íslendingar hefðu logið að sér snerist um stöðu Landsbankans, ekki það hvort innstæðutryggingasjóður væri í lagi. Bretarnir gerðu skömmu fyrir hrunið kröfu um að lausafé í útibúi Landsbankans yrði aukið vegna þess að þeir höfðu áhyggjur af stöðu bankans, en hvergi í þeim samskiptum (sem eru til skjalfest) var minnst á innstæðutryggingasjóð.

Það þýðir ekki að íslenskir ráðamenn séu stikkfríi því hafi þeir gerst sekir um ósannindi eða vanrækslu hljóta þeir að sjálfsögðu að bera ábyrgð líka. Enda er ég ekki þeirrar skoðunnar að við eigum að neita að borga, þvert á móti eigum við að aðstoða við að bæta tjónið með því að leyfa Bretum og Hollendingum að hirða þrotabú Landsbankans og láta þar við sitja.

Magnús Orri: Það er rétt að ekki er alveg ljóst hvað átt sé við með "aðildarríki" í þessu samhengi.  Í texta tilskipunarinnar er hinsvegar allastaðar talað um "Evrópubandalagið og aðildarríki þess". Ég er ekki sá sérfræðingur í Evrópurétti að ég treysti mér til að fullyrða um rétta túlkun.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2010 kl. 13:14

4 identicon

Lagagreinin er skýr og ísland er ekki meðlimur = aðildarríki

Hvort íslendingar sögðu satt eða lugu er málinu óviðkomandi.  Það er alveg ljóst að erlendum eftirlitsstofum bar skylda til að kanna hvort íslenski tryggingarsjóðurinn réði við kostnaðinn áður en bankarnir fengu starfsleyfi. Þetta var ekki gert.

Það er þungamiðja málsins.

Ef bankarnir fengu starfsleyfi með vitneskju eftirlitsaðilanna í viðkomandi landi um stöðu trygginarsjóðsins þá er tjónið alfarið á þeirra ábyrgð.

Spurningin sem ég hef verið að bíða eftir er hvort bretar og hollendingar spurðust formlega fyrir um stöðu tryggingarsjóðs og breytingar á honum með breytingar á stærð og umsvifum bankanna og þá hvaða svör þeir fengu. Ef þeir fengu falskar upplýsingar þá sýna þeir afrit af slíku svörum og við erum öll hengd. En því miður störfuðu þeir eins og íslensku hálfvitarnir og allar yfirlýsingar eru eins og kaninn segir "Hearsay" eða orðrómur um að eitthvað hafi eitthvað.

Að íslenska eftirlitskerfið var allt í laxveiði vissum við allan tímann.

Ef Haukur fer með rétt mál þá eiga að liggja frammi skriflegar yfirlýsingar annars eru þetta bara sögusagnir.

Þessvegna á ekki að semja ! Það á að fá dóm í málin hvað var raunverulega gert til þess að fá að vita hver raunveruleg lagastaða er.

Og svo má benda ykkur höfðingjunum á að bretar og hollendingar hafa ekki gert neitt til að upplýsa málin að undantöldum grun um að Kevin þessi hafi notfært sér innherjaupplýsingar. Merkileg afstaða í ljósi þess að yfir 90 % af innkomu bankanna er í útlánum í viðkomandi löndum og algerlega vaxtarlaus skv Evu Jouly.

Haldið þið virkilega að Serious Fraud Office þurfi nær ár til að hafa samband við íslendinga ? Þeir voru búnir að fá 6 fyrirspurnir frá íslenskum einstaklingum um skoðun á málum bara á fyrstu 2 mánuðum eftir hrun, og svöruðu engri.

 Hlynur

Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 13:42

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð áherzla hjá þér, Guðmundur, og viðeigandi svör. En skýrar má orða þetta svona: VIÐ eigum EKKI að borga, en Landsbankinn á að borga og Tryggingasjóðurinn (TIF), ef eignasafnið dugir ekki til. Nú er hins vegar að heyra í hádegisútvarpi Rúv, að eignasafnið geti verið 1200 milljarðar króna (eða var þetta misheyrn hjá mér?), og þá ekki er nokkur ástæða fyrir Tryggingasjóðinn íslenzka til að borga eitt einasta penny né evrucent, því að forgangskröfur (upp að 20.887€, samtals eitthvað um 750 milljarðar króna) eiga að vera viðurkenndar sem FORGANGSKRÖFUR í þrotabú bankans – allt annað er bara rán og glæpsamleg árás – hvað þá að láta OKKUR borga VEXTI í ofanálag!

Nú verða þessir samninganefndarmenn okkar sannarlega að standa sig.

Jón Valur Jensson, 15.2.2010 kl. 13:57

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orðin "viðeigandi svör" vísa bara til Guðmundar og t.d. alls ekki til Magnúsar Orra!

Jón Valur Jensson, 15.2.2010 kl. 13:58

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Taka ber eftir því að kallinn heldur þessari firru ekki fram í greinarstúfi á mbl. fyrir nokkrum dögum.

Einhver hefur sagt: Pffí EEA Agrreement etc.

Þar er hann tekinn til við aðallega að orðhenglast á einni setningu í direktífi 94/19. 

Sem reyndar er fyrir löngu búið að sýna fram á, bæði af mér og öðrum, að sú klausa segir reyndar að ríkisábyrgð er á lágmarkinu !

Það þarf ekkert að ræða þetta meir.  Það er hlegið að þessu rugli erlendis eins og kom skýrt fram í máli norsks lagarprófessors frá háskólanum í Tromsö.  Hann mælti:  Íslendingar sumir -  Er ekkí lagi með ykkur !  O.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.2.2010 kl. 14:34

8 identicon

Ég veit nú ekki til þess að "hlegið" sé að Íslendingum í þessu máli. Hitt er annað mál að helstu sérfæðingar landsins í Evrópurétti segja nær allir sem einn að þetta mál sé mjög skýrt og að okkur beri ekki að borga.

Það hvort að banka er veitt starfsleyfi getur aldrei hangið á einni fyrirspurn eða símtali þannig að hvort sem einhverjar villandi upplýsingar eiga að hafa verið gefnar eða ekki haustið 2008 þá hefur slíkt afskaplega lítið gildi þegar á málið er litið í heild sinni yfir þann tíma sem bankinn hafði starfsleyfi í Hollandi og laut Hollensku fjármálaeftirliti.

Af einhverjum ástæðum hafa stjórnvöld valið þann kost að kynna þetta mál fyrir almenningi án þess að byggja þá kynningu á tilskipuninni sjálfri, heldur þess í stað drekkt málinu í pólitísku inuendo.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 18:13

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Breskar og hollenskar eftirlitsstofnanir hefðu auðveldlega getað skoðað ársskýrslur Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á heimasíðu sjóðsins. Í þeim sést augljóslega að sjóðurinn hefur ekki bolmagn til að standa undir innlánasafni af sömu stærðargráðu og IceSave. Ef þeir klikkuðu á því að athuga þetta er það klárlega vanræksla af þeirra hálfu, og ekki við tryggingasjóðinn að sakast sem er starfræktur samkvæmt gildandi reglum og gefur út þessar upplýsingar á heimasíðunni, hvað þá íslensk stjórnvöld sem eru hvorki rekstrar- né vörsluaðilar sjóðsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2010 kl. 21:47

10 identicon

Það virðist bara sem að kæruleysið hafi verið allsráðandi á öllum vígstöðvum að því menn héldu í skjóli regluverks Evrópusambandsins.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 22:31

11 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Á heimasíðu ESB er Ísland skráð sem þriðja land með sérstaka samninga við ESB.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 16.2.2010 kl. 06:02

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar: Það virðist hafa gerst eins og vill oft gerast þegar ábyrgðinni er dreift á of marga aðila, að á endanum bar hver og einn nánast enga ábyrgð.

Adda: Það eru allskonar sérstakir samningar í gildi milli Íslands og ESB, við erum t.d. aðilar að EES, Schengen o.m.fl.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2010 kl. 11:24

13 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eruð þið ekki að fatta þetta? Ef við eigum ekki að borga eins og svo margir segja hvernig eigum við þá að treysta saminganefnd til að ganga út frá því eða halda áfram með málið?

Ég tek það fram að annað skilyrðið Breta og Hollendinga fyrir að hefja við okkur viðræður er það að við viðurkennum greiðsluskylduna sem við eigum ekki að gera fyrr en að við höfum látið rannsaka það! Hitt var að allir flokkar tækju þátt.

Nú eru viðræður jú hafnar og við (stjórnin og allir flokkar) með því búnir að viðurkenna greiðsluskylduna. Það kom sérstaklega fram í frétt mbl.is um málið þegar þetta var að fara í gang. STÓRHÆTTULEGT!

Guðni Karl Harðarson, 16.2.2010 kl. 23:42

14 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvernig getum við verið að ræða málið að við eigum ekki að borga neitt eins og svo margir segja, þegar að búið er að viðurkenna greiðsluskylduna?

Til þess að við getum haldið áfram með málið á þeim forsendum a) við eigum ekkert að borga b) eða fara dómstólaleiðina þá þurfum við að mótmæla samingaviðræðunum!

Guðni Karl Harðarson, 16.2.2010 kl. 23:45

15 identicon

Ég stend alveg við það sem ég segi á blogginu mínu í dag, sumir halda kannski að ég sé að djóka en það er af og frá. Ég vona að Bretar og Hollendingar rjúki froðufellandi frá borðinu þannig að þetta endi fyrir dómstólum.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 00:16

16 identicon

Eitt er víst að samningsumboðið er öruglega ekki hannað með það fyrir augum þó.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband