Samantekt helgarinnar um IceSave umfjöllun

Hér er sú nýjasta í röð samantekta sem ég hef gert með umfjöllun fjölmiðla um IceSave málið, aðallega erlendis þó. Athugið að þegar ég birti svona samantektir þá kann að vera að þær uppfærist og bætist við þær í nokkra daga eftir að þær eru fyrst birtar, þannig að það borgar sig e.t.v. fyrir áhugasama að kíkja við öðru hverju og fylgjast með.

Í gær sagði Bloomberg fréttaveitan að íslenska sendinefndin hafi gengið af samningafundi með Hollendingum og Bretum og ekkert samkomulag hafi náðst:

Iceland Walks Out of Icesave Talks With U.K., Dutch

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði hinsvegar við hollenska viðskiptablaðið Financieele dagblad að þetta sé ekki rétt því að "Við hittumst í íslenska sendiráðinu þannig að við gátum ekki gengið út.":

Iceland continues to hope for solution to Icesave conflict

Mbl.is segir frá því að helstu fjölmiðlar Hollands fjalli í dag um viðræðuslitin:

Iceland talks with Netherlands and UK over IceSave (Financieele dagblad)

 

Hollenska viðskiptablaðið Financieele dagblad segir í ritstjórnargrein í dag að litlar líkur séu á að Íslendingar, Hollendingar og Bretar nái samkomulagi í Icesave-deilunni:

Ritsjórnargrein Financieele dagblad 26.2.2010

Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks gerir svo enn góða hluti og leggur augljóslega mikla áherslu á málefni Íslands um þessar mundir, en þar birtust í morgun afrit af bréfaskriftum milli samningsaðila um þetta nýjasta tilboð sem íslenska sendinefndin er sögð hafa hafnað:

Final UK-NL offer to the government of Iceland, 19 Feb 2010

 

Reuters fréttastofan hefur í dag eftir nafnlausum heimildarmanni sem sagður er þekkja vel til málsins, að engar frekari viðræður séu ráðgerðar um málið að svo stöddu:

Dutch have no more Iceland talks planned

The Independent fjallar um sendiskýrslu Sam Watson í bandaríska sendiráðinu um samskipti sín við íslenska embættismenn vegna IceSave málsins, sem einnig var birt á WikiLeaks fyrir rúmri viku síðan:

Iceland secretly pressured US to defend it against British 'bullying'

Skjölin frá Wikileaks fylgja líka með sem viðhengi, en tilgangurinn með því er að hafa eintök af þessu sem víðast aðgengileg, t.d. ef eitthvað kæmi fyrir sem raskaði aðgengi að WikiLeaks.

Breska stórblaðið Financial Times fjallar svo um áframhaldandi einelti gegn Íslandi og segir að breska ríkisstjórnin sé komin á hálan ís (skv. pressan.is):

No more brinksmanship

Sunnudagur 28. feb.: Reuters hefur eftir Lars Christensen, yfirmanni geiningardeildar Danske Bank sem hefur gagnrýnt íslenskt fjármálalíf, að yfir Íslandi vofi tvær kreppur, efnahagsleg og pólitísk:

Iceland stares into Icesave abyss


mbl.is Telja litlar líkur á samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gott framlag.

Það er allt of mikið af fólki eins og ég, fólki sem nöldrar í barm sér og fussar og sveiar, en nennir svo ekki að gera neitt meira til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Það er því gott að vita að til er drýfandi og vel upplýst fólk sem nennir að hrópa fyrir okkur.

Gunnar Heiðarsson, 26.2.2010 kl. 20:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þakka góðar undirtektir.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband