Risahrun yfirvofandi 2010 ?

Gerald Celente, stofnandi hugveitunnar Trends Research Institute, er þekktur fyrir að skilja kjarnann frá hisminu og hefur oft reynst sannspár. Hér er hann í viðtali hjá RT þar sem hann spáir efnahagslegum hörmungum af áður óþekktri stærðargráðu á heimsvísu, áður en árið 2010 er á enda. Þá mun fjármálaskrímslið ljúka við að háma í sig það litla sem eftir er af matadorpeningum úr "björgunarpökkunum" frá síðasta vetri, og fer að svipast um eftir einhverju til að borða næst...

 

 


mbl.is Skuldasúpan á alþjóðavísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nokkuð viss um að hann hefur rétt fyrir sér. Ég veit að City group leggur allt sitt undir á að veðja á nýtt hrun.

Það vekur mann til umhugsunnar um af hverju Anne Sibert, eiginkona aðalhagfræðings City bank (undir City group)Willem Buiter er einn aðalráðgjafi seðlabankans hér.  Vekur einnig spurningar um af hverju hún kallar sig ekki fullu nafni hér. Húnheitir Anne Sibert Buiter, en því er haldið temmilega leyndu.

Kíktu á málið.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2010 kl. 17:41

2 identicon

Kæmi mér ekki á óvart, ég var búinn að lesa um það að björgunarpakkarnir væru að halda kreppunni niðri eins og verkjatafla við hausverk. Við skulum sjá hvað haustið ber í skauti sér.

Birgir Már (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 22:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar: ég hef ekki orðið var við að hjónabandi Anne Sibert og Willem Buiter sé haldið leyndu, þvert á móti hef ég séð á það minnst í fjölmiðlum hérlendis oftar en einu sinni.

Birgir Már: þetta er alveg rétt, með því að endurreisa sama kerfið er verið að kalla yfir okkur sama hrunið og áður. Helsti munurinn er sá að undirstöður kerfisins hafa veikst og því er enn erfiðara en áður að standast áföll.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2010 kl. 02:26

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sagði temmilega leyyndu, enda ætti það eitt að gera þessa manneskju gersamlega vanhæfa.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband