Risahrun yfirvofandi 2010 ?
23.3.2010 | 20:58
Gerald Celente, stofnandi hugveitunnar Trends Research Institute, er þekktur fyrir að skilja kjarnann frá hisminu og hefur oft reynst sannspár. Hér er hann í viðtali hjá RT þar sem hann spáir efnahagslegum hörmungum af áður óþekktri stærðargráðu á heimsvísu, áður en árið 2010 er á enda. Þá mun fjármálaskrímslið ljúka við að háma í sig það litla sem eftir er af matadorpeningum úr "björgunarpökkunum" frá síðasta vetri, og fer að svipast um eftir einhverju til að borða næst...
![]() |
Skuldasúpan á alþjóðavísu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tillaga að nafni: Ísbjörg
22.3.2010 | 15:04
Ég legg til að hið nýja fjall sem er að fæðast á Fimmvörðurhálsi, fái nafnið:
Ísbjörg
Klettabjörg er víða að finna í fjallendi og í norrænum tungumálum þýðir orðið bjarg það sama og fjall. Nafnið Ísbjörg má því heimfæra á aðstæður í nágrenni fjallsins og fæðingu þess rétt við jökuljaðarinn, en sú staðsetning bjargaði því einmitt að ekki hefur ennþá orðið flóð úr jöklinum eins og menn óttuðust. Einnig má benda á að Ísbjörg er bein þýðing á enska heitinu IceSave, en gosið hófst nákvæmlega tveimur vikum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál lauk með afgerandi niðurstöðu, sem bjargaði landinu frá annarskonar flóðbylgju...
![]() |
Nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mikilvægar leiðréttingar á rangfærslum um IceSave
22.3.2010 | 14:28
Indriði H. Þorláksson hefur ákveðið að tjá sig um IceSave málið á vefritinu Smugunni. Eftir lestur á pistli hans veltir maður því hinsvegar ósjálfrátt fyrir sér hvort hann hafi ekki örugglega verið í samninganefndinni eða hvort það var einhver annar Indriði? Af skrifum hans að dæma þá hlýtur að vera einhver stórkostlegur misskilningur á ferðinni, eða þá hreinn og klár útúrsnúningur á staðreyndum málsins. Hér eru helstu leiðréttingar sem koma til hugar:
1. Ólíkt því sem Indriði heldur fram þá hafa erlendu reikningseigendurnir sjálfir fyrir löngu síðan fengið greiddar bætur í samræmi við gildandi innstæðutryggingar. Hvort einhverjir þeirra voru "venjulegt almúgafólk" eða "fjármagnseigendur og stórkapítalistar" breytir engu þar um.
2. Sú útgreiðsla var á ábyrgð Tryggingasjóðs Innstæðugeigenda og Fjárfesta (TIF), en hollensk og bresk yfirvöld ákváðu hinsvegar einhliða að taka fram fyrir hendurnar á eðlilegri málsmeðferð með því greiða strax út innstæðurnar úr eigin vasa og umfram skyldu.
3. Hinar svokölluðu "samningaviðræður" snerust því aldrei um uppgjör við einstaka reikningseigendur eins og Indriði gefur í skyn, heldur vilja bresk og hollensk stjórnvöld fá útlagðan "kostnað" sinn endurgreiddan. Það virðist hinsvegar vefjast fyrir þeim hvert eigi að senda reikninginn en réttan viðtakanda er að finna í Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
4. Þar sem það hefur legið fyrir allan tímann að TIF varð gjaldþrota um leið og bankarnir hrundu, þá vissu mótaðilarnir að þeir fengju ekkert upp í kröfur sínar nema með því að láta íslenska ríkið ábyrgjast lántöku TIF fyrir umræddum kostnaði, sem þeir og reyndu að gera með þvingunum.
5. Slík ríkisábyrgð er hinsvegar bönnuð samkvæmt 3. gr. þágildandi tilskipunar nr. 19/1994 um innstæðutryggingar. TIF er sjálfseignarstofnun og því ekki á ábyrgð ríkisins eins og er áréttað tvisvar í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings ársins 2007. Landsbankinn var einkafyrirtæki og þeir sem bera fyrst og fremst ábyrgð gagnvart reikningseigendum voru stjórnendur og eigendur bankans.
6. Það er kolrangt að eignir gamla Landsbankans hafi verið notaðar til að greiða íslenskum sparifjáreigendum út innstæður sínar. Með því að lýsa yfir ríkisábyrgð á innstæðum í útibúum á Íslandi kom þáverandi ríkisstjórn einmitt í veg fyrir að greiða þyrfti þær út, en þess í stað liggja þær ennþá í bókhaldi bankans og eru lausar til úttektar. Það er stór misskilningur að innstæður jafngildi peningum sem eru geymdir einhversstaðar í bankahvelfingu, það gera þær ekki heldur eru bara tölur á blaði eða í tölvum. Sá sem heldur öðru fram skortir að öllum líkindum grundvallarskilning á eðli vestrænnar bankastarfsemi.
7. Þrátt fyrir að komist hafi verið hjá útgreiðsluskyldu TIF innanlands með pólitískri íhlutun, þá hafa íslenskir skattgreiðendur verið látnir fjármagna kennitöluflakk með innlenda starfsemi Landsbankans (NBI hf.) fyrir mörg hundruð milljarða króna eða ámóta og næstum allur IceSave pakkinn. Þar af eru yfir 200 milljarðar ásamt vöxtum og gengisáhættu sem nýi bankinn mun greiða skilanefndinni á næstu 10 árum, í stað þess að greiða það til hinna nýju eigenda sem arð af fjárfestingunni. Þessar tekjur sem skattgreiðendur verða af renna þess í stað upp í kröfur á þrotabúið vegna IceSave reikninganna, og því er ekki heldur hægt að halda því fram að Íslendingar ætli ekki að axla neina ábyrgð vegna IceSave. Það er þegar búið að skrifa undir skuldabréf fyrir stórum hluta upphæðarinnar án þess að spyrja okkur leyfis, og er þá nóg komið af slíku!
Ef þetta er ennþá eitthvað óljóst er Indriða velkomið að hafa samband við mig og ég skal þá reyna að útskýra málið betur fyrir honum.
![]() |
Obbinn af Icesave-sparendum venjulegt almúgafólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
IceSave | Breytt 23.3.2010 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldgosið er frábær landkynning !
22.3.2010 | 03:19
Eldgos hófst að kvöldi 20. mars í Eyjafjallajökli nákvæmlega tveimur vikum eftir að gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Degi fyrir atkvæðagreiðsluna var ég með vangaveltur um hvort það myndi bresta á með gosi um leið og kosið væri, en ég hef haft það á tilfinningunni frá því á síðasta ári að eitthvað stórt sé í uppsiglingu. Ef það reynist rétt sem haldið hefur verið fram, að gos í Eyjafjallajökli kunni að sparka Kötlu kerlingu í gang, þá er vissara að hafa varann á. Stórt Kötlugos getur valdið miklum óskunda, ekki bara hér á landi heldur um alla Evrópu, og þá myndi IceSave deilan verði fljót að gleymast.
Án þess að vilji tengja það mál sérstaklega við þetta þá er það engu að síður gott frá áróðurstæknilegu sjónarmiði hversku mikla athygli erlendir fjölmiðlar hafa veitt gosinu og vonandi að veðri fari að slota svo hægt verði að mynda sjónarspilið í bak og fyrir. Sem betur fer ekki um neinar stórhamfarir að ræða ennþá og engin hætta sem mönnum stafar af gosinu. En betri landkynningu er ekki hægt að kaupa fyrir neina upphæð í peningum! Það skyldi þó aldrei verða að sjálf eldfjöllin reynist okkur búbót með því að stuðla að gjaldeyrisöflun? ;)
![]() |
Gosið færist í aukana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það sem vantar í þessa frétt...
21.3.2010 | 22:52
B5 - Bankastræti 5 = Kennitöluflakk?
18.3.2010 | 13:56
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bréf til vinnumálastofnunar
17.3.2010 | 01:06
Helsjúkt þjóðfélag?
16.3.2010 | 19:16
Stærsta WikiLeaks bomban hingað til!
15.3.2010 | 22:55
Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Maður með reynslu
15.3.2010 | 22:41
Hver ákvað að Lehman skyldi falla?
15.3.2010 | 12:39
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EMU er ófleygur furðufugl
14.3.2010 | 17:43
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
EMF = Ennþá meiri fantaskapur ?
11.3.2010 | 14:19
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Safnar kvenfólkið þá neðanmottu?
10.3.2010 | 18:25