Um ábyrgð Breta vegna IceSave

Í þingskjölum bresku lávarðadeildarinnar frá 15. júlí 2008, nokkru fyrir hrunið, má finna fyrirspurn frá Oakeshott lávarði til bresku ríkisstjórnarinnar um íslenska banka með starfsemi í Bretlandi. Spurt er hvað nákvæmlega bresk yfirvöld hafi gert annað en treysta á íslenskar eftirlitsstofnanir, til að sannreyna stöðugleika íslensku bankanna og ekki síst greiðslugetu Tryggingasjóðs Innstæðueigenda og Fjárfesta (TIF) á Íslandi.

Í svari við fyrirspurninni kemur skýrt fram að breska fjármálaeftirlitið (FSA) bar ábyrgð á eftirliti með starfsháttum, efnahagsbrotum og lausafjárstöðu breskra útibúa (e. branches) frá bönkum sem hafa aðsetur í öðrum EES-ríkjum. Þetta á t.d. við um IceSave. Hinsvegar verði þessir bankar allir að uppfylla evrópskar tilskipanir um lausafjárstöðu eins og þær eru útfærðar í heimaríkinu. Varðandi innstæðutryggingar þá segir að IceSave njóti lágmarkstryggingar upp að £16,700 (€20.887) frá tryggingasjóðnum á Íslandi (TIF) en sé einnig aðili að breska tryggingasjóðnum (FSCS) sem veitir viðbótartryggingu upp að £35.000. Samkvæmt þessu er alveg klárt að íslenski sjóðurinn ber eingöngu ábyrgð á lágmarkstryggingunni. Hvergi í svarinu er hinsvegar vikið að raunverulegri fjárhagsstöðu þessara tryggingasjóða eða hvernig bregðast skuli við ef þeir rísa ekki undir ábyrgðum sínum. Ársreikningar Tryggingasjóðs Innstæðueigenda og Fjárfesta eru reyndar öllum aðgengilegir á heimasíðu sjóðsins, og þar má glögglega sjá að inneign í sjóðnum var ekki upp í nös á ketti og hefði aldrei dugað til að bæta nema örlítið brot af IceSave innstæðunum. Þess má líka geta að breski tryggingasjóðurinn hafði sjálfur ekki heldur bolmagn til að standa undir ábyrgð af þessari stærðargráðu, þrátt fyrir að vera miklu stærri en sá íslenski og hafi ekki þurft að taka á sig allsherjar hrun heils bankakerfis.

Fyrirspurnin og svar Davies lávarðar við henni, er svona á frummálinu:

Banking: Iceland

Lord Oakeshott of Seagrove Bay asked Her Majesty's Government:

What steps the United Kingdom financial authorities have taken to satisfy themselves, independently of the Icelandic financial authorities, of the solvency and stability of Icelandic banks taking deposits in the United Kingdom; and of that of the Icelandic Deposit Guarantees and Investor-Compensation Scheme behind which the United Kingdom Financial Services Compensation Scheme stands as guarantor of last resort. [HL4580]

15 July 2008 : Column WA132

Lord Davies of Oldham: Overseas firms operate in the UK through a mixture of branches and subsidiaries. With regard to subsidiaries, a UK-incorporated subsidiary of an Icelandic bank is a British bank and is authorised by the Financial Services Authority (FSA) like other British banks. All subsidiaries are required to comply with FSA rules on capital, liquidity, complaints and the FSCS. All UK-incorporated subsidiaries of Icelandic banks regulated by the Financial Services Authority continue to meet threshold conditions.

With regards to branches, firms from an EEA state are permitted to passport a branch into the UK under EU legislation and are authorised by their home state regulator. The FSA is responsible for the supervision of conduct of business, financial crime and liquidity in respect of these EEA firms' UK branch business. The home state regulator is the prudential supervisor. However all EEA banks are required to meet the capital requirements implemented in their member states under the Banking Consolidation Directive and the Capital Adequacy Directive. And the FSA has a regular dialogue with overseas regulators and firms where the firms passport into the UK, to share information about the firms and specifically their UK operations.

With regard to the Icelandic Deposit Guarantees and Investor-Compensation Scheme, the UK Financial Services Compensation Scheme maintains contact with schemes in other member states. There are currently two major Icelandic players in the UK: Landsbanki provides its Icesave product through a UK branch while Kaupthing's Edge product is provided through a UK-incorporated subsidiary. As Kaupthing Edge's deposits are collected through a UK-incorporated subsidiary, they are covered exclusively by the UK's FSCS in the same way as savers with other British banks.

As Icesave is provided through a UK branch, its home state compensation scheme will apply. Where there is a gap between the coverage of the home state scheme and the UK maximum, where an EEA firm opts to contribute to the FSCS the deposit will be protected up to the UK maximum. This is the case with Icesave: it has “topped up” into the FSCS; the first €20,887 (around £16,700) of savers' money falls within the scope of the Icelandic deposit guarantee scheme while the remaining amount of the claim up to £35,000 is covered by the FSCS. Therefore, savers with up to £35,000 in an Icesave account would be protected against any losses in a similar way as if their savings were in a British bank.


mbl.is Bretar fallast á eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka þér Guðmundur, fyrir að setja þessar upplýsingar fram með svona skýrum hætti. Þarna kemur skýrt fram að Icesave var tryggt hjá FSCS fyrir að minnsta kosti £35,000. Þar með er lágmarkskröfu Tilskipunar 94/19/EB örugglega mætt, þótt ekkert fáist úr Íslendska Tryggingasjóðnum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.2.2010 kl. 13:45

2 identicon

In 1983, John Kareken wrote an article ‘‘Deposit Insurance Reform orDeregulation is the Cart, not the Horse’’. He was expressing a (prescient)concern that deregulation and expansion of bank powers had taken place inthe United States before a proper deposit insurance reform had been introduced.His concern was moral hazard and excessive risk-taking. In Europe, deregulationand opening of frontiers have taken place to create competition and allowfirms to reap economies of scale and scope, leading to better terms for consumers.This has taken place over the last twenty years, without any fundamentalreform to cross-border banking supervision, deposit insurance andbailing-out procedures. With the speed of European banking integration accelerating,it might be time to put the Horse in front of the Cart, that is, transferringbailing-out and supervisory powers to a European authority before the processof banking integration is fully completed.

 

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:38

3 identicon

Tek undir þakkir Lofts fyrir birtingu þessara upplýsinga.

Er það misskilningur að skilja megi af svari Lord Davies of Oldham, hvað viðkemur Icesave innistæðum í breskum útibúum Landsbankans, að innistæðurnar séu tryggðar hjá íslenska tryggingasjóðnum upp að verðgildi 20,887 evra en að ef innistæður á Icesavereikningum í Bretlandi nemi meiru en þeirri upphæð sé mismunurinn tryggður hjá FSCS upp að 35.000 breskum pundum?

Ég skil svar Oldham þannig að hann telji FSCS aðeins ábyrgt fyrir þeim hluta Icesave innistæðna sem eru hærri en 20,887 evrur og lægri en 35.000 ensk pund. Er þetta misskilningur?

(Til að fyrirbyggja leiðindi vil ég taka það fram að ég er óflokksbundin og er bara að reyna að skilja hver staðan er áður en ég greiði akvæði næst, hvort sem það verður í þjóðaratkvæðagreislunni eða þingkosningu.)

Agla (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:54

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Agla, ég hélt að tryggingar-viðmiðið í Bretlandi hefði verið  £50,000, en þarna er talað um £35,000. Tilskipun 94/19/EB er með viðmiðið €20,887 sem þarna er talið samsvara £16,700. Mismunurinn sem þarna er talað að falli á FSCS er því £18,300 (£35,000 - £16,700). Þetta er hærri tala en upphæðin sem Tilskipun 94/19/EB gerir ráð fyrir, þannig að þótt ekkert komi frá Tryggingasjóðnum Íslendska er samt ekki verið að fara undir þá upphæð sem nefnd er í tilskipun ESB.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.2.2010 kl. 15:40

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Agla: þetta er hárrétt skilið hjá þér. Innstæður upp að 20.887 Evrum voru á ábyrgð TIF en það sem er umfram það upp að 35.000 pundum var á ábyrgð FSCS. Ekkert af þessu er hinsvegar á ábyrgð neins þjóðríkis samkvæmt tilskipun 94 og að áliti yfirmanns norska tryggingasjóðsins.

Loftur: Þessi fyrirspurn er frá júlí 2008, áður en bresk yfirvöld hækkuðu sína viðbótartryggingu úr 35.000 pundum upp í 50.000. Þess má geta að íslensku bankarnir höfðu val um það hvort þeir væru yfir höfuð aðilar að þessari bresku viðbótartryggingu, en í svarinu við fyrirspurninni kemur fram að það gerði Landsbankinn og greiddi þ.a.l. iðgjöld bæði til TIF og FSCS.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2010 kl. 15:58

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðmundur, ég hef sent fyrirspurn til FSA, um hvort Landsbankinn greiddi iðgjöld til FACS eða iðgjaldið var bara bókað. Þannig var með aðra banka í Bretlandi og samkeppnisstaða þeirra gerð betri en þeirra sem borguðu iðgjald.

Þar sem viðmiðið var £50,000 var trygging Icesave langt yfir kröfum ESB.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.2.2010 kl. 16:12

7 identicon

Kærar þakkir Loftur Altice.

Ég er samt ekki enn með þetta á hreinu. Eins og ég reyndi að segja hélt ég að sumir, þ.á.m. Lord Oldham, héldu því fram að íslenski tryggingasjóðurinn væri ábyrgður fyrir fyrrstu 20,887 evrum á inneignum Icesavereikningshafa.

Segjum að ég hefði átti innistæðu hjá Icesave í Bretlandi þegar Landsbankinn hrundi og innistæðan hafi verið 28.887 evru jafngildi í pundum:

Var íslenski tryggingasjóðurinn ábyrgur fyrir að ég fengi jafngildi 20,887 evra greitt?

Stóð sjóðurinn við skuldbindingar sínar?

Var breski tryggingasjóðurinn ábyrgur fyrir því að ég fengi restina (8.000 evru jafngildi) greitt?

Stóð sjóðurinn við skuldbindingar sínar?

Ég veit að bresk og hollensk yfirvöld bættu Icesave innistæðueigendum "innistæðutapið" að ákveðnu marki. Mig minnir að Bretar hafi ábyrgst tryggingu upp að 50.000 breskum pundum og Hollendingar hafi sett markið við 100.00 evrur.Mér skilst að Icesavedeilan snúist um hvað og hvernig íslenski tryggingasjóðurinn og eða íslenski ríkisstjóðurinn endurgreiði af því sem Bretar og Hollendingar greiddu sínum þegnum sem áttu innistæður í Icesavedeild Landsbankans (gamla!). Það mál er ofar mínum skilning enn sem komið er.

Ég endurtek að ég er ekki að leita að sökudólg. Ég er bara að reyna að afla mér upplýsinga

Agla (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 17:06

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það miðstýringarstjórnsýslusjóðir megi ekki á nokkurn á hátt baktryggja séreignartryggingar kerfi séreignarbanka eins eða allra séreignartryggingarkerfanna. Kemur skýrt fram í Tilskipum í kjölfar séreignarvæðingar viðskiptabankageirans um alla EU. Augljós spjöll á grundvallar samkeppni lögum EU og EES ættu sér stað ef þetta grundvallar skilyrði væri ekki virt. Segjum nú ekki trúverðugleiki á séreignarbankakerfið sem heild.

Spursmálið er ekki hvort hagsmuna aðilar séu ekki læsir, heldur hver er raunverulega ástæðan fyrir þessari samninga umleitan: sem byggist á því að láta launþega á Íslandi borga fyrir áhættu sem þeir vissu einu sinni af í öðrum löndum.   

Júlíus Björnsson, 18.2.2010 kl. 17:20

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að mínu viti Agla, er engin forgangsröð á Tryggingasjóðunum TIF á Íslandi og FSCS í Betlandi. Þeir eru báðir til tryggingar innistæðunum á sama hátt. Landsbankinn greiddi til TIF en ekki er ljóst hvort greitt var til FSCS eða bókfært iðgjald.

 

Tilskipun 94/19/EB tekur ekki fram hvaðan tryggingabæturnar eiga að koma, en talað er um að tryggingasjóðirnir sé fleirri en einn og einnig er gert ráð fyrir tryggingar bæði í heima-ríki og gisti-ríki.

 

Ef ekki er tiltækt fjármagn í tryggingasjóði, sem er félag með takmarkaða ábyrgð eins og hlutafélög, þá er bara að vona að bankinn sem varð gjaldþrota eigi fyrir innistæðunum. Enginn hefur fundið lagareglur sem fyrirskipa ríkisábyrgð á sjóðunum. Þvert á móti er fullt af rökum fyrir því að ríkisábyrgð sé bönnuð.

 

Nýlenduveldin eru að reyna að þvinga almenning á Íslandi að greiða það sem TIF getur ekki greitt. Ábyrgð TIF var bundin því sjálfsagða skilyrði að til væri fyrir tryggingabótunum. Iðgjöld til TIF voru 1% af innistæðum sem líklega var tvöfalt það sem tíðkast í Evrópu. Í Bretlandi eru engar greiðslu í tryggingasjóð, heldur iðgjaldið innheimt síðar þegar þörf krefur. Við sjáum hversu fráleitt Bretska kerfi er og sama kerfi er í Danmörku, en ég veit ekki um Holland.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.2.2010 kl. 17:54

10 identicon

Ef það er rétt að það sé engin forgangsröð á tryggingarsjóðum TIF á Íslandi og FSCS tryggingarsjóðnum á Bretlandi og ef þeir eru báðir ábyrgðir á sama hátt fyrir tryggingu innistæðu reikningshafa Icesavereiknings í Bretlandi er þá ekkert mark takandi á orðum Oldhams um að TIF beri ábyrgð á innistæðum Icesavereikningshafa upp að jafngildi 20,887 evra og FSCS beri ábyrgð á restinni upp að 35.000 /50.000 pundum fyrir breska reikningshafa?

Agla (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 18:54

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Agla, ég þori ekkert að segja um Lord Davies of Oldham. Hann sjálfsagt veit örugglega ekki allt um tryggingakerfin. Með öðrum orðum er hann ekki sérfræðingur eins og Alain Lipietz til dæmis.

Fyrir tryggingu gisti-ríkisins er greitt iðgjald, eða bókuð iðgjalda-færsla svo að hún stendur sjálfstæð. Hana verður tryggingasjóðurinn að greiða hvað sem skeður með tryggingu heims-ríkisins. Útilokað er að bótagreiðslur gisti-ríkisins séu skilyrtar af greiðslum heima-ríkisins.

Loftur Altice Þorsteinsson, 18.2.2010 kl. 20:54

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spursmálið er ekki hvort hagsmuna aðilar séu ekki læsir, heldur hver er raunverulega ástæðan fyrir þessari samninga umleitan: sem byggist á því að láta launþega á Íslandi borga fyrir áhættu sem þeir vissu ekki einu sinni af í öðrum löndum.   

Júlíus Björnsson, 18.2.2010 kl. 21:14

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Agla, þú virðist hafa réttan skilning á því hvað Davies lávarður er að meina í svari sínu. Hvort hann hefur rétt fyrir sér er svo annað mál, en það held ég þó að hann geri.

Var íslenski tryggingasjóðurinn ábyrgur fyrir að ég fengi jafngildi 20,887 evra greitt?

Já, honum bar skylda til að reyna það eftir fremsta megni. Hinsvegar var inneign í tryggingasjóðnum ekki nema 1-2% af tryggðum innstæðum og hann því tæknilega gjaldþrota um leið og þessi greiðsluskylda myndaðist. Sjóðurinn býr hinsvegar yfir úrræðum til að bregðast við slíku, hann má taka lán á opnum markaði (frá öðrum bönkum) en er ekki skyldugur til þess, hann yfirtekur líka kröfur innstæðueigenda í þrotabú hins fallna banka og getur nýtt þær til að endurheimta tapið eftir á.

Stóð sjóðurinn við skuldbindingar sínar?

Nei, áður en á það reyndi ákváðu Bretar og Hollendingar upp á sitt einsdæmi að greiða bætur til innstæðueigendanna og senda reikninginn til íslenska ríkisins (ekki tryggingasjóðsins sem bar skylda til að bæta tjónið).

Þetta gerðu þeir líklega því þeir áttuðu sig á að í raun og veru gat ENGINN tryggingasjóður með aðeins 1-2% baktryggingu staðið undir bankaáhlaupi af þessari stærðargráðu, hvorki sá íslenski né aðrir sambærilegir sjóðir í Evrópu. Hefði reynt á þetta fyrir alvöru hefði það flett ofan af því að kerfið stóð á brauðfótum og bankaáhlaupið jafnvel breiðst út um alla álfuna.

Var breski tryggingasjóðurinn ábyrgur fyrir því að ég fengi restina (8.000 evru jafngildi) greitt?

Já, en eins og áður sagði var hann vanmáttugur til að standa undir þeirri ábyrgð nema með stuðningi stjórnvalda, alveg eins og sá íslenski.

Stóð sjóðurinn við skuldbindingar sínar?

Eins og áður sagði þá gat hann það ekki frekar en sá íslenski, nema með stuðningi stjórnvalda, þrátt fyrir að tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar banni beinlínis að slíkir sjóðir séu fjármagnaðir með ríkisábyrgð. Ríkisábyrgð á einkarekstri eða tilteknum hlutum hans brýtur auk þess í bága við samkeppnisreglur Evrópusambandsins. Það voru því í raun bresk og hollensk stjórnvöld sem ákváðu að fara út fyrir reglurnar að þessu leyti, en ekki þau íslensku.

Það ber að undirstrika í þessu öllu saman, að evrópskir tryggingasjóðir innsæðueigenda eru allir svipaðir að gerð. Þetta eru sjálfseignarstofnanir sem eru fjármagnaðar og stjórnað af bönkunum sjálfum, en eru ekki eign ríkisins á neinn hátt og njóta því ekki ríkisábyrgðar. Þetta hefur Ríkisendurskoðun t.d. staðfest í skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings 2007 og í gær tók yfirmaður norska tryggingasjóðsins í sama streng í blaðaviðtali.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2010 kl. 12:52

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þetta má svo bæta að eftir hrunið ákvað Evrópusambandið að breyta reglunum þannig að framvegis verði öll ríki skyldug til að baktryggja innstæðutryggingakerfin. Þetta styður það álit að áður hafi slík skylda ekki verið fyrir hendi, því annars væri ekkert tilefni til að breyta reglunum í þá veru.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2010 kl. 15:11

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Flest er þetta rétt sem þú segir Guðmundur. Hins vegar hef ég að hluta til annan skilning.

 

FSCS (Financial Services Compensation Scheme) tekur ekki iðgjöld til myndunar sjóðs, eins og TIF. FSCS safnar kröfum á bankana, sem jafngilda vaxtalausum lánum til þeirra sem nemur greiddum iðgjöldum. Útistandandi kröfur FSCS á bankana geta hugsanlega nægt fullkomlega fyrir Icesave.

 

Hins vegar veitti seðlabanki Bretlands það fjármagn að láni til FSCS, sem þurfti til að greiða strax allar bætur til innistæðueigendanna, bæði það sem TIF var ætlað að greiða og einnig það sem FSCS bar skylda til að greiða. Þetta kemur til baka þegar bankarnir verða krafðir greiðslu iðgjalda vegna fyrri árum.

 

Bretska ríkið hefur því ekki veitt FSCS ríkisábyrgð !

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.2.2010 kl. 15:13

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kærar þakkir fyrir þessa skýringu Loftur, ég vissi ekki um þetta fyrirkomulag hjá FSCS og kemur mér satt að segja nokkurt á óvart. Ég efast um að þetta sé í samræmi við þær reglur sem gilda hér á landi. Hjá TIF er þetta mun líkara venjulegum bótasjóði sem safnar raunverulegri inneign í stað lánsloforða með veði í sömu eignum og ætlunin er að tryggja.

Í fljótu bragði minnir þetta mig einna helst á Ponzi-svindl (það gerir IceSave sjálft reyndar líka sökum afnáms bindiskyldu erlendra útibúa o.fl.) eða einhverskonar hringekjuviðskipti. Þegar allt fé bótasjóðsins liggur í raun í bönkunum, hver á þá að borga út þær kröfur ef bankarnir sjálfir verða svo skyndilega fjárvana?

Mér virðist sem kerfið hjá þeim hafi verið ennþá viðkvæmara fyrir áföllum en mig grunaði því áföll í kerfinu snerta þá óbeint marga banka en ekki bara einn. Ef einn fór á hausinn eins og IceSave gerði þá var eingöngu hægt að greiða úr tryggingasjóðnum með úttektum úr öðrum bönkum, þar til lausafé í þeim næsta væri uppurið og hann þar með farinn á hausinn líka, og þessi keðjuverkun hefði sjálfkrafa framkallað allsherjar áhlaup á allt bankakerfið!

Hver rækallinn!

Ekkert bankakerfi býr yfir nægu lausfé til að standast slíkt áhlaup og Bretland hefði endað eins og Sjóvá, gjörsamlega þurrausið og gjaldþrota. Þetta var glæpsamlegt en jafnframt fyrirfram dauðadæmt og þeir vissu það. Þess vegna hlupu Bretarnir til og þjóðnýttu Nothern Rock áður en reyndi á innstæðutrygginguna og þess vegna vilja þeir ekki fara dómstólaleiðina með IceSave. Og einmitt þess vegna er Evrópusambandið strax búið að breyta reglunum í þá veru að framvegis verði innlánstryggingar af þessu tagi tvímælalaust með ríkisábyrgð!

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband