Lítið skjól í Evrulandi (5. hluti)
9.3.2010 | 11:56
5. hluti greinaflokks um stöðu Evrunnar í tengslum efnahagsvanda Grikklands. Ég ætla hér að taka saman nýjustu fréttir af þróun mála.
Í síðust viku urðu brutust út óeirðir í Aþenu þegar grísk yfirvöld lögðu fyrir þingið áætlanir sínar um niðurskurð að fyrirskipan Evrópusambandsins:
Átök í Aþenu - Er friðurinn kannski úti í Evrulandi?
Í gær blandaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér í málefni Grikklands en framkvæmdastjóri sjóðsins, hinn franski Dominique Strauss-Kahn, fundaði með forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy og ræddu þeir m.a. stöðuna á Evrusvæðinu. Eftir fundinn sagði hann litlar líkur á að fjármálakreppan í Grikklandi eigi eftir að breiðast út til annarra skuldsettra landa innan evru-svæðisins og nefnir sérstaklega Spán og Portúgal í því sambandi. (Sem mætti líka túlka sem óbeina viðurkenningu á viðkvæmri stöðu þeirra.) Það sé hinsvegar "í höndum evru-svæðisins að takast á við vandamál Grikkja." (Sem þýðir líklega að sjóðurinn muni ekki lána fé til Grikklands.)
Telur ólíklegt að fleiri evru-ríki fylgi á eftir Grikklandi
Sarkozy ítrekaði við þetta tilefni stuðning Frakka við Grikki, sem hafði tilætluð áhrif því gengi evrunnar styrktist í kjölfarið. Hvort þetta þýðir að Evran sé hólpin, í bili a.m.k., verður tíminn að leiða í ljós. Hinsvegar minnir þetta óneitanlega á þegar íslenskir ráðamenn sprönguðu út um alla koppagrundu á vordögum 2008 boðandi fagnaðarerindi efnahagsundursins þrátt fyrir að það stæði í raun á brauðfótum, og flestir muna nú hvernig það endaði.
Fróðleiksmolar: Ef einhverjum þykir einkennilegt að Frakklandsforseti sé að skipta sér af þessu, þá má benda á annað sem er ekki síður merkilegt, en það eru hversu áhrifamiklir Frakkar eru í stjórn peningamála heimsins. Jean-Claude Trichet yfirmaður evrópska Seðlabankans og Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru báðir Frakkar, auk þess sem fulltrúi Frakklands ræður yfir heilum 5% atkvæða hjá AGS, tveir Frakkar eru í stjórn Alþjóðagreiðslubankans og svona mætti lengi telja. Þetta er reyndar ekki nýtt fyrirbæri, Frakkland er gamalt stórveldi og fram að síðustu aldamótum voru t.d. efnahagsmálastjórar Evrópusambandsins langoftast Frakkar.
Meira á leiðinni, fylgist með...
Guardian í gær:
Europe bars Wall Street banks from government bond sales
Mbl.is í dag:
Óvissa í Grikklandi veikir evru
Evrópskur gjaldeyrissjóður í burðarliðnum
![]() |
Óvissa í Grikklandi veikir evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ískyggilegar jarðhræringar (framhald)
9.3.2010 | 11:17
Vísindamenn segja að borgin Concepcion í Chile hafi færst yfir þrjá metra til vesturs í jarðskjálftanum þann 27. febrúar sl. Það er erfitt að ímynda sér þá orku sem þarf til að færa stóran hluta af vestuströnd S-Ameríku úi stað. Landmælingar Chile verða líklega ekki verkefnalausar á næstunni.
Ég bendi af þessu tilefni á grein mína frá því í síðustu viku um ískyggilega þróun jarðhræringa í heiminum. Eins þar kemur fram þá hefur stórum skjálftum (stærð 3 og yfir) fækkað á undanförnum tveimur árum, en á sama tíma hefur orðið stóraukning á meðalstyrk þeirra vegna hærra hlutfalls risaskjálfta (stærð 6 og yfir). Það merkilegasta er samt hugsanlega heildarorkuútlosun í jarðskjálftum, en það sem af er þessu ári (2010-Q1) er nú þegar búið að tvöfalda árið 2004 þegar gríðarstór skjálfti við Indónesíu olli flóðbylgju og þó var það margfalt á við meðalár.
Sem betur þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu á Íslandi, en hér er jarðskorpan frekar þunn og laus í sér þannig að skjálftar geta varla orðið stærri en kringum 7 eins og síðast á Suðurlandi.
En talandi um Ísland þá er Eyjafjallajökull aftur að sækja í sig veðrið. Eftir að hafa róast dálítið í gær kom hviða í morgun en þá urðu fjölmargir smáskjálftar á stuttu tímabili og titrar enn nokkrum sinnum á klukkustund þegar þetta er skrifað. Það verður forvitnilegt að fylgjast með, mér finnst alveg kominn tími á eitt stk. eldgos, þó ekki væri nema bara til að fá gott myndefni fyrir sjónvarpið og ferðamennina. ;) Staðsetningin er sem betur fer þannig að ekki er talin hætta á verulegu tjóni ef gýs. Hér má sjá skjálftakort Veðurstofu Íslands af þessu svæði undanfarinn sólarhring:
![]() |
Concepcion færðist til um þrjá metra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldsumbrot á kjördag?
5.3.2010 | 14:27
Almannavarnir hafa lýst yfir fyrsta háskastigi vegna aukinnar skjálftavirkni í Eyjafjallajökli...
Í lok febrúar jókst svo virknin verulega og síðustu sólarhringana hefur hún verið viðvarandi...
Hátt á þriðja þúsund skjálftar hafa mælst frá því á miðvikudag...
Er þetta kosningaskjálfti? Kjósa eða gjósa?
Eða gýs nú upp reiði yfir framkomu Breta?
Eldgos hér geta haft mikil áhrif í Evrópu,
ætla landvættirnar kannski að hrauna yfir fjendur vora?!
Ég er ekki hjátrúarfullur en ef þetta endar með eldsumbrotum þá tek ég því sem fyriboða. Vonandi mun það samt ekki valda miklum hamförum, en þó má búast við að gos í Eyjafjallajökli myndi loka hringveginum tímabundið. Það er samt alltaf gaman að fá smá gosspýju sem laðar að ferðamenn, vísindamenn og myndatökulið, auk þess að auglýsa okkar aðal útflutningsvöru sem eru náttúruöflin. Hjá Veðurstofu Íslands má sjá jarðskjálftakort af jöklinum undanfarinn sólarhring:
![]() |
Fyrsta háskastigi lýst yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ískyggileg þróun jarðhræringa (uppfært)
4.3.2010 | 21:44
Í gær skrifaði ég um það sem virðist vera aukinn styrkur jarðskjálfta í heiminum að undanförnu. Ég birti hér færsluna aftur með viðbótarefni:
George Ure, UrbanSurvival bendir á að spá sem unnin er upp úr greiningu á breytingum í málfarsnotkun á netinu, að það sé eins og fólk finni á sér að enn eigi eftir að verða nokkrir stórir skjálftar áður en árið er á enda. Þetta sama spálíkan hefur reynst gefa, að því er virðist, vísbendingar um yfirvofandi jarðskjálfta, án þess að það hafi verið útskýrt nákvæmlega hvernig, en er t.d. sagt hafa spáð fyrir um áðurnefndan skjálfta við Indónesíu 2004. Sama líkan hefur nú talsvert lengi verið að spá hræringum af stærri gráðu en er í manna minnum, eða jafnvel breytingum á jarðskorpunni eða braut jarðar í himingeiminum, og nú er það hugsanlega byrjað að rætast. Lítum á tölfræði yfir þróun á styrkleika jarðskjálfta síðustu 40 árin.
Á meðan heildarfjöldi skjálfta af stærð 3 og yfir hefur skyndilega minnkað á síðustu tveimur árum...
... þá hefur meðalstyrkur þeirra AUKIST á sama tíma!
En mesta áhyggjuefnið er samt fjöldi stórra skjálfta (6 og yfir) sem valdið geta manntjóni, sem stefnir hvert???
En að mati George, höfundar þessara myndrita, þá er stóra spurningin sú hversu mörg lönd mega þola svona harkalegan hristing áður en það fer að bitna á efnahagslífi heimsins, sem er í besta falli á viðkvæmum batavegi.
Dyggur lesandi daglegra pistla George sendi honum svo eftirfarandi myndrit, sem setur þetta í enn athyglisverðara samhengi með því að skoða heildarorkuna sem losnar í skjálftum af stærð 3 og yfir:
Og sést enn betur ef tekið er saman í heilum árum:
Við færsluna í gær skrifaði ég athugasemd þar sem ég minntist á Eyjafjallajökul:
Og viti menn, í dag var fundað hjá Almannavörnum vegna óróa undir fjallinu.
![]() |
Funda vegna skjálfta undir Eyjafjallajökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
IceSave samantekt vikunnar #2
3.3.2010 | 22:36
Ég minni á fyrri samantekt þessarar viku.
DV hefur undir höndum tölvupóst sem Kanadamaðurinn Donald J. Johnston, ráðgjafi íslensku samninganefndarinnar sendi íslenskum samningamönnum og hugsanlega fleirum þann 24. febrúar eftir að Bretar og Hollendingar höfðu lagt fram svokallað lokatilboð sitt. Í tölvupóstinum hvetur hann Íslendinga til að standa fast á sínu og samþykkja ekki tilboðið án frekari viðræðna. Afrit af póstinum fylgir með hér sem viðhengi og er líka birt í heild sinni í fréttinni:
Tölvupóstur ráðgjafa IceSave nefndarinnar
Norska ABC fréttastofan hefur eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, að hann vilji gefa samningamönnunum tækifæri til að vinna áfram, hvernig sem atkvæðagreiðslan fer. Synjun í þjóðaratkvæðagreiðslunni þýði ekki áfall, aðalatriðið sé að ná góðum samningum í London og skipti engu máli hvort þeir nást fyrir atkvæðagreiðsluna.
Við höldum okkar striki þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu
Þýski stjórnmálaflokkurinn Die Linke hefur lýst yfir samstöðu með Íslendingum vegna Icesave-málsins. Andrej Hunko þingmaður flokksins, stendur að yfirlýsingu ásamt alþjóðamálanefnd flokksins og öðrum þingmönnum úr röðum hans: Við lýsum yfir samstöðu með íslensku þjóðinni, sem berst gegn einhliða skilyrðum á hendur Íslandi... 6. mars verður í fyrsta skipti í Evrópu kosið um það hvort almenningur eigi skilyrðislaust að axla skuldir bankakreppunnar óháð efnahagslegri þróun... Við lýsum yfir samstöðu með íslensku þjóðinni, sem er ekki tilbúin til að borga bankaskuldirnar í samræmi við þvingaða skilmála...". Loks er haft eftir þingmanninum að, "Við ættum að fylgja fordæmi þeirra".
Írska blaðið Irish Times segir að Íslendingar virðist ætla að hafna IceSave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þrátt fyrir að það geti torveldað endurreisn efnahagslífsins, og kenna um reiði í garð Gordon Brown vegna þeirrar hörku sem hann hefur sýnt okkur. Einnig er bent á að synjunin kunni að hafa áhrif á stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra:
Iceland defiant as experts warn of effects of No vote
Norska fréttaveitan ABC Nyheter hefur eftir Guðbjarti Hannessyni þingmanni Samfylkingar og formanni fjárlaganefndar, að Í þessari atkvæðagreiðslu er ekki annað hægt en að segja nei. Því það er mögulegt að ná betri samningi,":
Nú biðja já-sinnar líka um að Íslendingar kjósi Nei
Í grein Ómars R. Valdimarssonar fyrir Bloomberg er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, að atkvæðagreiðslan á morgun verði marklaus og henni þyki það sorglegt. Ennig er vitnað í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra, sem segir að atkvæðagreiðslan hafi aðeins táknræna merkingu. "Ef það gengur eftir, sem allt bendir til, að lögunum verður hafnað, þurfum við samt sem áður að leysa þetta mál.":
Icelanders Face Pointless Vote on Obsolete Law
Norski fréttavefurinn E24! fjallar um þjóðaratkvæðaratkvæðagreiðsluna og segja frá því að strax í gærmorgun hafi myndast biðröð fólks sem greiddi atkvæði utan kjörfundar. Þar er líka tekið viðtal við Íslendinga sem vilja ekki borga skuldir glæpamanna, vitnað í Gylfa viðskiptaráðherra sem hefur áhyggjur af því að synjun geti orðið dýrkeypt, og fleira í þeim dúr:
Samningar um IceSave geta orðið dýrkeyptir
Stephen Evans, fréttamaður hjá BBC til fjölda ára er staddur hér til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni. Hann útskýrir mikinn áhuga erlendra fjölmiðla með því að benda á að Kosningin hér getur haft mikil áhrif víðar en á Íslandi. Ég býst við að stjórnmálamenn í Evrópu óttist að ef Íslendingar segi þvert nei þá gæti það smitast til annarra landa eins og Grikklands og Írlands. Venjulegt fólk muni þá hugsa sem svo að fyrst Íslendingar geti gert þetta, af hverju ekki við." Evans segir Íslendinga ekki eina um það að hugsa bönkunum þegjandi þörfina. Sú skoðun sé útbreidd í Evrópu og Bandaríkjunum.
Í gær heyrði ég viðtal í sídegisútvarpi Bylgjunnar við mann sem var að hjálpa hollenskri fréttakonu sem er stödd hér af sömu ástæðu. Hún vildi fá einhvern í viðtal sem ætlaði að kjósa já, en fann engan og því var brugðið á það ráð að auglýsa eftir já-fólki í útvarpinu! Ég veit hinsvegar ekki hvort það bar árangur.
Að lokum vek ég athygli á að kröfuganga verður farin frá Hlemmi nk. laugardag kl. 14:00 og er gengið niður á Austurvöll þar sem efnt verður til útifundar kl. 15:00. Að þessari uppákomu standa nokkrir grasrótarhópar sem vilja nota tækifærið til að stofna Alþingi götunnar, en helstu áhersluatriði þess eru: Leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, fyrning lána við þrot, jöfnun ábyrgðar og að fjárglæframenn Íslands séu hvorki stikkfrí né endurreistir, AGS úr landi, manngildið ofar fjármagni, aukin völd til almennings og bættur neytendaréttur.
Alþingi götunnar stofnað á Austurvelli
IceSave | Breytt 9.3.2010 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lítið skjól í Evrulandi (4. hluti)
3.3.2010 | 18:51
Viðskipti og fjármál | Breytt 9.3.2010 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ískyggileg þróun jarðhræringa
2.3.2010 | 20:51
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
IceSave samantekt í vikubyrjun
2.3.2010 | 11:14
IceSave | Breytt 9.3.2010 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Afþökkum "aðstoð" Alþjóðagjaldeyrissjóðsins !
1.3.2010 | 12:22
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Breska fjármálaveldið skelfur á beinunum
27.2.2010 | 20:56
Stjórnarkreppa #2 vegna ESB?
27.2.2010 | 15:07
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samantekt helgarinnar um IceSave umfjöllun
26.2.2010 | 15:00
IceSave | Breytt 9.3.2010 kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Greinin á Bloomberg
25.2.2010 | 21:44
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Snilld frá Evrópuþinginu
25.2.2010 | 14:45
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Styðjum sjálfstæði Skotlands
25.2.2010 | 14:15
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)