IceSave samantekt í vikubyrjun

Ég minni á fyrri samantektir mínar með fjölmiðlaumfjöllun um IceSave málið. Nú er ný vika runnin upp, sú síðasta fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, og þá er við hæfi að byrja nýja færslu sem verður svo uppfærð eftir því sem líður á vikuna. Tvær skoðanakannanir voru birtar í gær, fyrst er það könnun Gallup fyrir RÚV þar sem 74% segjast ætla að kjósa gegn IceSave-lögunum:

 http://chart.apis.google.com/chart?cht=p3&chd=t:74,19,7&chs=400x180&chl=Nei|Ja|Skila+audu|?&chco=DF0101|0B610B|FE9A2E&chtt=Gallup:+Afstada+til+IceSave+1.3.2010

Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni var með könnun um helgina á visir.is þar sem spurt var: Hvernig ætlarðu að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um IceSave lögin? Niðurstöðurnar gáfu svipaða mynd af stöðunni, en athyglisvert er að skoða samanburð niðurstaðna á tímaásnum sem gefur til kynna að andstaða þjóðarinnar við ríkisábyrgð sé jafnt og þétt að aukast nú á lokasprettinum!

 

Hollendingur Jan Schouten hefur ritað forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, bréf þar sem segir að Hollendingar eigi að gefa Íslendingum eftir fjárkröfur vegna Icesave sem skaðabætur fyrir Tyrkjaránið svokallaða árið 1627. Foringi ræningjanna var nefnilega hollenski sjóræninginn Jan Janzoon van Haarlem, og fyrir það hefur aldrei verið bætt:

Skulda Íslandi fyrir Tyrkjaránið

Sigrún Davíðsdóttir fréttamaður RÚV, segir Íslendinga ofmeta áhrif þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave, að hennar mati skipti kosningin bresk stjórnvöld litlu máli. "“Það er miklu meira gert úr þessari þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi en nokkurn tíma hér í Bretlandi,” var haft eftir Sigrúnu í síðdegisútvarpinu á mánudaginn:

Telur þjóðaratkvæðagreiðsluna ofmetna

Ummæli Sigrúnar eru nokkuð á skjön við ýmislegt sem fram hefur komið í breskum blöðum og fjölmiðlum en þar hafa allmargir málsmetandi greinarhöfundar tjáð sig um mikilvægi þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu að undanförnu.

Morgunblaðið sendi fyrirspurn til breska fjármálaeftirlitsins, FSA, um frystingu eigna Landsbankans, sem er enn í gildi þrátt fyrir að ákvæðum hryðjuverkalaga hafi verið aflétt:

Eignir Landsbanka enn frystar

Fram kemur að 3. október 2008 eða fimm dögum áður en Bretar gerðu allar eignir Íslendinga í London City upptækar, hafi FSA fyrirskipað 20% bindiskyldu á IceSave hjá Englandsbanka. Líklega hafa þeir brugðist svona við þegar þeir gerðu sér grein fyrir því að 25. mars 2008 eða rúmum fimm mánuðum fyrr hafði Seðlabanki Íslands afnumið bindiskyldu erlendra útibúa bankanna og þannig hjálpað IceSave að verða að þeirri svikamyllu sem það reyndist svo vera. Athyglisvert að ekki skuli minnst á það líka í Morgunblaðinu... ætli den store haldi að við tökum ekki eftir því?!

John McFall formaður fjárlaganefndar breska þingins lét þau ummæli falla í þættinum Daily Politics á BBC í gær að Íslendingar væru í miklum vandræðum ef þeir stæðu ekki við skuldbindingar sínar. Undir lok þáttarins sagði McFall að ef ekki náist niðurstaða í Icesave málinu verði afleiðingarnar fyrir Evrópu gríðarlegar (implications are enormous) en náði ekki að útskýra það betur áður en þættinum lauk:

John McFall on Iceland's finances

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við háskólann á Bifröst, segir við norska blaðið Aftenposten í dag, að stemningin á Íslandi sé núna þannig að Íslendingar vilji frekar herða sultarólina í eitt ár en greiða Bretum og Hollendingum penní eða sent vegna Icesave og að Icesave-málið sé að fara inn í hefðbundinn farveg íslenskra utanríkismála eins og í Þorskastríðunum. "Íslendingar geta rekið þetta mál áratugum saman ef svo ber undir," hefur Aftenposten eftir Eiríki:

Mener Island driver uthalingstaktikk

Matthew Lynn, dálkahöfundur hjá Bloomberg fréttaveitunni vill að Íslendingar segi einfaldlega: „Við getum ekki borgað, við viljum ekki borga, þannig að þið getið átt ykkur.“ Hafni Íslendingar Icesave-samningunum þá sendi þeir skilaboð sem skattgreiðendur í mörgum ríkjum hafi fulla samúð með: Við ætlum ekki alltaf að greiða skuldir bankamanna! "Ríkisstjórnir víðsvegar um heim hafa keypt þá hugmynd að skattgreiðendur eigi að bæta tap banka. Það er slæm meginregla".

Lynn on Icelandic Loan Mutiny

Jan Davidsen formaður Fagforbundet, stærsta verkalýðsfélags bæjar- og heilbrigðisstarfsmanna í Noregi, og Kjartan Lund, framkvæmdastjóri norrænna samtaka opinberra starfsmanna, skrifa lesendabréf í Dagbladet þar sem þeir hvetja til þess að lán verði veitt til Íslands framhjá áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þar með án tillits til niðurstöðu í IceSave málinu.

Norge må gi lån til Island nå

Dóms- og mannréttindaráðuneytið deifði á þriðjudag í öll hús upplýsingabæklingi sem Lagastofnun Háskóla Íslands hefur útbúið um þjóðaratkvæðagreiðsluna, en nánar er fjallað um hana á vefnum Þjóðaratkvæði.is.

Elaine Byrne, dálkahöfundur Irish Times spyr að því í þriðjudagspistli sínum hvort Írar ættu e.t.v. að fylgja fordæmi Íslendinga og kjósa um hvort þeir eigi að leggja almannafé í björgunaraðgerðir fyrir einkarekna banka. Hún vitnar í ritstjórnargrein Financial Times þar sem bent er á að reiði og synjun íslensks almennings opni fyrir þann möguleika að aðrar þjóðir neiti líka að borga fyrir mistök annara, og muni þannig breyta leikreglunum á þessum vettvangi svo um munar (game-changing event).

Should Ireland's citizens refuse to bail out the banks?

Morgunblaðið segir frá því að á þriðjudagskvöld hafi íslensku samninganefndinni borist svar frá Bretum við nýjasta tilboði Íslendinga, sem hafi valdið þeim miklum vonbrigðum og falið í sér gagntilboð sem hafi verið með öllu óásættanlegt:

Svör Breta í gær valda miklum vonbrigðum

Því er haldið fram að Lee Buchheit, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni telji það glapræði að hrófla við fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu og hafi lagt á það áherslu við leiðtoga ríkisstjórnarinnar að gera ekki lítið úr mikilvægi hennar. Þjóðaratkvæðagreiðslan væri í raun sterkasta samningavopn Íslendinga.

Í miðvikudagsútgáfu ástralska blaðsins Herald Sun segir að ákvörðunin sem Íslendingar standi frammi fyrir sé allt annað en auðveld, og svo er farið yfir hversu mikil greiðslubyrðin yrði á hvern íbúa sem hafi þó aldrei samþykkt að ábyrgjast slíkar upphæðir:

Icelandic vote to get cool reception

Reuters hefur eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í viðtali við Financial Times Deutschland á miðvikudag, að hann sé vongóður um að betri samningur náist áður en til atkvæðagreiðslunnar kemur:

Conditions good for Icesave deal: Iceland minister


mbl.is Fundur fyrir hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Framhald af þessari samantekt hér.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband